Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2
HAIFA, AP Ung palestínsk kona sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölmennum veitingastað í hafn- arborginni Haifa í norðurhluta Ísraels í gær, með þeim afleið- ingum að nítján létust, þar af þrjú börn. Að minnst kosti 55 slösuðust í s j á l f s m o r ð s - árásinni, sem er ein sú mann- skæðasta sem gerð hefur verið síðastliðin þrjú ár. Samtök her- skárra Palest- ínumanna, Jihad, hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, boðaði til neyðarfundar í gær og lýsti því yfir að viðbrögð Ísraelsmanna við árásinni yrðu hörð. Öryggisráð landsins hafði lýst því yfir að ef til fleiri árása kæmi myndu ísraelsk stjórnvöld grípa til aðgerða gagnvart Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, jafnvel ráða hann af dögum. „Þetta er gullið tækifæri til þess að losna við Arafat,“ sagði Dan Naveh, heilbrigðisráðherra Ísraels, í gær. „Það er alveg ljóst að hann er stærsta fyrirstaðan í vegi fyrir betri tíð.“ George Bush Bandaríkjafor- seti fordæmdi tilræðið í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær. Þar eru palestínsk stjórnvöld hvött til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari árásir. Önnur samtök herskárra Palestínumanna, Hamas, hafa lýst því yfir að aðskilnaðarmúr, sem Ísraelsmenn eru að reisa í kring- um Vesturbakkann, muni ekki koma í veg fyrir að sjálfs- morðsárásir á ísraelska borgara haldi áfram. Ísraelsmenn samþykktu í vik- unni áframhaldandi byggingu að- skilnaðarmúrsins, sem teygir sig nú langt inn í Vesturbakkann til þess að verja fjögur stór land- tökusvæði gyðinga. Palestínu- menn hafa fordæmt byggingu að- skilnaðarmúrsins og segja hann stefna friðarferli við botn Mið- jarðarhafs í hættu. Þá hafa Bandaríkjamenn lagst gegn bygg- ingu múrsins. ■ 2 5. október 2003 SUNNUDAGUR Þetta er búið að vera dauft frá því í Grindavík þangað til núna. Bogi Ágústsson er mikill aðdáandi KR og Tottenham Hotspur. Fyrir skemmstu var skipt um stjóra hjá Tottenham og í gær vann liðið 3-0 sigur á Everton. Spurningdagsins Bogi, hefur lifnað yfir laugardögunum? „Þetta er gullið tæki- færi til þess að losna við Arafat. Það er alveg ljóst að hann er stærsta fyrir- staðan í vegi fyrir betri tíð. Nítján létust í sjálfsmorðsárás Nítján létust og yfir fimmtíu særðust í sjálfsmorðsárás í ísraelsku borginni Haifa í gær. Árásarmaðurinn var ung kona. Samtökin Jihad hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Ariel Sharon boðar hörð viðbrögð. Snjóaði á Þingvöllum: Jörð var snævi þakin VEÐURFAR Það var allt hvítt um að litast þegar Guðmundur Ingi Guð- brandsson landvörður kom til starfa á Þingvöllum í gærmorgun. Miklum snjó hafði kyngt niður um nóttina og segir Guðmundur að um sé að ræða fyrstu alvöru snjókom- una. Hann segir að ekki sé óalgengt að snjói í októbermánuði enda er kaldara á Þingvöllum en Reykjavík yfir vetrartímann. Ferðamenn létu snjóinn ekki aftra sér. „Þrátt fyrir að jörð hafi verið snævi þakin aftraði það ekki fólki frá að koma í heimsókn. Hér hefur hver hópurinn á fætur öðrum mætt á staðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist hafa ráðlagt fólki sem hringdi í gær og vildi koma að sjá haustlitina að bíða þar til í dag. Snjóinn