Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 19
19LAUGARDAGUR 1. maí 2004 Síðasta vika var býsna annasömþví ég þurfti að skila Mannlífi upp í prentsmiðju en næsta blaði fylgir ekki bara aukablað um ferðalög heldur líka plakat með fáklæddum PoppTíví-strákum í heldur spaugilegum, en karl- mannlegum, aðstæðum. Það fer þessum strákum mun betur en mann gæti grunað að liggja á gæru,“ segir Gerður Kristný, rit- höfundur og ritstjóri Mannlífs. „Síðan þurfti ég að skila Silju Aðalsteinsdóttur grein í næsta Tímarit Máls og menningar um áhuga Halldórs Laxness á svipum. Ólíkt PoppTíví-bræðrum lá hann aldrei á gæru svo vitað sé en drakk mikinn ógeðsdrykk, að honum fannst, í Kaupmannahöfn árið 1917 þegar gestgjafar hans, Schauermann-hjónin, buðu honum upp á snafs. Þessa viku fylgdist ég síðan með eiginmanninum mála baðher- bergið því við vorum að láta skipta um klósett hjá okkur og notuðum tækifærið til að flikka aðeins upp á þessa vistarveru. Það var varla hægt að bjóða gestum lengur upp á þá kúnst sem þurfti að hafa tök á til að geta sturtað niður úr gamla klósettinu. Bað- herbergið verður að vera tilbúið í dag því í kvöld er partí í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því fyrsta bókin mín kom út, ljóða- bókin Ísfrétt. Fjölda manns hefur verið boðið heim til mín á Sól- vallagötuna og þarna verða vinir og kunningjar bæði úr bóka- og blaðabransanum. Vafalítið verður mikið fjör og ég vona að fólk eigi eftir að veita því athygli hvað bað- herbergið er listavel málað.“ ■ Vikan sem var GERÐUR KRISTNÝ ■ hafði í mörgu að snúast í vikunni sem var í meira lagi annasöm. Tíu ára ljóðaafmæli INGIMUNDUR SVEINN PÉTURSSON Formaður Félags einstæðra foreldra segir að mæður ófeðraðra barna og mæður þeirra barna sem faðirinn sýnir engan áhuga á – eigi að fá að taka þá þrjá mánuði sem feður hafa rétt á í feðraorlof. Hver? Metnaðargjarn, ungur og efnilegur drengur. Hvar? Í vinnunni. Hvaðan? Úr Grafarvogi í Reykjavík. Hvað? Ég fer nú bara í sveitina með stráknum mínum eða eitthvað annað skemmti- legt. Hvernig? Með útiveru og leikjum. Hvers vegna? Til að halda mér og honum upp- teknum. Hvenær? Þegar er frí í leikskólanum og um helgar. ■ Persónan GERÐUR KRISTNÝ Í síðustu viku skilaði hún Mannlífi upp í prentsmiðju og lauk við grein í næsta Tímarit Máls og menningar. RAY PARKER JR Söngvarinn sem er helst frægur fyrir titillag kvikmyndarinnar Ghostbusters er 50 ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.