Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 7
MU) VIKU BA6CR 28. septcmber 1971 TÍMINN 7 15 ARA „UTLEGГ MINDSZENTYS í BANDARÍSKA SENDfRÁÐINU LOKIÐ - kardinálinn kom í dag frá Búdapest til Rómar MTB-R&n, þriðfodag. Bhyerád karcRnálinn Jozsef Mindszenty, sem veriS hefor í útlegð í bandaríska sendí- ráSSno í Búctepest í 15 ár, fór í dag til Rómar, að beiðni Vatikansins. Hin opinbera ung- versfaa frétlastofa segir, aS hann hafi farið alfarinn. Mindszenty var dæmdor í lífstíðar- fanyf^ árið T948, en í oppreisninni 1956 var hann látinn laus og leitaði þá hæiis í sendi ráðiuB og hefur neitað að yfirgefa það, þar til nú. SfHidszeoty fæcWist 29. marz 1892 og er því 79 áxa gamall. Faðir bans var bæjarstjóri í ung- verska bænum Czehhnindszent, og hét James Pehn. í sSðari heims- styrjöldinni tókn margir Ungverj ar af þýzkum ættum upp þýzk nöfn í öryggisskyni, en þá breytti Mindszenty sínu þýzka nafni í ung verskt og kallaði sig eftir bæn- inn. sem hann fæddist í. Hann 'úgðist til biskups árið 1944 — ■iðcins viku etfir að Þjóðverjar ''ortóku Ungverjaland. Eitt af þvi fyrsta sem hann gerði var að for- dæma. „heiðingjahátt“ nazista og þau lög, sem gerðu Gyðinga rétt- indalausa. Sagt er, að hann hafi falið marga Gyðinga fyrir nazist- unum. Þegar Rússar náílguðust ung- veiskrt Jandamærin, sendi Mindsz enty, ásamt ö'ðrum ungverskum biskupum, beiðni til Francis Szalaski, um að gera Ungverja- land ekki að vígvelli. Þetta varð til þess, að hann var handtekinn, ásamt 27 öðrum. Hann óskaði þess að fá að vera í fullum biskups- skrúða, þegar hann yrði færður burtu. Þegar hann var leiddur gangandi eftir götunum, féll fólk á kné til að fá blessun hans. Innrás Sovétmanna 1945 varð til þess, að Mindszenty var látinn laus og skömmu seinna gerði páfi hann að æðsta manni ungversku kirkjunnar, kardínála og erki- biskup af Esztergom. Hann lenti í útistöðum við kommúnistaleið- togann Rakosis. Þegar allir einka skólar, lika hinir kaþólsku, voru þjóðnýttir 1948. Jét Mipdszenty hringja öllum kirkjuklukkum í rf*'f’■ ililitiillijo i. landinu og að lokum var hann handtekinn á heimili sínu. Mindszenty kardináli var dæmd- ur í ævilangt fangelsi eftir að hafa verið sekur fundinn um landráð. Mindszenty hefði getað farið frá Ung- verjalandi, hefði hann óskað þess, en hann kaus að eyða æfi sinni í Ungverjalandi. Um réttarhöld- in er annars það að segja. að þau voru hreinasti leikaraskap- ur. Mindszenty játaði á sig land- ráð og gjaldeyrissvik, en síðar lýsti hann því yfir, að játningin væri afleiðing þess, að hann hefði verið píndur 29 sinnum áður. — Stanzlaust var hann afklæddur og barinn með svipu, honum var haldið vakandi sólarhringum sam- an og hann yar neyddur til að vera viðstaddur kynlífssvallveizl- wr. í júní 1955 var hann náðaður eftir beiðni biskupa landsins, vegna hins háa aldurs síns og bilaðrar heilsu. Eftir að hann var látinn laus, bjó hann í afskekktu húsi úti í sveit, undir stöðugu eftirliti. Hann var frelsaður úr prísundinni í upp reisninni 1956 og farið var með hann sigurgöngu til Búdapest. En þegar sovézkar hersveitir komu til að bæla uppreisnina niður, leit aði Mindszenty skjóls í bandaríska sendiráðinu í borginni. Síðan hafa mörgum sinnum far ið fram leynilegar samningavið- ræður milli ungversku stjórnarinn ar og Vatikansins í Róm um Mindszenty. Erkibiskupinn í Vín, Franz Koenig