Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 6
6 7. mars 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir nýskipaður forsætisráð-herra Rússlands? 2Hvaða íslenska knattspyrnulið sigraðií meistarakeppni KSÍ? 3Atriði í hvaða Hollywood-mynd vorutekin upp við Svínafellsjökul? Svörin eru á bls. 46 Þrjú fíkniefnamál á Blönduósi upplýst: Hasshundarnir gera það gott LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Blönduósi hafði afskipti af þremur fíkniefnamálum á tveimur dögum í lok síðustu viku. Fíkniefnahundar voru not- aðir í öllum tilvikunum þremur. Sl. fimmtudag stöðvaði lög- reglan bifreið á Norðurlands- vegi á Blönduósi eftir að það vöknuðu grunsemdir um að fíkniefni væru í bifreiðinni. Þrennt var handtekið og fært á lögreglustöðina Blönduósi. Við leit í bifreiðinni fannst lítilræði af svokölluðu malli en það er hass blandað í tóbak. Einn far- þeganna viðurkenndi eign sína á efninu. Viðkomandi var sleppt að lokinni skýrslutöku. Á föstudeginum var önnur bifreið stöðvuð á Norðurlands- vegi við Laxá á Ásum og vökn- uðu grunsemdir um að fíkniefni væru í bifreiðinni. Þrír voru handteknir og færðir á lögreglu- stöðina Blönduósi. Þar fannst lítilræði af hassi auk áhalda til fíkniefnaneyslu. Einn farþeg- anna viðurkenndi eign sína á þessum hlutum. Eftir skýrslu- töku var þeim sleppt. Sama dag var venjubundin leit framkvæmd í pakkasend- ingum með fíkniefnaleitar- hundi. Fannst þar ein sending sem vakti áhuga hundsins og í framhaldi af því var einn aðili handtekinn. Játning liggur fyrir í því máli. Að lokinni skýrslu- töku voru aðilar máls sem voru tveir lausir. Öll málin teljast upplýst. ■ NEYTENDAMÁL „Neytendur hljóta að velta því fyrir sér hvort dregið hafi úr samkeppni á matvöru- markaði og hvort fákeppnin þar sé farin að bitna á neytendum með hærra vöruverði.“ Þetta kemur fram í frétt frá Neytendasam- tökunum en þar er vakin athygli á að heildsölu- verð bandarísks m o r g u n k o r n s hafi lækkað vegna lækkunar bandaríkjadals, en það hafi ekki skilað sér í lægra verði til neytenda. Í nýlegri v e r ð k ö n n u n Neytendasam- takanna á morg- unkorni í fimmt- án verslunum eru helstu niður- stöður þær að Bónus var oftast með lægsta verðið, eða fjórtán sinnum, Kaskó næstoftast, eða fimm sinnum, og Nettó og Fjarð- arkaup voru hvort um sig þrisvar sinnum með lægsta verðið. Guð- mundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, bendir hins vegar á að þar sem vörurnar hafi verið til í Bónus, hafi þær verið ódýrastar í öllum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum heild- sala hefur heildsöluverð á morg- unkorni bandaríska framleiðand- ans Kellogg's, sem flutt er inn frá Englandi, verið óbreytt undan- farna átta mánuði og verðið á vör- unum verið stöðugt í verslunum. Aðrar tegundir morgunkorns, sem fluttar eru inn frá Evrópu, hafa hækkað aðeins, en í sam- ræmi við hækkun heildsala. Neyt- endasamtökin benda á að það segi mikið að verslanir hækki verðið á evrópskum vörum vegna hækk- unar á heildsöluverði. „Það væri í lagi ef verslanir væru sjálfum sér samkvæmar og lækkuðu verðið á bandaríska morgunkorninu þegar heildsölu- verð lækkaði,“ segja Neytenda- samtökin. Jón Björnsson, forstjóri Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11, segir að á bil- inu 400–500 verðbreytingar séu gerðar í hverri viku og af reglu- gerðarástæðum kaupi fyrirtækið ekki mikið af matvöru frá Banda- ríkjunum. „Það