Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI Ólíklegt er talið að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff, leikmaður Chelsea, muni spila meira á þessari leiktíð. Hann fór úr axlarlið í annað sinn á leiktíð- inni á æfingu í dag en í desember var hann frá í þrjár og hálfa viku vegna þessa. Duff er nýbúinn að jafna sig á vírus sem olli því að hann missti af þrem síðustu leikj- unum, þar á meðal fyrri leik liðs- ins við Mónakó, ytra, í undanúr- slitum meistaradeildarinnar en þeim leik tapaði Chelsea 3-1. Meiðslin koma því á sérlega slæmum tíma fyrir Chelsea því auk meistaradeildarinnar er liðið í harðri baráttu við Manchester United um annað sæti ensku úr- valsdeildarinnar og hefur ekki sýnt mjög burðugan leik að und- anförnu. Líklegastur til að leysa Duff af hólmi er talinn vera Dan- inn Jesper Gronkjaer. Þeir Claude Makelele og Marcel Desailly verða einnig fjarri góðu gamni hjá Chelsea í undanúrslitaleikn- um og nú reynir verulega á karakterinn í liðinu og spurning hvort Claudio Ranieri eigi eitt- hvað tromp upp í erminni á síð- ustu metrum sínum með liðið. ■ 32 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR TAKK FYRIR MIG Marcelo Lippi, hinn sigursæli þjálfari Juventus, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með liðið að loknu þessu tímabili. Fótbolti FÓTBOLTI Forráðamenn enska úrvals- deildarfélagsins Bolton Wanderers eru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir svari frá brasilíska leikaranum Rivaldo um það hvort hann muni ganga til liðs við félagið fyrir næstu leiktíð. Leikræn frammistaða Rivaldos gegn Tyrkjum í síðustu heimsmeistarakeppni er mönnum enn í fersku minni og viðbjóðurinn og velgjan streymir enn um allan skrokkinn þegar hugsað verður um hana. Sam Allardyce, fram- kvæmdastjóri Bolton, er orðinn pirraður á ástandinu eins og gefur að skilja en vill gefa Rivaldo nokk- urra daga frest til að ákveða sig: „Ég er vonsvikinn yfir því að ákvörðun skuli ekki enn liggja fyrir en það þýðir líka að enn sé von,“ sagði Allardyce sem óttast að ástæðan fyrir skeytingarleysi Rivaldos sé tilraun hans til að tefja málið og að hann sé að leita að bita- stæðari samningi annars staðar. Umboðsmaður Rivaldos í Bretlandi, Peter Harrison, segir ekkert til í slíkum vangaveltum: „Ég hef heyrt orðróm um að önnur lið ætli sér að „stela“ Rivaldo en eftir því sem ég best veit er ekkert slíkt í farvatn- inu. Rivaldo vill einfaldlega ræða málin við fjölskyldu sína í Brasilíu og það liggur ekkert á að semja því hann má ekki spila með Bolton á þessu keppnistímabili.“ ■ Völler biðst afsökunar á ömurlegri frammistöðu Þjálfari Þjóðverja sagði fyrri hálfleikinn gegn Rúmenum hafa verið stórslys og alls ekki ásættanlegan fyrir lið eins og Þýskaland. FÓTBOLTI „Fyrri hálfleikur var stór- slys,“ sagði Rudi Völler, þjálfari þýska landsliðsins, eftir leikinn við Rúmena á miðvikudag. „Ég verð að biðja þýska áhorfendur afsökunar á fyrri hálfleik.“ Þjóðverjar eru í sjokki eftir 5-1 tap fyrir Rúmenum á miðvikudag. Aðeins 48 dögum fyrir lokakeppni Evrópumeistarakeppninnar var landslið þeirra kjöldregið og voru þýsku leikmennirnir ekki upplits- djarfir eftir leikinn. „Okkur var slátrað,“ sagði Dietmar Hamann, leikmaður Liverpool. „Við ætluð- um á EM fullir stolts en það er ekki hægt þegar maður hefur fengið á sig fimm mörk.