Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Nú hefur göngu sina hér i blaðinu nýr þáttur, þar sem fjallað verður um landbúnaðarmál. Umsjón þáttarins verður i höndum þeirra Páls Þor- steinssonar fyrrv. alþingismanns á r Hnappavöllum og Ágústs Þorvalds- sonar alþingismanns á Brúnastöðum. Páll Þorsteinsson. Ágúst Þorvaldsson. Agúst Þorvaldsson: Nýtt búskaparform bænd- anna verður hópvinna á félagsbúum Talið er að um 5000 bændur séu starfandi á Islandi nú, og að bústofn þeirra sé að meðaltali 10 kýr, 3 geldneyti og 180 sauðkind- ur, ennfremur dálitil garðrækt. Brúttóverðmæti framleiðslunn- ar á hvert bú að meðaltali, er 2,4 millj. króna samkvæmt siðasta verðlagsgrundvelli, sem dag- settur er 1. des. 1974, og er þá miðað við eitt ár. Tæplega helmingur af brúttótekjum bús- ins, er talinn verða eftir i kaup handa bóndanum, konu hans og börnum þeirra þegar allur ann- ar kostnaður við þetta bú hefur verið greiddur. Bundið fé i svona búi, er talið að nemi kr. 2.168.367,00 og að af þvi skuldi bóndinn kr. 552.283,00. Engum dylst sem þekkir til landbúnaðar hér, að eigið fé bóndans 1 þessu búi er ákveðið langt frá þvi rétta, og er það nú miklu stærri upphæð. Fulltrúar bænda I verðlagsnefnd hafa slfellt reynt að hækka þennan lið, en á móti þvi hefur jafnan verið staðið af viðsemjendum þeirra þó nokkuð hafi að vlsu áunnizt. Atvinnulif landsmanna á nú við mikla erfiðleika að striða vegna hinnar óðu verðbólgu, og hefur landbúnaðurinn ekki farið varhluta af þvi ástandi. Allur tilkostnaður viö að stofna bú og gerast bóndi er orðinn svo svim- andi hár, aö með óllkindum er. Má þar ekki hvað sizt nefna stofnverð véla og tækja, sem búið verður að hafa nú orðið. Vélarnar eru aðalvinnuafl bóndans og til að eignast þetta nauðsynlega vinnuafl þarf miklu meira fjármagn heldur en flestir frumbýlingar hafa ráð á þrátt fyrir nokkra hjálp stofn- lánadeildar. Aður en véla- og tæknibúnaðurinn kom til sögu var stofnkostnaður mjög litill við vinnuaflið. Vinnumaður eða vinnukona sem bóndi réði til sin höföu engan fjármagnskostnað eða stofnkostnað i för með sér þegar þau settust að I vistinni, en milljónir þarf að leggja fram áður en vélarnar eru fluttar heim á búið. Ekki hef ég séð skýrslur eða áætlanir um það hver meðal bú- skapartimi bænda hér á landi er, en ég ætla að gizka á, að hann muni vera 25 til 30 ár. Ef sú ágizkun stenzt þá sýnist mér, að um 170 til 200 bændur hætti búskap á ári hverju, og þarf þá jafnmarga til að fylla i skörðin ef ekki á að fækka i stéttinni. Til þess að þeir 170 til 200 ungu menn, sem þurfa að byrja búskap árlega geti lifað sóma- samlegu lifi af atvinnu sinni þá verða þeir allir að hafa strax verðlagsgrundvallarbú. Hér verður gert ráð fyrir þvi, að meðalaldur þessara 170 til 200 ungu bænda sé 25 ár þegar þeir hefja búskapinn. Sennilegt má telja, að þeir og konur þeirra hafi verið I skólum fram að tvi- tugu. Eru þá varla nieira en 5 ár, sem þetta unga bændafólk hefur haft til að safna fjármun- um til búsins. Hér verður gert ráð fyrir, að allt þetta fólk hafi veriö ráðdeildarsamt. Hvað er þá hægt að hugsa sér, að safnazt hafi hjá pilti og stúlku á þeim 5 árum, sem hér hafa verið nefnd og verja á til