Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4
4 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Ætlar þú, eða ertu búin(n) að fara, á skíði fyrir jól? Spurning dagsins í dag: Á Íslensk erfðagreining eftir að koma upp gagnagrunni á heilbrigðissviði? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 89% 11% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lottó Formaður fjárlaganefndar Alþingis um Landspítalann: Rekstrarvandinn er eilífðarverkefni LANDSPÍTALINN „Ég tel mikilvægt að gera það sem hægt er til að leysa rekstrarvanda Landspítalans. Það eru misjafnar skoðanir um málið innan fjárlaganefndar en menn vinna sameiginlega að því að tryggja að betur verði haldið utan um stofnunina,“ segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis. Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar hefur sameining sjúkra- húsanna aukið kostnað stofnunar- innar. Rekstraráætlun þessa árs gerði ráð fyrir 300 milljóna króna halla en nú er útlit fyrir að hann verði um tveir milljarðar í árslok. Sérstök nefnd skilar væntanlega í lok vikunnar skýrslu um fjármála- stjórnun og áætlanagerð spítalans. „Rekstrarvandi spítalans er eilífðarverkefni og skýrsla Ríkis- endurskoðunar er eitt af þeim mörgu verkefnum og aðgerðum sem miðar að því að leysa hann og skilgreina,“ segir Magnús. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar sem sit- ur í heilbrigðisnefnd, segir að rekstrarvandi Landspítalans felist í því að stjórnvöld hafi einblínt um of á hagræðingu hans til langs tíma. „Það hefur ekki verið tekið tillit til þess mikla kostnaðar sem sam- eining sjúkrahúsanna hafði í för með sér og þess vegna hefur þessi mikli hallarekstur verið. Fjárveit- ingavaldið hefur brugðist í þessu máli,“ segir Margrét. ■ Unnið er að lagabreytingu Heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir starfsmenn ráðuneytisins að undir- búa breytingar á lögum um gagnagrunn. Prófessor í lögum telur að hægt verði að fella úr gildi rétt fólks til að segja skyldmenni úr grunninum. GAGNAGRUNNUR Gera þarf breyt- ingar á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði til þess að hægt verði að hefjast handa við gerð hans. Þetta er samdóma álit þeirra sem að málinu koma, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Dómur Hæstaréttar frá því á fimmtudaginn gerir fjölmargar athugasemdir við lögin og þar er því haldið fram að ýmsar reglur um meðferð persónuupplýs- inga í grunnin- um þurfi að fast- ákveða með lög- um en ekki nægi að setja reglu- gerðir og til- mæli þar um. Í ljósi dóms- ins hefur Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra lagt fyrir starfs- menn ráðuneytisins að hefja vinnu við lagafrumvarp um breyt- ingar á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hann segir að ekki dugi að deila við dómarann í þessum efnum og því þurfi að bregðast við athugasemdum Hæstaréttar. Hann segist ekki eiga von á því að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir á þessu ári en vonast til þess að það verði sem fyrst; í öllu falli verði málið rætt á vorþingi. Jón telur að úrskurður Hæsta- réttar sé tvíþættur. Annars vegar fjalli hann um rétt afkomenda til að draga upplýsingar um látna foreldra og skyldmenni úr gagna- grunninum; hins vegar snúi hann að persónuverndarákvæðum. „Ég hef lagt svo fyrir að það verði farið í þá vinnu að vinna frumvarp um breytingu á lögun- um því það er áríðandi að eyða þeirri réttaróvissu sem þarna er svo lögin þurfi ekki að koma í veg fyrir að þessi gagnagrunnur fari af stað. Það er mjög áríðandi mál að mínu mati þótt það hafi dregist. Það er nauðsynlegt að lagaum- hverfið sé þannig að það sé þessu verkefni ekki fjötur um fót,“ seg- ir Jón. Davíð Þór Björgvinsson, laga- prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að sé það ósk löggjafans sé hægt að haga breytingunum þannig að réttur einstaklinga til að segja látin skyldmenni sín úr grunninum falli niður. thkjart@frettabladid.is Innbrotsþjófur: Stal bíl og skartgripum INNBROT Brotist var inn í íbúðarhús í Keflavík í vikunni en heimilisfólk- ið er í útlöndum. Maður sem hefur litið til með húsinu tilkynnti um inn- brotið um klukkan eitt í gær. Þjófurinn hafði farið inn um glugga og tók úr húsinu mikið af munum, auk bifreiðar úr bílskúr. Um mikil verðmæti er að ræða, þar á meðal skartgripi, sjónvarp, myndbandstæki og málverk. Lög- reglan lýsir eftir bílnum, sem er brúnn Chrysler Town and Country númer EP-711. Hver sem