Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 8
leiðslutölur ber þvi að skoða i þvi ljósi. Þannig verður nbkkur sam- dráttur i húsbyggingum á árun- um 1967-1969, en siðan tunnu- bílarnir komu til sögunnar hefur framleiðsla stöðvarinnar verið, sem hér greinir: rúmmetrar 1967 39.000 1968 36.000 1969 37.000 1970 44.000 1971 51.000 1972 59.000 Ef maður á að reyna að skýra með tölum, hvaö hægt er að gera við 59.000 rúmmetra af stein- steypu, þá fara um það bil 120-140 rúmmetrar af steypu i 150 fer- metra einbýlishús. Það geta farið um 100 rúmmetrar i undirstöður undir einbýlishús i Fossvogs- hverfi. 1300 rúmmetrar fara i sjö hæða blokk i Breiðholti. Svo það er hægt að steypa margar ibúöir úr 59.000 rúmmetrum af steypu. Seld verksmiðjuframleidd steinsteypa i Reykjavik er áriö 1972 145-150.000 rúmmetrar. Þar af seljum viö um 40%, eða 59.000 rúmmetra.Steypustöðin var með 47-48.000 rúmmetra og Verk hf. með 36-37.000 rúmmetra. Auk þess rekur Breiðholt hf. steypu- verksmiðju til eigin fram- kvæmda. Viðskiptavinir skipta þúsundum Fyrsta verkefni BM Vallá mun hafa verið Reykjalundur, en við- skiptavinirnir skipta þúsundum. Lengst hefur verið ekið með steypu austur i Grimsnes, en segja má aö viðskiptasvæðið sér Stór-Reykjavik. Nú eru steypu- verksmiöjur i Njarðvik og á Sel- fossi, sem annast um nágrennið. Steypuefni Steypuefnið fær verksmiðjan úr Hvalfirði. Sanddæluskip dælir upp sandi og möl og dælir á land i Vatnagörðum. Þetta er bezta steypuefnið og langódýrast, þvi flutningar meö skipi eru hag- kvæmir. Björgun hf., sem rekur sanddæluskipin, er um það bil að fá aðstööu i Artúnshöfða og verð- ur að þvi aukin hagræð- ing.Sementiö kaupum viö laust af Sementsverksmiðju rikisins. Það er keyrt i lokaöan sementsgeymi, en það eykur mikið hreinlætið við steypugerðina. Við reynum að hafa lager af steypuefni. Mánaðarbirgðir af sandi og möl, til öryggis, en sementsgeymir tekur um 200 tonn, en þess er að gæta að sementsflutningarnir eru öruggari en möl og sandur, sem eðlilegt er. Framleiðsla sementsverk- smiðjunnar á Akranesi nam um 116.000 tonnum 1971. Þar af kaupa steypuverksmiðjurnar þrjár um 40.000 tonn, en um 65-70% af sementinu er afgreitt á Artúns- höföa. Arsnotkun okkar er um 17.000 tonn. Hörð samkeppni Þaö er hörð samkeppni milli steypustöðvanna. Hámarksverð og verðlagseftirlit er á steypu. Stöðvarnar berjast um viðskiptin og reyna að veita afslætti, ef um mikiö magn er að ræða og enn- fremur staðgreiðsluafslátt. Hvor- tveggja er eðlilegt. Magnafslátt- ur og staðgreiðsluafsláttur. Auö- vitaö geta steypustöövarnar ekki lánaö steypu til langs tima.Til þess þyrftu fyrirtækin að ráöa yf- ir milljónatugum. B M Vallá lán- aöi hins vegar steypu í 90 daga sem var mjög mikilvægt fyrir suma viöskiptavini okkar, það er að segja einstaklinga, sem voru aö koma yfir sig húsi. Þeir gátu með þessum gjaldfresti steypt fyrr en ella, og gert hús sin fok- held og veðhæf, — og sem ekki var minna virði selt eldri ibúðir sinar siðar á húsbyggingastiginu, þannig aö það kom ekki niður á endursöluverðinu, að þeir gátu ekki rýmt þær innan hefðbundins tima. Annars er þessi iðnaður að miklu leyti rekinn á staðgreiðslu- grundvelli, og með örstuttum gjaldfresti, sem varla er umtals- verður. Vilhjálmur Jónsson, skrifstofu- stjórLHefur starfað við fyrirtækiö siðan árið 1963. Texti: Jónas Guðmundsson AAyndir: Gunnar V. Andrésson Stofnandinn og stjórnin Sem áður sagði var B M Vallá stofnað árið 1956. Fyrirtækinu var breytt i hlutafélag árið 1969. Benedikt Magnússon lézt á gamlársdag 1970, aðeins 41 árs að aldri. Hann stofnaði þetta fyrir- tæki og gerði það að stórfyrirtæki i þessari grein. Aðaleigendur eru nú synir hans tveir Magnús og Guðmundur Benediktssynir, en þeir eru 17 og 12 ára, og taka þvi eðlilega ekki þátt f rekstrinum. Stjórn fyrirtækisins skipa þess- ir menn: Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður, Sigursteinn Guðsteinsson, verksmiðjustj. og Bjarni Júlfusson, framkvæmda- stjóri. Mjög náið samband er milli stjórnar og framkvæmdastjóra. Haldnireru reglulegir fundir meö stuttu millibili og málin