Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. marz. 1973. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson dómarar réðu ekki við sterkan varnarleik íþróttafréttaritara ÍÞRÓTTAFRÉTTARITARAR sýndu dómurum heldur betur klærnar á miövikudagskvöldiö, þegar þeir léku handknattleik I Laugardalshöllinni og unnu meö yfirburðum 10:9 i æsispennandi leik.sem iþróttafréttaritarar áttu mikiö meira i. Menn vissu strax að hverju stefndi, þegar stór- skyttan, gegnumbrotsmaöurinn, hraöaupphlaupssnillingurinn og vitaskyttan ómar Ragnarsson opnaöi markareikning sinn, með snilldarlegu langskoti af linu. Siöan kontu tvö mörk frá Jóni Asgcirssyni og staða 3:0, þegar „Minjargripirnir” i dóntaraliðinu hrukku i gang og jöfnuöu 3:3 fyrir hálfleik. Staðan hélzt jöfn framan af leiknum og mátti sjá 8:8 á töfl- unni, þegar þrjár langar minútur voru til leiksloka. En þá fóru iþróttafréttaritarar i gang og sýndu snilldarleik — ómar skor- aði eftir mjög fallega leikfléttu úr viti 9:8 og hinn lúmski gegnum- brotsmaður SS Alþýðublaðsins, lét sig hverfa á milli tveggja dómara og skoraði „MARK ARS- INS” með útsjónarsömu skoti. Þótt ' dómarar hafi lagt sig alla fram tókst þeim ekki að minnka forskotið nema i eitt mark 10:9, en þannig unnu iþróttafréttarit- arar. Iþróttafréttaritarar léku mjög sterkavörn, sem kostar geysilegt úthald, nefnilega allir þar sem boltinn var. Vörnin heppnaðist mjög vel og um tima tóku þeir alla dómarana úr umferð. Ómar var drýgstur við að skora, hann skoraði jafn mörg mörk og Ingvi Hrafn, eða þrjú, Jón Ásgeirsson 2, SS Alþýðublaðsins og SOS Tim- ans, eitt hvor og aðrir minna. Fyrir dómara, skoruðu: Kalli Jó. 3, Bjössi 2, Jóndi 2, Bói og Einar, eitt. Leikinn dæmdu þeir Reynir Ólafsson og Hjörleifur Þórðars- son, snilldarlega að vanda, enda okkar reyndustu dómarar. Dregið hjá KSÍ Nú nálgast óðum að dregiö veröi i happdrætti Knatt- spyrnusambands íslands um VW-bifreiðina 1000 TL. FAST- BACK, 5 manna, árgangur 1973, að verðmæti Kr. 504.650.- en dregið verður 26. marz n.k. á afmælisdegi Knatt- spyrnusambandsins. Hver er þvi nú siðastur að gera skil á miðum eða and- virði þeirra, sem hann hefur undir höndum, þvi aðeins vika er eftir þar til dregið verður og hún er fljót að liða. Stjórn K.S.I. beinir þvi þeim eindregnu tilmælum til vel- unnara og stuðningsmanna sambandsins, að senda greiðslur og gera nú þegar skil, svo dráttur geti farið fram og vinningsnúmerið birt strax að drætti loknum. Greiðslur skal senda til Knattspyrnusambands Is- lands, P.O. Box 1011, Reykjavik. Ágúst í lands- líðið ÁGÚST SV AVARSSON, vinstrihandarskytta ÍR-liösins i handknattleik, kemur inn í islenzka landsliðið, sem leikur gcgn Norömönnum um helg- ina. Agúst kemur inn fyrir Axel Axelsson, Fram, sem er meiddur. Annars verður is- lenzka liðið skipað sömu leik- mönnunum, sem léku gegn úr- valsliði iþróttafréttaritara á þriðjudagskvöldið. Landsliðið verður þannig skipað: Gunnar Einarsson, Haukum Ólafur Benediktsson, Val Gunnsteinn Skúlason, Val Ólafur Jónsson, Val Ágúst ögmundsson, Val Jón Karlsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Auðunn Óskarsson, FH Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram EinarMagnússon, Viking ÁgústSvavarsson, IR VIÐAR SYNDI STORLEIK MEÐ PRESSULIÐINU Hér á myndinni sést hið ósigrandi lið blaöamanna. Efri röö frá vinstri: Ómar, ihj Morgunblaðsins, SS Alþýöublaðsins, Jón Útvarpsins, hsim Visis. Fremri röð: Sdór Þjóðviljans, hdan, SOS Tímans, stjl og áj Morgunblaðsins. (Timamynd Róbert) IBV og Fram í kvöld VESTMANNAEYINGAR og Fram leika fyrsta leikinn i Mcistarakeppni K.S.Í. i kvöld á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. 