Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 22. marz. 1973. Fimmtudagur 22. marz. 1973. TÍMINN 9 „JÁ, MIKIÐ ER GAM- AN AÐ LIFA í DAG Maður getur tryggt sig fyrir öllum andsk. . þess fjölda banka, blaöa og sjón- varpsstöðva. . Tryggingin stendur fyrir tapi við skyndilegan dauða Obermeyers, t.d. vegna sam- drátts i framleiðslu. Prajadhipok konungur af Siam (nú Thailandi) var i sinni tið eini landshöfðinginn, sem tryggði sig gegn þvi að missa völd. Eftir að hann komst til valda árið 1925 tók hann tryggingu hjá enskum og frönskum tryggingafélögum, sem tryggðu, að hann gat lifað i konunglegum munaði, eftir að hann fór frá völdum árið 1935. Það er almennt vitað, að kvik- myndastjörnur og sýninga- stúlkur tryggja limi sina, brjóst og aðra glæsihluta likamans (e.t.v. sköpin lika) fyrir geysi- fúlgur. Sem dæmi má nefna, að Elvira Joan Welson tryggði fram- tennur sinar fyrir um 10 milljónir króna, gamanleikarinn Benny Carter tryggði gamanlist sina og Roscoe Ates tryggði málgalla sinn, þann sem gerði hann svo frægan. Á timum þöglu kvik- myndanna tryggði Pearl White spékoppa sina fyrir ekki minna en 5 milljónir króna. Þú gætir dáið af hiátri og þá er betra að vera tryggður Bandarisku grinistarnir Abbot og Costello tryggðu sig upp á einar 3 milljónir fyrir, að einhver meðal áhorfenda á sýn- ingum þeirra dæi úr hlátri. betta hljómar eins og hrein fyndni, en þetta er ekkert grin. A einni sýningu þeirra fékk kona nokkur hláturkrampa og dó af hjarta- slagi. Og eiginmaður hennar reyndi, án árangurs, að gera grinistana ábyrga. Þetta var áður, en þeir höfðu tekið trygg- inguna. Kvikmyndahús i Manchester hefur tryggingu á sama grund- velli og þeir A&C, en enn sem komið er, hefur ekki reynt á þá tryggingu. Ef menn hafa misst af aögöngumiða að kappleikjum fót- boltaklúbbs Real Madrid (spænskt félag), eru viðkomandi um leið liftryggðir gegn þvi til- felli að þeir deyi úr spenningi vegna leiksins. Bandariskt kvik- myndafélag, sem sérhæfir sig i hrollvekjum, lætur aðgöngumiða að sýningum sinum gilda jafn- framt sem liftrygging upp á 100 þúsund krónur, ef menn skyldu nú deyja úr hræðslu i salnum. Bætur vegna hæsi, tvíbura- fæðinga, kjarnorkustyri- aldar o.s.frv. Hjá Lloyd’ s i London geta menn tryggt sig gegn regni i sumarfriinu, framhjáhaldi, hæsi og tviburafæðingu, svo að eitt- hvað sé nefnt. Algengt er i Eng- landi að brúður sé gefin einhvers konar trygging, sem að sjálf- sögðu verður oft orsök mikils hláturs og grins. Lloyd' s bjóða tryggingar gegn þvi að styrjöld brjótist út, og einnig gegn kjar- orkustyrjöld ( t siðarnefnda til- fellinu er vart þörf fjárbóta)! Húsmóðir nokkur i London tryggði hús sitt fyrir þvi, að það eyðilegðist af völdum hrapaðrar eldflaugar. Hér á eftir verður greint frá nokkrum tryggingarafbrigðum i viðbót, sem óvenjulegar þykja: Stúlknaheimavist tryggði sig fyrir likamstjóni vegna notkunar hitapoka i rúminu á veturna: eiginmaður i Oxford tryggði sig fyrir heilsutjóni af völdum matargerðar eiginkonunnar: dansmær tryggði sig fyrir þvi að festa hælinn á skónum sinum á sporvagnsteinum og fleiru og fót- brotna af þeim völdum: ilm- vatnaframleiðandi fyriraðmissa Hvort sem um er að ræða konungsvöld, málgalla eða ást stulku