Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 19. júni 1974 Miðvikudagur 19. júni 1974 Utrýming atvinnu- leysis hefur sett nýjan svip á strjálbýiið Rætt við Guðrúnu Bene diktsdóttur, sem er í baráttusætinu hjá Framsókn í Norðurlands kjördæmi Vestra telja á sviði stjórnmála, þvi Skúli Guðmundsson, þingmaður og ráðherra, var móðurbróðir henn- ar, og hún er systir Skúla Benediktssonar kennara, sem á sinum tima var einn af forystu- mönnum ungra Fram- sóknarmanna. Guðrún hlaut stopult skólanám i æsku, fimm mánuði i barna- skóla, en var siöan tvo vetur i gagnfræðaskóla. Hún aflaði sér staðgóðrar menntunar og varð kennari I heimabyggð sinni. Guðrún er gift Aðalbirni Benediktssyni bónda og héraðsráðunaut, og búa þau á Grundarási, sem er nýbýli, er þau Stjórnmála baráttan: ....Hafði aldrei haldið ræðu, þegar ég stóð upp í Húnaveri Eitt þeirra framboða, er nokkra athygli hafa vakið fyrir alþingis- kosningarnar i sumar, er framboð Guðrúnar Benediktsdóttur, sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokks- ins i Norðurlandskjör- dæmi vestra. Guðrún Benedikts- dóttir er 45 ára gömul húsmóðir i Miðfirði og hefur ekki haft opinber afskipti af stjórnmálum fyrr, en hún á þó til frægra að Framboð: Var í prófum í öldunga deildinni, þegar Ólafur Jóhannesson hringdi í mig. Ég sló til, og prófin voru úr sögunni. reistu á eyðijörðinni Litlu-Tungu. Þau Aðalbjörn eiga þrjár upp- komnar dætur, sem allar eru kennarar og hafa lokiö stúdents- prófi frá Kennaraskólanum. Guðrún hóf fyrir tveim árum nám við öidungadeildina i Menntaskólanum við Hamrahlið og les nú undir stúdentspróf. Hún hefur veriö tvo vetur i skólanum og hefur lokið 5/8 prófa, en alls mun námið taka fjóra vetur, ef allt gengur að óskum. Blaðamaður hitti Guðrúnu að máli nú fyrir skömmu og innti hana eftir framboðsmálum og öðru, er lesendur hefðu áhuga á að vita um konu, sem skyndilega stendur mitt I sviðsljósi stjórn- málanna og er i hópi þeirra fram- bjóðenda, sem beinlinis eiga von á að vinna nýtt þingsæti fyrir stjórnmálaflokk. Hvernig atvikaðist það, að þú fórst inn á stjórnmálabrautina og i framboð til alþingis? Frambjóðandi sóttur i Menntaskóla — Það er liklega tilviljun. Ég var að vlsu pólitisk, sem kallað er, en ég haföi ekki haft opinber afskipti af stjórnmálum. Ég var fyrir sunnan I prófum I öldunga- deildinni, þegar Ólafur Jóhannes- son hringdi til mln og baö mig aö finna sig. Erindið var að fá mig til að taka sæti á framboðslistanum. Ég sló til, en þar með voru prófin nú úr sögunni I bili, þvl það var ómögulegt fyrir mig aö vera að hugsa um lestur, þegar þetta var afgert. — Hvers vegna slóstu til? — Fyrst og fremst vegná þess, að ég er mjög hrifin af vinstri stjórninni og flestu þvl, sem hún hefur gert, og þá sérstaklega af stjórnarstörfum ólafs Jóhannes- sonar. Það sat þvl slzt á mér, að sker- ast úr leik. Eiginmaðurinn styður konu sina — Hvernig tekur fjölskylda þln þvi, að nú geturöu litið verið heima á búinu? — Maðurinn minn hefur tekið þessu ágætlega. Honum fannst ekki heldur nema sjálfsagt, að ég væri fyrir sunnan I vetur við menntaskólanám, og ég er ekki viss um að allir karlmenn hefðu Fjölskyldan: Maöurinn minn hefur tekið þessu vel. Hann er sérstakur maður. Grundarás i Miðfiröi. Nýbýlið, sem