Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 Í takt við þínar þarfir BIKARKEPPNI KKÍ & LÝSINGAR Úrslitaleikirnir í Lýsingarbikarnum í körfuknattleik laugardaginn 7. febrúar 2004 Meistaraflokkur kvenna kl. 13:00 Keflavík - KR Meistaraflokkur karla kl. 16:30 Njarðvík - Keflavík Í hálfleik í leik karla fá tveir heppnir þátttakendur í skotleik Lýsingar að reyna sig við 100.000 króna skotið. Kalli Bjarni Idol stjarna skemmtir fyrir leik í karlaflokki. Lukkudýr liðanna verða á staðnum á báðum leikjum. Stuðningsmenn hvers liðs fá gefins boli frá Lýsingu í lit síns félags. Miðaverð kr. 1.000 fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Miðinn gildir á báða leikina. Sætaferðir verða frá Kaffi Duus í Keflavík og Biðskýlinu í Njarðvík kl. 11:30 og 15:00. Miðaverð kr. 100. Ókeypis sætaferðir frá KR heimilinu við Frostaskjól kl. 12:00 h ö n n u n : w w w .m m ed ia .is /h ip Af og til verður umræðan umstarfstíma Alþingis mjög hávær, einkum í þinghléum eins og núna þeg- ar Alþingi kemur ekki saman fyrr en 28. janúar og hefur þá þinghlé staðið í 43 daga. Svo kemur ný umræða í vor um sumarleyfi þingmanna en áform- uð þinglok eru 7. maí og hefur þá tímabil þingstarfa rétt náð 100 dögum frá þingfrestun fyrir jól og varð að- eins 75 dagar fram að jólum. Í löngu sumarhléunum koma stöðugt upp mál sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á en þingmenn reyna að blanda sér í utan úr bæ. Í mesta lagi geta þeir óskað eftir að málefnanefnd Alþingis komi saman en þess eru vart dæmi að þing sé kallað saman yfir sumartímann þrátt fyrir að núorðið sé þingfundum einungis frestað en Alþingi ekki slitið að vori. Þá verður oft eðlileg umræða í þjóðfélaginu um af hverju Alþingi fjalli ekki um málin, og gagnrýni á vinnufyrirkomulag alþingismanna blómstrar upp. Samkvæmt starfs- áætlun Alþingis að þessu sinni tekur við tæplega 5 mánaða tímabil án þing- starfa þar til þing kemur saman á ný föstudaginn 1. október. Það er því ekki að undra að fólki ofbjóði. Þetta er fullkomlega úrelt starfs- fyrirkomulag og þekkist ekki í ná- grannalöndum. Þingmenn í stjórnar- andstöðu eru allflestir ósáttir við þetta og mörgum finnst að fram- kvæmdavaldið vilji losa sig við þingið eins fljótt og auðið er. Fyrrverandi að- stoðarmaður ráðherra sagði ófeiminn í vetur að það yrði að viðurkennast að það væri nú munur að vinna í ráðu- neytunum þegar þingið væri farið heim. Það er nú það. Svo skulum við bara halda áfram að tala og tala um Alþingi sem hornstein lýðræðisins. Frumvarp um breytingar Í byrjun október flutti ég ásamt Bryndísi Hlöðversdóttur, þingflokks- formanni Samfylkingarinnar, frum- varp um að samkomudagur Alþingis yrði 15. september og þingstörfum lyki 15. júní. Verði frumvarpið sam- þykkt verðum við með áþekkt þing- hald og hin Norðurlöndin. Norska þingið starfar frá fyrsta mánudegi í október til 20. júní, það sænska frá 16. september til 17. júní, það finnska frá fyrsta þriðjudegi í september til 20. júní og það danska frá fyrsta þriðju- degi í október til 5. júní. Danska þing- ið er styst en stendur þó mánuði leng- ur en okkar þing. Rök mín fyrir breytingum eru að alþingismenn njóta launa allt árið, þingstarfið er fullt starf nær allra þingmanna núorðið og í seinni tíð hafa breytingar orðið á starfskjörum þingmanna sem taka mið af auknum verkefnum þeirra. Alþingismenn