Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. september 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Jón Helgason. tndriðl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason RJt stjómarskritstofur I Edduhúslnu. simaT 18300 — 18306 Skril- vtoíur Bamkastræti 7 — Afgreiðsluslmi 12323. Auglýsingasiml: 19523. AOrar skrifstofur siml 18300. Askriftargjald kr 195.00 á mánuSi innaniands. I iausasðlu fcr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Verðbólguhættan og aðvörun Hannibals í viStali við Hannibal Valdimarsson, félags- og sam- gönguráðherra, sem birtist hér í Tímanum í gær, ræðir hann m.a. um kjaramálin. Hannibal segir þar, að hann sé bjartsýnn á að samkomulag muni takast í þeim samn- ingum, sem nú eru hafnir, á þeim grundvelli, sem ríkis- stjórnin lagði í málefnasamningi stjórnarflokkanna. Ráðherrann minnir á, að auk þeirra leiðréttinga á kjörum verkafólks og sjómanna, sem ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir strax í upphafi valdaferils síns, hefði '1 hún heitið að stytta vinnuvikuna í 40 stundir og lengja 3 orlof í 4 vikur. Þetta væru hvort tveggja kjarabætur, | þótt það kallaðist ekki kauphækkanir. Þá hefði ríkis- | stjórnin auk þess lofað því að gera ráðstafanir til að auka kaupmátt launa í áföngum á næstu tveimur ár- um um allt að 20%. Við þetta allt mun ríkisstjórnin reyna að standa, sagði félagsmálaráðherra, og ríkisstjórnin trúir því að með nánu samstarfi ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar muni verða unnt að leysa þessi mál farsællega, án þess að þær aðgerðir leiði til óviðráðanlegrar verðbólgúþfð- '' unar. Þess vegna ríður á að standa þannig .að..máliJín,('T?>tf, sagði Hannibal, að hættum á verðbólgumyndun verði sem mest bægt frá á leiðinni að þessu æskilega mark- miði að auka kaupmátt launa um 20% á næstu tveim- ur árum. í framhaldi af þessu sagði Hannibal Valdimarsson: „Á þessu eiga launþegar að hafa fullan skilning, því að það eru launþegar almennt, og láglaunastéttirnar þó fyrst og fremst, sem tapa á verðbólgunni, þegar til lengdar lætur. Það sannar þeim bitur reynsla. Það hefur orðið hér á breyting. I stað óvinveittrar ríkisstjórnar er nú setzt að völdum ríkisstjórn vinveitt verkalýðshreyfingunni, sem hefur heitið því í upphafi að stefna markvisst að bættum kjörum láglaunafólks, þ.e. stefna að auknum launajöfnuði í landinu. Ég get því ekki ímyndað mér annað en að launþegar vilji stuðla að því með góðu samstarfi, að stefna ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt launa og viðnám gegn verðbólgu nái fram að ganga þjóðinni allri til heilla og hagsæld- ar.“ Hringvegur 1974 í viðtalinu við Hannibal Valdimarsson kemur og fram, að ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið, að ljúka vega- og brúargerð yfir Skeiðarársand og þar með loka hringveginum um landið á næstu 3 árum. Þótt við lítt yfirstíganleg náttúruöfl sé að stríða sagði ráðherrann, að ætlunin væri samt að reyna að ljúka þessum 33 km. áfanga á þremur árum, þ.e. að setja það markmið, að þessari vegagerð verði lokið á þjóðhátíðarárinu mikla á ellefu hundrað ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974. Ráðherrann sagði, að ekki væri eftir neinu að bíða, því að hæpið væri, að rannsóknir gætu fullkomlega sagt til um það fyrirfram, hvernig takast megi að leysa vand- ann. Reynslan yrði að sanna, hvort hægt væri að byggja þarna mannvirki, sem stæðust óhemjuna, Skeiðará í hlaupi, eða mannvirki í því formi, að ekki sé um reið- arslag að ræða þótt þau fari, t.d. trébrýr, þótt búast megi við að uppfyllingar sópist burtu í hlaupunum. I Vissulega er það verðugt markmið, að keppa að því að unnt verði að aka hringinn í kringum landið á 1100 1 ára afmæli bvdcðar á íslandi árið 1974. — TK 1 ERLENT YFIRLIT 12600 ár hefur Japanskeisari ekki stigið á erlenda pnd Evrópuför keisarans markar því söguleg þáttaskil. í FYRSTA sinn í sögunni, er Japanskeisari nú á ferðalagi erlendis. Hirohito keisari heim sækir um þessar mundir ýms lönd í Vestur-Evrópu. Vafa- laust er þetta þáttur í þeirri starfsemi japönsku stjórnarinn ar að kynna Japan út á við og auka þannig beint og óbeint áhrif þess. Ferðalagi keisarans er samt valið það yfirskyn, að hann hafi sem tvítugur krón- prins heimsótt Vestur-Evrópu og vilji gjarnan rifja upp gaml ar minningar og sjá þær breyt- ingar, sem hafa orðið í Evrópu á þessum tíma. Vafalaust verða honum ljósar margar og mikl- ar breytingar, en engar þó meiri en orðið hafa í Japan