Tíminn - 19.04.1973, Page 4

Tíminn - 19.04.1973, Page 4
Texti: Gestur Jónsson Myndir: Róbert Ágústsson Bollapörin tekin út. BRÚÐKAUPSFERÐIN VAR STUTTr ,,Við trúðum þessu alls ekki fyrst i stað, héldum að stelpan væri bara að striða okkur”, sögðu brúðhjón mánaðarins um þann at- burð, þegar systir brúð gumans kom inn til þeirra árla morguns og tilkynnti þeim um þenn- an titil þeirra. ,,Við höfðum það oft tekið þátt i happdrættum, að við vorum löngu búin að tapa trúnni á, að nokkru sinni væri hægt að vinna i slikum fyrirbærum. Það hafði verið hringt Þorbjörg f eldhúsin neðan af Tima til að láta okkur vita af þessum heiðri, en þar sem hvor- ugt okkar var heima, tók stelpan við skilaboðun- um, og þar eð við kom- um ekki heim fyrr en talsvert var orðið áliðið, fengum við ekki frétt- irnar fyrr en næsta morgun. Þegar við loks gerðum okkur grein fyr- ir, að hún var að segja satt, þóttumst við hafa himin höndum tekið, þvi það er alveg öruggt, að það veitir ekki af þeim peningum, sem unnt er að ná i, svona rétt i byrj- un hjúskapar”. Þetta voru orð Þorbjargar Oddgeirsdóttur og Hans M. Haf- steinssonar, brúðhjóna april- mánaðar, þegar blaöamaður Timans ræddi við þau að heimili þeirra að Efstasundi 100. Þau voru fjórðu brúðhjónin, sem dregin hafa verið út á vegum Timans, og gafst kostur á að verzla fyrir 25 þúsund krónur á kostnað blaðsins. Eftir langa umhugsun og mikla yfirvegun tóku þau það ráð að kaupa sjálf- virka þvottavél hjá Raftorg h/f i Kirkjustræti 8b. Þetta er æðimik- ill gripur af IGNIS gerð og ekki færri en tólf stillingar, sem hægt er að velja á milli i hvert sinn, sem þvegið er. Enda mátti lesa það úr svip sölumannsins hjá Raftorg. Höskuldar Stefánssonar, þegar hann var að lýsa kostum vélarinnar, að hér var engin venjuleg vél á ferðinni, heldur þvottamaskina, sem mundi sóma sér vel i kóngsins ranni, og á þessa skoðun hans virðast ungu hjónin hafa fallizt. Við byrjuðum á þvi að spyrja, hvernig þau hafi farið að með Systir hans, Guðriður, sem situr hér við hlið bróður sins, flutti þeim skilaboðin um úrslitin I vali brúð- hjóna mánaðarins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.