Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 20
20 6. október 2003 SUNNUDAGUR Þingið var sett í vikunni og stjórnmálaumræð átakamálin og úrlausnarefnin, en eru pólarnir Hvar liggja línurnar? Fréttablaðið tók tvo þ Þeir fengu sömu spurningarnar, e Verður þetta átakaþing eðaekki? “Að sjálfsögðu væri óskandi að þingið gæti í sátt og samlyndi unnið að framfaramálum þjóðar- innar og ekki mun standa á okkur að styðja góð mál hvaðan sem þau koma – hvort sem er frá stjórnar- meirihluta eða stjórnarandstöðu. Hins vegar er staðreyndin sú að menn greinir mjög á um hvað horfir til framfara enda skipa menn sér í flokka í samræmi við það. Ef dæma skal af reynslunni af þessari ríkisstjórn mun hún gefa ærin tilefni til átaka. Ég heyri ekki betur en hún vilji einkavæða vatnið og Sjálfstæðis- flokkurinn virðist við það hey- garðshorn að markaðsvæða heil- brigðisþjónustuna. Hvorugu verð- ur tekið þegjandi. Því get ég lof- að.“ Á að lækka skatta á kjörtímabil- inu? „Ríkisstjórnin hefur hótað því. Ég segi hótað, því að almenn skattalækkun er fyrst og fremst ávísun á niðurskurð eða aukin þjónustugjöld. Það var ömurlegt að hlusta á yfirboð margra stjórn- málamanna og flokka fyrir þing- kosningarnar í vor, lofa annars vegar allsherjarskattalækkunum og hins vegar stórefldri almanna- þjónustu á nánast öllum sviðum. Slíkt kostar peninga og menn verða að vera sjálfum sér sam- kvæmir. Vissulega er sums staðar hægt að spara og jafnan á að sýna ráðdeild með opinbert fé. En varð- andi skattalækkun viljum við fyrst og fremst sjá uppstokkun á skattakerfinu og nýjar áherslur í þágu láglauna og millitekjuhópa. Hjá þessum hópum þarf að stór- auka ráðstöfunartekjur en það má gera með samspili skattabreyt- inga og breytinga í millifærslu- kerfinu.“ Sumir mala gull Er góðæri? „Hjá sumum er góðæri. Þeir mala gull og auður þeirra er tal- inn í milljörðum. Þetta hefur meðal annars komið fram í tengslum við hræringarnar í fjármálalífinu að undanförnu. Ég held að fáir deili um að ríkis- stjórnin hefur haldið með þjóðina inn á vægast sagt afar vafasamar brautir. Ríkisbankarnir, sem hún nánast gaf, mala gull. Ef gróði stærstu bankanna verður sá sami á seinni hluta þessa árs og hann var á þeim fyrri þá munu þeir hagnast um 14 milljarða á árinu. 14 milljarða eftir skatta! For- svarsmönnum bankanna fannst þetta í lægri kantinum. Hvað skyldi mönnum finnast um stöðu þeirra sem hafa innan við eða í kringum eitt hundrað þúsund krónur í tekjur og þurfa að sjá fyrir fjölskyldu? Skyldi staða þeirra vera viðunandi. Menn ættu a.m.k. að geta verið sam- mála um að ekki verði sagt um þá að þeir búi við góðæri.“ Hvernig á að ráðstafa auðnum? „Auðnum er ráðstafað með margflóknum hætti. Lög um stjórnun fiskveiða ákvarða til dæmis hvert aðgengi manna er að sjávarauðlindinni. Margvísleg lög um aðra atvinnustarfsemi skipta einnig máli að þessu leyti og síðan koma að sjálfsögðu skattalögin til sögunnar. Á undan- förnum árum hefur stórfyrir- tækjum og fjármagnseigendum verið ívilnað verulega en hið sama hefur ekki gilt um launa- fólk. Skattkerfið þyrfti að taka til endurskoðunar og einnig bóta- kerfið. Stórir hópar eiga allt sitt undir Alþingi komið hvað fellur í þeirra hlut, svo sem öryrkjar og atvinnulausir. Margt hefur þannig áhrif á skiptingu verð- mætanna. Ég vil skipta sem jafn- ast. Það er hins vegar ekki á dag- skrá hjá þessari ríkisstjórn. Hún gefur mest fyrir markaðslögmál- in, sem eru frumskógur og í hon- um er ekki spurt um sanngirni.“ Á að hækka lægstu launin? „Tvímælalaust.“ Hafa hræringar í viðskiptalífinu undanfarið verið jákvæðar eða neikvæðar? „Ríkisstjórnin hefur sett í fjármálahringekju sem nú snýst með miklum fyrirgangi. Þessar hræringar eiga sér alllangan að- draganda, allt frá því ríkisstjórn- in tók opinbera fjárfestingarsjóði og sameinaði þá undir hatti FBA sem síðan var gleyptur af Ís- landsbanka. Síðan hefur verið einkavætt í gríð og erg. Allur þessi fyrirgangur er ekki til marks um aukna verðmætasköp- un heldur fyrst og fremst til- færslur með fjármuni og völd. Varla er það til góðs.“ Eitt auga í miðju enni Á að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu? „Það er eitt mesta hagsmuna- mál samtímans að okkur auðnist að gera það. Tryggja þarf eignar- hald þjóðarinnar á auðlindinni til frambúðar og koma á vistvænu fiskveiðistjórnunarkefi sem þjón- ar byggðarlögum landsins. Við settum fram ítarlegar tillögur um hvernig megi hverfa frá núver- andi kvótakerfi í kerfi byggt á þessum forsendum. Ég hef grun um að ef flokksbönd héldu ekki í þessu máli yrði kerfinu breytt.