Guðrún Benediktsdóttir og maður hennar Aðalbjörn Benediktsson héraðsráðunautur byggðu fyrir tæpum áratug I landi Litlu-Tungu, sem var eyðibýli. látið sér það lynda. Sér I lagi er þetta hugulsemi af honum, þar sem hann er nú ekki séður með matreiðslu eða sllkt, sem hann verður nú að annast sjálfur. En þetta hefur bjargazt. — Fyrst eftir að framboð mitt var ákveðið fór ég norður og reyndi að koma heimilinu I gott stand eftir veturinn, eins og hús- mæðra er siður, en slðan hef ég verið á eillfum þeytingi I kosn- ingabaráttunni, eins og aðrir frambjóðendur I kjördæminu. Hafði aldrei haldið ræðu — Hvernig hafa stjórnmála- störfin gengið? — Þetta gengur ágætlega. Ég var að vísu óvön ræðuhöldum, hafði aldrei haldið ræðu á ævi minni, þegar ég stóð upp I Húna- veri og flutti stutta ræðu. Það var ekki mjög merkileg ræða held ég, og mér leið illa, en það venst og lærist eins og annað að koma fyrir sig orði á fundum: enda er það eins gott, þvi við eigum eftir að halda fjölmarga kosningafundi I kjördæminu. Það er ekki alveg búið að ganga frá fundaáætlun- inni, svo ég get ekki skýrt frá henni hér. Framboðið mælist vei fyrir — Hvernig leggjast þessar kosningar I þig? Heldurðu að þú náir kosningu? — Það vona ég. Að vlsu hafa konur ekki verið i baráttusæti svo ég muni, eða I framboði innan þeirrar seilingar, sem ég er nú, hér I kjördæminu, og þvi er það 'Guðrún Benediktsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins I Noröur- landskjördæmi vestra. Guörún skipar baráttusæti flokksins I kjördæm- inu og er meðal þeirra frambjóðenda, sem eiga þess nú raunverulega kost að vinna nýtt þingsæti fyrir stjórnmálaflokk. öldungis óreýnt, hvernig kjósend- ur llta á það, en mér hefur verið mjög vel tekið af fólki, og ef þaö er mælikvaröinn, þá get ég verið bjartsýn . Ég væri reglulega vanþakklát, ef ég segði annað. Málefnaleg staða Framsóknar- flokksins er mjög sterk, og það er er mjög sterk, og það er staða for- sætisráöherra líka, en hann skip- þetta ætti allt að vinna fyrir list- ann I kjördæminu. Min afstaða til málanna er llka skýr. Ég vil hafa vinstri stjórn, er mjög eindreginn stuðningsmaður þess, og það var eins og áður sagði einmitt vegna þess að ég vildistyðja núverandi ríkisstjórn, sem ég gaf kost á mér til fram- boðs: styðja hana til að ljúka þvl verki, sem hún hefur hafið. Vill herinn burt Rlkisstjórnin hefur komið ótrú- legamiklu I verk. Þó ekki væri nú nema 50 mílna landhelgin. Það mál eitt ætti að nægja til að tryggja framtlð vinstri stefnunn- ar, ef það væri metið að verðleik- um. Svo er það útrýming atvinnu- leysis og endurnýjun togaraflot- ans og fiskvinnslustöðvanna. Allt hefur þetta sett nýjan svip á strjálbýlið og fólkið úti á lands- byggðinni hefur aldrei áður haft það eins gott að mlnu mati. Mér er það auðvitaö ljóst, að við blasa erfiðleikar, en stjórnin hefur verið knúin til kosninga, vegna þess að meirihluti var ekki lengur á alþingi fyrir áframhaldandi setu, og þvl ekki aðstaða til að takast á við vandann. Nú er það meginmál kosninganna að veita henni umboð til að ljúka upp- Stjórnarstefnan: Mín afstaða til málanna er r líka skýr: Eg vil hafa vinstri stjórn. Konan: Konan hefur gleymzt þarna. Hún er áfram — liggur mér við að segja — bundin á bás, eins og