Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. júni 1973. TÍMINN 7 * 1 ... ' — Wwiwi —| - Útgefandi: Framsóknarflukkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f Spurning AAatthiasar Jóhannessen Á blaðamannafundi, sem Henry A. Kissinger hélt i Reykjavik siðastl. fimmtudag, lagði Matthias Jóhannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, fyrir hann þá spurningu, hvort forseti Bandarikjanna vissi, ,,að Bretar eru að skjóta Islandi út úr Nato vegna framferðis þeirra á íslandi og hvað ætla Bandarikjamenn að gera við þvi”. Kissinger vék sér undan að svara þessari spurningu Matthiasar beint. Hann sagði, að forseti Bandarikjanna hefði fengið greinar- góðar upplýsingar um málið i viðræðum við forsætisráðherra og utanrikisráðherra íslands, en ekki væri viðeigandi fyrir Bandarikin að taka afstöðu að þessu sinni, þar sem för Bandaríkjaforseta til íslands hefði fyrst og fremst verið farin til að tala við Frakklands- forseta. Siðan lét hann i ljós þá ósk, að sam- komulag næðist i deilu Breta og íslendinga. Greinilegra svar en þetta fékk Matthias ekki. Það er rétt, sem Lúðvik Jósefsson tók greini- lega fram i ræðu sinni á sjómannadaginn, að landhelgismálið og þátttaka okkar i Nato eru aðskilin mál, og að ekki má blanda þeim of- mikið saman. En það er lika jafnrétt hjá Matthiasi Jóhannessen, að það hefur beint og óbeint áhrif á afstöðu okkar til Nato, ef Bretar halda áfram að beita okkur ofbeldi innan fisk- veiðilögsögunnar. Haldist þetta áfram, hljóta fleiri og fleiri að spyrja þeirrar spurningar, hvers virði það varnarbandalag er, sem ekki veitir vernd gegn slikum árásum. Haldist ofbeldi Breta áfram, mun andúðin gegn þeim færast yfir á Nato og fylgi þeirra eflast, sem vilja fara úr þvi. Þannig er það hárrétt orðað hjá Matthiasi, að ,,Bretar eru að skjóta íslandi út úr Nato”. Gangur mála hjá alþjóðastofnunum er yfir- leitt þannig, að meðferð þeirra tekur sinn tima, jafnvel þótt um aðkallandi mál sé að ræða. Glöggt dæmi um þetta eru vinnubrögðin hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna er ekki ósanngjarnt, þótt Nato sé ætlaður einhver timi til að koma fram þeirri kröfu íslendinga að fjarlægja brezku herskipin úr islenzku fiskveiðilögsögunni, en fyrr geta íslendingar ekki tekið þátt i neinum viðræðum um bráðabirgðasamning við Breta. En þótt sanngjarnt sé að reikna með nokkrum biðtima i þessum efnum, geta íslendingar ekki beðið lengi. Óhjákvæmilegt verður þá að taka þátt- tökuna i Nato til endurskoðunar. Gegn þeirri kröfu verður ekki staðið, eins og Matthias Jóhannessen hefur bent svo eftirminnilega á. Þótt íslendingar vænti þess, að Nato sýni brátt skörungsskap i þessu máli og réttlæti þannig tilveru sina, fer fjarri þvi, að þeir þurfi nokkuð að örvænta. Þeim er sigurinn eigi að siður vis, en hann getur þá tekið nokkru lengri tima. Höfuðatriðið er að láta hvergi undan siga og sýna þrautseigju og festu. öll þróun al- þjóðaréttarins styður Islendinga. Bretum verður þvi ófært að beita íslendinga ofbeldi til lengdar. Forustugrein úr The Times, London: Endurreisa þarf álit Alþjóðadómsins Hann hefur ekki samlagazt breyttum aðstæðum Haag kvað upp þann úrskurð i ágúst i fyrra, að islendingar mættu ekki skipta sér af veiðum brezkra og vestur- þýzkra botnvörpunga á þvi hafsvæði, sem deilt er um, þar til að dómstóllinn hefði kveðið upp dóm að afstöðnum réttar- höldum og rökleiðslum. Islendingar hafa haft þennan úrskurð gersamlega að engu. Gangi endanlegur dómur gegn kröfu íslendinga um fimmtiu milna fiskveiðilögsögu, eins og sennilegt er, munu þeir einnig hafa þann dóm að engu. Astraliumenn og Nýsjálend- ingar hafa fyrir skömmu kært og krafizt þess, að Alþjóða- dómstóllinn banni Frökkum frekari kjarnorkusprengingar i Kyrrahafinu. Frakkar hafa ákveðið að mæta ekki fyrir dómstólnum til þess að andmæla kærunni. Þeir hafa einnig neitað að fresta til- raunum sinum þar til dóm- stóllinn hafi kveðið upp úr- skurð sinn. Þeir ætla sér sýni- lega ekki að fara eftir neinum þeim úrskurði dómstólsins, sem miðaði að þvi að hamla áformum þeirra um kjarn- orkutilraunir. ALÞJÓÐADÓMSTOLLINN getur hvorugu hinna þrjózku rikja þröngvað til þess að lúta lögsögu hans eða fara eftir neinum þeim úrskurði, sem hann kveður upp. Hann hefir hvorki vald né afl tii þess