að kaupa jörð, bústofn og vélar? Ég ætla að gera ráð fyrir þvi, að þegar þau leggja saman eigur sinar, sem orðið hafa til á þessu timabili þá séu þær 2,5 til 3,0 milljónir króna. Ungu hjónin byrja á þvi, að kaupa jörð undir verðlags- grundvallarbú. Jörðin þarf að hafa 25 ha. tún og hús i nothæfu ástandi fyrir búreksturinn ásamt ibúðarhúsi. Varla er hægt að verðleggja slika eign til sölu fyrir minna en 8 millj. króna. Þá er bústofninn 10 kýr, 3 geldneyti og 180 fjár. Ekki má gera ráð fyrir að þetta kosti minna en 1,6 millj. kr. Þá eru eftir vélarnar: 2 dráttarvélar, sláttuþyrla, snúningsvél, múga- vél, heyvagn, heyblásari, súg- þurrkunartæki, mjaltavél, mjólkurkæligeymir, áburðar- dreifari og mykjudreifari. Eitt- hvað af þessum tækjum væri keypt notað og skal þvi ekki gert ráð fyrir, að þetta kosti nema 2,0 millj. kr. annars væri upp- hæðin mun hærri. Hér er þá samanlagt 11,6 millj. króna og er þar ekki meðtalinn hús- búnaður i íbúðarhús og ekki heldur bifreið, sem flestir telja sér nauðsynlegt að hafa. Hvernig eiga nú ung hjón að eignast þetta? Aður hefur verið gert ráð fyrir, að þau kunni að hafa 3,0 millj. kr. Þá getur verið að þau fái 600 þús.'kr. jarða- kaupalán. Bústofnslán gæti oröið 500 þús. kr., og lán út á nýjar vélar á að gizka 400 þús. kr. Hér eru þá ca. 4,5 millj. kr. Þá vantar 7,0 milljónir. Hvernig á nú ungt fólk að stofna til búskapar ef þetta dæmi, sem hér hefur verið tekið er eitthvað I nánd viö staðreyndir, en ég hygg að allar þær kostnaðar- tölur sem nefndar hafa verið séu fremur of lágar en of háar. En sjö milljónir vantar sem enginn vill eða getur lánað. Og þó gert væri ráð fyrir að þessar milljónir fengjust að láni þá væri engin leið að standa við skuldbindingar um afborgun og vexti, jafnvel þó búið stækkaði mikið þvi sú upphæð sem til þess þyrfti árlega yrði tæplega undir 2,0 milljónum króna. Liklega hugsa nú sumir sem svo, að þetta sé allt saman böl- sýnisraus úr gömlum karli. Þvi miður mun þó flest af þvi, sem hér hefur verið sagt eitthvað nærri sanni og sjá þá allir, að breytingar verður brátt að gera ef búskapur með svipuðu sniði og verið hefur og tiðkast nú á að geta þrifizt og sveitabyggðirnar og þorpin sem á þeim lifa að miklu leyti eiga ekki að eyðast. Mönnum mun I þessu máli veröa hugsað til byggðastefn- unnar, og að hér verði hún að láta til sin taka. Vafalaust viija forystumenn þeirrar þjóðhollu stefnu leita að góðri lausn á þessum þætti þjóðmála, en það má ekki dragast lengi þvi þjóðin verður að eiga hér dugandi bændastétt. Ekki dettur mér i hug, að allt eigi að leggja upp i hendur unga fólksins, sem vill búa I sveit, en þó verður af þjóð- félagsins hálfu að finna viðhlit- andi lausn á þeim hrikalega vanda, sem fram undan er á þvi sviði þjóðlifsins, er hér hefur verið að vikið. Oft á siðustu árum hafa heyrzt orð eins og félagshyggja og skipulagshyggja, og talið að félagshyggjufólk sé margt i landinu. Gott er til þess að vita þvi marga erfiðleika má yfir- stiga með félagslegum átökum margra einstaklinga, sem stefna að sama marki. Hópvinna margra manna á sama verksviði fer nú tálsvert i vöxt. Má þar t.d. nefna lækna- stéttina, sem beitt hefur sér fyrir stofnun