Fréttablaðið - 30.04.2004, Side 48

Fréttablaðið - 30.04.2004, Side 48
30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ TÓNLIST Opið um helgar frá 10 -16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Eru framkvæmdir framundan ? Við leigjum þér réttu tækin Tónlistarsumarið mikla held-ur áfram að stækka. Nú hefur breski plötusnúðurinn og raftónlistarmaðurinn Sasha bæst í hóp þeirra sem ætla að heimsækja Ísland. Hann mun skemmta gestum Nasa þann 19. maí í heljarinnar gleðskap sem útvarpsþátturinn Party Zone stendur fyrir. Sasha er líklegast einn þekkt- asti raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn sem leikur það sem kalla má eróbik-teknó, líkt því sem leikið er stanslaust á næturklúbbum Ibiza. Dá- leiðandi, hart teknó sem fær fólk til að gleyma sér í alsælu á dansgólfinu. Hann hefur átt mikilli vel- gengni að fagna um allan heim og plötur hans, sem gefnar eru undir merkjum Global Underground, seljast vel. Hann vinnur nú að gerð nýrrar plötu auk þess að troða upp á klúbbum um alla Evrópu. Forsala miða fer í gang 5. maí í Þrumunni. ■ Það er óhætt að segja að rappar-inn Afu Ra hafi áhuga á and- legum málefnum. Nafn hans þýðir Líkami lífsorkunnar og hann segist vera rastafari. Sem ein- lægur aðdáandi karatemynda kynntist hann taó- og búddisma. Hann ber því virðingu fyrir öllu lífríki og ráfar niður veginn æðru- laus. Hann passaði þó upp á það að geta varið sig fyrir hættum og er með svarta beltið í Tai Chi. Þessar heimsspekihugleiðing- ar kappans rata í listsköpun hans eins og sést á titlum tveggja breiðskífna hans. Sú fyrri The Body of the Life Force kom út árið 2000 og sú nýrri The Life Force Radio fylgdi í kjölfarið, tveimur árum síðar. Afu komst fyrst fyrir sjónir hiphop-unnenda árið 1994 þegar hann var gestur í lagi Jeru the Damaja, Mental Stamina. Upp frá því tókst honum að komast til met- orða, var gestur hér og þar á plötum annarra, og gaf loksins út sína fyrstu smáskífu árið 1998. Hann hefur svo verið meðlimur í Gangstarr Founda- tion í einhvern tíma. Afu-Ra kemur úr harðri senu austurstranda rappara en textar hans hafa alltaf þótt hafa skynlegt og hlýtt yfirbragð. Vitsmunalegir orðaleikir um lífið og tilveruna fylgja jafnan. Afu-Ra getur þó varla talist í hóp stórskotamanna þó að hann sé vel virtur í rappheimum. Hann hefur m.a. unnið með mönnum á borð við RZA og Dj Muggs úr Cypress Hill. Í kvöld fá svo íslenskir hiphop-unnendur að heyra flæði kappans en hiphop-þátturinn Kronik stendur fyrir inn- flutningi hans hingað. Gaukur- inn opnar klukkan 20 og sjá Original Melody, Nafnlausir og Dj Danni Deluxe um upphitun. Aldurstakmark er 18 ár og að- gangseyrir er 1.500 krónur. ■ SASHA Ef einhver kann að framkalla jafn heita stemningu og þekkist á Ibiza, þá er það þessi maður. Sasha til Íslands Búddarímur Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SÖNN SAGA Valin besta breska myndin á BAFTA verðlaunahátíðinni Frá Óskarsverðlaunahafanum Kevin MacDonald “Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd og jafn frábærlega unnið úr mismunandi stílbrögðum í heimildar- og kvikmyndagerð… Guð minn góður þvílík snilldarsamsetning og mögnuð úrvinnsla hjá leikstjóranum Kevin MacDonald. Þegar hremmingarnar hefjast þá er sem maður standi, falli og brotni með fjallgöngumönnunum… Án efa ein besta myndin í bíó í dag.” KD, Fréttablaðið „Stórkostlegt meistaraverk” ★★★★ ÓÖH, DV ★★★1/2 Skonrokk ★★★1/2 Mbl. AFU RA Gengur Veginn, og rappar á leiðinni í stað þess að flauta. MÚM Fóru bara út að hjóla eftir að hafa lesið umsögnina um nýjustu plötu sína í Fréttablaðinu á dögunum. Cannibal Corpse - The Wretched Spawn „Textarnir eru, eins og alltaf hjá Canni- balnum, í sjúklegri kantinum enda hefur það verið stefna þeirra frá upphafi að syngja um neikvæða hluti sem nýtast hlustandanum á jákvæðan hátt sam- kvæmt liðsmönnum. Með þessari plötu er mönnum gert ljóst að þrátt fyrir að æðið fyrir dauðarokki hafi runnið sitt skeið, þá er nóg að gerast tónlistarlega séð enda vinsældir ekki mælikvarði á gæði. Dauðarokk hefur aldrei verið sterkara en einmitt í dag. Orð að sönnu.“ SJ Von Bondies - Pawn Shoppe Heart „Að hlusta á þessa plötu er svolítið eins og að neyðast til þess að kaupa 1944- réttinn með indverska kjúklingnum bara vegna þess að maður átti ekki efni á því SMS um nýjustu plöturnar að fara á Austur Indíafélagið. Sem sagt, maður gæti sætt sig við þetta í hallæri... en ég myndi aldrei velja að setja þessa plötu á fóninn með allar þær frábæru rokkplötur sem eru í safninu mínu.“ BÖS Gummi Jóns - Japl „Ef þetta er allt sem Guðmundur hefur fram að færa sem sólótónlistarmaður hefði hann alveg mátt bíða í enn fleiri ár eftir meiri innblæstri frá skáldagyðjunni. Alls ekki nógu gott og eiginlega bara slæmt.“ FB Usher - Confessions „Það er því svolítið kaldhæðnislegt að á plötunni er Usher að tappa af hjartans- málum sem tengjast því flest hversu illa hann hefur farið af ráðum sínum í kvennamálum. Textar plötunnar eru eitt heljarinnar samviskubit þar sem hann biður hina einu sönnu ást afsökunar á því að hafa haldið fram hjá henni ítrekað, barnað eina hjásvæfuna og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan áttar hann sig ekkert á því af hverju hann er á bömmer!? En hversu siðblindur sem Usher er í einka- lífinu þá hefur það ekki áhrif á tónlistar- getu hans, Confessions er hörkufín plata, og stendur vel undir væntingum.“ BÖS Múm - Summer Make Good „Á Summer Make Good er lögð áhersla á að hlustandinn upplifi plötuna sem eina fallega heild og tekst það alveg prýðilega. Platan er heillandi þegar best lætur en þolir ekki að rúlla í spilaranum hvað eftir annað. Þá kemur leiði í ljós og Múm hættir að vera hrífandi. Á köflum óskar maður þess að geta hrist hljómsveitina til svo hún rokki aðeins, eða hætti allavega þessu hvísli, en það er víst ekki hægt í gegnum geislaspilarann.“ FB

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.