Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 8
19. júní 2004 LAUGARDAGUR Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmd til að borga fimm hunda DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi nýverið karl og konu til að greiða Hundaræktinni í Dalsmynni á áttunda hundrað þúsund krónur, auk málskostnað- ar, vegna fimm hunda sem þau höfðu keypt en ekki greitt fyrir. Í þessu sérstæða máli hafði fólkið keypt fjölmarga Chihua- hua-hunda af Hundaræktinni í því skyni að hefja sjálft ræktun. Á síðasta og þarsíðasta ári keypti það svo fjórar tíkur og karlhund til viðbótar. Ágreiningur stóð um hvort það hefði greitt fyrir karl- hundinn, en sannanlega hafði ekki verið greitt fyrir tíkurnar fjórar. Kaupendurnir sögðu að hundarnir hefðu verið haldnir svo alvarleg- um göllum að ekki hefði verið hægt að selja þá á fullu verði. Dómurinn féllst ekki á það, þar sem kaupendur höfðu engra gagna aflað vegna meintra galla né gert tilraun til að tilkynna selj- anda um þá með formlegum hætti. Úrskurður héraðsdóms var sá að fólkið var dæmt til að greiða kröfu Hundaræktarinnar að fullu, 729, 988 krónur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. ■ Frítt í leikskóla fyrir fimm ára börn Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á ári í gjaldfrjálst nám fyrir fimm ára börn hluta úr degi. Með því viðurkennir borgin leikskólana sem fyrsta skólastigið, fyrst sveitarfélaga. Fimm ára börn fá þriggja klukkustunda undirbúning fyrir grunnskóla á dag gjaldfrjálst í leikskólum borgarinnar frá næsta hausti. Brúa á bil skólastiganna og koma upplýsingum um börnin áfram milli skólanna til að auð- velda börnunum breytingarnar og grípa fyrr inn í komi upp námsörðugleikar hjá þeim. Reykjavíkurborg verður fyrst sveitarfélaga landsins til að viður- kenna leikskólagöngu sem fyrsta skólastigið í verki, segir Sigrún Elsa Smáradóttir frá leikskóla- ráði, formaður nefndar um sam- þættingu skólastig- anna. Þorlákur Björns- son, formaður leik- skóla Reykjavíkur, segir kostnaðinn verða um 35 milljón- ir það sem eftir lifir árs en reiknað sé með 100 milljón- um á ársgrundvelli. „Einkarekn- um leikskólum verður einnig boð- ið að taka þátt gegn því að veita börnunum þjónustuna gjaldfrjálst og er reiknað með tveggja millj- óna kostnaði við það,“ segir Þor- lákur. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykja- víkur, segir alla sem rætt var við hafa verið mjög jákvæða gagn- vart breytingunum. „Það er verið að tryggja að börnunum finnist skólakerfið ekki eins ógn- vænlegt,“ segir Bergur. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að leikskólar vinni sérstaka námskrá fyrir fimm ára börn þar sem áhersla verði lögð á félags- og samskiptahæfni, hreyfingu, málrækt, myndsköpun, tónlist, umhverfi, menningu og samfélag. Ekki megi gleyma leiknum sem kennsluaðferð. Stjórnendur hvers leikskóla hafi lokaákvörðunarvald um hvernig námskrá hans líti út. Sigrún segir að nú taki nefnd skipuð sérfræðingum við starfi nefndarinnar. Hún skili endanleg- um niðurstöðum í árs- lok. „Leikskólinn er bú- inn að samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Það er búið að ræða þetta inn- an Reykjavíkurlistans og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði samþykkt.“ gag@frettabladid.is Hefur þú séð DV í dag? Fórnarlamb kynferðis- ofbeldis: Notaði kókaín til að grenna sig Birna Sara Steindórs- dóttir hefur þjáðst af átröskunum frá ung- lingsárum. Hún gerði hvað sem var til þess að líta út eins og fyrirsætur á borð við Kate Moss og Elle McPherson. Var um tíma háð kókaíni og var nærri búin að svelta sig til dauða. Hún rekur rætur vandans til þess að hafa verið misnot- uð frá sjö ára aldri. Bls. 16-17 Svelti sig næstum til dauða Stelpurnar í Nylon eru hundeltar af aðdáendum. Þær segjast finna frið í trúnni og kalla Einar Bárðarson pabba. Lög þeirra renna út á netinu. Bls. 12-13 Hundeltaraf karlmönnumog krökkum Stelpubandið Nylon Ólafur RagnarTekur orðumDavíðs létt Bls. 24-26 Kristján Arason Stoltur af því að vera ráðherrafrú Bls. 20-21 Dorrit elskar sviðakjamma Bls. 15 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 137. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Tvöfalt fleirikonur láta stækkaá sér brjóstin Bls. 13 l . - Kárahnjúkavirkjun: Sendiherrar í heimsókn HEIMSÓKN Sendiherrar, ræðismenn og fulltrúar 56 ríkja heimsóttu vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í gær. Hópurinn var á vegum utanríkisráðuneytisins. Skoðunarferð hópsins um Austurland hófst á Reyðarfirði, þar sem Stríðsminjasafnið var skoðað, þaðan var haldið inn í Fljótsdal og loks inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar. Með í för- inni voru meðal annarra sendi- herrar Norðurlandanna hér á landi, sem og sendiherrar Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands. ■ HUNDASALA Þessi unga snót er með hunda af sömu tegund og þeir sem mál reis út af fyrir hér- aðsdómi. UNNIÐ AÐ KÁRAHNJÚKUM Með í förinni voru meðal annarra sendiherrar Norðurlandanna hér á landi. HUGMYNIR NEFNDARINNAR HÉR AÐ NEÐAN VERÐA ÚTFÆRÐAR NÁNAR AF FAGFÓLKI 1. Fimm ára börnum verður boðið gjaldfrjálst leikskólanám fyrir hádegi 2. Áhersla verður lögð á leikskólagöngu sem undanfara grunnskóla 3. Skipulagðar stundir barnanna verða bundnar í námskrá 4. Grunnskólar fá upplýsingar um börnin frá leikskólunum 5. Sex ára börn fá að læra í gegnum leik 6. Samstarf leikskóla og grunnskóla í hverfum borgarinnar 7. Leikskólaráð og fræðsluráð vinni saman að samþættingu skólakerfanna KENNSLA Í LEIKSKÓLUM BORGARINNAR Bergur Felixson, Þorlákur Björnsson og Sigrún Elsa Smáradóttir kynntu gjaldfrjálsan leikskóla hluta úr degi fyrir fimm ára börn. Sigrún segir einungis átta börn af 1.517 fimm ára reykvískum börnum fæddum 1997 aldrei hafa gengið í leikskóla. „Þá kom það í ljós að árið 2003 voru aðeins 62 þeirra heima. Svo voru 96 börn í Ísaks- og Landakotsskóla,“ segir Sigrún. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.