sem er jú dýrmæstasta eign mannsins, þá hafa öll þessi atriði þaðsameiginlegt, að i dag er hægt að tryggja sig gegn missi þeirra. Ef golfleikari slær kúluna i gatið i einu höggi og vinnur þar með keppnina, á viðkomandi samkvæmthefð að „splæsa” vini á allan klúbbinn, eina umferð. Likurnar fyrir þvi, að þetta gerist, eru afar litlar. En eins og verðlagið er i dag, getur þetta orðið mönnum dýrt spaug. Lloydi s tryggingarfyrirtækið i London er nú farið að bjóða sérstaka tryggingu fyrir golfleikara. Gegn um 3 þúsund krðna (isl) iðgjald á ári, greitt af goifklúbbnum, borgar tryggingafélagið svo marga drykki fyrir hinn heppna golfleikára, sem þörf krefur. Lloyd’ s er stærsta trygginga- félag i heimi. Og tryggingar þær, sem félagið býður upp á, ná næstum yfir allt milli himins og jarðar, „eða svo virðist a.m.k.” Danskt kvikmyndafélag var fyrir nokkrum árum við upptöku á Grænlandi, en áður en það fór þangað, tryggði það sig fyrir hvers kyns óhöppum i leið- angrinum, að sjálfsögðu hjá Lloyd’ s. Eftir heimkomuna var farið i mál við tryggingafélagið. Einn karlmaðurinn i leið- angrinum eignaðist barn með grænlenzkri stúlku. Og Lloyd’s varð að viðurkenna „ábyrgð” sina og borga meðlagið með barninu. Þannig var nú það. „Greindartrygging" Forstjóri stórs stáliðjuvers i Texas tryggði heila sinn með þeim skilmálum, að hann fengi um 11 milljónir (isl.) greiddar af tryggingafélaginu, ef gáfur hans eða greind brygðist. Sjálfur sagði hann um þetta mál: „Mér finnst alveg eins eðlilegt að tryggja heila minn eins og hinar dýru vélar fyrirtækisins”. Og það má vissulega samþykkja það. Annars væri fróðlegt að fá upplýsingar um, hvernig hann myndi orða skýrslu um, að væri orðinn svo sem 10% vitlausari eða minna greindur, (eftir þvi sem við á). Stærsta liftryggingarupphæð, sem vitað er um, eru 28 milljónir dollara eða um 2.688 milljónir isl, króna. Maðurinn, sem liftryggði sig svo hátt, heitir Daniel H. Obermeyer, og tók tryggingin gildi árið 1966.0bermeyer er auð- kýfingur af hæstu gráðu. Hann er 41 árs og á i dag ekki færri en 260 ibúða- og verzlunarhverfi i 56 bæjum i Bandarikjunum, og auk Pola Negri tryggði sig fyrir ást + giftingu Hjá Lloyd’s í London er hægt að tryggja sig gegn þvf nær hverju sem er. Hér sést miðpunkturinn I forsal þessa mjög svo virðuiega fyrirtækis. Gamia skipsklukkan, sem sést á myndinni, er notuð, þegar mikil- vægar tilkynningar eru á ferðinni. Tvö slög tákna góðar fréttir, en eitt slag alvarlegar, t.d. er skip hefur farizt, sem tryggt er hjá Lloyd’s lyktarskynið: foreldrar fyrir þvi, að dóttir þeirra myndi aldrei komast i höfn hjónabandsins. Það er einnig hægt að tryggja ástina. Kvikmyndaleikkonan Pola Negri vakti á sinum tima athygli fyrir það að tryggja sig fyrir þvi að verða ástfangin og gifta sig( sem hún áleit, að myndi eyðileggja listferil sinn). Ef brezk stúlka á ferðalagi i Evrópu svikur unnustann, er möguleiki á þvi, að hann geti fengið bætur fyrir. Meira en þrjú hundruð ung- lingar hafa tekið trúlofunar- tryggingu, sem gildir i tvo mán- uði. Af einhverjum ókunnum ástæðum eru flest tryggingatil- fellin fyrir pör, þar sem stúlkan dvelur i Frakklandi, á Spáni eða Italiu. Ungir, bandariskir karlmenn geta lika tryggt sig og