Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN viltu að pabbi þinn giftist mömmu? — Vissulega ekki, sagði Pia. Hvers vegna ekki? Þú verður að búa.hjá ömmu þinni. Caddi gat ekki hugsað sér ömurlegra hlutskipti. Ekki mömmu þinni, flýtti Pia sér að segja. Það gat ekki talizt hrós. Af hverju ekki?” spuröi Caddie fjörlega: — Hún er ekki elegant. — Hvað þýðir elegant? — Hún er ekki smart — Hvað þýðir smart? Þú hefur ekki vit á þvi, vegna þess að þú ert ekki smart sjálf, sagði Pia, og það var satt. Caddie fann mikið til þess hvað hún var sjálf barnaleg og klaufa- leg, i samanburði við Piu. Pia haföi allt i röö og reglu. Sá endi herbergisins, sem Pia bjó i, var alltaf snyrtilegur. A borðinu hjá rúminu hennar var nýjasta leyni- lögreglusagan við hliðina á messusöngsbókinni, sem hún las i á hverju kvöldi, myndin af vininum, sem Caddie fékk ekki að vita, hvað hét og vasi meö blómum, sem Pia hafði látið þar. Hún hafði einnig reglubundnar lifsvenjur. Hún fór venjulega á fætur, meðan' Caddie lá hálf- sofandi vafinn innan i rúmfötin eins og múmia. Pia klæddi sig að nokkru leyti undir náttkjtflnum, en það hefði Fanney talið galla. Það var lika annað i fari Piu. Hún þvoði sér ekki vandlega. Hún ber- háttaði ekki til þess að geta nuddað sig með handklæði hátt og lágt, eins og Darrell hafði skipað Caddie og Hugh. Hugh var farinn að spara sér ómakið, en Caddie hélt enn áfram af trúmennsku. En Pia gætti þess einnig, þegar hún fór i háleistana, að þeir færu vel. Hún var hætt að vera i sokka- buxupum. Hún tók pilsið sitt og jakkann af herðatrénu. Caddie hafði séð meðaumkunarsvip á andlitið hennar, þegar hún, Caddie, fleygði kjólnum sinum eða pilsinu á stðl, um leið og hún afklæddi sig, og skildi stundum jakkann sinn eftir með ermarnar úthverfar. Pia haföi jafnvelt hengt fötin upp fyrir Caddie. A fötum Piu sást aldrei hin minnsta hrukka. Hún burstaði stutta háriö lengi og stóö fyrir framan gluggann á meðan en ekki var unnt að ráða af svip hennar, um hvað hún var að hugsa. Glugginn var eitt af þvi, sem þeim kom ekki saman um. Pia vildi sofa við lokaða glugga og með hlerara fyrir. Caddie vildi hafa þá galopna. Fanney lagðist á sveif með Caddie. — Veðrið er blitt og þetta yndislega öldu- gjálfur er svæfandi, sagði hún i lokkandi rómi við Piu, en Pia leit aðeins á hana með þessum aug- um, sem minntu á brjóstsykurs- mola. — A nóttunni stendur vindurinn af fjöllunum. Þá kemur „tramontana.” Ég álit enn að þú ættir að hafa gluggann opinn. Pia svaraði með þvi að vefja hvitu langsjali um höfuðið og skrifa ömmu sinni langt bréf. Þegar Pia var búin að klæða sig og bursta hárið, kraup hún á kné og baðst fyrir. Annað hvort af nærgætni eða feimni lézt Caddie alltaf sofa, en hún gægðist undan augnalokunum og horfði á hendurnar á Piu, sem hún kross- lagði eins og englarnir á helgi- myndunum, og Caddie hugleiddi, hvernig það væri að vera alltaf sannfærður um, að guð hlustaði. — Pia, biðurðu guð um að láta þetta ekki verða? spurði Caddie dag nokkurn. — Pia þurfti ekki að spyrja, hvað „Þetta” væri. — Ég bið fyrir föður minum — Ekki fyrir móður minni. — Nei. Er ekkert, sem við getum gert, spurði Caddie. Pia yppti öxlum, en það var samt hún, sem uppgötvaði vopnið. Það var daginn, sem Caddie hafði ekki tekizt aö eggja Hugh. — Ég hef tekið eftir þvi, sagði Pia hugsandi, að fullorðna fólkið verður áhyggjufullt, ef börnin vilja ekki borða. Setjum svo, að við reyndum að borða bara pinu-pinulitið. Það verður samt erfitt fyrir þig, sagði hún og leit snöggvast á Caddie, en Caddie var þegar reiðubúin að ganga feti framar. — Setjum svo, að við borðum alls ekkert. Við skulum gera hungurverkfall, sagði hún. — Börn fara i