Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 29
Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður LAUGARDAGUR 1. maí 2004 2.290Rakvélin sem þú stingur í samband við vindlakveikjarann.Í rakvélinni er sígarettukveikjari Scania hefur kynnt nýja tegund vöruflutn- ingabíla, R-gerðina, í Svíþjóð. Þetta eru flutningabílar ætlaðir til langaksturs og hrein viðbót við það sem Scania hefur hingað til framleitt fyrir heimsmarkað. Í bílunum eru nýmæli og endurbætur af ýmsu tagi. Við alla hönnunar- og þróun- arvinnu var lögð aðaláhersla á gæði, rekstrarhagkvæmni og aðbúnað ökumanns. Bjarni Arnarson, sölustjóri Scania hjá vélasviði Heklu, segir að núverandi lína Scania-flutningabílanna verði í boði fram á mitt næsta ár. Þegar er farið að taka við pöntunum í nýju bílana hjá Heklu og verða þeir fyrstu afhentir nú í maí. Scania hefur undanfarin þrjú ár verið söluhæsti vörubíllinn hér á landi í flokki 16 tonna bíla og yfir. „Við höfum öll þessi ár verið með yfir 30% hlutdeild og árið í ár byrjar einnig mjög vel,“ segir Bjarni. ■ Skoda er í öðru sæti í gæða- og ánægjukönnun rannsóknarfyrirtækisins JD Power Associates og bílablaðsins What Car? Aðeins Lexus-bílarnir koma betur út. Ekki er nema áratugur síðan Skoda þótti ekki mjög góður bíll og því ansi margt breyst á skömmum tíma. Í könnuninni var rætt við eigendur bíla sem skráðir voru frá sept- ember 2001 til ágúst 2002 og náði könnun- in til 33 tegunda bíla (og 120 undirgerða). Alls var haft samband við 23.641 bíleiganda og þeir beðnir um að segja til um bæði kosti og galla á öllu sem viðkom rekstri ökutækis viðkomandi, áreiðanleika bílsins, akstur og stjórnun, hagkvæmni og frammistöðu, eldsneytis- notkun og tryggingar. Skoda tók 85,2 stig af hundrað mögulegum og Lexus náði 87,2 stigum. Meðaltalið var 79.7. Hlutdeild Skoda er nú um 5% af öllum fólks- bílum á markaði. Þrjár gerðir Skoda eru í boði, Skoda Fabia sem kostar frá 1.290.000 krónum, Skoda Octavia sem kostar frá 1.680.000 kr. og Skoda Superb sem kostar frá 2.390.000 kr. Í tilefni þessarar niðurstöðu fá allir sem koma akandi á Skoda í heimsókn í Heklu í dag gæðaís frá Emmess og ókeypis bílaþvott. Allar Skoda-bifreiðarnar verða til sýnis, meðal annars Skoda Octavia sem unnið hefur sinn flokk í JD Power þrjú ár í röð. Opið verður í sýningarsölum nýrra bíla í Heklu klukkan 12–16. ■ „Fyrsti bíllinn minn fyllir upp í svo margar sögur að bráðum verður tilefni í heila bók enda stendur útgáfa til bráðum á ævin- týrum hans. Ég eignaðist hann fyrst árið 1957 og átti um langt skeið minnsta bílinn á landinu og sennilega er hann allra bifreiða minnstur, enn í dag. Bíllinn höfð- aði sterkt til mín á sínum tíma, en ég hneigðist áður til naumhyggju og taldi enga ástæðu til að aka um á stærra farartæki.“ Það er eng- inn annar en Ómar Ragnarsson, áhugamaður um vélknúin farar- tæki og fréttamaður með meiru, sem lætur þessi orð falla um sitt fyrsta farartæki. Bifreiðin er af gerðinni NSU-Prinz, en Ómar átti bílinn í þrjú ár. Hann fékk sér aft- ur samskonar bíl fyrir þremur árum. Númer bílsins er R 10804, en Ómar segir að sé númerið lesið afar hratt megi lesa úr muldrinu setninguna „Einn og loft’onum fjórir“ og þykir kómískt mjög, því bifreiðin vegur einungis 480 kg og er því hægur leikur fyrir fjóra fullvaxna karlmenn að lyfta þessu elsta og besta yndi Ómars frá jörðu. Orðtækið „margur er knár þó hann sé smár“ sannast best í dvergvöxnu farartæki Ómars, en 2 cylendra vélin, aftur í skotti, gerir bifreiðina einkar létta og segist eigandinn ekki enn hafa sest undir stýri í skemmtilegri bíl. „Prinzinn hefði í raun verið kjör- inn á kappakstursbrautina. Hann var fyrsti sinnar tegundar á sín- um tíma, eins konar GTI-útgáfa, sem þótti alger nýlunda. Stýrið er eins og á mótorhjóli, tekur bara einn snúning í hvora átt og ég gat því svipt honum til og frá eins og Go Kart bíl.“ Ómar, sem enn sest undir stýrið tvisvar í mánuði, seg- ist ekki enn hafa þurft á varahlut- um að halda og telur að þeir væru vandfundnir í dag, þar sem fram- leiðslunni var hætt fyrir talsverð- um árafjölda. „Prinzinn er alveg dýrðleg mubla.“ klykkir hann út með að lokum og aftekur þannig með öllu að bifreiðin hafi nytja- gildi í dag. ■ Nýr Scania: Lagt upp úr aðbúnaði Góð ráð Jón Heiðar Ólafsson bendir á hvað þarf að gera eftir árekstur bíla Fimmti hver bíll lendir í tjóni á ári hverju. Margir bíleigendur lenda því einhvern tíma í tjóni. Um daginn fór ég yfir það sem gera þarf á tjónstað. Ætlast er til að þegar búið er að gera skýrslu um atburðinn fari aðilar hver með sinn hluta skýrslunn- ar í sitt tryggingafélag. Gott er að senda einnig afrit af henni til þess tryggingafélags sem tjón- valdurinn tryggir hjá. Reynslan er sú að tjónvaldur skilar í mörgum tilfellum ekki skýrslu inn til tryggingafélags. Ef allt er eðlilegt þá tekur það tvo til þrjá daga að fara yfir skýrsl- una. Eftir að vilyrði er komið frá tryggingarfélaginu um að borga tjónið er viðkomandi óhætt að fara með bílinn í við- gerð. Öll betri réttingaverk- stæði hafa gert samning við tryggingafélögin um að skoða tjónin hjá sínum viðskiptavin- um, það er því ekki nauðsynlegt að fara með bílinn í tjónaskoðun hjá tryggingafélagi. Þeir sem lenda í slysi eiga rétt á bíla- leigubíl í eðlilegan viðgerðar- tíma miðað við tjón. Ef bíllinn verður ónothæfur eða varahlut- ir eru ekki til þá er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við tryggingafélagið varðandi þann tíma sem bílaleigubíls er þörf. ■ Vantar þig góð ráð? Sendu póst á bilar@frettabladid.is Eftir árekstur Ómar Ragnarsson fréttamaður hneigðist áður til naumhyggju og keypti minnsta bílinn á landinu. Fyrsti bíllinn minn: Einn og loft’onum fjórir Skoda í stöðugri sókn: Skódaeigendur fá frían þvott Fimm bestu merkin 1. Lexus 2. Skoda 3. Mazda 4. Toyota 5. Honda Heimild: JD Power/What Car? Scania R 470
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.