Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR FYRSTI Í AÐVENTU Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Í tilefni af því verður fluttur í Grafarvogskirkju helg- isöngleikurinn „Fæðing frelsarans“ eftir Hauk Ágústsson. Það er Krakkakór Graf- arvogskirkju sem flytur verkið undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur og undirleik Harðar Bragasonar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FROSTLAUST MEÐ STRÖNDUM Ekta veður til að kaupa jólagjafir og undir- búa komu jólanna enda fyrsti sunnudagur í aðventu. Hlýnar seint á morgun. Sjá síðu 6 30. nóvember 2003 – 298. tölublað – 3. árgangur HRAKTI RÆNINGJANN Á BRAUT Þriðju tilrauninni á árinu til að ræna sölu- turninn Biðskýlið í Kópavogi lauk með því að ræninginn lagði á flótta undan eiganda söluturnsins. Sá spurði ræningjann hvort hann væri að grínast og hótaði honum með gosflöskukippu. Sjá síðu 2 ÆRA Á 200 MILLJÓNIR Formaður Öryrkjabandalags Íslands gefur lítið fyrir full- yrðingar ráðherra um að ekki sé verið að svíkja samkomulag við öryrkja frá því fyrir kosningarnar. Hann segir 200 milljónir spar- ast með þessum hætti og telur það lága fjár- hæð fyrir æru ríkisstjórnar. Sjá síðu 2 EILÍFÐARVERKEFNI Formaður fjár- laganefndar Alþingis segir rekstrarvanda Landspítalans vera eilífðarverkefni. Þing- maður Samfylkingar segir vanda spítalans að hluta þann að stjórnvöld hafi ekki tekið tillit til þess að sameining stóru spítalanna kostaði mikið fé. Sjá síðu 4 BRETTAFJÖR Í BLÁFJÖLLUM Kærkominn snjór gerði starfsfólki í Bláfjöllum kleift að opna skíðalyfturnar almenningi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið og var brettafólk áberandi. Augljóst er að margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að leika sér í brekkunum og sýna listir sínar. Sjá bls. 6. Enn eitt kjaftshöggið Formaður Vinstri grænna segir dóm Hæstaréttar í gagnagrunnsmálinu enn eitt kjaftshögg fyrir ríkisstjórn sem fái ítrekaðar umvandanir frá Hæstarétti. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ekki duga að deila við dómarann og leggur fram frumvarp til lagabreytinga á vorþingi. GAGNAGRUNNUR Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur falið embættismönnum að hefja undir- búning að frumvarpi til breytinga á lögum um gagnagrunn á heil- brigðissviði. Hann segir að í ljósi úrskurðar Hæstaréttar á föstu- daginn þurfi að breyta lögunum til þess að eyða réttaróvissu og tryggja að lögin verði ekki verk- efninu fjötur um fót. Nýtt lagafrumvarp verður að líkindum lagt fram á vorþingi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, segir að dómur Hæsta- réttar sé enn eitt kjaftshöggið fyrir ríkisstjórnina, sem hafi nú ítrekað fengið umvandanir frá Hæstarétti. Davíð Þór Björgvinsson laga- prófessor segir að gera megi breytingarnar þannig úr garði að ekki verði hægt að draga upplýs- ingar um látna ættingja úr grunn- inum. Sjá síðu 4. HRAFN GUNNLAUGSSON Er á leið til Kína og ætlar að læra kín- versku. Hrafn Gunnlaugsson er á leið til Kína: Hrafninn flýgur VIÐTAL Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri segir í viðtali við Fréttablaðið að hann hyggist nú í auknum mæli snúa sér að skrift- um og læra kínversku. Hrafn ætl- ar til Kína og hyggst dvelja þar í eitt ár við kínverskunám. Jafnvel segir hann inni í myndinni að hann skrifi handrit fyrir aðra leik- stjóra á meðan á dvöl hans þar standi. Kvikmynd hans, Opinberun Hannesar, verður frumsýnd í sjónvarpinu á nýársdag, en um hana hefur staðið nokkur styr. Hrafn vísar því meðal annars á bug í viðtalinu að viðurnefnið Styrkjahöfðinginn geti átt við hann sjálfan, eins og gárungar hafa haldið fram. Nánar á síðum 22 og 23. Þjóðin sem opnar sig Það er árlegur viðburður að þjóðfrægir Íslendingar opni sig í opinskáum ævisögum. Uppgjör er orðið ein- kenni á Íslendingum sem þjóð. Það er einkenni á jólabókaflóðinu í ár að alkóhólistar og fyrrum fíklar eru fyrirferðarmiklir. En hvaða gildi hafa játningabækur af þessu tagi? SÍÐA 26–27 ▲ Borgarlista- maðurinn Egill Sæbjörnsson er borgarlistamaður í Reykjavík. „Já, þetta er dálítið svakalegur titill,“ segir hann. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu. Manni finnst maður þurfa að ganga um með hvítan trefil og hvíta hanska.“ Egill opnaði sýningu í Gallerí Hlemmi í gær. ill j li í j í . , lí i l i ill, i . f i i i . i fi f í fil í . ill i i í ll í l i í . SÍÐA 16 Stærsta auðlindin Albert Jónsson stýrir eignum eins stærsta lífeyrissjóðs landsins en þær eru metnar á 150 milljarða króna. Hann segir lífeyrissjóðina eina stærstu auð- lind þjóðarinnar. ▲SÍÐA 20 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.