Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. febrúar 1975 TÍMINN n Gunnlaugur Finnsson alþingismaður: Ráðstefna um öryggismál Evrópu Dagana 31. janúar til 6. febrú- ar s.l. var haldin ráðstefna i Belgrað i Júgóslaviu. Fjallaði hún einkum um öryggismál Evrópu, efnahagsmál og sam- vinnu á sviði visinda, tækni, menntunar, menningar og fleira. Til ráðstefnu þessarar var boðað af hálfu Alþjóðasam- bands þingmanna (I.P.U.), og er hún önnur i röðinni, sem fjall- ar um þessi mál sérstaklega. Hin fyrri var haldin I Helsinki 1973, og sáu Finnar um undir- búning hennar og framkvæmd. Sú ráðstefna þótti takast þann veg, að ástæða þætti til aö efna til annarrar slikrar ráðstefnu, og var þeirri hugmynd einmitt hrundið i framkvæmd nú. Rétt til þátttöku eiga allar Evrópuþjóðir, sem aðild eiga að Alþjóðaþingmannasamband- inu, og auk þess Bandarikin og Kanada. önnur aðildarriki I.P.U. áttu þó rétt á að senda einn áheyrn- arfulltrúa hvert. Þann rétt not- færðu sér nokkur riki, einkum frá Austur-Asiu og Austurlönd- um nær, enda hljóta þau siðar- nefndu að hafa sérstakan áhug á þvi, sem gerast kann I Evrópu á sviöi öryggis- og friðarmála. Að dvergrikjunum undan- skildum áttu allar þjóðir Evrópu þarna sendinefndir, nema Albania og Portúgal. Grikkir gátu að sjálfsögöu ekki verið aðilar að I.P.U. á dögum herforingjastjórnarinn- ar, en samkvæmt sérstöku boði átti griska þingiö þarna áheyrn- arfulltrúa og ávarpaði talsmað- ur þeirra ráðstefnuna við setn- ingu hennar. Islenzku sendinefndina skip- uðu þrir fulltrúar: Ellert B. Schram, sem var formaður sendinefndarinnar, undirritað- ur og Ragnar Arnalds. Hlutverk ráðstefnunnar var fyrst og fremst að marka stefnu I þeim málaflokkum, sem áður eru nefndir. Niðurstöður henn- ar eru út af fyrir sig ekki bind- andi fyrir þjóðþing þeirra landa, sem fulltrúa áttu á henni, en til þess er ætlazt, að sú stefna, sem mörkuð er af fulltrúum þjóðþinga viökom- andi landa, sé virt af ríðstefn- unni I Genf (CSCE), sem setið hefur undanfarin ár og fjallað um sömu málaflokka. Þar eiga yfirleitt sæti embættismenn, til- nefndir af stjórnum viðkomandi rikja. Ráðstefnurnar i Helsinki og Belgrað voru þvi hugsaðar sem einskonar hliðartæki (við CSCE) til að knýja á um ákveðnari stefnumörkun, hrað- ari vinnubrögð og komast að ákveðinni niðurstöðu. Ráðstefnan var sett i aðal- fundarsal júgóslavneska þing- hússins með hátíðlegri athöfn föstudaginn 31. jan. s.l. kl. 10 f.h. Ráðstefnuna setti forseti I.P.U., indverski þingmaöurinn G.S. Dhillon, en forseti ráð- stefnunnar var kosinn úr hópi Júgóslavanna. Varaforsetar voru hinsvegar jafnmargir sendinefndunum. Almennar umræður fóru fram siöari hluta föstudags og á laugardag 1. febrúar. Siöari hluta laugardags ávarpaði Ell- ert B. Schram ráðstefnuna af íslands hálfu. Þessa daga tvo bar nokkuö á baktjaldamakki og fundahöldum ýmissa rikja- hópa, þar sem tekizt var á um, hverjir ættu að verða formenn, varaformenn og talsmenn ein- stakra nefnda ráðstefnunnar. Var á þessum fundum raunar lika fjallað um hugmyndir, sem sendinefndir einstakra rikja höfðu lagt fram, áður en ráð- stefnan kom saman. Sem dæmi má nefna, að fulltrúar Norðurlandanna héldu fundi með sér sérstaklega, enn fremur riki, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, og Austur- Evrópurikin munu og hafa þing- aö sérstaklega. Niðurstaðan varð sú, að Sviar fengu formann 1. nefndar, þeirrar sem fjallaði um öryggismál, Ungverjar fengu formann 2. nefndar, sem fjallaöi um efnahagsmál, en Bretar 3. nefndar, sem fjallaöi um samvinnu á sviði visinda og tækni, menntunar, menningar, gagnkvæmra upplýsinga og mannlegra