hafði að hluta til tekið upp og verður að öllum líkindum horf- inn í dag, segir Guðmundur. Ökumenn voru óviðbúnir þess- ari snjókomu á Þingvöllum og varð ein bílvelta í gærmorgun við Kjósarskarðsveg. Betur fór en á horfðist og engan sakaði. Ekki er búist við áframhaldandi snjókomu því Veðurstofan býst við umhleypingum næstu daga. ■ Eldislax í veiðiám: Þetta er aðvörun LAX „Þetta er aðvörun, örfáir fisk- ar eru ekki hættulegir út af fyrir sig,“ segir Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Veiðimála- stofnunar, um það að nokkrir eld- islaxar sem sluppu úr sjókví við höfnina í Neskaupstað síðla í ágúst hafa veiðst í nokkrum lax- veiðiám á austanverðu landinu. Sigurður segir ekki hægt að segja til um umfang vandans þótt fundist hafi laxar sem taldir eru vera úr sjókvínni. Um þrjú þúsund laxar sluppu úr sjókvínni í Norðfirði en aðeins um eitt hundrað náðust aftur. Nú er unnið að breytingum á reglum sem banna munu þá aðferð við geymslu sem brást í Norðfirði. ■ Stolið af hestamönnum: Hnakka- þjófar á ferð ÞJÓFNAÐUR Brotist var inn í tvö hesthús í fyrrinótt. Var hnökkum, reiðtygjum og öðrum útbúnaði til útreiða stolið og er verðmæti þýf- isins talið vera hátt í eina milljón krónur. Brotist var inn í hesthús við Kjósavelli við Garðabæ og Sörlaskeið nálægt Hafnarfirði. Að sögn lögreglu virðist sem um skipulegan þjófnað sé að ræða því fyrir skemmstu var miklum útbúnaði rænt úr hesthúsi í um- dæmi Kópavogslögreglu. ■ RÚÐUR BROTNAR Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrri- nótt. Tvö innbrot í bíla voru til- kynnt. Í öðru þeirra var fartölvu stolið. Þá voru rúður brotnar í Selásskóla. FUNDU AMFETAMÍN Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn í bíl í fyrrinótt. Við leit í bílnum fund- ust tvö grömm af amfetamíni. Mennirnir eru báðir rúmlega þrí- tugir og búsettir í Reykjavík. Í kjölfarið var gerð húsleit í Kefla- vík þar sem fannst eitt gramm af amfetamíni. Málið er upplýst. DÓPAÐUR ÖKUNÍÐINGUR Lögregl- unni á Selfossi bárust í gær fjöl- margar athugasemdir um brjálæð- islegan akstur í grennd við bæinn. Ökumaðurinn náðist að endingu á Selfossi þar sem hann ók á 137 kílómetra hraða innanbæjar. Öku- maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja. FLUTTUR MEÐ ÞYRLU EFTIR SLYS Mótorhjólaslys varð austur af Búr- felli í gær. Mótorhjólamaður sem þar var á ferð í hópi slasaðist og virðist hafa lærbrotnað. Hann var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. ELDUR Í BLÓMASKREYTINGU Lög- regla braut sér leið inn í íbúð í Stórholti um miðjan dag í gær eftir að tilkynnt hafði verið um eld í blómaskreytingu í glugga- kistu. Lögreglu tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma og var tjón minniháttar. Líkbrennslueigandi: Seldi líkamshluta KALIFORNÍA, AP Eigandi líkbrennslu í Kaliforníu hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að fjar- lægja höfuð, hné, hryggi og aðra líkamshluta af tugum líka sem átti að brenna. Maðurinn seldi líkamshlutana til ýmissa rannsóknarstöðva gegn- um fyrirtæki sem hann átti. Talið er að hann hafi haft rúmar 33 millj- ónir íslenskra króna upp úr krafs- inu. Tveir samstarfsmenn manns- ins játuðu sig samseka og var hvor um sig dæmdur í árs fangelsi. