Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. septcmber 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Wl? I Sigurður, faðir Kolbeins í Seli, var einnig búmaður góður og átti ávallt miklar heyfyrn- ingar. Einu sinni var hann í kirkju. Presturinn hélt langa og þreyt- andi stólræðu, og hafði Sigurð- ur gamli sofnað undir henni. Þetta var á útmánuðum, og hafði vetur verið harður. I ræðu lok minntist prestur á harðind- in og búraunir bænda; en sagði SÍÖail: „Þeir þurfa ekki að bera kvíð boga fyrir framtíðinni, sem treysta guði.“ Þá rumskaði Sigurður og sagði: „Já, og hafa heyin.“ Kolbeinn Sigurðsson í Seli var ákafamaður við vinnu, enda varð hann vel fjáður. Hann stóð einu sinni að slætti með konu sinni, Ingigerði, sem var ólétt og komin að falli. Allt í einu segir húm „Nú kenni ég mín, Kolbeinn. Þú verður að fara og sækja yfir- setukonuna.“ „Sjálfsagt,“ segir Kolbeinn, „en lieldurðu, að þú getir ekki kroppað ögn á meðan?“ það sé svona erfitt að hætta að reykja? ísak Ingimundarson póstur var oft kerskinn í orðum. Einu sinni keypti hann hest af Stefáni í Starkaðarhúsum í Flóa. Seinna hitti Stefán isak og spurði hann, hvernig honum líkaði hesturinn. Þá svaraði ísak: „Hann lætur fyrr slíta af sér hausinn en hreyfa sig.“ i kauptúni nokkru var kona, sem átti svo vangefinn son, að ekki voru tiltök að kenna hon- um undirstöðuatriðin í kristnum fræðum. Móðir hans vildi þó fyrir hvern mun láta ferma hann, og presturinn féllst á að gera það, e? hún gæti kennt honum eina ritningargrein" til péss aS''l)afá yfir á kirkjugólfi. Hann valdi greinina: „Þú ert lampi fóta minna og ljós á mínum vegum.“ Móður drengsins tókst þetta með ei'fiðismunum, og fer hann nú í kirkju til fermingar. Þess skal getið, að rafmagns- ljós voru í kirkjunni. Nú spyr prestur strák, hvort hann kunni ekki einhverja fal- lega ritningargrein, en hann þegir. Prestur ber fram spurninguna aftur, en þá bendir strákur á Ijósahjálminn og segin „Pera!“ DENNI DÆMALAUSI — Það cr smákraftavcrk, sem una Leig Taylor Young, en þau Allir muna eftir Fleur liinni óhamingjusömu úr Sögu For- sytc-ættarinnar í sjónvarpinu. Þar fékk hún aldrei manninn, sem hún í rauninni elskaði. En sem ueiur ler var pao uara „i þykjustunni". í alvörunni er Fleur, sem heitir réttu nafni Susan Hampshire, hamingju- samlega gift Pierre Granier De- icriL L)ts muoir j\iibU)icrb iniay sem heitir líka Paris. Hann varð nýlega ársgamall og við það tækifæri var myndin af hinni hamingjusömu fjölskyldu tekin. — ★ — ★ - — ★ — ★ - Brezka hirðin er .ekkert gefin fyrir að allir viti, hvað fólk að- hefst í konungshöllinni. En um daginn, þegar Anna prinsessa var flutt á sjúkrahús og lögð á -kvensjúkdómadeil$«a,-.. - var brugðið út af þeim vana, að þegja yfir öllu. Annáð var sern sé ekki hægt, því fjöðrin varð þegar að fimm hænum og það gekk fjöllunum hærra meðal al- mennings, að Anna hefði misst fóstur, éða væri jafnvel að láta evða fóstri, og að faðirinn væri Richard Meade, offiser nokkur og hestamaður, sem er góður vinur hennar! Lengi vel var það nú svo, að drottningunni fannst þetta svo mikið einkamál, að hún veigraði sér við að gefa út opinbera tilkynningu um sjúk- dóm prinsessunnar. En hún varð að láta undan kjaftakvörninni, og út var gefin tilkynning þess efnis, að prinsessan hefði verið skorin upp við meinlausu æxli í eggjastokk. — ★ — ★ — í mörg ár var það leyndar- mál, að Raquel Welch á tvö börn. Þannig lagað passar ekki rétt vel, þegar maður á að vera kyntákn. Að minnsta kosti hélt eiginmaður hennar og umboðs- maður það, og bannaði henni að láta sjá sig með börnunum. Nú eru þau skilin og Raquel er orð- in leið á að vera kyntákn. Hún ætlar að helga sig börnunum, Damon, sem er 11 ára og Tah- nee 10 ára. Vonandi uppgötvar Raquel þá, að það hefur aldrei verið slæmt fyrir st.jörnu að| vera eðlileg kona líka. — ★ — ★ — Leikarinn Ryan O’Neal er nú orðinn mesti elskhugi banda- rískra kvikmynda, síðan hann lék í Love Story. Enginn virki- iegur elskhugi hefur komið fram á hvíta tjaldinu síðan þeir Clark Gable og Gary Grant. luttu upp fyrir. En ekki cr hægt að segja, að Ryan O’Neal líkist þessum fyrirrennurum sínum; hann er ekki hin spennandi, róm antíska manngerð — en augna- ráð hans getur engin kvenpers- óna staðizt,-og auk þess er fram- koman sögð einkar heillandi. — Þetta hefur skapað honum viss vandræði í einkalífinu, og stúlk- urnar hópast um hann. Um þess- ar mundir er hann að skilja við eiginkonu sína nr. tvö, leikkon- una Leigt Taylor Young, en þau eiga einn son. Svo ganga sög- urnar um frægar konur, sem ætla að skilja við mennina sína megna Ryans, til dæmis Mia Farrow. — Ja, hvað getur hann Stebbi gert að því, þótt hann sé sætur?' María Callas er að hugsa um að byrja að syngja óperur á nýj- an leik. Hún hefur ekki sungið í mörg ár, en nú ætti að vera allt í lagi, og Callas ætlaði að láta þennan merkisatburð gerast í Spoleto á ítalíu, Vn þá var það ekki hægt, því engin önnur en Jacqueline Onassis fjármagn- aði söngvahátíðina, sem Callas ætlaði að syngja á. Jacqueline er ekki frábrugðin öðrum eigin- konum. Hún viðurkennir, að það hafi verið aðrar á undan henni, en það er til of mikils mælzt, að hún fari að hjálpa upp á þær. Svo Callas verður að finna sér annan stað til að upphefja hina miklu raust sína á. -★-★- Svona á víst að fara að því að verða falleg, að minnsta kosti segja þeir það í Bandaríkj- unum. Ef ykkur finnast kinn- arnar vera svolítið slappar og hálsinn farinn að hrukkast, þá eigið þið að reka út úr ykkur tungiina. Ivonan á myndinni er á fegrunarnámskeiði á heilsuræki arstöð í Flórída og ljósmyndar- inn rakst inn í tungu-tíma hjá henni. Þið getið bara reyntþetta sjálfar fyrir framan spegil, en í guðs bænum í einrúmi, svo eng- inn verði hræddur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.