Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. Á botni heimsins Þorgeir Þorgeirsson: YFIRVALUIÐ. Skáldsaga eftir bestu heimild- um og skilríkjum. Ibunn. Reykjavík, 1973. 1H(> bls. Þar sem umsögn mín um þessa bók hér í blaðinu 16. desember hefur brenglazt svo, að allt samhengi raskaðist, hef ég farið þess á léit að hún verði birt í heild á nýjan leik. Titill þessarar sögu segir þeg- ar til um hvers eölis hún er. borgeir borgeirsson hefur hér samið ..heimildaskáldsögu’’ eða dókúmentariska sem svo er kölluð, en það sagnaform hefur alllcngi verið stundað, til að mynda á Noröurlöndum i seinni tið, en ekki verulega hérlendis. Og efniyiður Yl'irvaldsins er al- kunnur og engan veginn smá- felldur: hroðalegt morð Natans Ketilssonar við annan mann á Illugastöðum i Húnaþingi — og eftirmál þess, hin siðasta aftaka á tslandi i Vatnsdalshólum 1H30. Jafnan hefur verið ráö fyrir þvi gert, að undirrót þessa illvirkis væri ástir og afbrýði: siöast mun sú saga hafa verið rakin af Tómasi Guðmundssyni i Is- lenzkum örlagaþáttum. En þaö , er ekki markmið borgeirs bor- geirssonar aö semja enn einn róman um þessa atburði, svo sem brátt kemur i Ijós. Fyrir fáum árum var llutt i!i útvarpi leikrit höfundar um i þetta efni, Börn dauöans. Svo 1 virðist sem Yfirvaldiö sé mest- an part skrifaö upp úr þvi, og sýnist sagan heillegra verk og sniðfastara en leikritið, þótt raunar sé óhægt aö koma viö samanburði. Vera má þó aö Yf- irvaldiö beri þess einhver merki, aö efninu var ekki frá öndverðu ætlaður búningur skálcfsögu: hún er umfram allt dramatisk að formi, byggð af samtölum og svipmyndum, einatt mjög sjón- rænum. betta er siöur en svo sagt verkinu til lasts sem skáld- sögu, enda ber hún ekki með sér neinn viðvaningsbrag, þótt hér sc á ferð fyrsta skáldsaga höf undarins. Sagan hefst þann gráa janúarmorgun 1830, þegar öxin fellur að höfðum Friðriks og Agnesar. bá kemur stutt inn- skot, eins konar hugleiðing höf- undar. — Megincfni fyrri hlut- ans er viðureign Hlöndals sýslu- manns við Nathan Ketilsson (svo er nafn hans ritað) vegna þjófnaöarmáls nokkurs. Nathan storkar yfirvaldinu og tekst raunar að knésetja það, flækir málið svo að verður að kveðja til setudómara. bað er Jón Espólin, sýslumaður Skagfirð- inga, og er mynd þessa fræða- þuls mjög skemmtileg. Blöndal sýslumaður ..vill fyrir hvern mun reyta af mér æruna og öll- um öðrum i þessari sýslu”, seg- ir Nathan eilt sinn. Blöndal læt- ur að visu ganga yfir honum dóm, en óbugaður stendur andófsmaður valdhafanna að lokum: engar skjallegar játn- ingar liggja fyrir um sekt hans. Seinni hluti sögunnar hefst eftir morðin á Ulugastöðum og rekur réttarhöldin yfir sakborn- ingum og öðrum sem flækjast i málið t allri frásögninni er fylgt „skilrikjum;’ eins og höfundur segir, en út af þvi bregður þó, til að mynda i hinum athyglisverða kafla er „skuggi" sýslumanns vitjar hans á andvökunótt og ýt- ir við sam vi/.kunni: „Börn dauöans cru cinnegin mann- eskjur. — Manneskjurnar einn- egin börn dauðans”. Að lokum cr dómur felldur yf- ir dauöabörnum. En sögunni lýkur höfundur einkar haglega, fáum dögum fyrir aftökuna. bar bregður að endingu fyrir mynd Guðmundar Ketilssonar á skjóttum hesti, mannsins sem bauðst til böðulsstarfsins til að firra sýsluna skömm. bessa sömu „skuggamvnd með barða- stóran hatt og börðin slúta"... „ber við loft frá bændunum að sjá.