Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 14
14 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR TRÚARATHÖFN HINDÚA Hindúar bera potta, fulla af mjólk, á höfð- um sér á trúarathöfn í Madras á Indlandi sem helguð er guðinum Murugan, öðrum syni Shiva. Fólkið færir prestum mjólk, ávexti og önnur matvæli sem prestarnir færa svo fram sem fórn ásamt bænum fyrir velferð gefenda. Greiningardeild Landsbankans: Ekkert liggur á vaxtahækkun EFNAHAGSMÁL Líkur eru á því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir fram á haust að mati greiningardeildar Landsbankans. Hækkandi raungengi, vaxandi framleiðni í hagkerfinu og minni áhrif stóriðjuframkvæmda gera það að verkum að ekki er ástæða fyrir Seðlabankann að hækka styrkivexti í bráð. Greiningar- deildin telur engu að síður mikil- vægt að Seðlabankinn haldi varð- stöðu sinni nú þegar auknar líkur eru á því að ráðist verði í stækkun Norðuráls. Greiningardeildin telur einnig mikilvægt að Seðlabankinn taki tillit til mikilla hræringa á fjár- málamarkaðnum upp á síðkastið sem leitt hafi til aukinnar skuld- setningar fyrirtækja og opnað fyrir vöxt gengistengdra íbúðar- lána. Hækkun stýrivaxta við slík- ar aðstæður myndu að öllum lík- indum kynda vexti gengistengdra útlána. Landsbankinn telur að krónan muni haldast nokkuð stöðug á næstunni og sveiflast á bilinu 118–122 stig. Hún hefur verið nokkuð stöðug að undanförnu, í ríflega 119 stigum. ■ Gekk í skrokk á heilabilaðri konu Stjórnendur, starfsfólk og heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Víðinesi eru miður sín eftir að sjúkraliði, karlmaður á fertugsaldri, sló margoft til heilabilaðs vistmanns. Málið hefur verið kært til Landlæknisembættisins og lögreglunnar. LÖGREGLUMÁL „Við erum öll miður okkar yfir þessu,“ sagði Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu sem annast rekstur hjúkrunarheimilis- ins Víðiness. Stjórnin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist harma þann alvarlega at- burð sem þar gerðist aðfaranótt 29. janúar síðastliðinn, þegar fag- lærður starfsmaður á hjúkrunar- heimilinu sló ítrekað til aldraðs heimilismanns þar svo að stórsá á honum. Málavextir voru þeir, að sjúkraliðinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var að aðstoða heila- bilaða konu á níræðisaldri við að komast á salerni þessa umræddu nótt. Konan ber ýmis merki sjúk- dómsins og á til að mynda erfitt með að tjá sig. Ekki er nákvæm- lega vitað hver aðdragandinn var, en tveir starfsmenn sáu til sjúkra- liðans og hafa staðfest atburðinn. „Þetta var alveg sérlega ljúfur og skemmtilegur vinnufélagi,“ sagði Sveinn um sjúkraliðann sem var umsvifalaust vikið úr starfi eftir atburðinn. „Þess meira er áfallið í svona litlu samfélagi, eins og er í Víðinesi. Þetta er maður með reynslu, sem hefur alls stað- ar fengið gott orð og góð með- mæli. Það er hörmulegt þegar svona gerist.“ Maðurinn hafði starfað um níu mánaða skeið á hjúkrunarheimil- inu, þegar atburðurinn átti sér stað. Strax sama dag var læknir kallaður til og skoðaði hann gömlu konuna og gaf út áverkavottorð. Atburðurinn var einnig þegar í stað tilkynntur til Landlæknis- embættisins og verður skýrsla um málið send embættinu. Þá hef- ur Víðines kært atburðinn til lög- reglunnar. Það er nú alfarið í höndum þessara aðila, að sögn Sveins. Gamla konan, aðstandendur hennar og starfsmenn Víðiness hafa fengið áfallahjálp vegna þessa atburðar. Þá hefur fagfélag viðkomandi starfsmanns fengið upplýsingar um málið. Viðlíka atburður hefur ekki gerst í tæplega 50 ára farsælli starfsemi Hrafnistu, að því er kemur fram í yfirlýsingu stjórn- arinnar. jss@frettabladid.is. Barátta gegn fátækt í Asíu: Árangur byggir á þróuðustu ríkjunum MANILA, AP Kína, Indland, Taíland og Víetnam eru meðal þeirra Asíuríkja sem eiga mesta mögu- leika á að draga úr sárri fátækt um helming fyrir árið 2015 að sögn Kim Hak-su, eins stjórnanda efnahags- og velferðarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um málefni Asíu og Kyrrahafs- ríkja. Kim Hak-su segir að velgengni landanna fjögurra myndi leika lykilhlutverk í því að minnka um helming fjölda þess fólks sem lif- ir af innan við einum dollar, um það bil 70 krónum, á dag. Nú draga nær 800 milljónir manna í Asíu og á Kyrrahafseyjum fram lífið fyrir þá fjármuni. Þau lönd sem munu eiga verst með að draga úr fátækt eru þau vanþróuðustu á borð við Kambó- díu, Bangladesh og Myanmar auk margra eyríkja á Miðjarðarhafi. Kim telur þó að ná megi markmið- inu um að helminga fátækt í Asíu og Eyjaálfu með því að stóru iðn- væddu ríkin láti til sín taka. ■ LIGGUR EKKI Á AÐ HÆKKA Má Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans í Seðlabankanum liggur ekki á að hækka stýrivexti á næstunni að mati Landsbankans. Ekki er þó talin ástæða til að dotta á vaxtavaktinni. VEGFARANDI Í PEKING Þróuðu ríkin geta dregið verulega úr fátækt samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna en lítt þróuð ríki eiga minni möguleika. VÍÐINES Stjórnendur og starfsfólk í Víðinesi eru miður sín eftir að sjúkraliði þar, karlmaður á fertugsaldri, gekk í skrokk á aldraðri, heilabilaðri konu. Keramiknámskeið Unnið með brennda og óbrennda leirmuni, glerungar, steinalitir o.fl. Vikulegir tímar í 6 vikur, hefjast 9.feb. kl. 20-23. Verð aðeins kr. 5000. Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is Skemmtilegar aðferðir við málun og skreytingu á nytjahlutum. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Algjört verðhrun síðasta útsöluvika FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.