Fréttablaðið - 12.03.2005, Page 1

Fréttablaðið - 12.03.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR ÁRSAFMÆLI Landsnefnd UNICEF býður til barnaafmælis í tilefni af eins árs afmæli sínu í dag. Afmælið verður í Skaftahlíð 24 milli 15 og 16 og verður boðið upp á af- mælisköku, djús og blöðrudýr frá dýpstu frumskógum Afríku. DAGURINN Í DAG 12. mars 2005 – 69. tölublað – 5. árgangur HAFÍS VIÐ GRÍMSEY Grímseyingar sóttu í gær vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki fyrir hafís sem nálgast eyjuna. Sjá síðu 2 KASPAROV HÆTTIR Skáksnillingur- inn Garrí Kasparov segist hættur tafl- mennsku þar sem hann hafi ekki lengur að neinu að stefna á þeim vettvangi. Hann ætlar að helga sig stjórnmálabaráttu í Rússlandi. Sjá síðu 4 SAMSTARFIÐ YRÐI SKRÝTIÐ For- maður Félags fréttamanna segir vanda- samt að sjá hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra geti gengið upp án átaka og sérkennilegra vinnubragða. Sjá síðu 2 Kvikmyndir 54 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 42 Sjónvarp 56 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Viðar Friðfinnsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hefur átt hundrað bíla ● bílar 151.000 117.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á laugardögum* VEÐRIÐ Í DAG ÞAÐ VERÐUR SVELLKALT Í DAG OG NÆSTU DAGA og blæs af norðri. Bjart og þurrt syðra en lítilsháttar él fyrir norðan. Sjá síðu 4 Dan Rather hættur störfum: Í örmum almættisins SÍÐA 30 ▲ Ein radda guðs horfin á braut SÍÐA 28 ▲ Frægir tónlistarmenn snúa baki við tónlistinni: VIÐSKIPTI Hópur íslenskra fjár- festa hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheita- lyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en for- ystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrir- tækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarð- ar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðar- mál, en gera má ráð fyrir að verð- mæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratori- os Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda fram- leiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi fram- leiðir samheitalyf, bæði undir eig- in vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Sam- kvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheita- lyfjum. Með félögunum fylgja við- skiptasambönd, en meðal við- skiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtæk- isins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Frið- riks eru meðal annarra í eigenda- hópnum Jón Árni Ágústsson, fyrr- verandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofn- andi og fyrrverandi stjórnarfor- maður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamn- ingnum um samþykki samkeppn- isyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra. - hh Íslensk milljarðakaup í lyfjaverksmiðju á Spáni Íslenskir fjárfestar hasla sér völl í samheitalyfjaframleiðslu á Spáni með kaupum á tveimur lyfja- verksmiðjum sem voru í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverðið er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna sé á áttunda milljarð króna. SÖNGKEPPNI „Ég er himinlifandi. Þetta er árangur sem mig dreymdi ekki fyrir,“ segir Hildur Vala Einarsdóttir, sem í gær bar sigur úr býtum í Idol-stjörnuleit á Stöð 2. Hildur segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að staðan væri hnífjöfn og ekki verið viss um sigur fyrr en hún heyrði nafn sitt nefnt þegar úrslitin voru tilkynnt í gærkvöldi. Hún atti kappi við Aðalheiði „Heiðu“ Ólafsdóttur og hafði betur í kosningu þar sem litlu munaði þrátt fyrir að 135 þúsund atkvæði væru greidd. Hildur Vala söng lögin The Boy Who Giggled So Sweet, Slappaðu af og Líf; frumsamið lag Jóns Ólafssonar við texta Stefáns Hilmarssonar. Hildur Vala er önnur Idolstjarn- an á Íslandi, en Kalli Bjarni vann Idolkeppnina í fyrra, sem var sú fyrsta sem haldin var hérlendis. Mikil stemning var í Smára- lindinni í Kópavogi þar sem keppnin fór fram. Hún bliknaði þó í samanburði við kosningavökur sem fóru fram, annars vegar á Hólmavík þar sem stuðningsmenn Heiðu voru og hins vegar í Reykjavík þar sem stuðnings- menn Hildar Völu voru saman komnir. -aöe/-bþg Hörkuspennandi keppni þar sem 135 þúsund atkvæði voru greidd: Hildur Vala hrósaði sigri ● sýnd í borgarleikhúsinu Houdini-sýning á Íslandi: ▲ SÍÐA 32 Töfrabrögð, sirkus- listir, leikur og dans! ● endanlega staðfest Stórtónleikar í Kaplakrika: ▲ SÍÐA 58 Franz Ferdinand til Íslands ● segir ólafur stefánsson leikmaður ciudad Meistaradeildin í handbolta: ▲ SÍÐA 54 Verðum að vinna þessa keppni Morgunblaðið: Átök um Árvakur VIÐSKIPTI Hluthafar í Árvakri, út- gáfufélagi Morgunblaðsins, vilja ekki að nýr hópur fjárfesta, með Meið og Einar Sveinsson innan- borðs, eignist hlut í félaginu. Nú- verandi hluthafar hyggjast nýta forkaupsrétt á um sextán prósenta hlut sem tilboð hefur verið gert í. Hópur núverandi hluthafa með Kristin Björnsson, stjórnarfor- mann Straums, í fararbroddi legg- ur áherslu á að þeir hlutir sem séu falir falli í hendur núverandi hlut- hafa en ekki utanaðkomandi aðila. Þeir eru ósáttir við að stjórnarfor- maður Íslandsbanka, viðskipta- banka Morgunblaðsins, geri nafn- laust tilboð í hlut í félaginu. Fjárfestahópurinn er mjög undrandi á neikvæðum viðbrögð- um núverandi hluthafa. - hh / – þk Sjá síðu 20 ÚRSLITIN TILKYNNT Hildur Vala Einarsdóttir, til vinstri, og Aðalheiður Ólafsdóttir, til hægri, biðu úrslitanna spenntar. Hildur fagnaði þegar úrslitin voru tilkynnt á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hún segist hafa gert sér vonir um sigur en ekki verið viss um hann fyrr en úrslitin voru kynnt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.