19.00 og verður leikið i flóðljósum. Bæði liðin munu stilla upp sinu sterkasta liöi og má þvi búast við spennandi og skemmtilegum leik, eins og er alltaf þegar þessi lið mætast. Leikurinn I kvöld er heima- lcikur Vestmannaeyinga. Um tíma leit út fyrir stórsigur pressuliðsins, sem hafði sex marka forustu ÞAÐ leit allt út fyrir um tima, að pressuliðið i handknattleik mundi vinna stórsigur yfir landsliðinu, þegar liðin mættust á þriðjudags- kvöidið. Viðar Simonarson var hreint óstöðvandi i fyrri hálfleik, hann var potturinn og pannan i leik pressuliðsins, skoraði niu mörk, sum stórglæsileg. Hann átti mestan heiður af þvi, að pressuliðiö náði sex marka for- skoti 10:4 um miðjan fyrri hálf- leikinn. i siðari hálfleik var Viðar tekinn úr umferð af Sigurbergi Sigsteinssyni og var þá eins og pressuliðiö brotnaði. Það missti fimm marka forskot, niður i Arsenal áfram LUNDÚNALIÐIÐ fræga Arsenal tryggði sér áfram- haldandi þátttöku i ensku bikarkeppninni á þriðjudags- kvöldið, þegar það vann Chelsea 2:1 á heimavelli sln- um Highbury. Það var Peter Housemann, sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea, en Ball jafnaði úr vitaspyrnu og Ray Kennedy skoraði úrslitamarkið. Allt bendir nú til að það verði Leeds og Arsenal, sem leika til úrslita i bikarkcppninni á Wembley, annað árið i röð. Á mánudaginn var dregið um það, hvaða lið mættust i undanúrslitunum og drógust þá þessi lið saman: Leeds og Wolves Arsenal og Sunderland. Leikirnir verða leiknir 7. aprll n.k. og fer leikur Leeds og úlfanna fram á leikvelli Sheffield Wednesday, Hills- borough. Eivleikur Arsenal og Sunderland fer fram á Maine Road, heimavelli Manchester City. Þau lið; sem vinna, leika til úrslita á Wembley 5. mai n.k. þriggja marka tap 22:19. Sorg- legur endir á góðri byrjun. Pressuliðið skoraði fimm mörk, áður en Jón kom landsliðinu á blað. Þá voru liðnar 13 min. af fyrri hálfleiknum. Pressuliðið hélt fimm marka forskotinu og náði sex marka forskoti um miðj- an hálfleikinn. Á þessum tima lék liðið mjög hreyfanlegan hand- knattleik, þver öfugt við það sem landsliðið gerði. Viðar Simonar- son og gamli félagi hans úr Hauk- um, Stefán Jónsson, tættu oft skemmtilega vörn landsliðsins i sig. Það er greinilegt að þeir eru ekki búnir að gleyma gömlu góðu dögunum, þegar þeir voru aðai- mennirnir i Haukaliðinu — þeir þekkja hver annan út i gegn. Staðan i hálfleik var 13:9 fyrir pressuna. 1 fyrri hálfleiknum, lék ungur markvörður frá Akureyri, Tryggvi Gunnarsson, I markinu hjá pressunni. Hann varði vel og vakti athygli og hrifningu, þegar hann byrjaði sinn fyrsta stórleik, með þvi að gripa langskot frá ógnvaldi 1. deildarmarkvarð- anna, Geir Hallsteinssyni. Þá varði Tryggvi vitakast frá stór- skyttunni Einari Magnússyni. I byrjun siðari hálfleiks, hélt pressuliðið áfram af krafti og þegar 11 min. voru liðnar var staðan orðin 16:11. Þegar staðan var 16:11 var Viðar tekinn úr um- ferð og brotnaði pressuliðið þá niður. Var greinilegt að það vant- aði fleiri langskyttur i liðið og einnig skipuleggjara á leikvelli, á borð við gamla landsliðsfyrirlið- ann Ingólf Óskarsson. Landslið- inu tókst að jafna 16:16 á 19. min. — Siðan tók pressan forustuna 17:16 og siðan ekki söguna meir. Með hjálp dómaranna Björns Kristjánssonar og Hauks Þor- valdssonar komst landsliðið i 21:17 og lokatölur leiksins urðu 22:19 fyrir landsliðið. Viðar Simonarsson átti stórleik með pressunni og er greinilega kominn i sitt gamla landsliðs- form. Hann skoraði 9 mörk i leiknum, tvö úr vitaköstum. Aðrir sem skoruðu fyrir pressuliðið, voru þessir: Stefán Jónsson 3, Sigfús 2, Brynjólfur 2, Vilberg, Stefán Gunnarsson og Vilhjálm- pr, eitt hver. Fyrir landsliðið, sem átti góðan leik, skoruðu: Agúst ögmundsson 6, Geir Hallsteinsson 4 (öll viti), Jón Karlsson 3, Björgvin 2, Agúst Svavarsson 3, Sigurbergur, Gunnsteinn, Auðunn og Einar, eitt hver. -SOS. Viðar Simonarson, sést hér brjótast fram hjá Einari Magnússyni og Ólafi Jónssyni og skora eitt af mörkunum niu. (Timamynd Róbert) Fræðslufundur FRÍ og IKÍ um HLAUPAÞJÁLFUN FRJÁLSIÞRÓTTASAMBAND Is- lands og tþróttakennarafélag ís- lands gangast fyrir fundi laugar- daginn 24. marz kl. 2, að Hótel Esju. Fundurinn er ætlaður iþrótta- þjálfurum, iþróttakennurum, iþróttafólki og áhugafólki um iþróttir. Aðalefni fundarins er hlaupa- þjálfun, einkum millivegalengda- hlaup. Englendingurinn Ron Ward mun halda erindi á fundinum, en hann er: Senior Middle Djstance Ladies coach. LadiesTeam manager, og Chairman of the Sports and Social Council of the Solihull Athletic and youth Center. Einnig munu taka til máls iþróttakennararnir Jóhannes Sæmundsson og Guðmundur Þór- arinsson. Æskilegt væri að sem flestir notfærðu sér þennan fund. ALLIR ÞAR SEM BOLTINN VAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.