þegar hann reiðir öxina" að bristöpum i upphafi bókar. Su aðferð heimildasögunnar að rekja gang mála nákvæm- lega eftir opinberum plöggum ber með sér hlutlægnisblæ. Eigi að siður er nærvera höfundar glögg i þessari sögu. Hann kost- ar að visu kapps um aö halda málfarseinkennum timans, og sem áður segir er drjúgur hluti texta_ns samtöl vjð réttarhöldin. bó er „ritstjórn” hans á heimildunum full áberandi aö minum dómi. Og mat höfundar á þeim efníviðtsem hann hefur I höndum, kemur til að mynda fram i þessum orðum um máls- varnarskjal Ólafs Björnssonar i þjóínaðar máli Nathans. bað er „að visu stilað i fullkominni undirgefni við þau yfirvöld sem eiga hér i höggi viö múgamenn- ina tvo, sem honum er falið aö verja, en þó af drengskap og heiðarleika.” Ennfremur er það þarflaust að nefna Jóhann á Holtastöðum ref, þvi að eigindir persónunnar eru fullljósar af orðum hans og atferli. Og harð- drægni Blöndals sýslumanns má vera að sé um of látin uppi i sögunni. bannig væri hlut- lægnislegri frásagnarháttur sums staðar betur við hæfi: og ennfremur er áðurnefnd hug- leiðing i öörum kafla sögunnar henrii til litils framdráttar að minni hyggju. En þessi atriöi mega kallast minni háttar álita- mál: yfirleitt er sagan sögð af pryði og með föstum tökum á efninu: höfundur veit vel hvaö hann hyggst fyrir. Ekki fer hjá þvi.að Svartfugl Gunnars Gunnarssonar kbmi i hugann við lestur þessarar sögu. Finda hefur höfundur Yfir- valdsins ekki dregið dul á. aö meistaraverk Gunnars hafi i öndverðu hvatt hann til að snúa sér að könnun efnisins. Og ein eftirtektarveröustu orö i sögu borgeirs minna nokkuð á Svart- lugl: „Skuggi” Blöndals sýslu- manns mælir þau til hans and- vökunóttina, og Guðmundur Ketilsson lætur sömu orð falla að sögulokum i átökum yfir- valds og sýslu: „Tilveran er só- un. brotlaus, glaöleg og forsjár- laus sóun". betta getur minnt á mynd af fuglabjarginu i Svart- fugli...hinu miskunnarlausa og ódrepandi lifi,.. þar sem til- veran hrósar sigri i gargi, ódaun og saurindum, lifiö end- urnýjar sig, sprettur ungt, ferskt og blóðheitt upp úr berri klöppinni. A hjerju sumri!" (býð. Magnúsar'Asgeirssonar). Eins og menn sjá ná þessí tik- indi skammt, enda er Yfirvaldið allt annars konur „sakamála- saga” en Svartfugl. bar sem verk Gunnars er sálfræðilegt og heimspekilegt. er saga borgeirs lyrst og fremst þjóðfélagsleg. I Yfirvaldinu beinist athyglin ekki að greiningu sálarlifs þess ógæfufólks,sem hlut á aö máli, ekki heldur að samsekt og sam- ábyrgð allra manna sem Svart- fugl túlkar með svo ógieyman- legum hætti. borgeir bor- geirsson vill bregða upp mynd islenzks bændaþjóðfélags, lýsa stéttaandstæðum á tið hinnar mestu örbirgðar. Og átök i Yfir- valdinu standa milli dómsvalds sýslunnar og sýslubúa sjálfra. I fyrri hl. fær þessi togstreita almennings og yfirvalds á sig mynd viðureignarinnar við Nuthan. F'yrir hvern stendur hann? Hann er i rauninni utan- garðsmaður, „stéttleysingi”. fcln stéttaskiptingin verður glögg, þegar vikur að mála- rekstrinum eftir morðin. bar er ekki um að ræða sýslumann annars vegar og undirtyllur hans á hinn bóginn. Húsbændur undiroka vinnufólk sitt: það er i rauninni „á botni heimsins”, eins og komizt er að orði i lok þrettánda kafla. Og úr þessu myrkri koma þær Agnes og Sig- riöur. réttlausar vinnukonur. Agnes lýsir stöðu þeirra svo i samtali viðSigriöi: „Ef þú held- ur ennþá, góða min, að þú eigir þig sjálf þá er kominn timi til að opna