Tíminn - 07.11.1974, Qupperneq 13

Tíminn - 07.11.1974, Qupperneq 13
Fimmtudagur 7. nóvember 1974. TÍMINN 13 o Kosningar stæðar horfur i efnahagsmál- um haft nokkur áhrif. Hitt er þó jafn liklegt, að sérstakar að- stæður i Hessen og Bæjaralandi hafi valdið þessu tapi. Stefna SPD i Hessen i skólamálum er t.d. almennt frekar óvinsæl. 1 Munchen er sennilegt, að inn- byrðis deilur i SPD og mikil róttækni vinstri armsins hafi valdið ósigri hans þar. Ennfremur gætir almennt nokkuð aukinnar ihaldssemi meðal þýzkra borgara. Afleiðingar kosninganna eru þessar helztar: 1) Franz Josef Strauss og Alfred Dregger teljast til hægrisinn- uðustu leiðtoga CDU/CSU, og hinn mikli sigur þeirra kemur til með að styrkja stöðu hægri armsins. Þeir munu nú geta haldið þvi fram, að harðlinu- hægrimenn eins og þeir eigi miklu meiri vinsældum að fagna en frjálslyndari armur flokksins. CDU/CSU hefur enn ekki ákveðið hver verður fram- bjóðandi þeirra til kanslara i kosningunum 1976. Formaður CDU, Helmut Kohl, sem er frekar frjálslyndur, er ekki i mjög sterkri aðstöðu, og það eru margir aðrir, sem koma vel til greina, m.a. Strauss. Sigur hans i Bæjaralandi kemur til með að auka likurnar á þvl, að hann verði frambjóðandi CDU/CSU til kanslara 1976. 2) Innan SPD mun hægri armur- inn, m.a. Schmidt, styrkjast viö niðurstöður kosninganna. Rót- tækni vinstri armsins i Munch- en mun verða kennt um ófarir flokksins þar. Ennfremur er liklegt, að Ungir sósialistar, sem eru mjög róttækir, sæti harðri gagnrýni og veröi að sætta sig við aukið aðhald, þvi ýmsar fræðilegar sósialiskar hugmyndir þeirra og markmið þykja likleg til að fæla kjósend- ur frá flokknum. 3) Samstarf SPD og FDP verður stiröara. Þvi nær 5% mörkun- um, sem atkvæðamagn FDP færist, þvi hræddari verður flokkurinn um algert fylgis- hrun. Sennilegt er þvi, að hann reyni að afmarka stefnu sina betur frá stefnu SPD. Þaö getur leitt til þess, að hann haldi eigin skoðunum meira á lofti en hollt er fyrir stjórnarsamstarfið. 4) Sennilegt er, að CDU/CSU beiti neitunarvaldi sinu i Sambands- ráðinu i auknum mæli eftir kosningasigur sinn. SPD og FDP kunna þvi aö eiga i vax- andi erfiðleikum með að koma umbótastefnu sinni i fram- kvæmd. Ekki er hægt að segja, að þess- ar kosningar séu beint próf fyrir Schmidt kanslara og stjórn hans. Hann og flestir ráöherrar hans — að Vogel og Ertl undanteknum — beittu sér litið i kosningabárátt- unni. Ahrif kosninganna á stefnu hans verða sennilega ekki mikil, og staöan i stjórnmálunum getur enn breytzt mikið þangað til 1976. Hins vegar má segja, að niður- stöður kosninganna beri vitni um og boði hægri sveiflu i þýzkum stjórnmálum, bæöi meðal kjósenda almennt — i Hessen og Bæjaralandi búa til samans um 25% kjósenda — og I SPD og CDU/CSU. BA. O Bensínstöð an frá bilastæðinu við Æsufell 2 er á móts við þann stað, sem reisa á bensinstöðina, og er svo sannar- lega nógu erfitt að komast út af þvi nú þegar, hvað þá ef umferðin eykst enn vegna bensinstöðvar- innar, — sagði Amundi. — Við munum lika hafa sam- band við Umferðarráð og Bruna- málaráð, þvi að við álitum, að á þessum stað fullnægi bensinstöð- in ekki þeim öryggisreglum, sem þessar stofnanir gera kröfu til. — Aðspurður um það, hvað ibúarnir hefðu gert og hygðust gera I málinu, sagði Amundi, að enn hefði litið veriö gert. — Við gerðum okkur ekki grein fyrir þvi, hvaö var á feröinni fyrr en á föstudaginn. Þegar ýturnar komu fyrst á staðinn héldum við bara, að „græna byltingin” hefði nú náð til okkar, og framkvæmdir að lagningu grasvallar væru að hefj- ast. Okkur fór þó ekki að verða um sel, þegar holan hélt áfram að dýpka og dýpka og grennsluðumst þvi eftir þvi hjá borgarverkfræðingi, hvaða fram- kvæmdir væru á ferðinni. I ljós kom, að þarna átti að reisa bensinstöð og finnst okkur anzi hart að það sé gert, að okkur for- spurðum og án nokkurs samráðs við okkur, þvi að á þeim skipu- lagsteikningum, sem við höfum séð var alls ekki gert ráð fyrir neinu sliku. — — Við snérum okkur strax til lögfræðings og komumst að