Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. Þekktur listamaður sýnir í Reykjavík Rudolf Weissauer og Guðmundur Arnason f sýningarsalnum að Bergstaðastræti 11. Tímamynd GE MEÐ nokkrum rétti má vafa- litið segja að sýningarsalur Guðmundar Arnasonar að Bergstaðastræti 15 standist ekki samjöfnuð við glæst lista- söfn og aðra þá samkomustaði myndlistar og áhugafölks um iist.sem sjálfsagöir þykja i stór- borgum heimsins, og f menn- ingarlegu tilliti er Reykjavfk þá með talin. En Iburðarmikill rammi gerir lélega mynd ekki að listaverki og veglegir sýn- ingarsalir megna ekki að hagga meöalmennskunni um set. Það eru verkin sjáif, sem skipta máli en ekki umgjörð þeirra, og þess vegna stenzt fyrrgreindur sýningarsalur hvaða gaileri sem er smining þessa dagana. Þar hanga verk þýzka lista- mannsins Rudolfs Weissauer. Þetta er í sjötta sinn, sem listamaðurinn kemur til Islands og þriðja sýning hans hér, en hann hefur ávallt sýnt myndir sinar hjá Guðmundi Arna- syni,sem einnig hefur sýnt verk annarra velþekktra evrópskra listamanna. Weissauer er bú- settur i Mtlnchen, en ferðast mikið um heiminn, þvi aö sýn- ingar á verkum hans eru haldnar jöfnum höndum i söfnum og öörum sýningasölum austan hafs og vestan. En hvað kemur þekktum myndlistar- manni til að sýna aftur og aftur i minnsta sýningarsal minnstu höfuðborgar Evrópu og sýningarstaðurinn er jafnvel notaður sem innrömmunar- verkstæði öðru hverju? — Siðan ég kom fyrst til tslands fyrir mörgum árum hefur landið, ekki siður en fólkið, sem það byggir, átt ein- hvern þátt i mér Hingað langar mig alltaf til að koma aftur og aftur, og læt það eftir mér. Ég held að listamönnum, ekki siður en öðrum, sé hollast að komast úr streitu, hraða og peningagræðgi stórborganna. Miðað við heimaland mitt er mikil ró yfir Islandi og hér gefur fólk sér tima til aö lifa. 1 þessum litla sýningarsal verð ég var við meiri áhuga fólks á list en dæmi eru um annars staðar. Hingað kemur fólk á öllum aldri og stéttum og skoðar myndirnar, ekki vegna yfir- borðsmennsku eða með vanga- veltum um fjárfestingu, eins og verða vill i finu sýningar- sölunum erlendis, heldur til að skoða list og gefur sér tima til þess. Ég þekki mörg þeirra andlita aftur, sem áður hafa komið til að sjá sýningar minar. Hvar annars staðar i veröldinni getur listamaöur orðið vitni að þvi, að lúinn hafnarverkamaður komi oftar en einu sinni við á sýningum hans, á leið heim úr vinnunni? Myndir þær, sem Weissauer sýnir, eru ýmist gerðar með vatnslitum eða grafiskar. Verður sýningin opin um helgina og siðan á venjulegum verzlunartima. Já. gjörið þið syo vel. Regnið viðskiptiii Rdðskona óskast út á land. Má hafa með sér barn. Upplýsingar i sima 95-4676 fyrir kl. 4 dag- lega. BÁskorun um greiðslu fast eignagjalda í Seltjarnarneshreppi Samkvæmt samþykkt hreppsnefndar 3. janúar 1973 og heimild i lögum um tekjustofna sveitarfélaga no. 8/1972 voru gjalddagar fasteignagjalda ákveðnir 15- janúar og 15.mai. Hjá þeim fasteignagjaldendum er ekki sinntu gjalddaganum 15. janúar er allt fasteignagjaldið nú gjaldfallið og á það fallnir 3% dráttarvextir. Hér með er skorað á alla þá er ekki greiddur fyrri hluta fasteignagjalda 1973 fyrir 15. febrúar' s.l. að greiða þau ásamt áföllnum dráttarvöxtum nú þegar, en gjöld þessi með kostnaði og vöxtum verða innheimt samkvæmt lögum no. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks eigi siðar en 1. mai 1973. Innheimta Seltjarnarneshrepps. / Tíminn er 40 siður 4 alla laugardaga og \ sunnudaga.— Askriftarsiminn er ^ 1-23-23 Siniiiin or (96)31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, roarg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.