Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 5. október 2003 Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smelluparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Fullur gámur af plastparketi E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 0 6 Beyki HlynurEik Kirsuber-ljóst Kirsuber-dökkt Aðeins kr. 990,- p r. m2 Aðe ins kr. 990,- p r. m2 Aðe ins kr. 1.190,- pr. m 2 Aðeins kr. 1.190,- pr. m 2 Aðeins kr. 1.190,- pr. m 2 Frítt svampundirlag fylgir með!Án undirlags Greiningardeildir bankannarýndu í fjárlagafrumvarpið í vikunni. Samdóma álit þeirra er að afgangur af rekstri ríkisins sé í minna lagi til þess að tryggja að- hald í hagvexti næstu ára. „Veik- leikar frumvarpsins liggja í gjaldahlið þess,“ segir greiningar- deild Landsbankans. Þar er bent á að ekki sé að finna tillögur að skipulagsbreytingum á sviðum þar sem vandinn er mestur, eins og í heilbrigðisgeiranum. „Reynsl- an undanfarin ár sýnir að núver- andi fyrirkomulag varðandi rekst- ur heilbrigðisstofnana getur ekki farið saman við aðhald í ríkisfjár- málum,“ segir Landsbankinn. Búnaðarbankinn tekur undir þetta og segir afgang af fjárlögum í minna lagi, sérstaklega þegar tekið er tillit til kerfisbundinnar umframkeyrslu á útgjöldum. Áhyggjur Búnaðarbankans helg- ast af því að þegar aðhaldsstig rík- isfjármála er ekki nægjanlegt eykst krafan á Seðlabanka um að hækka vexti. Hinn kosturinn er vaxandi verðbólga. Hvort tveggja reynist skuldsettum fyrirtækjum og einstaklingum erfitt. Íslandsbanki tekur undir þessi sjónarmið og segir þungann við hagstjórn verða á herðum Seðla- bankans, jafnvel þótt áætlanir rík- isstjórnarinnar gangi eftir. „For- sendur um lítinn vöxt samneysl- unnar á næstu árum og um vöxt útflutnings einkennast að mati Greiningar ÍSB af nokkurri bjart- sýni,“ segir Greiningardeild Ís- landsbanka. Sama megi segja um hóflegar væntingar fjármálaráðu- neytisins til vaxtar einkaneyslu og innflutnings. Sérfræðingarnir segja aðhald ríkisins fyrst og fremst felast í að draga úr vexti samneyslu og fjár- festinga. Meira þurfi til ef koma eigi í veg fyrir að stýrivextir hækki úr hófi eða verðbólgan, sá gamli fjandi, láti á sér kræla. ■ UMDEILD ATRIÐI FJÁRLAGA: ATVINNULEYSISBÆTUR Breytingar sem boðaðar eru í fjárlaga- frumvarpinu þýða að fólk sem missir vinnuna fer ekki á atvinnuleysisbætur fyrr en þremur dögum eftir að það er skráð á atvinnuleysisskrá. Hagfræðing- ur ASÍ hefur gagnrýnt þetta og talað um að eðlilegra hefði verið að bæta kjör atvinnulausra en að rýra þau. PERSÓNUAFSLÁTTURINN Meðal nýjunga í fjárlagafrumvarpinu er að persónuafsláttur launa mun fylgja verðlagi en ekki launahækkunum eins og verið hefur. Þetta þýðir að ef laun hækka umfram verðlag og kaupmátt- eykst, þá hækkar skattbyrðin á lægstu launin. VIÐBÓTARFRAMLAG Í SÉREIGNARLÍFEYRISSJÓÐI Rökstuðningur fjármálaráðuneytisins er að tilgangur framlagsins hafi verið að hvetja til slíks sparnaðar. Nú sé sér- eignarlífeyririnn orðinn það útbreiddur að ekki sé þörf fyrir að stuðla að hon- um með sértækum hætti. SKATTALÆKKANIR 20 milljarða skattalækkanir eru boðað- ar á árunum 2003-2005. Þær verða í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem boðuð var lækkun á tekjuskatti um 4%, eignarskattur felldur niður, eignarfjárskattur lækkaður og virðis- aukaskattur endurskoðaður. ASÍ leggur áherslu á að skattalækkanir komi ekki í stað launahækkana. BARNABÆTUR Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að leggja 3 milljarða til sértækra verkefna þar á meðal til að hækka barnabætur á ár- unum 2005-2007. VAXTABÆTUR Í fjárlagafrumvarpinu er mælt með að vaxtabætur verði lækkaðar. Reiknað hefur verið út að vaxtabætur skerðist um 600 milljónir króna. TRYGGINGAGJALD Atvinnurekendur óttast að trygginga- gjald verði hækkað á fyrirtæki. HÁTEKJUSKATTUR Hátekjuskattur verður felldur niður í skrefum. Stjórnarandstaðan er á móti því að fella hann niður á meðan atvinnurek- endur vilja fella hann niður strax. JÓN SIGURÐSSON Líklegt er að þunginn af hagstjórn næstu ára muni hvíla á herðum Seðlabankans og þar með hins nýskipaða Seðlabankastjóra. Bankarnir efast FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.