fengið bætur, ef unnustur þeirra falla fyrir evrópskum „Rómeóum”. Iðgjaldið fer eftir aidri stúlk- unnar. Sé hún á aldrinum 25-30, er iðgjaldið aðeins tæpar eitt þúsund kr (isl). En sé stúlkan á aldreinum 17-20, er upphæðin helmingi hærri. Þetta er ósköp eðlilegt, þ.e.a.s. mismunurinn i iðgjaldinu. „Þetta er ungt og leikur sér”, sagði karlinn forðum. Auðvitað kemur fyrir, að Lloyd’ s neyðist til að hafna beiðni um tryggingu. Þannig var það t.d. með milljónamæringinn Ernest Wood (66 ára), sem hafði giftsigi þriðja sinn og vildi fá tryggingu gegn þvi, að eiginkonan héldi framhjá, — upphæðin skyldi vera 3 milljónir króna. Fulltrúar tryggingafélagsins fóru á vett- vang og litu á „gripinn", sem sótt hafði verið um tryggingu á. Það reyndist vera 23 ára stúlka, bráð- falleg. Tryggingafélagið hafnaði þvi umsókninni. Áhættan var talin alltof mikil... En þar með var ekki málið út- kljáð. Wood fór á stúfana og krafðist bóta af Lloyd’ s fyrir það að gefa i skyn, óbeint með af- neitun sinni, að stúlkan kynni að vera ótrú.Lloyd’ s neyddist til að borga herra Wood einhverjar bætur. Tryggöur hjá sólguðinum Ekkert er nýtt undir sólinni. Fyrir 3.500 árum var hægt að fá eins konar liftryggingu, — hjá sjálfum sólguðinum. Rikir og háttsettir Egyptar voru vanir að „tryggja” lif sitt hjá sólguðinum, sem i staðinn átti að sjá til þess, að þeir nytu góðra tekna og áhyggjuleysis i ellinni. Iðgjaldið voru fórnargjafir I gulli og öðrum gersemum. Af töflu einni æva- gamalli hefur verið ráðið, að Egypti nokkur, sem hafi tryggt sig hjá sólguðinum (liklega honum Ra, sem allir þekkja orðið úr krossgátum a.m.k.!), hafi seinna fengið 50 skálar af gulli (liklega gullryki) hjá kon- unginum út á trygginguna. Svo að þessu rabbi ljúki i nú- timanum, má að lokum segja frá „atburði”, er skeði fyrir nokkru i Metropolitanóperunni i New York. Afdankaður tenór litt þekktur og nokkuð við aldur, ætlaði sér að beita brögðum við forstjóra óperunnar og sagði: — Það skuluð þér vita, að rödd min er tryggð upp á 50 þúsund dollara. — Well, svaraði forstjórinn — og til hvers hafið þér svo brúkað alla þessa peninga? —STP (tók saman) Abbot og Costello, grinistarnir frægu, tryggðu sig gegn þvl, að einhver létist af hlátri ó sýningum þeirra. Þórgnýr Guðmundsson: Blöðum flett í grunnskóla- frumvarpinu Eldra grunnskólafrumvarpið var gagnrýnt nokkuð af ýmsum á sinum tima. Það var lagt fyrir Al- þingi sem stjórnarfrumvarp 27. janúar 1971. Varð það þá ekki út- rætt I þinginu, og þar með lagt i salt um sinn. Ekki hefur annars orðið vart en almenningur hafi látið sér vel lika, hver afdrif frumvarpsins urðu i það skipti. Hins vegar mun ýmsum, sem næstir þvi stóðu þykja biðin orðin nógu löng. Þá varð það næst að núverandi menntamálaráðherra skipaði nýja nefnd 3. júni s.l. til þess að endurskoða frumvarpið og gera tillögur um breytingar á þvi. Hef- ur hún nú lokið störfum og liggja tillögur hennar fyrir I nýrri út- gáfu sérprentaðri. Fyrir nokkru var bæklingur þessi sendur ýmsum forystu- mönnum „til fróðleiks”. Ennfremur hefur ráðuneyti menntamála nú nýlega efnt til kynningafunda meðal almenn- ings viðs vegar um landið til fróð- leiks mönnunum um efni hins nýja frumvarps. Mættu á fundum þessum ýmsir