Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. júni 1974 TÍMINN 9 s •V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprenth.f. A Blekkingar Mbl. um sjóðina Það sem af er kosningabaráttunni, hefur megin- áróður Sjálfstæðisflokksins verið fólginn i þvi að reyna að fela sem vandlegast hver stefna hans verði i efnahagsmálum eftir kosningarnar. Þetta hefur þó ekki tekizt. Til þess er reynslan af stjórnarháttum hans á siðasta kjörtimabili nógu eftirminnileg, þótt talsmenn Sjálfstæðisflokksins forðist það eins og eldinn að minnast á stjórnar- hætti flokksins á þeim, tima. Menn muna samt vel eftir öllum verðhækkununum, verkföllunum, at- vinnuleysinu, kjaraskerðingunum og land- flóttanum, sem einkenndi þetta siðasta stjórnar- timbil Sjálfstæðisflokksins. Helsta viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að draga athygli frá efnahagsstefnu sinni, hefur verið fólgin i þvi að mála efnahagsástandið sem dekkstum litum. Þannig hefur Mbl. keppzt við það undan- farna daga að lýsa þvi, að gjaldeyrissjóðir þjóðar- innar og fjárfestingarsjóðir séu tæmdir. Þessar niðurstöður hefur blaðið fengið með þvi að segja ekki nema hálfan sannleikann. Þannig sleppir það t.d. að geta þess i sambandi við gjaldeyrismálin, að birgðir af útflutningsvörum eru nú um 3200 millj. kr, meiri i landinu en á sama tima i fyrra, og sé það tekið með i reikninginn, er gjaldeyrisstaðan út á við betri nú en á sama tima i fyrra. Þá sleppir Mbl. að geta þess i sambandi við fjárskort fjár- festingarsjóðanna, að mikið fé hefur safnazt i lif- eyrissjóðina að undanförnu og bundið sparifé i Seðlabankanum hefur mjög aukizt, og þarf hér ekki annað en hæfilega millifærslu til að tryggja eðlileg útlán fjárfestingarsjóðanna. Sjálfstæðis- flokkurinn notaði stöðuvald sitt á nýloknu þingi til þess að koma i veg fyrir að rikisstjórnin gæti framkvæmt þetta millifærslustarf, og ber hann þannig höfuðábyrgð á timabundnum erfiðleikum fjárfestingarsjóðanna. En það verður tiltölulega auðvelt starf eftir kosningar að leysa þetta tima- bundna vandamál fjárfestingarsjóðanna, ef sam- komulag næst um starfhæfa rikisstjórn. Til þess þarf ekki neina kjaraskerðingu, eins og Mbl. er að gefa i skyn, heldur fyrst og fremst jöfnun milli sjóða. Skrif Mbl. um timabundna erfiðleika fjár- festingarsjóðanna sýna vel, hvernig blaðið gripur hvert hálmstrá til að reyna að draga athygli frá stjórnarháttum Sjálfstaeðisflokksins á siðasta kjörtimabili. En sá feluleikur mun ekki heppnast. Menn gleyma ekki svo fljótt atvinnuleysinu og landflóttanum, sem þá hlauzt af stjórnarstefnu Sjálf stæðisflokksins. Örugg forusta í kosningunum 30. júni verður ekki siður kosið um menn en málefni. Eigi að framfylgja raun- hæfri og ábyrgri stjórnarstefnu, þarf trausta forustu. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur ótvirætt sannað, að hann er nú traustasti forustumaður þjóðarinnar. Hann sýndi það i land- helgismálinu, og hann sýndi það á nýloknu þingi, að hann er vænlegastur til að hafa forustu um farsæla lausn efnahagsmála. Þess vegna á þjóðin að tryggja forustu ólafs Jóhannessonar áfram með þvi að fylkja sér um Framsóknarflokkinn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Bresjneff undirbýr heimsókn Nixons Nixon fór sigurför til Austurlanda nær FAIR forsetar Bandarikj- anna hafa haft blöðin meira á móti sér en Franklin D. Roosevelt forseti. Einkum voru forustugreinar blaðanna andsnúnar