Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 34
34 14. september 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 SEPTEMBER Sunnudagur Söngvarinn Bergþór Pálsson ermeðal þeirra sem koma fram á tónleikum í Langholtskirkju í dag: „Kórinn í Langholtskirkju er 30 ára í ár og af því tilefni verða haldnir nokkrir tónleikar. Góður kór fæðir af sér góða söngvara og tónleikaröðin ber yfirskriftina Blómin í garðinum, því á tónleik- unum koma fram einsöngvarar sem voru einu sinni í kórnum.“ Marta Hrafnsdóttir reið á vaðið í vor og söng við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar og margir af okkar virtustu tónlistarmönnum munu koma til með að fagna af- mæli kórsins með þessum hætti. Bergþór Pálsson, sem var í Langholtskirkjukórnum þegar hann var um tvítugur að aldri, mun í dag syngja við undirleik Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleik- ara og fiðluleikaranna Daniels K. Cassidy og Erlu Brynjarsdóttur: Ég verð með nokkurs konar söng- kvartett með mér. Ég raddsetti lögin og hef fengið söngnemana Þorvald Þorvaldsson og Egil Árna Pálsson og son minn Braga til liðs við mig. Bragi er tenór og hann byrjaði að læra söng í fyrra. Þetta er skemmtilegur hópur og við ætl- um að hafa gaman af þessu,“ segir Bergþór. Á tónleikunum verða flutt lög eftir ameríska 19. aldar tónskáld- ið Stephen Foster: „Hann var eig- inlega fyrsta þekkta sönglagatón- skáldið í Ameríku og á mörg lög sem lifa góðu lífi enn þann dag í dag. Sum hafa verið þýdd á ís- lensku og á eftir tökum við m.a. lög eins og Ó Súsanna, Blærinn í laufi og Húmar að kveldi. Við ætlum að bregða okkur í 19. ald- ar klæðnað í stíl við tónlistina og ég hvet fólk til að koma og fagna afmæli kórsins með okkur.“ Tón- leikarnir verða um klukkustund- ar langir og hefjast klukkan 17.00. ■ Bergþór syngur í Langholtskirkju ■ ■ KVIKMYNDIR  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ LEIKSÝNINGAR  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren er frumsýnt á stóra sviði Borg- arleikhússins. Ilmur Kristjánsdóttir, ný- útskrifuð leikkona frá Listaháskóla Ís- lands, fer með hlutverk Línu. Uppselt er á frumsýninguna.  14.00 Fjölskyldusýning á kvik- myndinni Úlfastelpan Tinke verður í Norræna húsinu í dag. Myndin er gerð eftir sögu Cecil Bødker Hungerbarnet. Með myndinni fylgir bæklingur með hugmyndum að skólaverkefnum sem hægt er að nálgast í Norræna húsinu. Leikstjóri myndarinn- ar er Morten Køhlert. Bíómyndin er ætl- uð fyrir börn 6 ára og eldri. Frítt inn.  16.00 Furðuleikhúsið frumsýnir Eldinn í Tjarnarbíói. Eldurinn er ein- þáttungur sem byggður er á ævi hetj- unnar og píslarvottarins Jóhönnu af Örk. Fyrir rúmlega ári síðan frumflutti Ólöf Sverrisdóttir einleikinn The Fire Í Exeter á Englandi. Einleikurinn var þá leikinn á ensku og var hluti af lokaverkefni Ólafar í mastersnámi í háskólanum í Exeter. Ólöf Ingólfs- dóttir dansari annast leikstjórn og hreyfingar á Íslandi. Ljósahönnun er í höndum Móeiðar Helgadóttur.  20.00 Síðasta sýning á dramagamanleikritinu Kvetch er á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Uppselt er á sýninguna.  20.00 Söngleikurinn Grease með þau Birgittu Haukdal og Jónsa Í svörtum fötum er sýndur í Borgar- leikhúsinu í kvöld. Uppselt er í kvöld en sýningum fer fækkandi. