Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 25
Chianti eru án efa frægasta vín Toskana-héraðsins og jafnvel þekktasta vín Ítalíu. Framleiðandinn Brolio gerir ákaflega gott Chianti Classico vín sem hefur fengið jákvæðar umsagnir hjá þekktum víntímaritum. Vínið hreppti meðal annars hinn svonefnda Vínóskar þeirra Ítala fyrir Chianti Classico árið 2003. Brolio hentar vel með nautakjöti, lambakjöti og villibráð. Mikið vín á hagstæðu verði. Kynningarverð á ítölskum dögum 1.690 kr. Hreppti ítalska vínóskarinn Ítalskir dagar Þegar sumarið er opinberlega gengið í garð fer grillið að toga í fólk. Ef mikið er lagt í mat- reiðsluna verðskuldar hún að val á víni sé vandað og vín úr merlot- eða syrah-þrúgun- um er góður kostur. Vínin eru miklar berja- sprengjur enda er Kaliforníumaðuirnn Jerry Lohr þekktur fyrir kraftmikil vín. Hann er gjarn- an kallaður „Eldflaugamaðurinn“ hvort sem það er fyrir vínin kraftmiklu eða þá staðreynd að hann er fyrrum vísindamaður hjá NASA. J. Lohr Estate Gæðavín með grillmatnum Vín vikunnar 3FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 FISKBÚÐIN HAFBERG G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6 GLÆNÝR HUMAR FRÁ HORNAFIRÐI TILBÚIÐ Á GRILLIÐ SKÖTUSELUR STÓRLÚÐA STEINBÍTUR KEILA Einföld og góð rjómaterta Það tekur enga stund að snara upp einni rjóma- tertu ef keyptir eru botnar, rjómi og dós af nið- u r s o ð n u m á v ö x t u m . Fyrir þá sem vilja baka sjálfir er hér uppskrift að s v a m p - botnum. Rjómaterta 150 g smjör 150 g sykur 3 egg 1 msk. kartöflumjöl 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 175˚C. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Blandið hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti saman við. Setjið í smurt hveitistráð klemmuform. Bakið í um það bil 20 mínútur. Kælið. Kljúfið botn- inn í tvennt eða þrennt. Fylling 4 dl rjómi, þeyttur niðursoðnir ávextir marenstoppar Þeyttur rjómi til skrauts. Niðursoðnir ávextir eru settir á botnana og þeir lagðir saman með rjómanum. Skreytið með þeyttum rjóma. Tertan þarf að standa í nokkrar klukkustundir til að blotna vel og verða góð. Pönnukökur upp á gamla mátann eru sí- gildar. Það er þó endalaust hægt að leika sér með pönnukökurnar, til dæmis fylla þær með ávöxtum eða berjum. Aðal- atriðið er að láta hugmyndaflugið ráða. Pönnukökur 5 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 7 dl mjólk 50 g smjör, brætt 2 egg 1/8 tsk. kardimommur Blandið þurrefnunum sam- an í skál og hrærið mjólk og eggjum saman við. Hrærið bræddu og kældu smjörinu saman við. Bakið þunnar pönnukökur á vel heitri pönnu- kökupönnu. Takið hluta af pönnukökum og sykrið og rúllið upp daginn áður en þær eru bornar fram. Hinar eru fylltar með sultu og rjóma. Nýbökuð jólakaka slær flestu út og er tilvalið meðlæti hvenær sem er, ekki síst 1. maí. Jólakaka 500 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 250 g smjör 250 g sykur 3 egg sítrónudropar 1 bolli rúsínur Hrærið saman smjör og syk- ur. Eggin fara út í eitt í einu og hrært vel á milli. Þá er hveiti, lyftidufti og sítrónudropum bætt út í og að lokum rúsínun- um. Sett í tvö smurð mót inn í kaldan ofn