þeir, sem næstir þvi standa, og þá fyrst og fremst höfundarnir. Sjálfsagt munu margir hafa farið fróðari af fund- um þessum eftir að hafa heyrt sendiboðana og séð. Það siðasta gerðist svo 7. þ.m. að efni grunnskólafrumvarpsins nýja var nokkuð kynnt hlustend- um útvarpsins eftir að það hafði verið lagt fram á Alþingi. Allt er þetta góðra gjalda vert. Sem vænta mátti eru þeir samt margir, sem enn eru litlu nær eða engu um efni þessa frumvarps, eða um það, hver fengur þjóðinni er að þvi, verði það að lögum. Bálkurinn er svo viðamikill og mun koma viðar við en menn al- mennt geta gert sér i hugarlund. Hér verður engin tilraun gerð til þess að brjóta frumvarpið til mergjar. Sá, er þetta ritar, hefur hvorki getu né vilja til þess. Sjálf segir nefndin, að hið nýja frum- varp hafi „tekið miklum stakka- skiptum frá þvi sem var hið fyrra frumvarp”. Sjálfsagt má þetta til sanns vegar færa. En samt sem áður er rauði þráðurinn beggja frumvarpanna hinn sami: Það á að herða tökin. Það á að lengja skólaskylduna um eitt ár, þannig að framvegis nái hún til sextán ára aldurs. Það á að lögfesta 9 mánaða skóla- skyldu barna og unglinga, að visu með undanþáguheimild, „þar sem sérstaklega stendur á”. Þannig kvað skólaskyldan vera i nágrannalöndunum og viðar, og er nauðsynlegt talið, að svo verði einnig i voru landi. Þar er lika herskylda yfirleitt. Engir hafa þó beðið um hana hér svo vitað sé, þvi betur. Það á að auka náms- kröfur til ungmenna, þannig að nærri stappar ofþjökun, minnsta kosti fyrir þá, sem minni hafa getuna. Það á að stytta friin, jóla- fri og páskafrí, t.d. „Tilgangurinn með fækkun leyfisdaga er bætt nýting skólaársins”, segir virðu- leg grunnskólanefnd. Það á að banna vixlkennslu i skólum, þar sem hún hefur verið viðhöfð. Og vitanlega er meö þessari fyrir- huguðu lagasetningu stefnt að stórauknum útgjöldum rikis, bæjar og sveitarfélaga. Og höfundarnir sjálfir lýsa þvi lika yfir, (bls. 27) að „i.framhaldi af þeirri grunnskólalöggjöf, sem samþykkt kann að verða, þarf siðan að endurskoða allt fram- halds- og sérskólakerfið”. Þetta er mikið fyrirheit og gott, þótt eitthvað kunni að orka tvi- mælis þar um. Og þykkt mun verða smurt á sneiðina þá, þegar hún verður tilreidd. Skólakerfið verður æ umfangs- meira með hverju árinu sem lið- ur. Skattþegnarnir hafa þegar fundið hvað það er að axla þá byrði, sem það leggur þeim á herðar. Betur þó siðar, ef það frumvarp, sem nú biður af- greiðslu, verður að lögum, svo róttækt sem það er. Qg svo kemur afkvæmið til sögunnar. Varla verður það verrfeðrungur. Margir reyndir skólamenn vara eindregið við lengingu skólaskyldunnar um eitt ár. Nú nýlega hefur Oddur A. Sigurjóns- son skólastjóri andmælt henni mjög i ágætri ritgerð, er birtist i Morgunblaðinu 3. þ.m. með rök- um, sem varla verða hrakin. Orðrétt segir i frumvarpinu, bls. 1, 4. gr: „1 strjálbýli skal stefnt að heimanakstri nemenda, þar sem þvi verður við komið vegna vegalengda, vegakerfis og veðurfars. Heimilt er ráðuneyt- inu að fenginni tillögu hlutaöeig- andi fræðsluráðs að koma á fót útibúum frá aðalskóla skóla- hverfisins fyrir 7-8 ára börn þar, sem heimanakstri til aðalskóla verður ekki við komið. Umsögn bls. 32. —„Gildi eðli- legra