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Grasasnadansasarg er yfir- skrift tónleika Balzamersveitarinnar Bar- dukha og Kammerkórs Hafnarfjarðar sem verða haldnir í Iðnó í kvöld. Orðið, sem lesa má afturábak, lýsir kannski vel þeirri tilraun sem þessir hópar standa fyrir á tónleikunum. Bardukha er skipuð fiðluleikaranum Hjörleifi Valssyni, harmonikkuleikaranum Ástvaldi Traustasyni, kontrabassaleikaranum Birgi Bragasyni og handtrommuleikar- anum Steingrími Guðmundssyni. Á tónleikum Bardukha og Kammerkórsins verða flutt austur-evrópsk þjóðlög og ís- lensk þjóðlög á Bardukha-vísu. Stjórn- andi Kammerkórs Hafnarfjarðar er Helgi Bragason. ■ ■ LISTSÝNINGAR  Sýningin „Safneignin og samtíminn“ í Listasafni Árnesinga er opin í dag milli 14.00 og 18.00. Síðasti sýningar- dagur er 21. september. Aðgangur er ókeypis.  Sýningin UrmUll eftir listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttur stendur yfir í Listasafni Borgarness. UrmUll er handverks- og listíðasýning og eru öll verkin á sýningunni unnin úr ull. Snjó- laug er vefnaðarkennari frá Mynd- og handíðaskóla Íslands. UrmUll er fimmta einkasýning Snjólaugar en Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borg- arfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi.  15.00 Berglind Björnsdóttir ljós- myndari heldur einkasýningu á verkum sínum í Íslenska Grafíksalnum, Hafnar- húsinu. Berglind lærði ljósmyndun í Bandaríkjunum og hefur haldið nokkrar einkasýningar bæði á Íslandi og einnig í Chelsea-listahverfinu í New York árið 2000. Berglind nefnir sýningu sína Hringrás og fjallar hún um hringrás lífs- ins á táknrænan hátt. Myndirnar eru bæði svart-hvítar og í lit. Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18.  Óður til Óðins er heiti á sýningu listakonunnar Ingibjargar Torfadóttur. Sýningin samanstendur af 44 grafík- myndum sem Ingibjörg hefur unnið á síðastliðnum árum. Þetta er önnur einkasýning Ingibjargar á Íslandi, en hún hefur hún tekið þátt í fjölda sam- sýninga víða um Kanada og hefur hlot- ið margskonar viðurkenningar fyrir verk sín. Sýningin er haldin í Gallery 11, Inn- römmun Sigurjóns, Fákafeni 11, Reykja- vík.  Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889 -1966) stendur yfir í Listasafni Íslands. Á sýningu Lista- safns Íslands eru yfir 100 verk, málverk og vefnaður, sem varpa ljósi á feril þessa merka brautryðjenda íslenskrar myndlistar. Í tilefni sýningarinnar gefur Listasafn Íslands út bók með greinum um ævi og list Júlíönu Sveinsdóttur. Sýn- ingin stendur til 26. október.  14.00 Bubbi, Guðbjörn Gunnars- son skúlptúristi, og Jóhann G. Jó- hannsson, myndlistar- og tónlistar- maður, eru með samsýningu í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Jóhann G. sýnir olíu- og vatnslitamyndir þar sem hann fæst við hughrif íslenskrar náttúru. Bubbi kallar sýningu sína Ferðalag. Árið 2002 fór hann í ferð til Japans og tók þar þátt í samsýningu í menningar- borginni Kyoto. Inntak sýningarinnar er upplifun Bubba á þessu ferðalagi með áherslum a þjóðleg einkenni og skyldeika Íslands og Japans. Samsýning Bubba og Jóhanns G. er sölusýning. Allir velkomnir. Sýningin stendur yfir til 28. september og er opin fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18.  