Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. marz. 1973 TÍMINN 11 Rabbað við Ólaf Þór Jónsson af) hver hæð sé fimm hundruð fermetrar. Þar verða sextán ibuðir af mismunandi stærðum, en auk þess verða vinnustofur i kjallara og aðslða til iþrótta- iðkana. Ekki rúmar þetta þó alla blinda menn á íslandi? — Nei. það gerir það nú ekki. Þeir munu vera hátt á fjórða hundraðá landinu, sem eru blind- ir eða sjóndaprir, og mér fyrir mitt levti finnst að þeir ættu allir að ganga i samtök blinds fólks, þvi að eftir þvi sem hópurinn er stærri eru möguleikarnir meiri. — Þú nefndir áðan blindravinnn- stofu. Eruð þið ekki lika með svokallaö föndur? — Jú. Það eru föndurkvöld eitt kvöld i viku, og það eru kennari og aðstoðarstúlkur, sem hjálpa okkur. Þessi föndurkvöld eru öll- um opin, sem blindir eru eða sjóndaprir Hver einstaklingur á aö fylgjast meö heilsu sinni. — Að siðustu langar mig að vikja ofurlitið að nuddinu. Kemur ólafur nuddar af kappi. sama fólkið reglulega til ykkar, eða láta menn nægja eina lotu á ári, eða jafnvel ekki svo mikið? — Það er allur gangur á þessu. Margir eru búnir að vera frá þvi að stofan var opnuð, sumir koma þrisvar eða fjórum sinnum á ári, margir mánaðarlega, og enn fleiri vikulega. Þó að menn hafi fengið bata, þá eiga þeir ei að hætta að fara i nudd, þvi að þá vill aftursækja i sama horfið. Aðalat- riðið er, að hver einstaklingur fylgist með heilsu sinni og leggi ekki minni stund á að fyrirbyggja kvilla en leita sér lækninga við þeim, eftir að þeir eru komnir. — VS 1 sprengidagsmatinn Við bjóðuni yður úrvals saltkjöt, gulrófur og baunir 11 D) KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Verksmlðjuframleidd hús úr steinsteyptum einingum Verk hf. framleiðir steyptar veggeiningar sem flytja má hvert á land sem er. Veggeiningarnar eru steyptar í sérstökum vélum úr sterkri jámbentri steypu, sem tryggja mikil steypugæði. Veggeiningamareru ódýrari en veggur steyptur á hefðbundinn hátt. Veggeiningarnar gera mótatimbur óþarft. Auðveldarog fljótlegar í upp- setningu. Ómetanlegur kostur, hve mjög auðvelt er að stækka eða breyta bygg- ingum úr veggeiningum. Veggeiningarnar henta vel til íbúðarhúsbygginga og flestra annara ein- lyftra bygginga. Veggeiningarnar eru 60 cm breiðar og fást í hæðum 267,92 og 45 cm. í undirbúningi er einnig verksmiðjuframleiðsla á þaksperrum úr tré. Ef þér sýnist þessi byggingaraðferð muni henta þér, erum við reiðubúnir að veita allar frekari upplýsingar. Er þetta lausn á þínum vanda? VERK H.F. Laugavegi 120 - Pósthólf 5076 - Sími 25600.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.