hafa notið fastra launa frá 1964 og frá 1970 hafa æ færri alþingismenn sinnt öðrum störfum samhliða þing- mennsku. Segja má að starfstími Al- þingis hafi ekki fylgt þeim miklu breytingum sem annars hafa orðið á starfskjörum og starfsháttum þing- manna. Það er fróðlegt að skoða hvernig þingin í kringum okkar hafa skipu- lagt starfstíma sinn og skipt honum niður á þingfundi, þingnefndir, undir- búningsdaga og kjördæmisvinnu og yrði það áhugavert verkefni fyrir for- sætisnefnd Alþingis að endurskipu- leggja þinghaldið út frá breyttum starfstíma náist sátt um frumvarpið, sem ekki hefur enn komist á dagskrá. Rök þeirra sem enga breytingu vilja eru gjarnan að þingmenn séu í vinnu í þinghléum. Það er vissulega rétt. Undirbúningur þingmála, yfir- ferð skýrslna, erlend samskipti, kjör- dæmisheimsóknir og fundir taka sinn tíma og þarf að sinna vel. En þessir þættir þingmenskunnar munu fá miklu betri dreifingu og falla betur að hefðbundnum þingstörfum nái frumvarp okkar Bryndísar fram að ganga og virðing annarra launþega fyrir störfum alþingismanna stórum aukast. ■ Áskorun til stjórnar LSH og heilbrigðis- yfirvalda Félag íslenskra sjúkraþjálf-ara og Stéttarfélag sjúkra- þjálfara lýsa þungum áhyggj- um af niðurskurðaráformum innan LSH. Fyrirhuguðum að- gerðum er ætlað að skila sparn- aði en ekki er fyrirséð hvernig sá sparnaður skilar sér með því að skera niður þjónustu á end- urhæfingarsviði. Fækkun stöðugilda sjúkraþjálfara leiðir til minni þjónustu þeirra við sjúklinga. Markmið spítalans er að stytta legutíma hvers sjúklings en það er alveg ljóst að með skertri þjónustu sjúkra- þjálfara getur legutíminn lengst, þar sem sjúklingar hafa síður færni til að útskrifast. Enn fremur má búast við end- urinnlögnum vegna ótíma- bærra útskrifta. Góð ráð dýr Einnig vekur það furðu að loka eigi fyrir þjónustu endur- hæfingardeildarinnar í Kópa- vogi. Er það okkar mat að með þeirri aðgerð séu yfirvöld og stjórnendur að taka ákvörðun sem ekki er séð fyrir endann á. Á endurhæfingardeildinni í Kópavogi hefur byggst upp dýrmæt sérþekking í meðferð fjölfatlaðra einstaklinga. Hver á að þjónusta þá og hvar mun sú meðferð fara fram? Það er siðlaust að leggja niður þjón- ustu við þessa einstaklinga áður en þeim er tryggð þjón- usta annars staðar. Hvers eiga þessir einstaklingar að gjalda sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Tvímælalaust er þessi þjónusta á ábyrgð ríkis- ins og í sameiningu þurfa yfir- völd og spítalinn að finna viðu- nandi úrræði á endurhæfingar- þjónustu þessara einstaklinga. Stjórnendur spítalans eru að sinna sínum skyldum og skera niður, en það er nokkuð ljóst að ef af verður þá eru „góð ráð“ dýr. Sparnaður þarf ætíð að vera hagkvæmur. Enn fremur vilja félögin hvetja stjórnvöld til að láta verða af þeirri fyrirætlan sinni sem kemur fram í Heilbrigðis- áætluninni til ársins 2010 og skipa sem fyrst í þverfaglegt endurhæfingarráð. Sú vinna þarf að fara fram áður en niðurskurðarhnífnum er beitt innan endurhæfingarsviðs LSH. ■ Umræðan f.h.stjórnar Félags íslenskra sjúkraþjálfara, AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR. f.h. stjórnar Stéttarfélags sjúkraþjálfara, ARNDÍS BJARNADÓTTIR. Umræðan RANNVEIG GUÐ- MUNDSDÓTTIR ■ alþingismaður skrifar. Það þarf að breyta starfstíma Alþingis

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.