15.00 Þrjár einkasýningar eru nú í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson opnar í Aust- ursal sýninguna Skraut /Kjöraðstæður þar sem hann sýnir skúlptur- og ljós- myndaverk. Sýning Katrínar Þorvalds- dóttur í vestursal heitir Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var. Á neðri hæð safnsins opnar Olga Bergmann í samstarfi við stofnun Dr. B sýninguna Náttúrugripasafn. Sýningarn- ar standa til 5. október. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 nema mánudaga.  Mæja, myndlistarkona, sýnir málverk sín í Hitaveitu Suðurnesja í Hafnarfirði en sýningin ber heitið Losti & Þrá. Sýn- ingin er opin alla virka daga frá 8.00- 16.00. ■ ■ SÝNINGARLOK  Í dag er síðasta sýningardagur á myndlistarverkum Péturs Más Gunn- arssonar í Gallerí Dvergi. Pétur Már út- skrifaðist árið 2002 frá Myndlistardeild LHÍ og er þetta önnur einkasýning hans. Sýningarstaðurinn er við Grundarstíg 21 í Reykjavík og er opið klukkan 17-19.  Listasafn Reykjavíkur sýnir „Viðtöl um dauðann“ eftir Magnús Pálsson myndlistarmann og Helgu Hansdóttur öldrunarlækni í Hafnarhúsinu. Sýningin er opin milli 10 og 17. Síðasti sýningar- dagur.  Sjöfn Har sýnir 45 ný málverk og vatnslitamyndir í Art Icelandic Gallery, Skólavörðustig 25 a. Opið er frá kl. 14- 18. Síðasti sýningardagur er í dag. Tilkynningar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ■ TÓNLEIKAR BERGÞÓR PÁLSSON kemur fram á tónleikum í Lang- holtskirkju í dag og klæðist 19. aldar fötum í stíl við tónlistina. Söngvarinn David Bowie segistekki geta munað söngtexta sína eftir að hafa skemmt heilann á sér með eiturlyfja- notkun í gamla daga. Hann segist nú neyðast til þess að lesa þá af nótna- standi til þess að ruglast ekki. Bowie hefur verið edrú og laus við eiturlyf í rúm 20 ár en skemmdirnar lagast víst ekkert. Söngvarinn greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali við BBC. Leikstjórinn Ridley Scott hefurtekið að sér að leikstýra fram- haldsmynd Gladiator. Aðalper- sóna myndarinnar verður Lucius, barnungur sonur Lucillu úr fyrri myndinni. Scott segir handritið vera tilbúið og að það sé afar ólíkt fyrri myndinni og taki lítið sem ekkert á skylmingaþrælum. Þó er talið að persóna Russell Crowe komi til með að birtast örstutta stund í myndinni, þrátt fyrir að vera dáin og grafin. Búist við mynd- inni í bíó á fyrri hluta ársins 2005. Söngkonan Britney Spears varð íefsta sæti yfir „verst klæddu konur ársins“ í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins People. Lesendum blaðsins finnst fatasmekkur hennar hreint út sagt hörmulegur. Á eftir henni í röðinni voru Tara Reid og leikkon- an Lara Flynn Boyle, sem mætti í ballerínubúningi á Golden Globe- verðlaunahátíðina síðustu. Bon Jovi og hljómsveit hanshafa hljóðritað nýja plötu, fulla af gömlum lögum. Upphaflega ætlaði sveitin að hljóðrita órafmagnaða plötu en skemmti sér svo vel við að endurút- setja gömlu lögin að ákveðið var að gera nýtt úr gömlu. Á plöt- unni öðlast því eldri lög á borð við „Wanted Dead or Alive“ og „Keep the Faith“ nýtt líf. Fréttiraf fólki Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu barnaleikritið „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Í dag 6. sept. kl. 14:00 lau 13. sept kl. 14:00 sun 21. sept. kl.14:00 lau 27. sept. kl. 14:00 Miðaverð er 1200. Miðapantanir í síma 590-1200. Nánari upplýsingar í síma 662-4805 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.