Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. nóvember 1974. TÍMINN 7 r v tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Veizluhugsjón Vísis Á þriðjudaginn hófst matvælaráðstefna i Róm. Hún fékk i veganesti þá vitneskju, að fimm hundruð milljónir manna i heiminum búa við hungur og sáran skort. Nýlega er lokið miklu mannfalli af völdum hungurs i mörgum Afriku- rikjum, og um þessar mundir eru fórnarlömb hungurdauðans i Bangladesh orðið hundrað þús- und á að gizka. Þennan sama dag og matvælaráðstefnan var sett i Rómaborg, birtist forystugrein um mat- vælaframleiðslu i dagblaðinu Visi. Hún hét ,Milljón á mann”, og inntak boðskaparins var á þessa leið: „Nú vaknar sú spurning, hvort ekki sé rétt að greiða hverjum alvörubónda eina milljón á ári fyrir að leggja niður búskap. Rikið hefði engin aukaútgjöld af sliku, og neytendur ættu kost á furðulega ódýrum, innfluttum landbúnaðarvör- um. Þeir gætu lifað i ostaveizlum, svinakjöts- veizlum og kjúklingaveizlum upp á hvern einasta dag, og bændur gætu hætt að slita sér út fyrir aldur fram. Þetta myndi að visu kosta nokkum gjaldeyri. En þá hlið má leysa með þvi að reisa svo sem tvær stórar álverksmiðjur eða hliðstæða stóriðju og láta nokkur hundruð starfsmenn hafa fyrir þvi að afla gjaldeyris, sem vantar, til þess að allir Islendingar geti lifað i vellystingum praktuglega á innfluttum landbúnaðarafurðum”. í þessari glánalegu forystugrein birtist hugs- unarháttur, sem hlýtur að vekja undrun. Mitt i hugruðum heimi, þegar alveg eins getur hugsazt, að heimskreppa sé að skella á, er farið fram á það að islenzka rikið borgi „milljón á mann’ til þess að stöðva framleiðslu á búvöru i landinu, og þá liklega útrýma bændastéttinni i framhaldi af þvi. Tilgangurinn, sem meðalið helgar, er sagður sá, að þjóðin geti þar eftir unað sifelldlega við veizluborð — „lifað i vellystingum praktuglega á innfluttum landbúnaðarvörum”. Gjaldeyrishall- ann, sem af þessari eilifðarveizlu hlytist, á að jafna með tveim stórum álverksmiðjum, þar sem nokkur hundruð manna „hafa fyrir þvi” að afla gjaldeyrisins. Menn taki eftir orðalaginu: látnir „hafa fyrir þvi”. 1 gegnum það skýn fyrirlitning- in á verkamönnunum, á sinn hátt eins og harla ó- verðskuldaðar dylgjur felast i þvi orðalagi, að „bændur gætu hætt að slita sér út”, ef fleygt væri i þá peningum fyrir það að hætta framleiðslustörf um. Að sjálfsögðu þarf ekki að fjölyrða um þá full- yrðingu, sem lögð er til grundvallar veizluhug- sjóninni, að útlenda búvöru megi flytja inn fyrir nálega ekkert verð. En til frekari skilnings á þvi, á hve traustum stoðum boðskapur Visis er reist- ur, má geta þess, að einmitt þessa daga hafa bor- izt fréttir um, að þau lönd, sem selja báxit til álverksmiðja, eru að undirbúa samtök um stór- hækkað verð, að fordæmi oliurikjanna. —jh OLIVER TODD, ritstjóri Le Nouvel Observateur: Frakkar eiga að hætta að einblína á Quebec Kanada sem heild er meira virði P. E. Trudeau forsætisráftherra Kanada. FYRIR fimm árum var sjón- varpað i London viðtali við Pierre Elliott Trudeau, for- sætisráðherra i Kanada, og þá var hann spurður hinnar venjulegu spurningar um Quebec og Frakkland. (Þessi spurning verður oftast efst á baugi i Vestur-Evrópu þegar Kanada ber á góma.) Trudeau vék sér ekki undan spurning- unni. „Ég held, að sjaldan sé heppilegt aö