Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. júnl 1973. TÍMINN 18 ára og í fremstu röð Nýju stórstirni hefur skotið upp meðal danskra ballettdansara. Þessi nýja stjarna er aðeins átján ára gamall drengur og hefur hann þegar hlotið þann heiöur að vera valinn til að dansa aðalhlutverkið i stóru ballettverki, sem sýnt verður i Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn, nu alveg á næst- unni. Ballett þessi nefnist „Monument for a dead boy” og hefur hann verið sýndur viða um heim og það hafa alltaf verið fremstu dansarar i hverju landi, sem hafa farið með titilhlut- verkið. Má t.d. nefna það, að þegar ballettinn var sýndur i London var það sjálfur Rudolf Nureyev sem fór með hlutverk- ið. Danski drengurinn, sem hér á i hlut, heitir Ib Andersen og er kominn af ósköp venjulegu fólki frá Islev. Faðir hans er pipu- lagningamaður og móðir hans gegnir hinni venjubundnu hús- móðurstöðu á sinu heimili. Ib byrjaði að æfa dans þegar hann var sex ára að aldri og ballett hefur hann æft frá sjö ára aldri. Ib Andersen segir, að ballett- inn taki allan hans tima þannig að nú hafi hann gersamlega tap- að sambandi sínu við gömlu, kunningjana. ,,Þeir hreinlega ' gáfust upp á mér” segir hann. En nýir félagar koma i stað þeirra gömlu og nú stendur kunningjahópur Ibs saman af fólki, sem lifir og hrærist i leik- húsinu á sama hátt og hann ger- ir. Svetlana Peters, dóttir Stalins, hefur fengið yfirráðarétt yfir dóttur sinni Olgu, sem er tveggja ára gömul. Svetlana fór fyrir lullt og allt frá Sovét- rikjunum fyrir allmörgum árum, og settist að i Banda- rikjunum. Þar giftist hún bandariska arkitektinum William Wesley Peters. Þau skildu í desember 1971, ekki löngu eftir að Olga litla fæddist. Það er þó ekki fyrr en nú fyrir skömmu, að endanlega hefur verið gengið frá skilnaðarmáli þeirra, og Olga hefur verið dæmd móðurinni. Það vakti eins og allir muna mikið umtal, þegar Svetlana yfirgaf fjölskyldu sina i Sovelrikjunum árið 1967, og fluttist til Banda- rikjanna. Enn meiri athygli vakti bók hennar „20 bréf til vinar”, sem fjallar um hreinsanir föður hennar i Sovét- rlkjunum, og lif hans fram til dauðadags árið 1953. Svetlana, sem nú býr i Phoenix i Aizona hefur ákveðið að búa áfram i Bandarikjunum. Hér á mynd- inni er verið að skira Olgu I desember 1971. Faðir hennar William W. Peters heldur á henni. þjóðsaga Sjálfvirka simakerfið teygist út um landið og er það mikil fram- för. Maður nokkur hringdi beint til vinar sins austur i Vik i Mýr- dal og spurði hann frétta. Hann fékk þá að heyra nýjustu þjóð- söguna. Um áramótin 1962-1963 var skipt um þrjá helztu em- bættismennina i Vik, og komu þá ungir menn i stað þeirra gömlu. Læknir varð Vigfús Magnússon, sýslumaður varð Einar Oddsson og prestur varð Páll Pálsson. Þjóðsagan segir, að þegar þessir ungu embættis- menn hafi hitzt, hafi þeir tekið að bera saman umdæmi sin og stærð þeirra. Samkvæmt þjóð- sögunni sagði læknirinn: „Mitt umdæmi er stórt, það nær allt frá Alftaveri vestur um Mýrdal og töluvert út undir Eyjafjöll”. Sýslumaðurinn sagði: „Þetta er nú ekki mikið, þar sem mitt umdæmi er öll Vestur-Skafta- fellssýsla og öll Austur-Skafta- fellssýsla”. Presturinn sagði: „Mitt umdæmi er aðeins frá Höfðabrekku út að Jökulsá á Sólheimasandi. En það nær lika endalaust upp á við!!” ☆ Löng trúlofun Miguel Corrales á Spáni gifti sig nýlega, 83ára aðaldri. Það út af fyrir sig er ekki svo merkilegt, heldur hitt, að hann hafði verið trúlofaður i 60 ár. Eiginkonan er 73 ára. Þau gáfu þá skýringu á þessari löngu trúlofun, að for- eldrar þeirra hafi verið á móti ráðahagnum. Hún starfaði á kvennaheimili, en hann er geitahirðir. öðru hverju tók hann sér fri frá geitunum og skrapp til Merida, þar sem kærastan var. Og nú eru þau svo loksins gift. Svetlana fær að halda barninu — Ferlega er hún leiðinleg! Ég hélt henni þætti flott að vera sleðahundur fvrir okkur! DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.