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Við höfum ítrek- að bent á að þetta hafi viðgeng- ist,“ sagði Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa á Kárahnjúkasvæðinu. Þar á hann við rússneskan lækni sem starfað hefur fyrir Impregilo hér á landi frá upphafi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann hefur átt þátt í að senda tugi manna til síns heima vegna smá- vægilegra veikinda. „Þessi læknir hefur verið hér í allt sumar og við höfum haft mikl- ar áhyggjur af þessu. Þetta er grafalvarlegt ef einhverjir starfs- menn skyldu slasa sig varanlega eða hljóta örorku.“ Samkvæmt íslenskum lögum þurfa læknar frá Rússlandi sem óska eftir starfsleyfi hérlendis að undirgangast próf hér á landi til að fá að stunda lækningar. Land- læknisembættið hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála. Haukur Valdimarsson, fyrr- verandi aðstoðarlandlæknir, hef- ur verið ráðinn tímabundið til starfa á Kárahnjúkasvæðinu. „Það hefur ekki verið íslenskur læknir að störfum þar enn sem komið er. Ég mun hefja störf inn- an tíðar og þá komast þessi mál í betri farveg.“ ■ Schwarzenegger: Orð slitin úr samhengi KALIFORNÍA Svo virðist sem um- mæli Arnold Schwarzenegger um Adolf Hitler, sem í fyrstu virtust lofsamleg, hafi verið slitin úr samhengi. Í undirbúningi heimild- armyndar frá árinu 1975 sagðist hann telja að Hitler hefði haft mikla hæfileika, til dæmis hvað varðaði ræðumennsku og sann- færingarkraft. Eins fannst Schwarzenegger aðdáunarvert hvernig hann komst til valda frá lítilmótlegum uppruna. Hins vegar sagði Scwarzen- egger í viðtalinu frá 1975 að Hitler hefði notað hæfileika sína til ills. Þetta hafði ekki komið fram í ásökunum á hendur fram- bjóðandanum sem settar voru fram í síðustu viku. Þeim fjölgar hins vegar sem saka frambjóðandann um kyn- ferðislega áreitni. ■ FRÁ ÞINGVÖLLUM Það var margt um manninn á Þing- völlum í gær þrátt fyrir að jörð væri al- hvít. Um er að ræða fyrstu alvöru snjókomuna á Þingvöllum í vetur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Lögreglufréttir FRAMBJÓÐANDINN Sætir ásökunum á lokasprettinum. ■ Lögreglufréttir AÐALVINNUBÚÐIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Í BAKGRUNNI Íslenskur læknir tekur þar til starfa innan skamms vegna kvartana undan núverandi lækni. Heilsugæsla á Kárahnjúkasvæðinu: Íslenskur læknir ráðinn MANNSKÆÐUSTU SJÁLFSMORÐSÁRÁSIR PALESTÍNUMANNA 27. mars 2002 Hótel í Netanya 29 látnir 5. janúar 2003 Verslunarmiðstöð í Tel Aviv 23 látnir 19. ágúst 2003 Strætisvagn í Jerúsalem 23 látnir 1. júní 2001 Inngangur skemmtistaðar í Tel Aviv 21 látinn 18. júní 2002 Vegamót í Jerúsalem 19 látnir 4. október 2003 Veitingastaður í Haifa 19 látnir VETTVANGUR ÁRÁSAR Ísraelskir lögreglumenn og björgunarmenn á vettvangi sjálfsmorðsárásar á veitinga- staðnum Maxim í hafnarborginni Haifa í norðurhluta Ísraels. ENGINN MEÐ FIMM RÉTTA Fyrsti vinningur í Lottóinu verður þre- faldur um næstu helgi. Enginn var með fimm rétta og því rann 6,5 milljóna fyrsti vinningur ekki út. Tveir voru með fjórar tölur réttar og bónustölu að auki. Þeir fá hvor um sig 164.000 krónur. Réttu tölurnar voru 8, 9, 10, 28 og 33. Bónustalan var 36. ■ Lottó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.