Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 30
6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Stórleikur í sænska handboltanum Staffan hafði betur í síðasta einvíginu HANDBOLTI Staffan Olsson hafði betur í síðasta einvígi sínu gegn Magnus Wislander þegar lið þeirra Hammar- by (Staffan) og Redbergslid (Wis- lander) mættust í sænsku úrvals- deildinni í fyrrakvöld. Báðir eru á lokakafla síns ferils, Staffan hefur leikið sinn síðasta landsleik og Wis- lander er að klára sitt síðasta tíma- bil í sænsku úrvalsdeildinni. Staffan fór mikinn í leiknum og skoraði fimm mörk flest í seinni hálfleik þegar Hammaby innbyrti eins marks sigur, 32-21. Wislander gekk hinsvegar ekki eins vel, klikkaði á öllum fjórum skotunum sínum þar á meðal síðasta skoti leiksins sem hefði tryggt jafnteflið. „Ég átti ekk- ert að taka síðasta skotið en svona þróaðist þetta bara,“ sagði Wisland- er sem líkt og Olsson verður fertug- ur á þessu ári. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Hammarby sem er í harðri fallbaráttu en Red- bergslid er í 4. sæti deildarinnar. Fjárhagsvandræði hafa hrjáð Hammarby að undanförnu en Staff- an segir að leikmenn liðsins hugsi ekkert um það. „Við einbeitum okk- ur að því að spila leikina. Það eru aðrir í félaginu sem geta einbeitt sér að glíma við fjárhagsvandræðin. Þessi sigur var eitt skref í rétta átt,“ sagði Staffan sem hefur skorað 81 mark í 16 leikjum í vetur og auk þess gefið 64 stoðsendingar. Wis- lander hefur skoraði 61 mark og nýtt skotin sín 70% svo að þessi síð- asta viðureign þeirra félaga var ekki alveg í anda hans frammistöðu í sænsku úrvalsdeildinni í vetur. ■ Á von á hníf- jafnri keppni Gunnar Magnússon, þjálfari Víkinga, á von á að ÍR-ingar og Haukar berjist um deildarmeistaratitilinn. HANDBOLTI „Það er nánast nýtt mót að byrja og verður spennandi að sjá hvernig liðin eru eftir langa pásu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Víkinga. „Félögin hafa leikið álíka marga æfingaleiki í hléinu en það er spurning hvernig þau sleppa með meiðsli. Lykilmenn hjá Gróttu/KR hafa verið meiddir, Robertas Pauzu- olis hjá Haukum og HK missir Vil- helm Gauta Bergsveinsson og það veikir þeirra lið.“ Gunnar segir erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif brotthvarf Viggós Sigurðssonar hefur á Hauk- ana. „Það getur verið að þetta þjappi leikmönnunum saman en Viggó er frábær þjálfari og það getur einnig verið að það hafi mikil áhrif að stjórnandinn sé farinn,“ sagði Gunn- ar. Úrvalsdeildin hefst í kvöld með fjórum leikjum. „Ég á von á hníf- jafnri keppni og býst við að liðin reyti stig hvert af öðru. Ég á von að ÍR og Haukar berjist um deildarmeistara- titilinn en hin liðin verða í hnapp í þriðja til sjöunda sæti. En þetta verð- ur erfitt hjá Gróttu/KR vegna meiðs- la lykilmanna og ég á von á að þeir skeri sig úr,“ sagði Gunnar. Stjarnan, sem hefur komið liða mest á óvart í vetur, leikur á heima- velli gegn KA í kvöld. „Stjarnan hef- ur vaxið með hverjum leik í vetur,“ sagði Gunnar. „Ég á von á að þeir haldi áfram að vaxa. Stjarnan á skemmtilegt lið skipað ungum frísk- um strákum og getur strítt hvaða liði sem er.