á þessum tíma og þá ekki sízt á högum sjálfs keisarans. Þegar Hirohito tók við keis- aratign fyrir 45 árum, var hann tignaður sem sonur sólar- guðsins og sýnd alls konar virð- ing s'áhikvæmt því. Hann var þá talinn 124. keisarinn. sem hef ði’ Ikfp'áð’ 'japanSká'' keisara- stólinn. Sama ættin hafði far- ið með keisaradóminn allan þann tíma og er talið að for- faðirinn, Jimmu að nafni, hafi komið til valda fyrir 2631 ári. Engin ætt i heiminum hefur setið svo lengi við völd, t.d. eru taldar 24 keisaraættir í Kína á sama tíma. Ef til vill stafar þessi langi valdaferill ættar- innar af því, að keisarinn hafði teljandi lítil veraldleg völd. Völdin voru oftast í hönd- um fámenns aðals eða yfirstétt ar. sem notaði sér guðlegan uppruna og trúarlega stöðu keisaranna til að vinna alþýð- una til hlýðni og undirgefni og létust því stjórna í nafni þeirra. Flestir keisaranna gerðu lítið annað en að iðka heimspeki, visindi og tónlist, einangraðir frá þjóðinni. Sá siður hélzt alveg fram á daga Hirohitos, að þegar keisarinn ferðaðist, fóru sérstakir verðir á undan, sem gættu þess að göt urnar væru mannlausar og dregið væri fyrir alla glugga. Aðeins fáir útvaldir máttu sjá keisarann og umgangast hann. ÞETTA breyttist eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá var það krafa rússnesku og brezku stjórnarinnar, sem var að vissu marki studd af Banda- ríkjastjórn, að Hirohito keisari yrði í hópi þeirra japanskra leiðtoga, sem kærðir yrðu fyr- ir stríðsglæpi. Ótvírætt var líka, að japanskir stjórnmála- menn höfðu mjög notað sér nafn keisarans til réttlætingar landvinningastefnu sinni, bæði heima fyrir og erlendis. Sumar heimildir fullyrða, að keisarinn hafi vitað um þetta og látið sér vel líka. Sjálfur lýsti keis- arinn sig líka bera alla ábyrgð og því ætti að ákæra hann og engan annan. MacArthur, yfir hershöfðingi Bandamanna á Kyrrahafssvæðinu, taldi sig hins vegar vita, að keisarinn var hér að taka á sig ábyrgð, sem aðrir áttu, og í reynd hefði hann verið mótfallinn stríðinu, en ráðið litlu. f sam- ræmi við þetta, ákvað Mac- Arthur aðra lausn. f stað þess að ákæra keisarann fyrir stríðs glæpi. ákvað MacArthur að svipta hann guðdómnum. Keisarinn skyldi eftirleiðis vera álitinn venjulegur maður og staða hans ákveðin í sam- ræmi við það í stjórnarskránni sem venjulegs valdalítils þjóð- höfðingja í vestrænum stíl. Keisarinn varð manna fyrstur til að fallast á þetta og hefur hagað sér dyggilega í sam- ræmi við það. Allt bendir til, að hann kunni betur við það að vera venjuleg manneskja en sonur sólarguðsins. Keisarinn hefur engin bein afskipti haft af stjórnmálum síðan, hann hefur ferðazt heilmikið um Japan, heimsótt spitala, barna- heimili og verksmiðjur og kappkostað að vera sem alþýð- legastur, þótt hann sé sagður hlédrægur að upplagi. Krón- prinsinn hefur kvænzt stúlku af verkamannaættum. Og vin- sældir keisarans meðal almenn ings hafa ekki minnkað við þetta. Eitt dæmi þess er það, að MacArthur lét fækka starfs mönnum við hirðina um 4000 manns. Síðan bjóðast árlega um 20—30 þús. ungir Japanir til að vinna í þiónustu keisar- ans sem sjálfboðaliðar. Undan tekning frá þessu eru nokkrir róttækir öfgaflokkar, sem liafa reynt að gera aðsúg að keis- fó aranum, þegar hann hefur ver- ■; ið á ferðalögum, og gerðu m.a. fi áhlaup á keisarahöllina, sem :'} næstum hafði heppnazt, dag- inn áður en hann hóf Evrópu- ferðina. Af þessum ástæðum mun verða gætt sérstaks ör- yggis í sambandi við Evrópu- tj för keisarans og ekki sízt haft gott auga með japönskum námsmönnum, er margir hall- azt að öfgaflokkunum. HIROHITO hefur erft það frá forfeðrum sínum að hafa mikinn áhuga á vísindum. Hann hefur um margra ára skeið unnið að því að kynna sér sérstaklega gróðurlíf og dýralíf hafsbotnsins og lauk á síðasta ári 10. bók sinni um það efni. Keisarinn er nú yfir- leitt álitinn með fremstu "ís- indamönnum á þessu sviði Hann er starfsmaður mikill eins og flestir landa hans. Venjul. fer hann á fætur um sjö leytið og skiptir deginum milli vís- indaiðkana og stjórnarstarfa, sem fyrst og fremst eru fólgin í því að annast ýmsar form- j legar móttökur. í tómstund- i um sínum leggur keisarinn | stund á ljóðagerð. ep margir é forfeður hans hafa verið mikl- h ir ljóðasmiðir. Þannig segir h sagan. að afi hans hafi samið ekki færri en 10 þúsund kvæði. | Samkvæmt stjórnarskránni | frá 1946 hefur keisarir.n ekki K nein teljandi veraldleg völd. B Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.