kýrnar. byggingarstarfinu, og að þvl eig- um við að vinna. Og ég vil herinn burt. — Ef frá eru skilin efnahags- mál og önnur brýn þjóðmál, hvaða málum hefur þú áhuga á að vinna að fyrir konur sérstaklega, ef þú tekur sæti á alþingi? Vill auka frelsi húsmæðra — konan hefur gleymzt — Ég vil styðja að þvl að gera húsmæðurnar frjálsari, veita þeim aðstöðu til að sinna öðrum málum en hússtjórn. Hinn vinn- andi maður um allan heim gerir kröfu til styttingar vinnutimans, auknar fristundir notar hann, eða getur notað, til þess að auðga líf sitt og þroska. Konan hefur gleymzt þarna. Hún er áfram — liggur mér við að segja — bundin á bás, eins og kýrnar. Konan þarf að vera frjálsari, hafa tækifæri til að afla sér menntunar og blanda geði við annað fólk, ef hún á ekki að dragast aftur úr. Þá hef ég mikinn áhuga á skólamálum og vildi stuðla að þvl, að börn gætu stundað sem mest af námi slnu heima. Nú þarf að senda ungling- ana burtu I stórbæina til skóla- göngu, en ef til vill mætti kenna þeim meira heima I héruðunum. Þetta mál þarf að kanna og hug- leiða betur. Eins og nú er ástatt getur konan á tslandi, eða réttara sagt hús- móðirin á tslandi, ekki sem skyldi hagnýtt sér þá þjónustu og menntunaraðstöðu, sem boðið er upp á I þjóðfélaginu. Núna er mjög mikið rætt um fullorðins- fræðslu, og þar þarf konan að vera virkur þátttakandi, sagði Guðrún Benediktsdóttir að lok- um. — JG TÍMINN 15 FRAMSÓKN BERST FYRIR ÞREM ÞINGMÖNNUM í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum skipar 7. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, og hann gegnir um þessar mundir störf- um kosningastjóra á skrifstofu flokksins á Sauðárkróki. Blaðið átti tal við hann á dögunum og innti hann fregna af kosningaund- irbúningnum og fleira. Sagðist honum frá sem hér greinir: — Þú hefur tekið virkan þátt i kosningaundirbúningi Fram- sóknarmanna I Noröurlandskjör- dæmi vestra. Hvernig hefur undirbúningur gengið, og hvernig er honum háttað? Kosningaskrifstofa á Sauðárkróki — Ég hef tekið aö mér að vera hér fram til 17. júní a.m.k. við að undirbúa kosningarnar. Flokk- urinn hefur aðalstöðvar slnar á Sauðárkróki, þar sem opin er skrifstofa, með fastan mann i starfi, og ég geri ráð fyrir aö svo verði allt til kosninga. Auk þess munum við verða með skrifstofur á kjördag I bæjunum og kauptún- unum, en trúnaðarm. veröa I hverjum hrepp. Þetta er svo til allt unnið I sjálfboðavinnu, eins og venja er til. Menn bæta kosn- ingavinnunni við dagleg störf sln. — Hvernig er staða rlkis- stjórnarinnar og Framsóknar- flokksins I kjördæminu? — Málefnaleg staða rlkis- stjórnarinnar er sterk, og mjög góð I þessu kjördæmi, þvl hér rikir allt annað ástand, heldur en rikti meðan viðreisnarstjórnin var við völd. Maður þarf ekki annað en fara hér um héraðið og sjá alla uppbygginguna til þess að sannfærast um það. Við getum bara nefnt Skagafjörð, þar sem landlægt atvinnuleysi og ördeyda rikti. Þar hafa allir næga vinnu, og skortur er á vinnuafli. Sama er að segja um Siglufjörð. Þar hefur tekizt að stöðva fólksflóttann, og það er raunar sama hvert litið er. Gróska til lands og sjávar Alls staðar er þróttmikið at- vinnulif og uppbygging. Mega menn minnast þess, að einu fregnirnar af þessum stööum voru hér á árunum, að