og bakað í klukku- stund við 175 gráður. Gamla góða rjóma- tertan slær alltaf í gegn. Hægt er að skipta nið- ursoðnu ávöxtunum út fyrir perur og skreyta tertuna með rjómarönd eða súkkulaðispænum. Dagur verkalýðsins er tilvalinn til að fá sér pönsur og jólakökur og minn- ast þess hvernig gamlar kempur ruddu brautina fyrir verkafólk í dag. Veðurspáin fyrir 1. maí er þokkaleg og þó menn hafi mismikla stéttarvitund er um að gera að labba í bæ- inn og taka þátt hátíðahöldum dagsins. Að fá sér kaffi og með því tilheyrir svo að dagskrá lokinni, en í staðinn fyrir að setjast inn á kaffihús væri þjóðráð að hafa kaffið heima og bjóða upp á meðlæti að gömlum sið, eins og pönnukökur, jólakökur og ein- falda rjómatertu. Dómhildur Arndís Sigfúsdóttir, forstöðumaður til- rauna- og veislueldhúss Osta- og smjörsölunnar, gefur okkur uppskriftir að 1. maí-meðlætinu. ■ Kaffiboðið 1. maí: Meðlæti að gömlum sið J.Lohr Estate „Los Osos“ Paso Robles Merlot Í bragði er vínið þétt með þroskuðum mjúkum tannín sem gerir það að góðu drykkjarvíni en einnig heldur það áfram að þroskast við geymslu. Plómurautt með angan af rauðum ávöxtum, kaffi, súkkulaði og glóðuð- um hnetum. Ljúft með fjallalambi í berjasósum, bar- beque-grillkjöti, mildum blámygluostum, bragðmiklum fingramat og eitt og sér. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.690 kr. J. Lohr Estate „South Ridge“ Syrah Fjörlegt vín með mikla angan af rauðum berjum og sult- uðum ávöxtum. Í bragði springur vínið í munninum þar sem finna má keim af beikoni og anis í viðbót við ávöxt- inn. Afar viðeigandi með grillaðri villibráð (til dæmis með rósmarín, finkul eða hvítlauk), nautakjöti og bragðmikl- um kjötréttum. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.690 kr. Heineken: Djass og blús á Grand Rokk Heineken og Grand Rokk standa um helgina fyrir mikilli djass- og blúshátíð á staðnum. Grand Rokk er mikið vígi aðdáenda hollenska bjórsins og byrjaði fyrstur staða á Íslandi að bjóða upp á Heineken á krana í desember síðastliðnum. Hefur bjórinn mælst mjög vel fyrir og er sá sem selst langmest á staðnum. Heineken er sennilega eitt þekk- tasta bjórvörumerki heims og er leiðandi í flokki svokallaðra premium bjóra eða gæðabjóra. Hann er mest innflutti bjór í Bandaríkjunum en Ameríkumenn eru annars þekktir fyrir tryggð við innlenda bjóra. Hein- eken hefur fengist hér á landi síðan bjórinn var leyfður 1989 og ver- ið vinsælasti innflutti bjórinn hér á landi um árabil en allur Heineken- bjór sem fæst hér á landi er fluttur beint inn frá Hollandi. Á djass- og blúshátíðinni á Grand Rokk koma fram margir þekkt- ustu tónlistarmenn landsins. Í kvöld kl. 23.20 stígur á stokk Tríó Sig- urðar Flosasonar en með saxófónmeistaranum leika þeir Þórir Bald- ursson Hammondsnillingur og Jóhann Hjörleifsson slagverksleikari. Á degi verkalýðsins á morgun kemur Tómas R. Einarsson með kúbver- ska sveiflu ásamt Havanabandi sínu og Spilabandið Runólfur leikur einnig og hefjast tónleikarnir kl. 23. Á sunnudaginn kl. 22 verður blús- inn í hávegum og auk Blúsmanna Andreu kemur fram Ameríkumað- urinn Joel Pelt. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.