verkfall, sagði hún við Hugh, sem fannst hugmyndin heimskuleg. Skömmu seinna kom hún með dagblað til hans. — Kór- drengir gera verkfall gegn sóknarprestinum. Þeir vildu ekki syngja, af þvi að þeir fengu ekki að hafa með sér bækur til þess að lesa i kirkjunni, sagði Caddie. Það stendur lika i blaðinu, að skólabörn hafi gert verkfall. Þau settust og neituðu að standa upp, af þvi að drengur var rekinn. — Já, en að vera matarlaus, sagði Hugh. — Það væri gagnslaust. Þú gætir það ekki heldur til lengdar. — Ef Pia getur það, þá get ég það lika. — Þú veizt sjálf, hvað þú ert mikill mathákur. En Caddie var ekki aðeins gefin fyrir mat, hún var sisvöng. Þau voru það öll i þessu fjallalofti nema Hugh. Celestina var lika framúrskar- andi i matreiðslu. Þó að hungurs- verkfall væri áhrifamikið, var það vissulega geigvænlegt, þegar til kastanna kom. — Það er reglu- leg fórn, sagði Pia, eins og fórnin gerði það einkum lofsvert.—Við getum byrjað núna við hádegis- verðinn. Þau áttu að fá „Gnocchi alla Romane” Caddie hafði horft á, meðan þessi réttur var mat- reiddur kvöldið áður og hún fann ilminn af honum. A ttaliu var ekki siður að fá sér hinn notalega aukasopa klukkan ellefu, svo að þau höfðu ekki bragðað neitt, siðan þau fengu kaffið og brauðhnúðana um morguninn. — Þú borðaðir fjóra brauðhnúða, tvö epli og banana, sagði Hug við Caddie. — Já, en það eru tveir klukkutimar siðan, sagði Caddi við Piu. Við getum borðað svo mikið, að við þurfum ekkert i kvöld. — Ég kæri mig kollótta, sagði Pia. — Þarna sérðu, sagði Hugh við Caddie. Þú getur þetta aldrei. — Við skulum byrja um hádegið, sagði Caddie. Pia hristi höfuðið. Giulietta rétti Caddie fatið, en Caddie hristi höfuöið. Giulietta hélt enn á fatinu og horfði spyrjandi á Fanneyju. — Ekki Gnocchi? — Nei, takk? — En ég hélt að ykkur þætti það gott. — Okkur finnst það gott en okkur langar ekki i það i dag. — Eruð þiö ekki vel frisk. — Við erum gallfrisk, þakka þér fyrir. — Takk fyrir. Jæja Giulietta. Legðu fatið á borðið. — „Posalo sulla tavola,” sagði Rob og eins og siður var við hádegisveröinn, setti Giulietta á borðið þennan ilmandi ostarétt með brúnni skorpu, sem beinlinis bað um að borða sig. —Fatið lenti hjá Caddie. — Beint fyrir framan nefnið á mér, eins og hún sagði seinna. Garnirnar i henni ráku upp hátt gaul. Þú ert svöng, sagði Fanney. — Láttu ekki eins og flón. Fáðu þér gnocchi. — Nei, takk. Þau eru kannski orðin leið á osti, hugsaði Fanney. Hún mundi hvað Hugh hafði sagt, en það var bara þvermóðska, hugsaði hún, enda fékk hann sér smábita. — Fáið ykkur brauðhnúða með smjöri og saladi, sagði hún við Caddie og Píu. — Nei takk. — Þið ætlið þá ekki að bragða á matn- um? — Nei takk. — Lagnar ykkur þá ekki til að standa upp? Caddie og Pía þáðu það með þökkum. — Ég átti bágt með að standast freistinguna, sagði Caddie við Piu, en hún svaraði vingjarnlega Gnocchi alla Romana er mjög góður matur. Dagurinn var lengi að liða. Þeim fannst maginn galtómur. — Hver hafði getað imyndað sér, að það munaði svona mikið um eina máltið, sagði Caddie. — En svona heldur það áfram máltið eftir máltið, sagði Pia. Fanney þurfti að fara i pósthúsið fyrir Rob. Hún lofaði telpunum með sér til Malcesine og fór með þær i veitingahúsið hjá höfninni, þar sem Caddie, og Pia afþökkuðu köku og rjómais Ritu til mikillar undrunar. Þær vildu meira að segja hvorki kaffi né ávaxtasafa. — Eruð þið báðar veikar? spurði Fanney I annað sinn. — Okkur langar bara ekki i neitt. Fanney gat skilið þetta, hvað Piu snerti. Þessi fölvi stafaði ef til vill af magatruflunum. En Caddie? Hún var hin hraustlegasta, en samt i fölara lagi. — Ef til vill þurfið þið báðar að laxera, sagði Fanney, en