þar rlkti atvihnuleyti og neyð. Til sveita og I bæjunum hafa verið miklar framkvæmdir I hús- byggingum, þvl allt hélzt þetta I hendur til sjós og lands, og gróska er mikil í störfum manna. Gott árferði hefur einnig haft sitt að segja fyrir landbúnaðinn. Að visu kemur það ekki frá stjórninni, en bændur eru ánægðir með stjórnarfarið og byggða- stefnuna. Mikið hefur verið unnið að stór- verkum I landbúnaði. Til dæmis fer nú fram tankvæðing hjá mjólkurframleiðendum sem verður til mikilla bóta, bæði hvað snertir vörugæði og alla aðstöðu. Menn þykjast einnig greina vissar breytingar á landbúnaði I þessum sveitum, bændur virðast hafa tilhneigingu til þess að sér- hæfa sig meira I búskapnum en áður var. Þegar tankvæðingin varð að veruleika hættu sumir minni mjólkurframleiðendur að fram- leiða mjólk og sneru sér aö sauö- fjárræktinni einvörðungu, en stóru framleiðendurnir bættu við sig mjólkurgripum. Opnum nýja Kglæsilega kjörbúð |ó morgun — fimmtudaginn 20. júní IJkaupfélag kjalarnesþings MOSFELLSSVEIT VESTRA seglr Magnús á Sveinsstöðum. — Nú er mikið rætt um blóm- legt atvinnullf I bæjunum, og fjölgun hefur orðið á fólki þar. Hvað segja bændur um það? Afstaða bænda til stækkandi bæja. — Ég tel, að bændur fagni þvl. Fjörugt athafnallf I bæjunum hefur sitt að segja, fyrir bændur. Lita má á þessi héruö sem eina heild. Þéttbýliskjarnarnir eru markaðssvæði, og þvl öflugri og stærri sem þessir kjarnar verða, þeim mun meiri þörf er fyrir afurðir búanna. Og það er fleira sem vinnst, en aukin sala á bú- vörum. öll félagsleg samskipti eru greiðari, þegar atvinnumálin eru I lagi. Þvl betri sem afkoman er i bæjunum, og þeim mun stærri sem þéttbýliskjarnarnir eru, þeim mun meiri þjónustu er unnt að veita, hvort sem það er t.d. I skóla- og heilbrigðismálum eða listum og menningarmhlum. Þetta skilja bændur, og þetta skilja held ég allir sem I strjál- býlinu búa. — Er nokkuð sem þú vilt leggja sérstaka áherzlu á I kosninga- undirbúningnum ?. Varar við Möðruvell- ingum og tali um „um- framatkvæði” fram- sóknar — Ég vil fyrst og fremst hvetja alla stuðningsmenn Framsóknar- flokksins I þessu kjördæmi til þess að vinna að kosningu fram- bjóðenda okkar. Við teljum mjög sterkar llkur á þvl að við getum náð þrem þingmönnum aö þessu sinni. Þá vil ég mjög eindregið vara menn við Möðruvallahreyf- ingunni, sem talar um „umfram- atkvæði” Framsóknarflokksins. Þetta er lævls kosningaáróður, hver sem hann hefur I frammi. Framsókn berst fyrir þriðja manninum á þing, Guðrúnu Benediktsdóttur, og hefur engin umframatkvæði fyrir þá, sem drekka vilja úr hóffarinu, segir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum að lokum JG Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum skipar 7. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi vestra. Magnús er 28 ára og hefur haft ýms afskipti af félagsmálum I Austur-Húnavatnssýslu. Hann tók landspróf frá Reykjaskóla, en fór siðan i bændaskólann á Hólum og dvaldist að þvi búnu eitt ár i Englandi við landbúnaðarstörf. Magnús er formaður Félags ungra framsóknarmanna i A-Hún., og hann var formaöur Ungmennasambands Austur-Húnvetninga I þrjú ár. Varar við áróðri um „umframatkvæði" Framsóknarflokksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.