Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 16
12. mars 2005 LAUGARDAGUR Ráðning fréttastjóra Útvarpsins hefur að vonum verið mikið til umræðu í fjölmiðlum og manna á meðal eftir að ljóst varð hver hafði verið ráðinn. Potturinn og pannan í þeirri ráðningu er Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, lög- fræðingur og „plottari“ hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hann hefur ekki mikið haft sig í frammi eftir ráðninguna, en hann er maðurinn á bak við þetta og margt annað hjá Ríkisútvarpinu og verð- skuldar því að vera út- nefndur Maður vikunnar hjá Fréttablaðinu. Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, for- maður útvarps- ráðs, Sölumið- stöðvar hrað- frystihúsanna og Trygginga- miðstöðvarinnar, er maður mikill á velli og mikill íhaldsmaður. Hann er líka mikil fjöl- skyldumaður, á mörg börn og gullfallega konu. Gunnlaugur býr á Arnarnesi í Garðabæ, og frægt varð þegar hann sagð- ist hafa flúið þangað því hann vildi ekki búa í því bæjarfélagi þar sem R-listinn réði ríkjum. Þetta sagði hann á sínum tíma með töluverðum þjósti og fyrir- litningu í garð Reykjavíkurlist- ans og kannski einkum Samfylk- ingarhluta hans. Gunnlaugur hefur komið víða við á starfsferli sínum, en ekki endilega verið mikið upptekinn við lögfræðistörf. Hann fékk viðurnefnið „Gulli fnykur“ þegar hann var fram- kvæmdastjóri Faxamjöls í Reykjavík. Þá lagði bræðslulykt- ina úr Örfirisey gjarna yfir bæ- inn og framkvæmdastjóri Faxa- mjöls var í baráttu við íbúa og heilbrigðisyfirvöld í Reykjavík vegna fnyksins. Þegar loðnuver- tíðin stóð sem hæst lá stöðugur reykjarmökkur úr bræðslureyk- háfunum í Örfirisey og Gulli þótti ófyrirleitinn þegar rætt var um að það samræmdist ekki heil- brigðu borgarlífi og ímynd Reykjavíkur sem hreinnar borg- ar að bræðslufnyk frá loðnuverk- smiðju legði yfir bæinn og ná- grannabyggðir. Þetta þótti allt í lagi í gamla daga þegar fnykur- inn var kallaður peningalykt, en þegar fnykinn lagði yfir við- kvæma erlenda sendiráðstarfs- menn á Nesinu þótti mörgum mælirinn fullur. Hann kom við í Urði Verðandi Skuld og þar átti að gera stóra hluti, en minna varð úr því en ætlað var. Segja má að hann hafi mjög verið tengdur þeim fyrirtækjum sem eitt sinn voru kennd við Einar „ríka“, föður Ágústs Ein- arssonar prófessors og rekt- orskandidats og þeirra systkina. Hann er stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar – sem Einar átti stóran hlut í líkt og margir aðrir athafnamenn í sjávarútvegi. Segja má að mjög náin tengsl hafi alla tíð verið á milli SH og TM og þess vegna gegnir Gunnlaugur Sævar trún- aðarstörfum í báðum fyrirtækj- unum. Það var Björn Bjarnason, einkavinur Gunnlaugs og þá- verandi menntamálaráðherra, sem gerði hann að formanni út- varpsráðs, og var hann eiginlega settur til höfuðs Markúsi Erni til að reyna að koma skikk á stofnun- ina. Gunnlaugur er einn innsti koppur í ákveðnum valdakjarna í Sjálfstæðisflokknum, mikil vin- átta ríkir milli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og sagt er að Gunnlaugur hafi verið einn helsti hvatamaður þess að Björn Bjarnason gaf kost á sér sem borgarstjóraefni vorið 2003. Í útvarpsráði hefur gengið á ýmsu í formennskutíð Gunnlaugs Sævars. Trúnaðarbrestur varð milli hans og Gissurar Péturs- sonar, fulltrúa Framsóknar og varaformanns ráðsins, á síðasta kjörtímabili þeg- ar Gissur greiddi ekki at- kvæði