er mjög lítill hluti af inn- kaupum okkar í bandaríkjadal. Matvörurnar koma aðallega frá Evrópu, jafnvel þótt um sé að ræða bandarískar vörur. Þegar menn bera saman gengi erlendra mynta við vísitölu matvöruverðs hjá Hagstofunni þá hangir þetta nokkuð vel saman. Það tekur alltaf töluverðan tíma að koma út bæði verðlækkunum og verð- hækkunum. Reglan er sú að láta bæði verðlækkanir og hækkanir ganga út í verðlagið. Með því að skoða vísitölu matvöruverðs á síð- ustu átján mánuðum þá sjá menn að hún hefur lækkað mun meira en vísitala á öðrum neysluvör- um,“ segir Jón. bryndis@frettabladid.is Dæmdi hugsanlega þroskaheftur: Aftöku frestað TEXAS, AP Hæstiréttur í Bandaríkj- unum frestaði á síðustu stundu af- töku 25 ára karlmanns sem dæmdur hafði verið til dauða fyr- ir morð. Verjendur Yokamons Hearn höfðu óskað eftir tíma til að kanna hvort hann væri þroska- heftur. Hearn var fundinn sekur um að hafa skotið til bana 23 ára verð- bréfasala við bílaþvottastöð í Dallas fyrir sex árum. Fórnar- lambið var skotið tíu sinnum í höf- uðið. Að sögn vina Hearns, sem báru vitni fyrir rétti, stærði hans sig af því að hafa drepið manninn. Hearn var nítján ára þegar morðið var framið og átti þá þeg- ar að baki langan sakaferil. ■ Trésmíðaverkstæði Til sölu á sanngjörnu verði vel tækjum búið trésmíðaverkstæði sem er að hætta rekstri, hentar vel fyrir þá sem eru að byrja. Einnig er möguleiki að tækin seljist ein og sér. Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Hrólfsson í síma 893-5226 LEITARHUNDUR Fíkniefnaleitarhundar lögregl- unnar hafa sýnt það og sannað að þeir eru ómetanleg aðstoð í baráttunni gegn slík- um efnum. BANDARÍSKT MORGUNKORN Neytendasamtökin segja að verðhækkanir á evrópskum vörum vegna hækkunar á heild- söluverði væru í lagi ef verslanir væru samkvæmar sjálfum sér og lækkuðu verðið á bandaríska morgunkorninu þegar heildsöluverð lækkaði. Forstjóri Haga, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, segir að reglan sé sú að láta bæði verðlækkanir og hækkanir ganga út í verðlagið. „Neytendur hljóta að velta því fyrir sér hvort dregið hafi úr samkeppni á matvöru- markaði og hvort fá- keppnin þar sé farin að bitna á neyt- endum með hærra vöru- verði. Verðlækkanir skili sér til neytenda Neytendasamtökin krefjast þess að verslanir skili ekki eingöngu verðhækkunum til neytenda heldur einnig verðlækkunum. Gengi bandaríkjadals komi ekki fram í verðlækkunum á öllum bandarískum vörum. Lítið keypt af matvælum frá Bandaríkjunum segir forstjóri Haga. Vöruhús greiðir bætur: Viðgerðar- maður myrti kúnnann FLÓRÍDA, AP Vöruhús í Flórída hef- ur fallist á að greiða sem svarar um 630 milljónum íslenskra króna í bætur til fjölskyldu konu sem var myrt af viðgerðarmanni sem sendur hafði verið heim til hennar til að gera við loftræstikerfi. Jeffrey Alan Hefling var dæmdur í lífstíðarfangelsi á mið- vikudaginn fyrir að nauðga og myrða Cathy Sue Weaver. Hefling hafði verið sendur á heimili Wea- vers þegar hann starfaði fyrir Burdines-vöruhúsið í febrúar árið 2001. Sex mánuðum síðar braust hann inn til hennar, myrti hana og kveikti í húsinu. Hefling hafði tví- vegis áður hlotið dóm fyrir kyn- ferðisbrot. ■ JÓHANNES GUNNARSSON FOR- MAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA Neytendasamtökin segja að lækkun bandaríkjadollars hafi ekki skilað sér til neytenda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.