samskipta. Nefndir þessar tóku svo til starfa á mánudag 3. febr., en undirnefndir unnu 4. febr. Hinn 5. febr. var svo gengið frá nefndarálitum, sem lögð voru fyrir lokafund ráðstefnunnar 6. febr. Ekki verður sagt, að brotið hafi verið i blað varðandi álykt- anir ráðstefnunnar og ýmissa grasa kennir þar, sem áður hefur heyrzt af svipuðum vett- vangi. Sumt kann okkur Islendingum að þykja sjálfsagðir hlutir. Þó þurfum við ekki að fara langt út fyrir landsteinana til að finna óleyst vandamál svo sem varð- andi aðstöðu þjóðarbrota til jafnrar menntunar og efna- hagslegrar þróunar, miðað viö aðra þjóðfélagsþegna. Ekki verður i þessari stuttu frásögn gerð grein fyrir álykt- Gunnlaugur Finnsson. unum ráðstefnunnar i heild. Að- eins drepið á örfá atriði. 1 nefndarálitinu um öryggis- mál er minnt á nokkrar grund- vallarreglur S.Þ. sem staðfest- ar voru á fundum utanrikisráð- herra i Helsinki 7. júli 1973, s.s. virðingu fyrir stjórnarformi hvers lands, að þjóöir virði landamæri hverrar annarrar og forðist að beita valdi, jafni deilumál sin á friðsamlegan hátt, hlutist ekki til um innan- rikismál annarra þjóða, virði mannhelgi og grundvallarþætti almenns frelsis, s.s. hugsana- frélsi og trúfrelsi, jafnrétti ein- staklinga og sjálfsákvörðunar- rétt hverrar þjóðar, auki al- mennt samvinnu meðal þjóða og að þær fullnægi skuldbind- ingum sinum samkvæmt alþjóðalögum. Fagnað er afvopnunarviðræð- unum og talið, aö allar slikar til- raunir styrki friö og auki öryggi i Evrópu. Óskað er eftir, að þing og stjórnir aðildarrikjanna minnki vopnabúnað sinn og herafla. Þá voru aðildarrikin hvött til þess aö athuga gaumgæfilega hugmyndina um kjarnorku- vopnafritt belti i Evrópu. í 2. nefnd var fjallaö um efna- hagsmál. t áliti nefndarinnar er vakin athygli á þvi, að svipuð efnahagsþróun þjóöanna og samvinna á sviöi efnahags- mála, þrátt fyrir mismunandi þjóðfélagsform, er mikilvægur þáttur i þvi að tryggja frið og öryggi i heiminum. Hvatt er til samvinnu á sviði iðnaðar, verzl- unar og tæknikunnáttu. Lýst yfir óskoruðum rétti þjóða yfir náttúruauðlindum sinum og sjálfsákvörðunarrétti varðandi nýtingu þeirra, hvatt til rann- sóknar og leitar viðkomandi nýtingu mengunarlausra orku- gjafa. Arstiðabundnu verka- fólki, sem fylgzt milli landa eða svæða verði tryggöur sami að- búnaður og heimamönnum, o.fl. o.fl. 1 3. nefndinni var svo fjallað um samvinnu rikjanna á sviði tækni, visinda, menntunar, menningar, aukinna gagn- kvæmra upplýsinga og persónu- legra tengsla. Nefndarálit þetta var á ýms- an hátt itarlegt og spannaöi fjöl- mörg svið mannlegra sam- skipta, en raunar skarast öll nefndarálitin meira eöa minna varðandi einstaka þætti. Hér var m.a. talað um aö auð- velda persónuleg samskipti ein- staklinga, sem bundnir eru fjöl- skylduböndum, stuðla aö þvi að fjölskyldur, þar sem fjölskyldu- tengsl hafa verið rofin, geti sameinazt aftur, að auðvelda fólki af mismunandi þjóðerni að stofna til hjúskapar og að mak- ar og börn geti ráðið aðsetri sinu. Auknar verði frjálsar ferðir landa á milli og gagnkvæm skipulagning ferðamála. Þá er rætt um nauðsun vax- andi samvinnu á sviöi menntun- ar og visinda með samningum milli mennta- og visindastofn- ana, beinum tengslum milli kennara og visindamanna og á milli fræðslustofnana, sjálf- stæðra sem rikisrekinna. Námsmönnum verði tryggður frjálsari aðgengur að mennta- og visindastofnunum annarra landa, sem og sérhæfðum starfsmönnum viðkomandi stofnana. Skipt verði á tækni og sér- fræöilegum upplýsingum til að örva efnahagslega framvindu Evrópurikja, sem og þróunar- landanna. Greitt verði fyrir frjálsum menningarstraumum landa á milli og fólki auðveldað að taka þátt I viðburðum á menningar- sviðinu. Aukin verði gagnkvæm kynn- ing á kvikmyndum, leikhús- verkum, tónverkum og alþjóð- legri list. Þá er talað um aukin tengsl milli fréttastofnana, dagblaða, timarita, útvarps og sjónvarps, sem og aukna samvinnu blaöa- og fréttamanna hjá fjölmiðlum og lögð áherzla á að þeir séu virkir talsmenn friðar og vináttu þjóða á meðal. Að lokum er visað til menn- réttindayfirlýsingar S.