reyna að hraða gangi svona mála”, sagöi hann með hægð. „Ég held, að mér meiri menn hafi árangurslaust reynt að breyta afstöðu de Gaulles, og ég ætla ekki að gera það”. Um þetta leyti gat Trudeau ekki farið til Frakklands nema sem einstaklingar, til dæmis til þess að fara á skiðum og heimsækja vini sina. For- sætisráðherra Quebec-fylkis var aftur á móti fagnað reglu- lega i Elysée-höll. De Gaulle olli þessu furðulega ástandi með heimsókn sinni til Mon- treal árið 1967. Þá rétti hann upp hendina og hrópaði: „Vive le Qoubec libre”. Hers- höfðinginn vakti mikla athygli, og aðskilnaðarmenn i Quebec þóttust hafa himin höndum tekið. En i raun haföi ekkert áunnizt. Embættis- menn i utanrikisráðuneyti Frakka voru miður sin. Sam- búð stjórnanna i Ottawa og Paris kólnaði, og öllum þótti miður. Nti hefir „gangur” þessa máls breytzt. Trudeau er i þann veginn að leggja af stað til Parisar, þegar þetta er skrifað. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni, en franska ríkisstjórnin hefir horfið frá tilgangslausri þver- móðsku. Kanadamenn gerðu ' nokkurn hávaða út af kjarn- orkutilraunum Frakka, en hinn látni forseti Frakklands, Georges Pompidou, ætlaði að bæta ráð Frakka og var reiðu- búin að taka á móti Trudeau og jafna ágreininginn, áður en hann féll frá. Valery Giscard d’Estaing, sem kann að þekkja meira til mála i Norður-Ameriku en fyrirrenn- ari hans, eða lætur að minnsta kosti ekki stjórnast af tilfinn- ingahita, ætti að geta átt sinn þátt i að gera sambúð Frakka og Kanadamanna eölilega. En eru þó á kreiki svipir frá timum Gaulleismans. Robert Bourassa, forsætisráðherra Quebec-fylkis, kemur til Parlsar fyrir áramót. Að visu er ekkert áriöandi á dagskrá, en fullvissa þarf Kanadamenn af frönskum ættum um, aö hin „sérstöku tengsl” milli Que- bec og Parlsar verði varð- veitt. ALLT á þetta að gefa til kynna, að Frakkar hafi sér- stakan áhuga á Quebec og franskir Kanadamenn elski Frakkland meira en Kanada. Sennilega verða þessa atriði ekki rædd á fundi þeirra Trudeaus og Giscards I Paris að þessu sinni. En ég vil leyfa mér að halda fram, að hvort tveggja sé rangt. Sannleikurinn er sá, að venjulegur Frakki veit afar litiö um næst stærsta riki I heimi. Og þegar franskur Kanadamaður talar um „sér- stök tengsl”, minnir hann mig á þá skozka þjóðernissinna, sem tala um „hið gamla” bandalag Skota og Frakka. 1 Stuttu máli sagt eru afar fáir Frakkar — og raunar fáir Evrópumenn — kunnugir kanadiskum málum. Af þessu leiðir, að góðviljaðir menn, sem láta sér annt um aðskiln- aðarmenn i Quebec, eða falla fyrir töfrum þeirra, mata okk- ur Frakka á niðursoðnu Kanada, krydduðu hálfsann- leika fré liðinni öld. BANDARISKT fjármagn ræð- ur úrslitum i kanadisku efna- hagsllfi, og þess vegna halda Frakkar yfirleitt, að öll stefna Kanadamanna sé búin til i Washington og borin á borð i Ottawa. En öllum, sem kann- ast við þá Ford og Trudeau, þó ekki sé nema af orðspori, ætti að vera ljóst, að þetta er næsta ósennileg tilgáta, hversu snar sem „efnahags- þátturinn” kann að vera. Ekki má híldur gleyma þeim rétti, sem hvert fylki Kanada hefir út af fyrir sig. En við skulum halda áfram að lýsa skrumskældu mynd- inni: Gengið er út frá þvi, að enskumælandi Kanadamenn arðræni þá frönskumælandi, sem séu fátækastir og rétt- indaminnstir allra kanadiskra þegna nema