honum. En Roose- velt kunni samt að nota blöðin sér til framdráttar. Hann var athafnasamur forseti, einkum þó á fyrsta kjörtimabili sinu. Blöðin voru þvi stöðugt með forsiðufréttir af einhverjum nýjum og óvæntum stjórnar- athöfnum hans. Roosevelt komst þannig að orði um þessi viðskipti sin og blaðanna: Ef verk min eru forsiðufréttir hjá blöðunum, gildir mig einu hvað þau segja um mig á inn- siðunum. James Reston benti nýlega á, að sennilega hafi Nixon haft þetta I huga, þegar hann ákvað ferðalag sitt til Austur- landa nær, þ.e. Egyptalands, Saudi-Arabiu, Sýrlands, ísra- els og Jórdaniu. Bandarisku blöðin, sem hafa haldið uppi mikilli styrjöld gegn Nixon vegna Watergatemálsins, hafa orðið að sætta sig við það að birta myndarlegar fréttir af þessu ferðalagi hans. Þau hafa einnig orðið að sætta sig við það, að þetta ferðalag Nixons hefur heppnazt svo vel, að það hefur skyggt á Water- gatemálið siðustu dagana. Þvi er ekki að neita, að þetta feröalag Nixons hefur orðið mikil sigurför. Fyrir fáum ár- um hefðu fáir þorað að spá þvi, að forseti Bandarikjanna ætti eftir að heimsækja Arabalöndin og tsrael sam- timis, og hljóta jafngóðar við- tökur á báðum stöðunum. Þetta er ljóst dæmi þess, hve stjórn Bandarikjanna hefur tekizt að vinna sér traust beggja aðila i þvi sáttastarfi, sem hún hefur unnið á þessum vettvangi að undanförnu. Margir þakka þetta fyrst og fremst Kissinger, en það er ekki nema að hálfu leyti rétt. Kissinger hefði engu getað áorkað, ef hann hefði ekki haft forsetann á bak við sig og get- að stuðzt við fyrirmæli hans. Þetta er þvi i rauninni ekki minna verk Nixons en Kissingers. Vafasamt er, hvort nokkur maður annar i forsetastóli Bandarikjanna hefði treyst sér til að ganga eins langt til móts við sjónar- mið Araba og Nixon hefur gert. Sennilega hefði enginn demokrati gert það, þvi að Gyðingar hafa mikil áhrif inn- an flokks demokrata. Nixon hefur hér ótvirætt sýnt póli- tiskan kjark, sem hefur borið árangur. Þetta verður að viðurkennast, hvað sem Watergatemálinu liður. Nixon sýndi sama kjark, þeg- ar hann ákvað heimsóknir sin- ar til Peking og Moskvu. Hann braut þá gegn þeirri stefnu, sem Bandarikin höfðu fylgt frá lokum heimsstyrjaldar- innar og Nixon hafði ekki sizt predikað. Þetta er pólitiskt áhættuverk, en það heppnaðist og tryggði Nixon glæsilegan sigur i forsetakosningunum 1972. NIXON hefur óumdeilan- lega farið sigurför til Austur- landa nær. Hann átti það lika skilið. Eftir þetta ferðalag er ástandið þar ótvirætt friðvæn- legra en áður, þótt enn sé margur mikill vandi þar óleystur. En þegar á allt þetta er litið, er það ef til vill mesta afrek Nixons, að honum hefur tekizt að bæta sambúðina við Bresjneff og Nixon Arabarikin, án þess að gera Rússa um of afbrýðisama, en þeir hafa unnið kappsamlega að þvi siðustu árin að auka áhrif sin meðal Araba. Þetta hefur Nixon tekizt með þvi að hafa nána samvinnu við Sovétstjórnina á bak við tjöld- in, og meira að segja með þvi aö leita liðveizlu hennar, þeg- ar mest á reið, t.d. i viðræðun- um við Sýrlendinga. Nixon hefur þvi ekki haft þann blæ á þessu, að hann væri neitt að bola Rússum burtu, heldur væri hér um sameiginlegt vandamál risaveldanna að ræða, sem þau yrðu að leysa i sameiningu. Til að árétta, að hann sé ekki að sniðganga Rússa, ákvað hann, áður en hann fór til Austurlanda nær, að heimsækja Sovétrikin siðar i þessum mánuði og endur- gjalda þannig heimsókn