Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Kúaat og mongólaglíma Louvre leitar ólits sérfræðings 1 Valaiskantónu í Sviss er við- haldið þeirri fornu hefð að efna til kúaats. Kýr af svokölluðu herenskyni, eru sérstaklega aldar til þessa leiks. Eru þessar kýr smávaxnar, en mjög sterk- ar og vel til bardaga hæfar. Hins vegar eru afurðir þeirra heldur rýrar, en það er aukaatriði bara að þær geti barist vel. Er mynd- in af sliku kúaati. A neðri mynd- inni eru tveir garpar að keppa um Mongóliutitilinn i glimu. Þar um slóðir er iðkuð æva- gömul glima og virðast glimu- tökin ekki alls óáþekk fslenzkri glimu. En heldur bola kapparn- ir meira en hæfa þætti i islenzku þjóðariþróttinni. Hingað til höfuðborgar Azer- badsjan barst nýverið óvenju- legur pakki. Hann haföi að geyma grip frá Louvresafninu, fornt skrautker, sem fornleifa- fræðingar fundu við uppgröft I Irak. Sérfræðingar töldu, að kerið væri frá annað hvort lok- um þriðju aldar eða upphafi annarrar aldar fyrir Krist og gert I Suður-Mesóbótamiu. Þetta var ráðgáta, þvi til þessa hafa ekki fundist neinir munir Ur málmi i löndunum fyrir botni Miðjaröarhafs. Stjórn Louvre- safnsins bað visindamanninn Isa Silimkjanov aö leysa gát- una, en safnið hefur lengi haft sambönd við hann. Hann varö fyrstur manna til aö skýra ýms- ar fornminjar i Kákasus. Geislagreiningar, sem hann notaði til að finna samsetningu fornra málmmuna báru mjög athyglisverðanáfangur. Þaö kom t.d. I ljós, að margir fornir munir, er fundist höfðu i Káka- sus og voru um það bil fimm þUsund ára gamlir, voru ekki gerðir Ur hreinum kopar, eins og álitið haföi verið, heldur úr blöndu af þessum málmi og arsenik, þ.e. Ur arsenikbronsi. Visindamaðurinn sannaði óvé- fengjanlega, aö i Kákasus til forna hafa menn einkanlega notað málmblöndur. Með þvi að bera saman efniö i fornum munum, er fundist höföu i Kákasus, og efnið i skrautker- inu frá Louvre, komst Selimkja- nov að þeirri niðurstöðu, að efnafræöileg samsetning þeirra væri hin sama. Veröur að teljast liklegt, að kerið hafi verið flutt frá Kákasus til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Að rann- sókn lokinni var skrautkerið sent aftur til sins heima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.