“ „Það er engin afsökun fyrir þessu tapi,“ sagði fyrirliðinn Oli- ver Kahn. „Þetta var algjör niður- læging og mjög mikið áfall.“ Kahn stóð í marki Þjóðverja í fyrri hálf- leik, og fékk á sig fjögur mörk, en Timo Hildebrand stóð vaktina í seinni hálfleik. Jupp Derwall, fyrrum lands- liðsþjálfari, segir að leikurinn í Búkarest hafi sýnt að þýska liðið skorti leiðtoga. Vissulega sé Oli- ver Kahn leiðtogi en Derwall sér ekki leiðtoga í vörninni, á miðj- unni eða í sókninni. Michael Ball- ack gæti tekið að sér leiðtogahlut- verk en óvíst sé hvort hann verði tilbúinn í það fyrir EM. Þjóðverjar leika í sama riðli og Tékkar, Hollendingar og Lettar á EM. Hollendingar eru í skýjunum eftir 4-0 sigur sinna manna á Grikkjum á miðvikudag og þeim er einnig skemmt yfir óförum Þjóðverja. Hollenska dagblaðið De Telegraaf stráði salti í sár Þjóðverja og spurði og svaraði um leið í gær: „Hvað hafa Þjóðverjar að gera EM? Ekkert.“ ■ …er með gjöfina BRASILÍSKI LEIKMAÐURINN RIVALDO Er hann að leita að bitastæðari samningi? Getur það verið? Sést hér í búningi AC Milan. Medkila: Annað 0-5 tap FÓTBOLTI Hrefna Jóhannesdóttir lék allan leikinn með Medkila sem tapaði 5-0 á útivelli gegn Asker í annarri umferð norsku úrvals- deildarinnar á þriðjudag. Asker skoraði þrisvar í fyrri hálfleik og bætti tveimur mörkum við á síð- ustu tíu mínútunum. Medkila tap- aði 5-0 á heimavelli fyrir Arna- Björnar í fyrstu umferð. Á laugardag leikur Medkila á heimavelli við Kolbotn en þessi fé- lög léku til úrslita í bikarkeppninni síðastliðið haust. Kolbotn er í fjórða sæti með fjögur stig en Medkila er neðst án stiga eins og Team Strømmen og Fløya en Asker, Trondheims-Ørn og Klepp hafa fullt hús stiga eftir tvo leiki. ■ NIÐURLÆGING ÞJÓÐVERJA Í BÚKAREST Ionel Danciulescu fagnar öðru marki sínu gegn Þjóðverjum. Oliver Kahn og Jens Jeremies eru ekki eins upplitsdjarfir. Tilboð í tjónabíla Vörður Vátryggingafélag óskar eftir tilboðum í neðangreind ökutæki sem skemmd eru eftir umferðaróhöpp: KY-780, MMC Pajero, Fyrst skráð: 14.11.1997 LJ-906, MMC Lancer, Fyrst skráð: 25.02.1992 NI-905, MMC Lancer, Fyrst skráð: 21.04.1992 NX-853, Nissan Patrol, Fyrst skráð: 12.02.2003 TN-099, Toyota Hilux D/C SR5, Fyrst skráð: 10.10.1995 VP-234, Renault Megane, Fyrst skráð: 15.05.1998 YK-196, Hyundai H1, Fyrst skráð: 04.05.2000 Tilboðum skal skilað fyrir kl. 08:00 þriðjudaginn 09. mars, n.k. Tekið er við tilboðum á heimasíðu félagsins eða hjá Króki Skeljabrekku 4, Kópavogi. Nánari upplýsingar um ökutækin má sjá á heimasíðu félagsins: www.vordur.is Frekari upplýsingar þ.á.m. útboðsreglur, eru veittar á skrifstofu félagsins að Skipagötu 9, Akureyri, s: 464-8000, fax: 464-8001. Félagið hefur einnig til sölu bát Muggur EA-26 1186. Báturinn er staðsettur á Dalvík. Nánari upplýsingar um hann veitir Kristján B. Ólafsson, Akureyri. DAMIEN DUFF Nær hér taki á leikmanni Arsenal, Kolo Toure frá Fílabeinsströndinni. Spilar líklega ekki meira með á leiktíðinni: Damien Duff aftur úr axlarlið Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rivaldo virðist ætla að taka sér drjúgan tíma í að íhuga tilboð Bolton: Allardyce orðinn þreyttur á þögn Rivaldos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.