Bresjneffs til Bandarikjanna i fyrra. Siðustu sólarmerki benda til þess, að Bresjneff muni taka Nixon vel og veru- legur árangur muni nást á fundi þeirra. Til þess bendir ræða, sem Bresjneff hélt slöast liðinn föstudag i tilefni af kosningum i Sovétrikjun- um, sem fram fóru um helg- ina. 1 ræðu sinni fagnaði Bresjneff væntanlegri heim- sókn Nixons og taldi hana lik- lega til að stuðla að bættri sambúö Sovétrikjanna og Bandarikjanna, en bætt sam- búð þeirra væri eitt af skilyrð- um þess, að friður gæti rikt i heiminum. Þá gaf Bresjneff til kynna, að þeir Nixon kynnu að undirrita samning um að banna tilraunir með kjarn- orkusprengingar neðanjarðar, en áður hefur verið gerður samningur um að banna þær i andrúmsloftinu, og hafa flest- ar þjóðir gerzt aðilar að þeim samningi. FLEST bendir nú til þess, að þegar Nixon lætur af störfum, verði utanrikisstefna Banda- rikjanna orðin með allt öðru sniði, heldur en hún var, þegar hann kom til valda. Hún var að þvi leyti heimsvaldastefna, að það var talin skylda Banda- rikjanna að gæta alls staðar friðar i heiminum, og einkum bæri þeim þó að skerast i leik- inn, ef þörf krefði til að hindra útbreiðslu kommúnismans. Vietnamstyrjöldin hefur leitt i ljós, að þetta hlutverk er Bandarikjunum ofvaxið, þrátt fyrir mátt þeirra og auðlegð. Nixon hefur skilið það á undan flestum öðrum bandariskum stjórnmálamönnum, að Bandarikin mættu ekki ætla sér of stórt hlutverk i þessum efnum, heldur yrðu þau að sniða sér stakk eftir vexti. Meðal annars þess vegna væri hyggilegt að leita samstarfs við stórveldi kommúnismans. Það hefur iétt þetta starf hans, að áður óttuðust menn mjög samheldni risavelda kommúnismans, sem mvndu stefna sameiginlega að heims- yfirráðum kommúnista. Nú er þvert á móti komið i ljós, að hættulegasti ágreiningurinn er einmitt á milli þeirra. Að vissu leyti má segja, að Nixon komi til valda, þegar timamót eru að verða i sög- unni. óbreytt stefna Banda- rikjanna er ekki raunhæf leng- ur, og sambúð Kommúnista- rikjanna hefur farið á annan veg en óttazt var. Sögulegt hlutverk Nixons er fólkið i þvi, að hann skilur hinar nýju að- stæður og breytir stefnumið- um og starfsháttum Banda- rikjanna i samræmi við það. Meginsjónarmið Bandarikj- anna haldast óbreytt, en þeim er meira sniðinn stakkur i samræmi við getu þeirra og breyttar aðstæður i heimin- um. Vegna þess að Nixon skil- ur þetta og breytir samkvæmt þessu, verður hann siðar tal- inn meðal merkari forseta Bandarikjanna, þrátt fyrir Watergatemálið. Það hefur svo hjálpað Nixon, að leiðtogar Sovétrikj- anna hafa komizt að raun um. að Sovétrikin hafa ætlað sér of stórt hlutverk, þegar þau ætl- uðu að stuðla að heimsyfirráð- um kommúnismans. Þeir hafa ekki aðeins lært það af reynsi- unni i sambandi við Kina, heldur einnig i sambandi við Kúbu. Það er ekki alveg út i loftið, þegar sagt er, að þrir Castróar myndu setja Sovét- rikin á hausinn. Svo dýr hefur Castró orðið Sovétrikjunum. Sovétrikin verða einnig að sniða sér stakk eftir vexti, og við þetta bætist svo ótti við Kina. Þannig hefur hliðstæð reynsla lagt vissan grundvöll að auknum, gagnkvæmum skilningi og bættri sambúð milli risaveldanna tveggja. Þvi geta verið framundan heimssögulegar breytingar i alþjóðamálum, sem þeir Nixon og Kissinger hafa skynjað á undan flestum. m.a. vegna þess, að þeir eru meiri raunsæismenn en hugsjóna- menn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.