þvi, að réttur borgaranna gagnvart yfirvöldum er sorglega litill i máli sem þessu. Við höfum þó hafið undirskriftasöfnun meðal ibúanna hérna, og gifurlegur fjöldi er þegar búinn að skrá sig á listana. Siðan munum við leggja undirskriftalistana, þar sem við förum fram á, að hætt verði við að reisa bensinstöð á þessum stað, fyrir borgaryfirvöld og við verð- um bara að vona að tillit verði tekið til óska Ibúanna hér á svæð- inu, — sagði Ámundi að lokum. O Áburður nefndinni um möguleika á þvi, að við aukum áburðarframleiðslu hér innanlands og i þvi sambandi má taka fram, að viö getum að visu ekki aflað okkur fosfórs eða kalis, vegna þess að þau hráefni eru ekki til staðar hér á landi i nægjanlega rikjum mæli, en hins vegar getum við aukið köfnunar- efnisframleiðslu, þannig að við gætum fullnægt þörfum bænda fyrir þann áburð. Það hefur komið fram ábending frá Áburöarverksmiðjunni um, að þetta sé æskileg framkvæmd, en hins vegar er þetta ákaflega stórt mál og þarf mjög nákvæmra athugana við, bæði hvað varðar verðlags- og markaðsþróun, og einnig hver væri hagkvæmni i að nýta rafmagniö á þennan hátt miðað við aðra framleiðslukosti með rafmagni, — og eins hvort þetta er sá kostur, sem okkur myndi reynast beztur með nýtingu rafmagnsins. Guðmundur sagði, að það sem íþyngdi bændum mest vegna þessarar hækkunar, væri þessi ársdráttur á hækkunum á bú- vöruveröi. Sagði hann, að halda mætti að hækkun á búvöru- verðinu, sem væri bein afleiðing áburðar- verðshækkunarinnar, skipti I sjálfu sér bændur ekki máli fyrst búvöruverðið hækkaði samhliða. Svo væri þó ekki, vegna þess að fullnaðaruppgjör til bænda gerðust alltaf ári eftir að þeir legðu ' ' afurðir sinar inn. — Bændurnir verða þvi sjálfir að bera hækkunina, þar til þeir hafa selt afuröir sinar. Mig langar einnig til að benda á, að áburðar- þörf er mjög mismunandi eftir að stæðum á hverju búi og einmg eftir landshlutum, þannig að hækkun áburðarverðsins kemur að öllum likindum misjafnlega þungt niður á búrekstri einstakra bænda. O íþróttir ir augað og áhorfendur eiga ekki að fara vonsviknir heim, sagði Geir. St. Otmar-liðiö, sem leikur gegn FH á laugardaginn, hefur náð mjög góðum árangri i Evrópukeppni og liðið er ekki auöunnið á heimavelli. Það vann t.d. sænska liðið Hellas 11:9 I Sviss 1971, en siðan tapaði liöið i Stokkhólmi 18:13. Þá lék St. Otmar gegn Oppsal frá Noregi 1973 og tapaði 18:10 i Osló, en vann siðan heimaleikinn 14:12. A þessu sést, að þaö verður erfiður róður hjá FH, að komast áfram. 1 St. Otmar-liðinu eru 5 landsliðs- menn og þar að auki landsliðs- maður frá Júgóslaviu, Tomasic Nino, sem hefur staðið 20 sinnum i landsliðsmarkinu fyrir Júgó- slaviu. Birgir Björnsson, þjálfari FH-liðsins, sagði að FH-ingar gætu alveg leyft sér að vera bjartsýnir á að komast áfram — við eigum 50% möguleika gegn St. Otmar, en þá þýðir ekkert að treysta á 1-2 marka sigur á heimavelli. Geir taldi möguleika FH-liðsins mikla, og FH-liöið kvað hann vera sterkara lið en Göppingen-liöiö, — sem vann nauman sigur yfir Svisslending- unum. — SOS pppi ■ ' $ g y~ 2 Íksí~ ■ Frá aftalfundi Landssambands stangvelftifélaga, sem haldinn var á Akureyri. Bannað að leyfa útlend- ingum að veiða lax hér? Aðalfundur Landssambands stangveiðifélaga var haidinn á Akureyri dagana 26. og 27. f.m. Meftal helztu mála, sem rædd voru á þinginu, var leiga á lax- veiðiám til útlendinga. Var alger samstaða um að vinna aö þvi að tekið yrði fyrir siikar leigur, hvort heldur væri beint til út- lendinga eða gegnum svokallaða umboðsmenn. Fundurinn taldi það algera 0 Áfall mælt, að nóttin hefði verið likust martröð. Demókratar unnu fimm sæti, en töpuðu einu i öldungadeildinni, og hafa þvi 62 sæti af 100 i deild- inni. í fulltrúadeildinni tókst þeim ekki að fá aukinn meirihluta, þ.e. tvo þriðju hluta þingsæta, þótt þeir stórynnu á. Demókratar höfðu tryggt sér rikisstjóra i 36 rikjum af 50, er siðast fréttist. Þess má geta, að Edmund Brown yngri sigraði i rikisstjórakosningunum i Kali- forniu og Hugh Carey i sams kon- ar