Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 34
22 19. júní 2004 LAUGARDAGUR N ú er vika liðin síðan Evr-ópumótið í Portúgal hófstog óhætt er að segja að mótið fari vel af stað. Liðunum hefur gengið misvel og ollu heimamenn talsverðum vonbrigð- um eftir 2-1 tap gegn Grikkjum í fyrsta leik. Portúgalska liðið bætti þó um betur með því að leggja Rússa að velli í öðrum leik en það þarf á hagstæðum úrslitum að halda gegn erkifjendunum frá Spáni til að komast upp úr riðla- keppninni. Portúgalska þjóðin er eins og gefur að skilja áhyggjufull vegna landsliðsins en áhyggjurn- ar liggja ekki aðeins innan vallar heldur einnig utan. Þeir eru nefni- lega margir heimamennirnir sem telja að eytt hafi verið langt um efni fram til að koma keppninni á koppinn, keppni sem stendur að- eins yfir í einn mánuð. 52 milljarðar í knattspyrnumót Mikill samdráttur hefur verið í efnahagslífi Portúgals síðustu ár. Atvinnuleysi mælist nú um 6,5% og ríkisstjórn sósíaldemókrata hefur dregið úr þjónustu við al- menning til að reyna að grynnka á skuldum landsins. Helstu gagn- rýnisraddir segja að ríkisstjórn José Manuel Durao Barroso for- sætisráðherra hafi frekar átt að eyða þeim 52 milljörðum króna sem fóru í að koma keppninni á fót í að byggja nýja spítala eða auka opinbera þjónustu. Viðskiptamógúllinn Ernesto Morgado, stjórnarformaður og einn af stofnendum Sicog-tölvu- fyrirtæksins, hefur átt stóran þátt í skipulagningu mótsins. Hann vonast til að svartsýnisraddirnar hljóðni þegar Evrópumótið er af- staðið. „Þeir eru margir sem telja að of miklu fé hafi verið eytt í Evr- ópumótið. Efnahagsumhverfið í Portúgal hefur átt erfitt upp- dráttar síðustu ár og margir hefðu viljað setja peningana í opinbera þjónustu,“ sagði Morgado í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins. „En á sama tíma er mikið rætt um knattspyrnu í Portúgal – enda er hún þjóðaríþrótt okkar. Portúgal- ar eru stoltir af landsliðinu og það hefur svo sannarlega hvetj- andi áhrif á land og þjóð.“ Minnimáttarkennd Portúgala Morgado segir að Portúgalar hafi í gegnum tíðina þjáðst af minni- máttakennd en vonast til að breyt- ing verði þar á með því að halda stórmót á borð við Evrópukeppn- ina. „Ég vona að Portúgalar átti sig á því að þeir geta gert hvað sem er – ef viljinn er fyrir hendi.“ Margarida Matos Rosa, yfir- maður hjá BNP-bankanum í Portúgal, tekur í sama streng. Rosa segir að heimamenn þjáist af minnimáttarkennd sem megi rekja aftur í sögu þjóðarinnar. „Portúgal var einræðisríki um margra alda skeið og á áttunda áratugnum óttuðust margir að kommúnistar kæmust aftur til valda,“ sagði Rosa. „Saga þjóðar- innar gerir hana svartsýna.“ Það sem portúgalska ríkisstjórnin hefur ekki hvað síst verið gagn- rýnd fyrir er hve miklu fé var varið í endurbætur og smíði á nýj- um knattspyrnuvöllum. Kostnað- ur við vellina sjö er um 333 millj- ónir punda eða 43 milljarðar króna. Stærsti völlurinn, Estadio da Luz eða Leikvangur ljóssins, var þeirra dýrastur og kostaði 79 milljónir punda en hann tekur 65 þúsund manns í sæti. Aðrir vellir kostuðu minna, á bilinu 23–52 milljónir punda, og rúma 30–52 þúsund áhorfendur í sæti. Portúgölsku vellirnir eru langt í frá að vera með stærstu völlum í heimi. Þeir þykja hins vegar flest- ir vera listasmíð og hafa þrír af þeim; Leikvangur ljóssins, Jose Alvalade og Dragao, fengið fimm Vonir manna standa til að EM verði innspýting í efnahagslíf Portúgals. Efasemdaraddirnar láta hátt. Ríkisstjórnin telur knattspyrnumótið góða auglýsingu sem eigi eftir að skila sér. Fimmtíu milljarða virði DRAGAO Þykir einn glæsilegasti knattspyrnuvöllur heims um þessar mundir. ESTADIO DA LUZ Leikvangur ljóssins var dýrastur vallanna sem notaðir eru á Evrópumótinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.