heilsugæzlustöðva þar sem læknarnir vinna hver með öðrum. Þar telja þeir, að hæfileikar og starfskraftar nýt- ist betur. Svipaða aðferð má áreiðanlega taka upp á mörgum öðrum sviðum. Það má t.d. hugsa sér, að nokkrir ungir menn i sama byggðarlagi, sem langar að búa i sveit, rækta jörð, umgangast húsdýr, fram- leiða búvörur og taka laun frá eigin atvinnurekstri, tækju i smáhópum, tveir, þrir eða fleiri saman, að stofna bú — sam- vinnubti — og slik bú ætti byggðasjóður að styðja. Sums staðar er auðvelt að sam- eina jarðir undir þessháttar bú. Þeim ætti að skapa fast form að lögum. Menn legðu eigur sinar fram til félagsbúsins, skiptu með sér verkum á búinu og stjórnarstörfum. öll réttindi og skyldur væru fyrirfram ákveðn- ar, vinnutimi og laun. í lögum væri ákveðið hvernig skyldi með fara og hver ætti að hjálpa þegar einhver aðili vildi eða yrði að hverfa frá búskap eða andaöist og við það að tengja nýjan aðila við félagsbúið I stað þess er frá varð að hverfa. Hér verður ekki farið frekar út i að nefna þau fjölmörgu atriði, sem I slikum félagsbúsreglum eru nú eða verða myndu. Allmörg félagsbú tveggja og fleiri manna eru rekin nú þegar i landinu og munu flest hafa gefið góöa raun. Þessu búskapar- formi þarf þvi að gefa alvarleg- an og vaxandi gaum, þvi það getur leyst að einhverju leyti þau vandræði, sem fjár- magnsþörfin er nú. Miklu minna fé þarf áreiðanlega til vélakaupa á félagsbúi hlutfalls- lega fyrir hvern bónda heldur en þegarum einstaklingsbúskap er að ræða og einnig mun það gilda um byggingar. Vinnutimi gæti orðið hóflegri og fritimar ættu að gefast, sem einyrkinn hefur varla af aö segja. Verkaskipting milli bænda á félagsbúi getur veriö heppileg i samræmi við mismunandi hæfileika þeirra eða menntun. Og þó einhver veikist gengur allt sinn eðlilega gang um sinn. Húsmæðurnar eiga einnig að geta haft ýmsa samhjálp, en auðvitað verða heimilin að vera aðskilin og hver fjölskylda út af fyrir sig. Ahyggjur einyrkjans ættu ekki að þreyta sál og sinni bændanna og húsmæðranna á félagsbúinu. Ending á starfsorku bændanna gæti aukizt, en það er áberandi hversu margir bændur eru slitnir fyrir aldur fram. Hvar er félagshyggja unga fólksins sem vill búa i sveit ef það ekki hagnýtir sér félags- búskaparformið? Og hvar er byggðastefnan, sem þegar hefur átt sterkan þátt I að efla þorp og bæi allt kring um landið ef hún ekki tekur þetta mál að sér? öflugan landbúnað i höndum dugandi félagshyggju- bænda þarf þjóðin að hafa. Við stuðning af samvinnufélögum sinum hafa bændur bjargað landbúnaðinum það sem af er þessari öld. Það var og er heillav ænlegt þrep i þróun þessa forna bjargræðisvegar þjóðarinnar. Nú knýr þróunin til þess að stigið verði nýtt skref til aðhæfingar breyttum viðhorf- um á öld tækninnar, sem að visu hefur leyst mörg vandamál, en einnig skapað önnur þar á meðal nokkurn hluta af þeim vanda sem hér hefur verið gerð- ur að umtalsefni. Ég tel að fyrir þvi sé margföld reynsla, að i skipulegu samstarfi njóti einstaklingarnir sin bezt ef vilji er fyrir hendi. Þeir sem ekki hafa samstarfs- vilja eiga auðvitað, að vera sér um sitt, þvi allar þvinganir ber að forðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.