hefur nokkrum sinnum heimsótt Mindszenty og er m.a. sagður hafa flutt honum per sónuleg skilaboð frá páfa, þar sem páfi bauð honum að koma til Rómar, en Mindszenty hefur setið sem fastast í sendiráðinu, þar til í dag, er hann fór allt í einu til Rómar. I bréfi til Páls páía nýlega, sagði Mindszenty, að það, að yfir- gefa Ungverjaland, þar sem hann Mindszenty kardináli óskaði að eyða síðustu ámm ævi sinnar, yrði þyngsti kross, sem á hann yrði lagður. Hann kom með flugvél frá Vin, eftir að hafa ekið jrá Búdapest í bifreið. Ekki er vitað um efni þeirra samninga, sem Vatikanið og ung- verska stjórnin gerðu um Mind- szenty. Bandaríska sendiráðið vill engar upplýsingar gefa, en Vati- kanið segir, að páfinn hafi haft áhyggjur af heilsu kardinálans og að hann þarfnaðist læknismeð- ferðar, sem hann hefði elcki getað fengið í Búdapest. Samkomulag um drög að banni við sýklahernaði NTB—Genf, þriðjudag. Afvopnunarráðstefnan í Genf, þar sem alls 25 þjóðir bera saman bækur sínar, kom sér í dag saman um drög að samkomulagi um bann við sýklahernaði. Sáttmáladrög þessi eru árangur af þriggja ára umræðum. Þau 12 hlutlausu lönd, sem þátt taka í ráðstefnunni, eru þó ekki alls kostar ánægð, þar sem ekki hafi náðst samkomulag um að nota þá peninga, sem fram til þessa hafa farið til sýkla- vopna, til þróunarhjálpar. Áreið anlegar heimildir segja, að það hafi verið Sovétrikin, sem komu í veg fyrir, að þetta ákvæði væri sett í samkomulagsdrögin. Drögin verða nú send alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkin og Sovétríkin, sem stjórnað hafa umræðum til skiptis á afvopnunarráðstefn- unni,- svo og Bretland, létu í ljósi von um, að drögin yrðu samþykkt hið bráðasta. Bret- land lagði fram hið fyrsta af alls fjórum drögum, um bann við sýklahernaði, í júlí 1968. Hinn endanlegi sáttmáli, gerir þeim löndum, sem undirrita hann, skylt að stöðva skilyrðis- laust alla íramleiðslu á sýkla- vopnum, svo og hlutum, sem notaðir eru í sambandi við þau. Þá munu allar birgðir sýkla- vopna annað hvort vera eyði- lagðar, eða notaðar í friðsam- legum tilgangi. AMAL/A FLEMING FÉKK 16 MÁNAÐA FANGELSI NTB—Aþenu, þriðjudag. Herdóinslóll í Aþenu dæmdi í dag laföi Amalíu Fleming, ekkju Alexanders Fleming, þess sem fann upp penicillinið, í 16 mánaða Tangelsi fyri>- þátttöku í samsæri um að hjálpa pólitízkuni fanga að flýja. Lafði Fleming er 62 ára. Samtímis var hinn þrítugi lögfræ'ðingur Constantine Andr- outsopoulus dæmdur í 15 mán- aða fangelsi fyrir sömu sök. Lafði Fleming hcfur bæði grískan og brezkan rikisbórg- ararétt. Hún var handtekin 31. ágúsl sl. 'ásamt tveim mönnum og einni konu. Þau f.iögur, á- samt fyrrverandi fangaverð- inum Konstantín Bekakos voru ákær'ð fyrir að hafa lagt á rá'ð- in um að hjálpa fanganuni Alcxandros Panagoulis til að flýja úr fangelsi. Hann cr dæmd ur til dauða fyrir að hafa reynt að myrða Papadoupoulus, for- sætisráðhcrra í ágúst D’68. Dauðadómnum hefur ekki verið fullnægt vegna áhrifa frá ýmsum þjóðum á grísku herfor- ingjastjórnina og Panagoulis situr í herfangelsi í nágrenni Aþenu. Fréttaskýrendur í AÞenu eru þeirrar skoðunar ,að lafði Fleming verði vísað úr landi í Grikklandi eftir fáa daga, ásamt tveim öðrum, sem dæmdir voru fyrir sömu sök, og eru banda- rískir ríkisborgarar. Bekakos var dæmdur i 13 mánaða fang- elsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.