augu þin fyrir þvi hver þú ert... bess utan erum við bara vinnudýr góða min. Ef þu ert heppin þá gerir húsbóndinn þér barn og narrar svo ellegar kaupir einhvern strákinn sem hefur augastað á þér til þess að eiga þig. Vinnustelpur ganga ekki með ööru móti i ektastand- / ið. Til þess þarf leyfi húsbænd- anna, leyfi hreppstjórans, leyfi prestsins, leyfi Guös og manna. Og allir spyrja húsbændur þina ráða. Húsbændurnir ráðleggja það sem sjálfum þeim kemur..” Orsök ódæðisvcrkanna er þvi hvorki ásiir né afbrýði stórláts fólks, engin óveður i sálum þess. Verkin eru ekki drýgð af nein- um þeim viljastyrk sem þarf til allra stórvirkja og illvirkja. Morð Nathans cr óráösfálm fólks,sem býr við slik kjör, að þau kalla fram la-gslu hvatir þess. Lif þess ber ekki með sér neina von. Og það eru unglings- órar fc'riðriks sem leiða hann i þessa óga'fu ásamt hinum þradkuðu vinnukonum, á sama hált og honum kemur siðan i hug að feta i fótspor Grettis og llýja til IJrangeyjar. En full- trúar kúgaðrar alþýðu eru einn- ig Gisli (')lafsson próventumað- ur og Danicl Guðmundsson vinnumaður. Orð Gisla við yfir- heyrsluna sýna hversu þetta fólk er mergsogið: „bað er ógn og skelfing að vera svo vesæll að þora ekki rétt að gera af ótla við sér yfirslerkari persónur.” ()g Daniel vinnumaður hlýtur hinn harðasta dóm vegna þess að hann sér ekki við klækjarefnum llollastaða-Jóhanni. En slikur maður sem Jóhann sleppur vitaskuld heilskinna úr greipum sýslumanns. Og sjálft yfirvaldið matar krókinn á ógæfu þegna sinna. Útgelandi þessarar bókar hel'ur hin sterkustu lolsyrði um hana i kynningu sinni: „hörku- spennandi... listilega skrifuö,.. I'rábær skáldsaga,.. skáldleg sýn og skarpt endurmat á þvi bændasamfélagi sem við öll er- um vaxin upp úr." Eg fæ ekki séð að bók eða hölundi sé greiði gerður með sliku skjalli. fclnda þarl' Yfirvaldið þess ekki með. Sagan er vel skriluð og kunn- áttusamlega og athyglisvert verk á marga grein. A hinn bóg- inn getur hún varl talizt ýkja nýsfárleg. hvorki að gerð né einisafstiiðu. Og endurmat á bændasamlélaginu helur áður verið gert. bótt bofgeir bor- geirsson hafni rómantiskri gyll- ingu þess, gerir það söguskiln- ing hans ekki l'rumlegri. Les- endum Sjálfstæðs fólks kemur hann varla ferskur fyrir sjónir. bað sýnir mctnað og áræði höfundarins,að hann skuli rita sögu, sem kallar verk Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Lax- ness fram i huga lesandans. Samjöfnuður þeirra og borgeirs er vitaskuld fráleitur, og hvað sem þvi liður slendur Yfirvaldið fyllilega fyrir sinu. — borgeir borgeirsson hefur farið vel af stað sem skáldsagnahöfundur, og bók hans er kærkomin i ör- deyðu islenzkra skáldsagna á 'þessu ári. Gunnar Stefánsson. Magnari á Kr.: 17.471.00 2x22 RMS. SA 620 TíSni 20—35.000 HZ. Gnn n 0 S garðastræti ii ELILISKF SÍMI 200 80 Leiðrétting Ljóðabók Indriða bAÐ VAR missagt hér i blaðinu að ljoðabók Indriða G. borsteins- sonar DAGBÓK UM VEGINN væri ekki til sölu. bað rétta er, að bókin, sem er i 500 tölusettum eintökum er seld hjá bókaverzlun Lárusar Blöndals og hjá Eymundsson — þó aðeins örfá eintök. Leiðréttist þetta hér með. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum - G. Þorsteinssonar Nýtt útlit á AAido úrum MULTISTAR Vönduð úr í sérflokki MAGNÚS ÁSMUNDSSON Skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3. Sími 17884.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.