fjölskyldubanda verður ekki ofmetið hvorki fyrir ein- staklinginn né þjóðfélagið og hætta er á að þau bresti, ef barnið dvelst timunum saman á mótunaraldri fjarri heimili sinu”. — „örðugt er fyrir 7-8 ára börn að dveljast löngum stundum frá heimilisinu og þá ekki siður fyrir heimilin að sjá af þeim”. — Hér er einungis rætt um 7-8 ára börn og orsakast það af þvi, að hér er tilfinnanlega séð um mjög við- kvæman aldur að ræða og einnig liggja kennsluástæður tii grund- vallar”. (Leturbreyting min Þ.G.) Sennilega geta flestir hugsandi menn tekið undir þessi orð heiðraðrahöfunda , og munu þeir eiga þakkir margra fyrir þau. Hér er viðurkennt að of langt væri gengið, ef 7-8 ára börn yrðu heimtuð á heimavistarskóla lang- timum saman fjarri heimili og foreldrum. Vonandi hafa þessir góðu menn sagt hér um hið sið- asta orð, orð sem ekki verður áfrýjað. Skóli reynslunnar mun um þetta hafa opnað augu margra, sem ekki voru áður sjá- andi. Á bls. 12, 42. gr. segir svo: „Reglulegur starstimi grunn- skóla skal vera niu mánuðir, og skal skólaárið að jafnaði hefjast 1. september, en ljúka 31. mai i skólahverfum, þar sem sérstak- lega stendur á, getur mennta- málaráðuneytið, að fenginni beiðni skólanefndar og meðmæl- um fræðsluráðs, heimilað stytt- ingu árlegs starfstíma grunn- skóla allt að eftirtöldum lág- marksstarfstima. a) I 1.—2. bekk, I 7 mánuði, b) I 3.-4. bekk, i 7 1/2 mánuð, c) i 5.-6. bekk, i 7 3/4 mánuði, ' d) i 7 bekk i 8 mánuði, e) i 8-9 bekk i 8 1/2 mánuð”. Hér mun vera miðað við sér- stöðu dreifbýlisins fyrst og fremst, og er nokkuð komið til móts við óskir og þarfir þeirra sem þar búa, einkum bænda og búaliðs, en gallinn er, aö skrefið er þarna aðeins stigið til hálfs- og naumlega þó. Samkvæmt þessu myndu aðilar eiga framvegis undir högg að sækja til nefnda og ráða, sem vel gæti skort viösýni, eða velvilja til að veita undan- þágur. Þetta er ekki aðdróttun til eins eða annars, sem nú skipar trúnaðarstöður. Engin ástæða er til að efast um einlægni þeirra, sem eiga tillögurnar. En timarnir breytast og mennirnir með. Grunnskólafrumvarpið er þannig úr garði gert, að ætlunin mun ekki vera sú að tjalda með þvi til einn- ar nætur. — Rýmkunarákvæðin frá grunnskólanefnd eru allrar virðingar verð, þó þau nái of skammt að mati mjög margra, sem þau snerta. Auk þess geta þau i framtið orðið aðeins „snuð”, — og það er um- hugsunarefni, — ef ekki verður betur um hnútana búið. — Tillög- urnar þarf að lögfesta, „þar sem sérstaklega stendur á”. Þing- menn landsbyggðarinnar eiga að hafa það i hendi sér ef þeir standa saman. Það er óviðunandi fyrir dreifbýlið, ef unglingum þaðan verður gert að sitja á skólabekk 9 mánuði ár hvert samfara þvi að skólaskyldan er lengd um eitt ár. Á bls. 15-16, 54. gr. segir: „Eigi má nemandi á starfstima skólans stunda vinnu utan skól- ans, er aö dómi skólastjóra og skólalæknis veldur þvi að hann getur ekki rækt nám sitt sem skyldi eða notið nauösynlegrar hvildar. Skal skólastjóri i þeim tilvikum tilkynna þaö forráða- manni nemandans og hlutaðeig- andi vinnuveitanda en verði ekki bót á ráðin, skal visa málinu til barnaverndarnefndar”. Samhljóða grein er i eldra frumvarpinu, bls. 17-18, 89. gr. Eru höfundar þvi sammála um að þarna