hefur upplýsingar um innbrotið eða bíl- inn er beðinn um að hafa samband við lögregluna í síma 420-2400. ■ Keflavík: Braust inn í heimahús INNBROT Brotist var inn í íbúðar- hús í Keflavík um miðja nótt, að- faranótt laugardags. Heimilisfólk vaknaði við þrusk niðri og héldu foreldrar í fyrstu að börnin væru á ferli. Þegar bet- ur var að gáð var innbrotsþjófur á ferð og elti heimilisfaðirinn þjófinn einhvern spöl en varð að snúa við sökum hversu illa klædd- ur hann var. Hann fór þá á bíl sín- um til að halda áfram leitinni. Á flóttanum henti þjófurinn frá sér þýfinu. Lögreglan í Keflavík hef- ur ungan mann í haldi grunaðan um verknaðinn. ■ Náttúruverndarsamtök Íslands: Hrepps- nefnd verð- launuð NÁTTÚRUVERND Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps fékk sérstök hvatningarverðlaun Náttúruvernd- arsamtaka Íslands á árlegum haust- fagnaði samtakanna í gærkvöldi. Verðlaunin fékk hreppsnefndin fyr- ir framlag sitt til verndunar Þjórs- árvera. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hvatningarverðlaun eru veitt. „Hreppsnefnd hefur, líkt og heimamenn margir, sýnt mikla stað- festu í því að vernda Þjórsárver og án þessara staðföstu heimamanna hefði ekki náðst sá árangur sem þegar hefur náðst,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Stefnir að því að leggja fram breytingar á lögum á vorþingi. „það er áríðandi að eyða þeirri réttaróvissu sem þarna er. GAGNAGRUNNSMÁLIÐ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, segir að dómur Hæstaréttar í máli konu sem vildi fjarlægja upplýsingar um látinn föður sinn úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði, sé enn eitt kjaftshöggið fyrir ríkis- stjórnina og þingmeirihlutann. Hann segir að með þessum dómi sé Hæstiréttur enn einu sinni að siða ríkisstjórnina til fyrir að brjóta á grundvallarréttindum fólks. „Hitt er svo annað mál að enn bólar ekkert á þessum gagna- grunni svo þetta hefur kannski ekki praktískt gildi nema að hugs- anlega hafi þetta eitthvað for- dæmisgildi gagnvart meðferð sjúkraskráa eða slíkra hluta al- mennt,“ segir Steingrímur J. Steingrímur telur ljóst að breyta þurfi lögum um gagna- grunn áður en vinna við hann fer af stað. Steingrímur segir það vera rannsóknarefni út af fyrir sig að ýmsar heilbrigðisstofnanir hafi lagt út í kostnað til þess að undir- búa samstarf við Íslenska erfða- greiningu um gerð gagnagrunns en ekkert hafi enn orðið úr því samstarfi. ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir að Hæstiréttur sé enn einu sinni að siða ríkisstjórnina til. Steingrímur J. Sigfússon um gagnagrunnsdóminn: Enn eitt kjaftshöggið STÁLU SKREYTTU JÓLATRÉ Eins og hálfs metra háu full- skreyttu jólatré var stolið úr fallegasta garðinum á Egilsstöð- um í nótt, að sögn lögreglunnar. Eigandi trésins hafði farið til Ak- ureyrar á föstudag til að kaupa jólatréð og var fram á nótt að setja það upp. Þegar hann vakn- aði var tréð horfið. STÚTAR UNDIR STÝRI Einn var tekinn fyrir ölvunar- akstur í Kópavogi í fyrrinótt. Þá varð annar að láta lyklana af hendi þar sem hann var með áfengi í blóði en reyndist vera undir mörkum. EINN GRUNAÐUR UM ÖLVUN Fimm umferðaróhöpp urðu á Ak- ureyri í gær. Engin slys urðu á fólki en nokkurt eignatjón varð. Einn ökumannanna er grunaður um ölvun við akstur og var færð- ur á lögreglustöðina í blóðtöku. ■ Lögreglufréttir Spænskir leyniþjónustu- menn: Myrtir úr launsátri ÍRAK Ráðist var á hóp spænskra leyniþjónustumanna í Írak í gær. Setið var fyrir þeim suður af Bagdad. Stjórnvöld á Spáni sögðu sex þeirra hafa látist og einn særst. Blaðamaður, sem átti leið fram- hjá árásarstaðnum, sagði mannfjöld- ann hafa sparkað „fagnandi“ í lík á veginum. Sumir í hópnum fullyrtu að bandarískir leyniþjónustumenn væru meðal hinna látnu. Tvær ger- eyðlagðar bifreiðar voru þar rétt hjá. Þyrla var send á vettvang og náði hún í líkin sex og særða Spánverj- ann. Í Írak eru nú staddir um það bil þúsund spænskir hermenn. Fyrir nokkrum vikum var spænskur stjórnarerindreki, sem starfaði fyrir spænsku leyniþjónustuna, myrtur skammt frá íbúð sinni í Bagdad. ■ TÆPAR SJÖ MILLJÓNIR Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu og fékk að launum 6,6 milljónir. Réttu tölurnar voru 3, 13, 17, 21 og 28. Bónustalan var 30. MAGNÚS STEFÁNSSON Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að unnið sé að því að tryggja að betur verði haldið utan um rekstur Landsspítalans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.