“ ÍR og Valur fengu flest stig með sér í úrvalsdeildina. ÍR heimsækir Fram og Valur leikur við Gróttu/KR að Hlíðarenda. „Leikir ÍR og Fram hafa alltaf verið hörkuleikir en mig minnir að ÍR-ingum hafi ekki gengið vel í Framhúsinu. Ég hef samt trú á ÍR-ingum í kvöld. Valsmenn eiga sterkt, vel spilandi og skemmtilegt lið og þeir tapa ekki oft að Hlíðar- enda. Grótta/KR á hins vegar í vand- ræðum vegna meiðsla lykilmanna,“ sagði Gunnar. Haukar og HK leika á Ásvöllum í kvöld en félögin unnu hvort sinn leik- inn í suðurriðli Remaxdeildarinnar fyrir áramót. „Það eru svo margir óvissuþættir í þessum leik en ég held að Haukarnir vinni,“ sagði Gunnar. Íslandsmótið fer fram með nýju fyrirkomulagi í vetur. Keppt var í tveimur riðlum fyrir jól og fjögur efstu félög hvors riðils keppa í úr- valsdeild sem hefst í kvöld en önnur félög í 1. deild. Keppni í úrvalsdeild- inni lýkur 4. apríl en þá tekur við út- sláttarkeppni átta félaga. „Reynsla okkar af fyrirkomulaginu er mjög góð. Leikirnir fyrir jól voru allir rosalega mikilvægir. Við Víkingar lékum til dæmis sjö úrslitaleiki í röð. Þjálfarar og leikmenn skynja mikil- vægi leikjanna og ég vona að áhorf- endur skynja það líka,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Víkinga. ■ FÓTBOLTI Dean Richards lék með Tottenham sem tapaði 4-3 fyrir Manchester City í bikarkeppninni á miðvikudagskvöld. Tottenham leiddi 3-0 í leikhléi en City svaraði fjórum sinnum í seinni hálfleik. Richards hefur tvisvar áður lent í samskonar raunum, einu sinni í deildarleik með Tottenham og einu sinni í bikarleik með Southampton. Richards skoraði í frumraun sinni með Tottenham gegn Manchester United í september 2001. Les Ferdinand og Christian Ziege bættu við mörkum og komu Spurs í 3-0 fyrir leikhlé. United svaraði með mörkum Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebasti- an Veron og David Beckham í seinni hálfleik og vann 5-3. Í febrúar 2001 lék Richards með Southampton gegn Tanmere í 5. um- ferð bikarkeppninnar. Hassan Kachloul, Jo Tessem og Richards skoruðu fyrir Southampton í fyrri hálfleik en þrenna frá Paul Rideout og eitt mark frá Stuart Barlow tryggði Tranmere 4-3 sigur. ■ STAFFAN OLSSON Skoraði fimm mörk og átti mikinn þátt í sigrinum gegn Wislander og félögum. Þriggja marka forysta í vaskinn: Í þriðja sinn DEAN RICHARDS Þriggja marka forysta í leikhléi virðist engin trygging fyrir sigri. STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI ÍR 8 Valur 8 KA 7 Fram 6 Stjarnan 6 Haukar 5 HK 5 Grótta/KR 3 Staðan í úrvalsdeildinni ræðst af þeim stig- um sem félögin tóku með sér úr riðla- keppninni fyrir áramót. Aðeins stigin í inn- byrðis viðureignum félaga í úrvalsdeildinni telja. ÍR-ingar taka til dæmis með sér stigin úr leikjunum við Stjörnuna, Hauka og HK sem leika í úrvalsdeildinni en ekki úr leikj- unum gegn Selfossi, FH, Breiðablik og ÍBV sem leika í 1. deild. NÆSTU LEIKIR Föstudagur 6. febrúar Stjarnan - KA Ásgarður 19.15 Fram - ÍR Framhús 19.15 Haukar - HK Ásvellir 20.00 Valur - Grótta/KR Valsheimili 20.00 Sunnudagur 8. febrúar HK - Stjarnan Digranes 19.15 KA - Fram KA-heimilið 17.00 Grótta/KR - ÍR Seltjarnarnes 19.15 Valur - Haukar Valsheimili 19.15 GUNNAR MAGNÚSSON Telur reynsluna af nýja fyrirkomulagi mótsins góða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.