þurfi að setja varnagla. Auðvitaö hljóta allir að vera á einu máli um að tryggja verði ungmennum sem bezta aðstöðu til náms. En hætt er við að æsku tslands verði nú annað fremur aö fótakefli en likamleg ofþjökun. Ungmenni þurfa að fullnægja at- hafnaþrá sinni, og mörg þeirra skortir einmitt verkefni sem gefið gætu krafta i köggla og heilsubót. Grunnskólanefnd og mennta- málaráðuneyti bárust nokkrar umsagnir um hiö eldra frumvarp viðs vegar að af landinu. Var gerður útdráttur úr þeim og er hann birtur með þvi sem fylgi- skjal I. bls. 91-103. Þetta er góðra gjalda vert, og segir það nokkra sögu. Umsagnirnar eru 39 talsins. Þar kennir margra grasa eins og vænta mátti, þvi þeir, sem svörin eiga, eru úr ýmsum starfs- hópum og samtökum viðs vegar af landinu. En eitt sker þarna einkum úr og er athyglisvert: Allar umsagnirnar úr dreifbýi- inu beinast eindregiö gcgn leng- ingu skólaskyldunnar. Væntan- lega hafa virðulegir alþingis- menn komið auga á þetta, eða gera það að minnsta kosti þegar þeir fara að vega og meta grunn- skólafrumvarpið, kosti þess og galla. Menntamálanefnd Fjórð- ungssambands Norðlendinga tek- ur skörulega af skarið i umsögn sinni. Þar segir m.a.: „Lenging skólasky Idunnar i niu mánuöi óframkvæmanleg I strjálbýli, einkum Isveitum”. Hið sama má segja um efnislega ályktun Búnaöarþings, Kvenfélagasam- bands Strandasýslu, ýmissa sveitarstjórna o.fl. Grunnskóla- nefnd hafði óskaö eftir tillögum og ábendingum meðan hún sat á rökstólum: Fullvist má telja að tilslökun sú, er hún gerði varð- andi skólaskylduna, „þar sem sérstaklega stendur á”, hafi ein- mitt verið gerð vegna þess hve einróma bendingar henni bárust þaðan. Svar menntamálanefndar Fjórðungssambands Norðlend- inga, og önnur efnislega samhljóða, munu vera i samræmi við skoðanir meginþorra þeirra, er i strjálbýli búa „einkum sveit- um”. Með væntanlegri gildistöku hins nýja grunnskólafrumvarps er kostnaðarauki rfkissjóðs á ári áætlaður 229 millj. kr. og sveitar- félaga 60 milljónir, samtals á ári 289 millj. Nefndin segir meðal annars, bls. 89: „Aukið skólastarf, lenging skólaskyldunnar um eitt ár og ár- leg lenging hefur i för með sér verulegan kostnaðarauka, einnig störf fræöslustjóra og fræðslu- skrifstofa, sálfræðiþjónusta, sérstofnanir, sem gert er ráö fyr- ir að komiö verði á fót fyrir þá nemendur, sem ekki geta fylgt öðrum i námi og sem stofnanir eru ekki þegar til fyrir, aukið framlag til félagsstarfs skólanna, stórefling bókasafns o.m.fl.” Þetta gefur hugmynd um, hve viðfemt þetta frumvarp er eins og drepið var á áður, og næstum ógerlegt að áætla það, sem i kjölfarið kemur. Væntanlega kemur svo kálfurinn með seinni skipunum. Enginn veit hve dýru verði hann verður keyptur, þegar þar að kemur. „Gildi eðlilegra fjölskyldu- banda verður ekki ofmetið”, segja höfundar grunnskólafrum- varpsins. Hugsandi mönnum er það mikið áhyggjuefni, hversu þau hafa rofnað siöustu áratug- ina. Fyrst og fremst hefur þetta gerzt I fjölmenninu, þar sem hringiðan er mest. Breyting á þessu hefur verið bæði minni og hægari i fámenninu, enda gjörólik aðstaða. Sameiginleg áhugamál foreldra og barna eru þarfleiriog kemur það að nokkru leyti af sjálfu sér, vegna þess að börnin öðlast vit og