Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 47
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hann hrækti á Danann Christ- ian Poulsen í leik liðanna á dögunum. Hallgrímur Helgason. Vegna þess að hann gat það. 35LAUGARDAGUR 19. júní 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is Tröppur, pallar, skjólveggir, handri› og anna› úr vi›i flarf reglulega á gó›ri vörn a› halda. Í verslunum okkar um allt land fær› flú faglega rá›gjöf um val á vi›arvörn og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› me›fer› og vinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. Vi› stöndum okkur í vörninni Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi Undanfarin ár hafa um 20.000 konur á öllum aldri tekið þátt í Kvennahlaupinu. Í dag er haldið upp á fimmtán ára afmæli hlaups- ins og af því tilefni hefur verið vandað sérstaklega til Kvenna- hlaupsbolsins, sem í ár er fagur- bleikur með V-hálsmáli. Markmið Kvennahlaups ÍSÍ hef- ur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á öllum aldri á reglulegri hreyfingu og heilsusamlegu líferni en í ár er lögð áhersla á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega heilsu kvenna. „Slagorð hlaupsins er Hreyfingin eflir andann. Gefðu þér tíma,“ segir Halla Rósenkranz, framkvæmdastjóri hlaupsins í Garðabæ. „Við viljum minna kon- urnar á að gleyma ekki toppstykk- inu,“ segir Halla en rannsóknir sýna að regluleg hreyfing bætir andlega líðan og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hreyfing styrkir líka sjálfsmyndina og er því í raun jafnmikil geð- og líkamsrækt sem mikilvægt er að gefa sér tíma til að iðka. Kvennahlaupið var fyrst haldið í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ árið 1990 og þá tóku 2.500 þátt á átta stöðum um landið. Í dag verð- ur hlaupið á yfir 100 stöðum hér- lendis og erlendis en hægt er að velja um fjórar mismunandi hlaupaleiðir. Leiðirnar eru allt frá tveimur kílómetrum upp í níu og eru hannaðar með tilliti til þess að allir geti tekið þátt. Í Garðabæ hefst hlaupið kl. 14, í Mosfellsbæ kl. 12 og á Akureyri kl. 11. ■ Ástþór Magnússonforsetaframbjóð- andi biðlar nú til þeirra kjósenda sem hyggjast ekki mæta á kjörstað þegar forsetakosning- arnar fara fram og hvetur þá til að gefa sér auðu atkvæðaseðlana. „Nokkuð er rætt um að kjósendur eigi að fjöl- menna á kjörstað til að skila auðu í komandi forsetakosningum og and- mæla þannig sitjandi forseta. Meira að segja hafa verið stofnuð sérstök sam- tök til að hvetja fólk til slíkra mótmæla gegn forsetanum,“ segir Ástþór í frétta- tilkynningu og heldur síðan áfram: „Mig langar að koma á framfæri mun öflugri hugmynd fyrir þá sem íhuga slík mótmæli. Það er að gefa mér eða réttara sagt friðarmálunum auða kjör- seðilinn. Enginn mælir meira gegn sitj- andi forseta en ég, enda tel ég að Ólafur Ragnar Grímsson hafi svikið öll loforðin sem hann gaf í forsetakosn- ingum árið 1996 um að vinna að friðarmál- um.“ Ástþór vitnar einnig í stofnanda Hjálpræðishersins, sem „sagði eitt sinn: „Gefið mér skít- ugu peningana ykkar og ég mun gera þá hreina.“ Nú segi ég við ykkur kjós- endur: „Gefið mér auðu kjörseðlana og ég mun virkja þá til góðra verka.““ Ástþór bendir einnig á að með því að mótmæla sitjandi forseta með þessum hætti fái kjósendur mun meira út úr sínu eina atkvæði þar sem hann „mun halda áfram eftir kosningar og næstu árin að veita forsetanum aðhald. Ég mun birtast forsetanum aftur og aftur þar til embættið tekur áskoruninni um hlutverk boðbera friðar til mannkyns“. Lárétt: 1duggan,6óma,7uú,8ll,9 iða,10ung,12net,14mær, 15ró,16 ár, 17átt,18stór. Lóðrétt: 1dóla,2uml,3ga,4auðgert, 5núa,9inn,11lært, 13tóta,14más, 17ár. Lárétt: 1 skútan, 6 bergmála, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 svelgur, 10 fárra ára, 12 veiðar- færi, 14 ung stúlka, 15 kyrrð, 16 fljót, 17 stefnu, 18 há. Lóðrétt: 1 slæpast, 2 muldur, 3 skammstöfun, 4 auðunnið, 5 nugga, 9 að utan, 11 numið, 13 hún var tindilfætt, 14 stunur, 17 tímabil. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 BLEIKAR HLAUPAKONUR Kvennahlaupsbolurinn er bleikur í ár í tilefni af fimmtán ára afmælinu. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis í dag. Kvennahlaupið tileinkað toppstykkinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.