þá fengu þær hláturhviðu. — Ertu að gera að gamni þinu? — Nei, alls ekki. En þær litu alltaf hvor á aðra i hvert sinn, sem þær afþökkuðu, og Caddie var búin að temja sér þennan sama sið og Pia að láta ekkert ráða af svip sinum. Þær virtust vera orðnar sam- rýmdar, en það var i fyrsta sinn siðan daginn, sem þau fóru til Riva. — Þér er óhætt að gera ráð fyrir, að þau verði reið, þegar þau skilja, hvernig á þessu stendur, sagði Pia við Caddie, svo að hún yrði ekki óviðbúin. Við kvöldverðinn fékk Fanney grun um, að ekki væri allt með 1365 1365. Krossgáta Lárétt 1) Veður.- 6) Sauma,- 10) Fornafn.- 11) Utan.- 12) Dyr,- 15) Púa,- Lóðrétt 2) Hnöttur,- 3) Gyðja,- 4) Andúð.- 5) Viðbrennda.- 7) Beita.- 8) Kjark.- 9) Stuldur,- 13) Fljót,- 14) Svar,- Ráðning á gátu No. 1364 Lárétt I) Þústa.- 6) Seinlát.- 10) TT.- II) LV,- 12) Rangali.- 15) Brokk,- Lóðrétt 2) Oði.- 3) Tál,- 4) Ostra,- 5) Atvik,- 7) Eta.- 8) Nag,- 9) Áll.- 13) Nýr.- 14) Ask.- m fl ni Við komum varla til meö að ráfa um og dáðst að útsýninú.X Medusa:^ aðgerðin A morgun Þeir lita allt öðruvisi útaf yfirborði. MedusaJ ^\gast ströndina ^Þeir ráðast iá vini mina. Moriana víð' ^^ströndina.: ^ Dreki þeysir .til aö aðstoða1 vini sina, hina friðsömu Morimenn. Fimmtudagur 22. marz. 1973. ll Íf 11111, Fimmtudagur 22. marz 7.00 Morgunútvarp.Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunieikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Við sjóinn (endurt. þátt- ur). Sigfús Schopka fiski- fræðingur talar um sjávar- rannsóknarleiðangur með Bjarna Sæmundssyni. 14.30 Grunnskóiafrumvarpið — sjötti og siðasti þáttur. Umsjón hafa Þórunn Frið- riksdóttir, Steinunn Harðar- dóttir og Valgerður Jóns- dóttir. 15.00 Miðdegistónieikar: Gömul tónlist. Mia Loose leikur á flautu, Louis Gilis á óbó, Hans Bol á viólu da gamba og Reymond Schroyens á sembal tónlist eftir Jean-Baptiste Loeillet og John Loeillet. Milan Turkovic og Ysaye- strengjasveitin leika Fagottkonsert i C-dúr eftir Jóhann Baptist Vanhal; Bernhard Klee stj. Simone Vierset eikur á sembal verk eftir Josse Boutmy og Joseph-Hector Fiocco. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Barnatimi: Soffia Jakobsdóttir stjórnar. a. Æsir og Asynjur. Goðfræði- leg kynning i ljóðum og lausu máli, meö söngvum úr nýju leikriti eftir Böðvar Guðmundsson. Flytjendur með Soffiu: Ágúst Guð- mundsson og Kristin Ólafs- dóttir. b. Tvær vorvlsur eftir Erlu. c. Ctvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á sjó” eftir Jón Sveins- son.Hjalti Rögnvaldsson les (6). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriði Gislason lektor flytur þátt- inn. 19.25 Glugginn. 20.05 Samleikur i útvarpssal. Konstantin Krechler, Vladimir Dedek, Allan Williams og Pétur Þor- valdsson leika Strengja- kvartett nr. 6 i F-dúr op. 96’ eftir Dvorák. 20.30 Leikrit: „Ást Don Perlimplins á Belisu i garði hans” eftir Frederico Garcia Lorca. Þýðandi: Guðbergur Bergsson. Leik- stjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur:: Don Perlimplin, Rúrik Har- aldsson. Belisa, Valgerður Dan. Marcolfa, Sigriður Hagalin. Móðir Belisu, Magrét ólafsdóttir. Húm- ) vofur, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Soffia Jakobs- dóttir. 21.15 Ctvarpskórinn i Riga syngur, lettnezk lög. Söngstjóri: Edgar Rachevský. 21.40 Er vcrið að útrýma Indiánum? Haraldur Ólafss. lektor flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27) 22.25 i sjónhending. Sveinn Sæmundsson talar við Jón Ásmundsson i Hafnarfirði, sem rifjar upp ýmislegt frá ferli sinum til sjós og lands. 22.55 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónsson pianó- leikara. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.