Indiána. Vita- skuld eru lifskjör knappari I Quebec en Ottawa. Þau eru þó enn lakari á Nýfundnalandi, þar sem enska er töluð. Vitan- lega reynir hinn mikli meiri- hluti enskumælandi Kanada- manna ekki að tala viðhlitandi frönsku. En þegar þingið i Quebec samþykkti, að franska skyldi ein vera opinbert mál I Quebec, sannaðist áþreifan- lega, að alls staðar geta kreddur skotið upp kollinum. SÚ hugmynd, að heimkynni frönskumælandi manna sé „nýlenda” innan kanadiska fylkjasambandsins og að- skilnaðarmenn séu raunveru- legir byltingamenn i landinu, er hrein og klár fjarstæða. Hún er sambærileg þeirri kenningu, að Trudeau hafi gerzt „svikari”, þegar hann tók að sér að vera forsætisráð- herra fylkjasambandsins. Hann ofgerði að visu 1964, þegar han skrifaði: „Er aðskilnaðarstefnan bylting? Slður en svo, hún er gagnbylting „national sósial- ista”. Naumast gat það bætt fyrir Trudeau i augum franskra landa að kalla þá nasista. Engu að siður gerði hann öllum Kanadamönnum greiöa, þegar hann réðst gegn verstu tegund hreppapólitik- urinnar. SÉ það ætlan frönsku stjórn- arinnar að taka upp nýja og skynsamlega afstöðu til Kanada að lokinni heimsókn Trudeaus, ætti hún að hætta aö tala I tima og ótima um „sér- stök tengsl” Frakka og Quebc- búa. Ekki er nema gott og réttlætanlegt að sýna örlæti I bókagjöfum, styrkveitingum og námsstyrkjum til Quebec- búa. En eigi að slður er röng stefna til frambúðar — og slæm fjárfesting — að leggja alla áherzlu á samband sitt við sex milljónir Kanadamanna af frönskum ættum og láta 16 milljónir annarra Kanada- manna lönd og leið. Væri til dæmis ómögulegt að hafa full- trúa franska sjónvarpsins og opinberu frönsku fréttastof- unnar I Ottawa, rétt eins og gert er i Montreal? Þetta er ekkert aukaatriði. Ég gæti trúað þvi, að eitt af þvi, sem frönskum Kanada- mönnum geðjast hvað bezt, þegar þeir koma til Parlsar, Lille eða Marseilles, sé sú ráð- stöfun franskra fjölmiðla að takmarka fréttaflutning sinn frá Kanada við heimkynni Kanadamanna af frönskum ættum. En með þessu er verið að rótfesta ranga mynd af Kanada og kanadiskum mál- um! Áhorfendur og lesendur, sem hættir til að gleypa ómelt i leti sinni, fá þannig ranga mynd af Kanada. Af þessu leiðir, að kanadiskum öfga- mönnum af frönskum ættum er ekki látið annað i té i Frakklandi en spegilmynd sinna eigin öfga heima fyrir. ÞETTA er óskylt réttri frá- sögn, einlægri samúð og al- varlegri umhyggju, ekki hvaö sizt þegar Parisarbúar og aðr- ir Frakkar skiptast á skrýtl- um um hinn skrýtna kana- dlska hreim, þegar frönsku- mælandi Kanadamenn heyra ekki til. Sumum frönskum kvikmyndum frá Kanada hef- ir verið vel tekið i Frakklandi. En það kemur ekki i veg fyrir að mörgum Frökkum þykja menntamennirnir frá Mon- treal stundum dálltið „sveita- mannslegir”. Þessir mennta- menn finna ekki. sjálfa sig og öðlast ekki fullan manndóm og þroska fyrri en að þeir hætta alveg að reyna að taka Paris sér til fyrirmyndar. Trudeau fer til Parls og Brussel til þess að komast I samband við Efnahagsbanda- lagiö og ræða um viðskipti, en ekki menningu eða sálfræöi. En skemmtilegt væri og frum- legt, ef af ferð hans leiddi siö- ar meðal annars, að Evrópu- menn — og þá sér i lagi Frakkar — fengju áhuga á Kanada öllu, fylkjunum tiu, og hættu að einblina á Quebec.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.