þroska að verulegu leyti, innan verkahrings föður og móður. Þau njóta tengsla við at- vinnulifið, misjafnlega náinna að visu. I áratugi hefur mörgum foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga i þéttbýlinu verið mjög umhugað um að koma þeim i .sumardvöl i sveit. Þessi vistferli hafa yfirleitt gef- izt vel og verið vinsæl af flestum þeim, sem að þeim hafa staðið. Nú er þetta úr sögunni svo að segja. Bóndinn getur ekki fengið barn eða ungling úr bænum sér til hjálpar þá tima sem þörf hans er mest fyrir það — i mai og septem- ber. Það er loku fyrir þetta skotið með lengingu skólaskyldunnar m.a. og kemur þó að visu margt fleira til. Flest börnin voru fús til að fara i sveitina til sumardvalar meðan svo var. Og þau undu þar hag sin- um vel yfirleitt. Vorið i sveitinni heillaði. Hreiður fundu börnin kannski i haganum og það var eftirvænting meðan beðið var eft- ir því, að ungar kæmu úr eggjum. Smátt og smátt lærðist að þekkja ýmsar tegundir fugla, ef til vill einnig blóm og jurtir. Og þau höfðu ánægju af að umgangast dýrin og urðu vinir þeirra, réttu hjálparhendur i fjósi og fjárhús- um. Einnig áttu þau mörg sporin út um hagann við gæzlu lam- banna og ánna. Og svo er lfka gaman að koma á hestbak. Þann- ig kynntust þau störfum sem þau höfðu ekki áður þekkt, og urðu virkir þátttakendur i þeim, heilsusamlegri og hollri vinnu. Enn er þetta til staðar i sveitum landsins, viðast hvar að minnsta kosti.að viðbættum göngunum og réttunum. Margur unglingurinn fór og fer sárnauðugur úr sveit- inni áður en þær eru um garð gengnar. Það er uppfylling óska þeirra, ef þeir fá að njóta þess er þar gerist, eftirsóknarvert að vera þátttakendur i smölun, rekstr: i rétt, sundurdrætti fjár- ins, heimflutningi þess — og fá að skoða safniö. Gagnlegt ætti þetta að vera unglingum, ekki siður en nokk- urra vikna námsdvöl i vor- og haustskóla. Annað verður lika að segja i þessu sambandi, sumir trúa þvi liklega ekki, að það er sannleikur samt sem áður: Margur bóndinn má ekki við þvi að missa þessar hjálparhendur þegar mest á riður, þegar engar aörar fást, hvað sem i boði er. Mikilvæg kynning hefur átt sér stað meðal sumardvalarbarn- anna i sveitinni og heimilanna, er þau hafa gist. Sum þeirra hafa jafnvel eftir á litið á hús- bændurna sem fósturforeldra og börnin á heimilunum sem syst- kin. Það hefur veriö staðhæft, og oft endurtekið, að ungmenni dreifbýlisins séu eftirbátar jafn- aldra sinna annarra, vegna þess að þau hafi notið færri kennslu- vikna á ári en hin, réttindi þeirra séu ekki hin sömu. Þessi staðhæf- ing hefur ekki verið studd með rökum. Alveg eins mætti fullyrða að þetta sé fjarstæöa, eða að minnsta kosti mjög orðum aukið. Könnun hefur ekki verið gerð á þessu. Það væri æskilegt og ætti að vera auðvelt. — Þjóðin hefur vilyrði fyrir þvl, að tvö skóla- frumvörp veröi aö lögum innan skamms. Margir hugsa gott til , enda umbætur æskilegar á sviði skólamála sem öðrum. Fjárhagshliðin hefur lítið verið rædd, svo lítið að furðu gegnir, þótt þjóðinni þyki sem flest hafi leikið i lyndi um skeið, þarf ekki að draga i efa, að hún megnar ekki að kaupa þessar fyrirhuguðu umbætur hvaða verði sem er, Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.