Þ., minnt á alþjóðlegt kvennaár, og þess vænzt, að það auki samskipti kvenna af mismunandi þjóðerni og tryggi þeim lögbundna jafn- réttisaðstöðu. Eins og að framan segir, er aðeins drepiö á nokkur efnis- atriði úr niðurstöðum ráðstefn- unnar. Nokkrar þjóðir, þ.á.m. Finnar, höfðu lagt fyrir ráð- stefnuna ákveönar tillögur um áframhaldandi virkni I.P.U. á þessum vettvangi og lagt áherzlu á að ráðstefnan tæki af- stöðu til þess, hvort halda beri fleiri slikar ráðstefnur með hæfilegu millibili, s.s. á tveggja ára fresti. Endanleg afstaða var þó ekki tekin á staðstefnunni, en þvi aftur á móti visað heim til viö- komandi rikja, þannig að þau skiptist á upplýsingum og skoð- unum varðandi áframhaldandi virkni á sviði evrópskra öryggismála. Jafnframt var málinu visað til stjórnar I.P.U. og gert ráð fyrir þvi, aö eftir hæfilegan tima verði sett á laggirnar nefnd, er athugi þessi mál nánar og framvindu þeirra. Ekki verður annaö sagt en að Júgóslavarnir hafi verið góðir heim að sækja. Ráðstefnan virt- ist mér vera vel skipulögð og undirbúin og þjónusta þeirra við gestina með ágætum. Fólk virtist þarna frjálslegt I fram komu og háttum, vöruval nokk- uð gott, og má þar sjá i bland ýmsar vestrænan vörur. Þeir hafa lika átt við sinn verðbólgu- vanda aö etja. Þó hlýtur i- lenzkum sveitamanni að koma það nokkuð spánskt fyrir sjónir að hafa sifellt á götum úti innan sjónmáls allmyndarlega sveit vopnaðra löggæzlumanna. m Va-S* CENCI55KRANINC Nr. 29 - 14. íebrúar 197 5, Skráti fra Kining Kl. 1 3. 00 Kaup Sala 14/2 1975 1 Bandaríkjadollar 149, 20 149, 60 * - - 1 Ste rlingspund 356, 60 357,80 # - - 1 Kanadadol lar 148. 8 5 149, 35 * - - 100 Danskar krcnur 2691,30 2700, 30 ' * - - 100 Norskar krónur 2987,20 2997,20 * - - 100 Sænskar krónur 3751, 25 3763, 85 * - - 100 Finnsk mörk 4284, 65 4299.05 + - - 100 Franskir frankar 3481,7 5 3493,45 # - - 100 Belft. frankar 428, 35 429, 75 - - 100 Svissn. frankar 6055, 60 607 5, 90 # - - 100 G ylUni 6179, 80 6200, 50 * - - 100 V. -Þýzk mörk 6424, 05 6445, 55 * - - 100 Lfrur 23, 40 23, 47 # - - 100 Austurr. Sch. 904, 50 907,50 * - - 100 Escudos 615, 30 617,40 * - 100 Peactar 265, 60 266, 50 * - - 100 Yen 50, 93 51, 11 * - 100 Rcikningskrónu r - Vöruskiptal önd 99, 86 100, 14 * 1 Reiknirigsdollar- 149.20 Vöruskiptalönd Brcyting frá sítSustu skráningu. 149, 60 * Bingó til styrktar starfseminni í Lyngási Kristjana Guömundsdóttir leiöbeinir nokkrum börnum i Lyngási. (Timamynd Róbe FB-Reykjavik. Foreldrasam- tökin i Lyngási ætla að halda bingó á þriðjudagskvöldið kl. hálf niu að Hótel Sögu. Bingóið er til ágóða fyrir Lyngásheimilið. Spilaðar verða 12 umferðir og eru vinningarnir m.a. fjórar utan- landsferðir og Rowenta-heimilis- tæki. Allur ágóði fer til kaupa á nauðsynlegum tækjum og hlut- um, sem vantar á heimilið, svo sem leiktæki og margt fleira. I Lyngási eru rekið bæði dag- heimiliog skóli.Þar eru 40 börn á aldrinum frá tveggja ára til 13 ára, en auk þess eru fjórir einstaklingar eldri en 16 ára, sem eru i Lyngási. Börnin fá þar bæði bóklega og verklega kennslu, og auk þess alls konar leikþjálfun og alhliða þjálfun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.