kosningum I New York. Er hætta vopnahléssamkomulaginu frá i fyrravetur, m.a. hefðu þeir komið fyrir langdrægum fallbyssum á hlutlausa beltinu i Gólanhæðum. Reuter—Riyadh. Henry Kissing- er kom i gær til Saudi-Arabiu til viðræðna við ráðamenn landsins um lausn deilu Araba og ísraels- manna. Á flugvellinum tók meðal ann- arra á móti Kissinger starfsbróð- ir hans, Omar Al-Sakkaf. Banda- riski utanriksiráðherrann sem kom frá viðræðum við egypzka ráðamenn i Kairó, lét ekki hafa neitt eftir sér um gang þeirra við- ræðna. Kissinger hitti Faisal konung að máli I gærkvöldi, en er svo væntanlegur til Jórdaniu i dag. 0 Alþingi fram, en aftur á móti hefði hann beitt sér fyrir mikilli lækkun á út- gjaldabyrði sveitarfélaga, sem gert hafi þeim kleift að ráðast i mun meiri verklegar fram- kvæmdir en ella og sæi þess vissulega merki I mörgum kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Frumvarpinu var visað til félagsmálanefndar og annarrar umræðu. 0 Óónægðir skipulagi verður ekið inn i það á tveimur stöðum af Höfða- bakka og eru þeir báðir norðan við bensinstöðina. Þvi mun aðalumferðin i framtiðinni ekki vera framhjá þessum stað. 1 öðru lagi má benda á það, að framkvæmda- umferð, sem er mjög mikil núna,á eftir að minnka, svo að gera má ráð fyrir þvi, að um- ferð á þessum stað minnki verulega. — Hvað það snertir, að þessi skipulagsbreyting var gerð, þá var I upphafi gert ráð fyrir þvi, að ein heildarþjónustu- miðstöð yrði fyrir Breiðholts- hverfin öll. í þvi skipulagi átti ein stór sameiginleg bensinstöð að vera fyrir öll hverfin, og skyldi hún risa við Breiðholtsbraut. Siðar var falliö frá þeirri ákvörðun, en i staðþess var ákveðið að koma upp bensinafgreiðslum I öllum þrem hverfunum. Þegar hefúr risið stöð i Breiðholti I og erhúnrekinaf BP. Þessa stöð i Breiðholti III kemur Shell til með að reka, og áætl- að er, að ESSO sjái um rekstur bensinstöðvar fyrir Breiðholt II. — — Mér finnst mjög leitt, að þetta mál hefur komið upp og tel að komast megi að sam- komulagi um málið, verði það rætt. Ég er meira en fús til að leysa úr þeim spurningum, sem ég kann svör við og tel mjög góða hugmynd, að Framfarafélagið á þessum stað boði til fundar, þar sem málin verða rædd á friðsam- legan hátt og reynt að leysa úr þeim vandamálum, sem fyrir hendi eru — sagði Geirharður að lokum. Hjúkrunar- konur Aðalfundur Reykjavikurdeildar H.F.l. verður haldinn i Domus Medica, mánu- daginn 18.11. 1974 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningar. 3. Lilja ólafsdóttir deildarfulltrúi og fleiri, kynna rauðsokkahreyfinguna og ræða um kvennaárið 1975. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands. réttlætiskröfu, sem vinna bæri markvisst að, að Islendingar sjálfir sætu fyrir um leigu á öllum veiðivötnum. Þetta ber þó engan veginn að skilja þannig, að tekið verði fyrir veiði útlendinga i islenzkum ám, eftir sem áður verði þeim seld veiðileyfi, samkvæmt ákvörðun stjórna hinna ýmsu veiðifélaga, eða skrifstofu landssambands veiðifélaga, enda hliti viðkom- andi reglum, sem settar eru um varnir gegn smithættu erlendis frá. Fundurinn samþykkti enn- fremur að vinna að stóraukinni fiskrækt á vatnasvæðum undir leiðsögn sérmenntaðra manna. Sérstakar þakkir voru færðar Eldistöðinni i Kollafirði, sem fús- lega hefir sent upplýsingar og fróðleik til eldistöðva og áhuga- manna viðs vegar um landið. Einnig voru Skúla Pálssyni, Laxalóni færðar þakkir fyrir mjög óeigingjarnt starf i þágu fiskræktar. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Hákon Jóhannsson Reykjavik, formaður, Friðrik Sigfússon, Keflavik, Bergur Arn- björnsson, Akranesi, Gunnar Bjarnason, Reykjavik og Birgir J. Jóhannsson, Reykjavik. Gestir fundarins voru Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri og Árni Jónasson formaður veiðimála- nefndar. Fundarstjóri var Gunn- ar Árnason og fundarritarar Kristján P. Guðmundsson og Skúli Jónasson. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM VÉLSMIÐJA HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.