eru rædd og ákvarðanir teknar. Kostir þessar rekstrarforms eru ekki sizt fólgnir i þeim stuðningi, er framkvæmdastjóri hefur af áhugasamri stjórn hlutafélags- ins, þvi að betur sjá augu en auga. Hjá BM Vallá starfa um 35 manns, þegar mest er. 25-30 i verksmiðjunni og 5 manns á skrifstofu, en bókhald annast bókhaldsfyrirtæki Jóns Snæbjörnssonar og hefur gert um langt skeið. Steypa og steypugæði Vifill Oddsson, verkfræðingur og Hilmar Knudsen, verkfræöing- ur annast verkfræðileg efni, sem er mikilvægur liður i framleiðslu á steinsteypu, — þ.e.a.s. gæða- eftirlit. Islenzkur staðali er um steinsteypu og ótal sérgerðir eru blandaðar innan þessa staðals, og fer eftir gerð mannvirkisins, hvaöa styrkleiki og gert er notið, en of langt mál er að fara út i þá sálma hér. Opinberir aðilar hafa einnig eftirlit og þegar frost eru, verður kaupandi að afla steypu- efnis hjá Byggingarfulltrúa Reykjavikurborgar. Um verð og gæði steinsteypu er það að segja, að eftir þvi, sem næst verður komið, er steinsteypa hér á landi á sambærilegu verði og erlendis. Til dæmis hefi ég ný- lega lokiö við að athuga verð i Þýzkalandi og kemur i ljós að þar er sama verð og á Islandi. Um gæðin er það að segja, að ég tel islenzka steinsteypu frá verk- smiðjum vera góða og sementið fer batnandi með hverju ári. Með þessu er ekki verið að drótta ein- hverju aö sementsframleiðslunni, heldur er hér um framleiðsluþró- Turn Hallgrlmskirkju I Reykjavlk. Turninn er steyptur úr steypu frá BM Vallá. Þaö var mjög vandasamt að steypa þetta hæsta steinsteypu- mannvirki á tsiandi. Kirkjan varð að kaupa sérstaka steypuiyftu, þegar mótin voru komin upp fyrir þá hæð, er hæztu kranar gátu lyft steypunni, og nú gnæfir turninn yfir borgina i fullri hæð. Sigursteinn Guösteinsson, verk- smiðjustjóri un aö ræða, sem byggð er á rann- sóknum. Steypuverksmiðjurnar skila vöru sinni við húsvegg. Það er lika hægt að eyðileggja góða steypu á byggingastað. Ofnotkun vibratora getur skilið sements- eðjuna frá sandi og möl og margt fleira getur gerzt, sem áhrif hefur á húsagæðin. Samt held ég að svo stór hluti steypuverkefna sé i höndum vanra manna, að húsa- gæði séu mikil i steyptum húsum. Rekstur steypustöðvar Heildarvelta B M Vallá var 134 milljónir króna á siðasta ári. Vinnulaun námu um 20 milljónum króna. Sement var keypt fyrir 48 milljónir og möl og sandur fyrir um 14 milljónir. Langstærsti kostnaðurinn eru bilarnir. Þetta eru þungir bilar og aka um vonda vegi að nýjum mannvirkjum, þótt vitaskuld hafi vegir farið batnandi. Fyrirtækiö rekur verkstæði. Hjá þvi verður ekki komizt. Það er ekki hægt aö fara með bilaðan steypubil á venjulegt bilaverkstæði, og þurfa svo að nota loftborta til að ná harðnaöri steypunni úr tanknum. Nýir tunnubilar kosta um 4.000.000 króna og ending þeirra er 4-5 ár. Auðvitað má halda svona bilum úti lengur meö of- boðslegum viðhaldskostnaði. Það má lengi sjóða ný byrði á tunnur og ný börð til að hræra steypu og svo framvegis, en hagkvæmt er ekki að aka bilum lengur en 4-5 ár. Fjárfestingin fer þvi mikið i bila. Kaupa verður 2bila á ári, til að svara rýrnun og árlegri fram- leiðsluaukningu, ásamt álags- toppum, sem ávalt eru á sumrin. önnur framleiðslutæki verður lika að endurnýja, svo það má segja að fjárfesting sé stöðug. Sala steinsteypu er yfirleitt við föstu verði. Einstaka sinnum er Frú Gréta Magnúsdóttir, skrif- stofustúika hjá steypustöðinni. Frú Gréta er systir Benedikts Magnússonar stofnanda fyrir- tækisins. Ingimar Guðmundsson verk stjóri. þó gerður sérsamningur um stærri verkefni, sem ekki er óeðli- legt. Stærstu verkefnin á siðasta ári voru hjá Heild, hf. sem reisir 5000 fermetra hús i Sundahöfn. Fellaskólinn var lika stórverk og sömuleiðis hefur Aburðarverk- smiðjan i Gufunesi verið með steypufreka mannvirkjagerð: Mörg stór mannvirki á tslandi eru gerð úr steinsteypu, sem ekki er keypt af verksmiðjum, heldur er steypt á staðnum. T.d. notaði vatnsmiðlunin við Þórisós um 4000 rúmmetra og Búrfellsvirkj- un annað eins, eða meira. Um reksturinn i heild er það að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.