“ Á að vera refsivert að kaupa sér þjónustu vændiskvenna? „Já, enda er fram komið frum- varp þar að lútandi og hef ég trú á því að það verði samþykkt.“ Á að einkavæða meir en gert hef- ur verið? „Sumt af því sem einkavætt hefur verið á síðasta hálfum öðr- um áratug varð enginn ágreining- ur um. Það var helst að mönnum blöskraði hvernig að einkavæð- ingunni var staðið. Ég held að sagnfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að skrifa doktorsritgerð- ir um söluna á SR-Mjöli og furða sig á hvernig þetta gat gerst. Núna stöndum við frammi fyrir hótunum um einkavæðingu á raf- magni og vatni, að ógleymdri heil- brigðisþjónustunni. Í þessu sam- bandi er gott að spyrja þriggja spurninga; er þetta gott fyrir not- andann, er þetta gott fyrir greið- andann og er þetta gott fyrir þann sem veitir þjónustuna? Ef svarið er játandi breytum við en ef það er neitandi þá gerum við það að sjálfsögðu ekki. Hættan er sú að ríkisstjórnin neiti að horfa til reynslu annarra og draga af henni lærdóma sem allir eru á einn veg, að ekki eigi að einkavæða grunn- þjónustu samfélagsins. Ég óttast að hjá ríkisstjórninni verði þar eins og fyrri daginn, með eitt auga í miðju enni og líti aldrei til hlið- ar.“ Ef eitthvert eitt baráttumál fengi fullan stuðning á þingi hvaða mál myndir þú þá velja? „Hér er úr vöndu að ráða og í stað þess að benda á eitt afmarkað mál vísa ég til málaflokka. Við þurfum að horfa til framtíðarinn- ar og mín ósk er að við berum gæfu til að fremja ekki vanhugs- uð, óþörf og óafturkræf spjöll á náttúrunni og hvað samhjálpina snertir þá er mikilvægt að standa vörð um hana.“ Óhappaverk ríkisstjórnar- innar Hvað er það besta sem ríkisstjórn- in hefur gert? „Ég tel að stigin hafi verið framfaraspor í lífeyrismálum og einnig vil ég nefna fæðingarorlof- ið. Þar var byggt á hugmyndum sem runnar eru frá samtökum launafólks og einnig teknar upp af hálfu Kvennalistans sáluga. En það var engu að síður ríkisstjórn- in sem gekkst inn á að koma pakk- anum í framkvæmd og mér finnst það verulega lofsvert.“ Hvað er það versta sem ríkis- stjórnin hefur gert? „Framkoman við öryrkja, hrokinn og óbilgirnin sem þeim var sýnd er nokkuð sem aldrei mun gleymast. Og að sjálfsögðu framgangan í stóriðju- og virkj- anamálum. Þar var tekist á um mál sem varða framtíðina, nátt- úru landsins og komandi kynslóð- ir. Þegar yfirgnæfandi meirihluti Alþingis hafnaði tillögu um þjóð- aratkvæði um þessar örlagaríku ákvarðanir var mörgum brugðið. Ég var í þeim hópi og þykir þetta hafa verið eitt versta óhappaverk ríkisstjórnarinnar og þess meiri- hluta sem hún studdist við.“ Hvert er hlutverk ríkisins? „Hvað er ríkið? Það er tæki sem við höfum smíðað sameigin- lega til að koma lýðræðislegum vilja í framkvæmd. Við notum þetta tæki einnig til fram- kvæmda, við rekum sameiginlega margvíslega þjónustu sem kemur okkur að notum og er undirstaða siðaðs samfélags. Við þurfum að vanda til allra verka sem snúa að hinu opinbera og við þurfum að gæta að því sérstaklega að ríkis- valdið verði aldrei misnotað af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðar eða treyst fyrir einstökum fram- kvæmdaþáttum. Það verður fyrst og fremst tryggt með opnu þjóð- félagi og kröftugri lýðræðislegri umræðu. Í þeirri umræðu er Al- þingi ætlað veigamikið hlutverk og er mikilvægt að þeir sem kjörnir eru til þings rísi undir því.“ kolla@frettabladid.is Eigum að skipta sem jafnast ÖGMUNDUR JÓNASSON „Við þurfum að vanda til allra verka sem snúa að hinu opinbera og við þurfum að gæta að því sérstaklega að ríkisvaldið verði aldrei misnotað af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðar eða treyst fyrir einstökum fram- kvæmdaþáttum. Það verður fyrst og fremst tryggt með opnu þjóðfélagi og kröftugri lýðræðislegri umræðu.“ Almenn skatta- lækkun er fyrst og fremst ávísun á niðurskurð eða aukin þjónustugjöld. Það var ömurlegt að hlusta á yfirboð margra stjórnmála- manna og flokka fyrir þing- kosningarnar í vor, lofa ann- ars vegar allsherjarskatta- lækkunum og hins vegar stórefldri almannaþjónustu á nánast öllum sviðum. ,, Vins tri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.