að leggja á refsingu og engum aðila er falið að framfylgja dómum hans. Þessi tvö mál sýna svo skýrt, að ekki verður um villzt, — hvort sem afstaða islendinga og Frakka telst rétt eða röng — að árangur af starfi dómstólsins er gersam- lega undir þvi kominn að full- kominnar samvinnu allra deiluaðila njóti við. Slik samvinna er bæði nauð- synleg til þess, að allur mála- rekstur verði öruggur og full- nægjandi og eins til hins, að úrskurður dómstólsins sé virtur og eftir honum farið. Dómstóllinn hefir alla tið átt við þennan annmarka að etja, og eins var um fyrirrennara hans undir Þjóðabandalaginu gamla. ÞVt verður þó ekki neitað, að athafnasemi dómstólsins hefir rénað mjög verulega undangenginn áratug og sama er að segja um áhrifavald hans og allan árangur af starfi hans. Rás viðburðanna undan- gengna mánuði hefir enn einu sinni vakið þá spurningu, hvort dómstóllinn sé hættur að verða hinu alþjóðlega sam- félagi að gagni. Dæmi tslendinga er vert alveg sérstakrar athygli. Það sýnir, að jafnvel hin smæstu riki geta virt dóminn að vettugi, án þess að séð verði, að þau biði nokkurt tjón af. Dæmi finnast um þetta frá fyrri tið. Albanir neituðu fyrir tuttugu árum að greiða Bretum skaðabætur, sem dómstóllinn kvað upp úrskurð um vegna sprenginga brezkra herskipa i Corfu-sundi. Svo stóð á að þvi sinni, að Albanir voru i þann veginn að yfirgefa hið alþjóðlega samfélag, og ef til vill hefir það stuðlað að nokkru leyti að þvi, að þeir höfðu úrskurð dómstólsins að engu. Islendingar eru hins vegar vestræn þjóð með gróna virðingu á lögum og rétti, aðili að Atlantshafsbandalaginu og llluti af sal Alþjóðadómstólsins einmitt þess háttar þjóð, sem gert hefir verið ráð fyrir að virti Alþjóðadómstólinn. Allt til þessa hafa smáriki tiðast haft hag af þvi að notfæra sér dómstólinn og fara eftir úrskurði hans. Aðfarir og afstaða stórra rikja og stór- velda hafa tiðast valdið mestum erfiðleikum. ALÞJÓÐADÓMSTÖLLINN hefirstarfað i 27 ár og fjallað á þeim tima um tæplega 60 mál (og sum þeirra hafa leitt til nákvæmlega sams konar mála). Aðeins tylft af þessum málum hafa verið tekin fyrir eftir 1960 og teljast þar með þau mál, sem enn eru til með- ferðar fyrir réttinum. Dóm- stóllinn hefir alls kveðið upp 32 dóma og 14 ábendingar. Fjörutiu og sex riki einungis hafa skuldbundið sig til að hlita lögsögu dómsins eða minna en þriðjungur aðildar- rikja að Sameinuðu þjóð- unum. Meira að segja létu sum rikin svo mikilvægar og alvarlegar takmarkanir fylgja viðurkenningu sinni, að hún má heita að litlu hafandi. Meðal þessara fjörutiu og sex rikja er ekkert kommúnista- rikjanna, en sum þeirra hafa eigi að siöur viðurkennt lög- sögu dómstólsins i vissum málum. Afrikurikin hafa flest hætt að treysta dómstólnum vegna afstöðu hans til deil- unnar um Suð-vestur Afriku. MESTUM vanda veldur, að dómstóllinn er mjög náið tengdur rikjandi hneigð i al- þjóðamálum, en hefir þó ekki möguleika á að breyta afstöðu sinni i samræmi við þessa hneigð. Dómstóllinn var mótaður i þjóðasamfélagi, sem siðan hefir tekið miklum breytingum, en hann hefir ekki aðlagað sig þessum breytingum. Þetta táknar þó ekki, að dómstóllinn sé ekki framar til neinna nytja. Hann gegnir gerðardómshlutverki á einu sviði, eða I þeim málum, sem risa út af ágreiningi um skiln- ing á ákvæðum alþjóða- samninga, og við það eru tengdar vonir um, að hann öðlistað nýju sitt fyrra mikil- vægi. Enn eru dómar hans mikilvæg undirstaða að al- þjóðalögum. EINNIG má færa að því rök, að tilvera dómstólsins stuðli að festu i alþjóðlegri löggæzlu og ákvarðanir hans hafi það sterk áhrif siðferöilega — jafnvel þó að þeim sé ekki hlýtt — að rfkið, sem brýtur, gjaldi þeirra áhrifa i skiptum sinum við aðrar þjóöir. Enn- fremur er dómstóllinn stundum sá eini opinberi vett- vangur, þar sem fulltrúar deilandi rikja geta rætt ágreining sinn i fullri ró án þess að spillandi stjórnmála- hita gæti. Þrátt fyrir þetta er mikil þörf á þvi, að Sameinuðu þjóð- irnar breyti hlutverki dóm- stólsins. Nauðsynlegt er að kanna, hvort ekki sé unnt að endurmóta hlutverk dómstóls- ins og efla hann á þann veg, að hann verði að nýju aðnjótandi sama trausts og virðingar, sem bæði hann og fyrirrennari hans nutu hér áður meðal þjóða heimsins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.