Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 41
GOLF Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Opna spænska meistaramóts áhugamanna sem fram fer á Desert Springs-vellinum í Al- meira á Spáni. Heiðar Davíð hóf daginn í gær á því að leggja Portúgalann Ricardo Santos í átta manna úr- slitum með einnar holu mun eftir átján holur. Hann mætti síðan heimamanninum Fernando Garcia í undanúrslitum og lagði hann 3/2, átti þrjár holur á hann þegar tvær voru eftir. Heiðar Davíð, sem var með hæstu forgjöf allra kylfinga á mótinu þegar það hófst, spilar úrslita- leikinn í dag og mun sigurveg- arinn öðlast þátttökurétt á Opna spænska meistaramóti atvinnu- manna auk fleiri móta. ■ 41SUNNUDAGUR 7. mars 2004 ÞÝSKA 1. DEILDIN Úrslit: B. Leverkusen–B. München 1–3 B. Dortmund–Stuttgart 0–2 M’gladbach–Hannover 1–0 Hansa Rostock–Hamburg SV 3–0 Hertha Berlin–Bochum 1–1 Kaiserslautern–E. Frankfurt 1–0 Schalke–Freiburg 3–0 Staðan: W. Bremen 22 16 4 2 54:21 52 B. München 23 14 6 3 50:23 48 Stuttgart 23 12 7 4 29:10 43 Bochum 23 10 8 5 37:25 38 Leverkusen 23 10 6 7 40:31 36 Schalke 23 9 9 5 29:23 36 Dortmund 23 10 4 9 36:32 34 H. Rostock 23 8 6 9 35:32 30 Hamburg SV 23 8 6 9 31:35 30 Wolfsburg 22 9 1 12 40:42 28 Freiburg 23 8 4 11 31:49 28 1860 Münch.22 7 5 10 24:33 26 M’gladbach 23 6 6 11 24:33 24 Kaiserslaut. 23 8 3 12 24:35 27 Hannover 23 6 6 11 38:51 24 ––––––––––––––––––––––––––––––– E. Frankfurt 23 6 5 12 25:34 23 H. Berlin 23 5 8 10 24:43 23 Köln 22 4 4 14 17:33 16 MARKASKORARAR BÆJARA Michael Ballack og Hollendingurinn Roy Makaay, markaskorarar Bayern München gegn Bayer Leverkusen í gær, fagna hér marki þess fyrrnefnda. ÁSTÆÐA TIL AÐ FAGNA Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafði ærna ástæðu til að fagna í gær eftir frábæra spilamennsku á Spáni. BRYNDÍS BEST Bryndís Guðmundsdóttir úr Keflavík var valinn maður leiksins í 10. flokki kvenna. FÓTBOLTI Bayern München náði að minnka forystu Werder Bremen á toppi þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær niður í fjögur stig með því að leggja Bayer Leverkusen að velli á útivelli, 3–1. Hollendingurinn Roy Makaay skoraði tvívegis fyrir Bæjara og Michael Ballack einu sinni. Werder Bremen getur þó aftur náð sjö stiga forystu í dag en þá sækir liðið 1860 München heim á Ólympíuleik- vanginn í München. Þessi sigur gefur leikmönnum Bæjara sjálfstraust fyrir erfiðan útileik gegn Real Madrid í Meist- aradeildinni á miðvikudaginn en fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 1–1. „Þetta var mikilvægur sigur og ég var sérstaklega ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Ég veit það hins vegar að við megum eiga von á allt öðruvísi og erfiðari leik gegn Real Madrid á miðvikudaginn,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern München, eftir leikinn. Stuttgart vann sinn fyrsta sigur í fjórtán ár gegn Dortmund á Westfalen-leikvanginum í Dort- mund í gær. Hvítrússinn frábæri Alexander Hleb kom liðinu yfir strax á 6. mínútu og Horst Heldt gulltryggði sigurinn úr vafasamri vítaspyrnu níu mínútum fyrir leiks- lok. Felix Magath, þjálfari Stutt- gart, var sáttur eftir leikinn og sagði sigurinn gott veganesti fyrir leikinn gegn Chelsea í Meistara- deildinni. „Ég er ánægður með sigurinn og þá staðreynd að leik- menn mínir lögðu sig alla fram. Við þurfum á þessum sigri að halda fyrir leikinn gegn Chelsea,“ sagði Magath. ■ Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason gerir það gott á Spáni: Kominn í úrslitaleikinn KÖRFUBOLTI Valur, Keflavík, Haukar og KR tryggðu sér í gær bikarmeistaratitla í yngri flokk- um karla og kvenna í körfuknatt- leik í úrslitaleikjum í Grafarvogi. Þetta var ekki dagur Njarð- víkinga því að þeir töpuðu öllum þremur úrslitaleikjum sínum. Valsmenn báru sigur úr býtum í 10. flokki karla en þeir lögðu ríkjandi Íslands- og bikarmeist- ara Njarðvíkinga að velli, 52–45. Hörður Hreiðarsson, fyrirliði Vals, var valinn maður leiksins. Keflavíkurstúlkur unnu örugg- an sigur á Njarðvík, 78–25, í úr- slitaleik 10. flokks kvenna en þetta var annað árið í röð sem Keflavík vinnur þennan titil. Bryndís Guðmundsdóttir í Kefla- vík var valin maður leiksins en hún skoraði 22 stig og tók 20 fráköst. Haukastúlkur urðu bikarmeist- arar í unglingaflokki kvenna eftir sigur á Grindavík, 67–42. Hin frábæra Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var valin maður leiksins en hún skoraði 32 stig, tók 23 fráköst og gaf ellefu stoð- sendingar. KR-ingar urðu síðan bikar- meistarar í drengjaflokki en þeir lögðu Njarðvíkinga, 81–65. Finnur Atli Magnússon var valinn maður leiksins. ■ Úrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka í körfu: Fjögur lið meistarar Nálgast Bremen Roy Makaay skoraði tvö mörk í sigri Bayern.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.