með Elínu Hirst í stöðu fréttastjóra Sjón- varpsins. Gissur tók þá afstöðu með Sigríði Árna- dóttur og gekk í lið með minnihlut- anum í útvarps- ráði. Gissuri var hegnt fyrir það með því að vera settur út úr útvarps- ráði og í stað hans kom Páll Magnússon. Yfirleitt hefur Gunnlaugur Sævar verið andsnúinn skoð- unum starfsfólks RÚV um skipulag og framtíðar- sýn innan stofnunarinnar. Það vakti því mikla athygli í haust þegar undirbúningur stóð að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins að Gunnlaugur Sæv- ar tók sér stöðu með fréttamönn- um. Þannig var að Bogi Ágústs- son yfirfréttastjóri lagði til að skipulagi fréttastofanna yrði breytt þannig að ráðinn yrði einn yfirmaður beggja stofanna og síðan áttu verkefnisstjórar að sjá um einstaka þætti í rekstrin- um. Þetta var lagt fyrir fund út- varpsráðs, en Gunnlaugur Sævar sópaði þessum hugmyndum Boga öllum út af borðinu og sagðist að þessu sinni vera sam- mála fréttamönnum sem áður höfðu lýst sig mjög andsnúna þessum hugmyndum Boga. Gunnlaugur Sævar er önnum kafinn maður, og oft hefur það komið niður á formennskunni í útvarpsráði. Hann vasast í mörgu og þegar menn telja sig sjá leik- fléttu í uppsiglingu, hvort sem er í viðskiptalífinu eða pólitíkinni, beinast grunsemdir manna mjög oft að Gunnlaugi Sævari þótt oft sé enginn fótur fyrir því. ■ Baktjaldamaður og erkiíhald MAÐUR VIKUNNAR GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON TE IK N IN G : H EL G I S IG . – H U G VE R K A. IS Ágæti fiskifræðingur, herra Hjálmar Vilhjálmsson. Þakka þér fyrir svarið við skrifum mínum í Fréttablaðið. Þú segir svar þitt vera „á efnislegum nótum sem betur fer“. Það hefst svona: „Í Fréttablaðinu á mánudaginn skrif- ar einhver sem nefnir sig Pétur Tryggva litla klausu undir fyrir- sögninni Um loðnuna og lífríkið. Orðbragð þessa pistils og fullyrð- ingar eru með þeim fádæmum að varla er svaravert.“ Vel má vera að svona einhverjir eins og ég, sem nefnum okkur eitthvað, séum ekki meira virði en tonn af loðnu. En virðing þín fyrir mér og nafni mínu skiptir mig minna máli en lífríkið við strendur Íslands. Um loðnu- dráp svarar þú mér á fallegu máli, einhverju sem ég gæti verið lög- lega afsakaður í að skilja. Það hljómar fræðandi, mjúkt og sak- laust að lesa um Dyrhólaey, vinda og strauma og móður náttúru í svari þínu. En það breytir ekki því, að á sama tíma er verið að hrifsa milljón tonn af fæðu frá þessari sömu móður náttúru. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, sagði í hádegisfréttum Ríkis- útvarpsins 5. mars að loðnuvísind- in væru ung og að loðnan kæmi alltaf aftan að manni. Menn vissu ekkert um loðnuna annað en það að hún kæmi einhvers staðar utan úr hafi en ekki af fjöllum. Hér talar maður með reynslu. Bjarni hefur stundað loðnuveiðar í 35 ár. Það er mikill heiður að vera pennavinur eða jafnvel pennaóvinur einhvers af þinni stærðargráðu, Hjálmar. En ég læt ekki rota mig með eyrna- pinna. ■ Um loðnuna og orðbragðið SJÓMENN MEÐ LOÐNU Greinarhöfundur hefur eftir skipstjóra að menn viti ekkert annað um loðnuna en að hún komi utan úr hafi en ekki af fjöllum. PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON GULL- OG SILFURSMIÐUR SVARAR HJÁLMARI VILHJÁLMSSYNI FISKIFRÆÐ- INGI Hér og DAGBLAÐIÐ VÍSIR 57. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað Fjórar mæður stíga fram í Helgarblaði DV ídag og svipta hulunni af hinni leyndu sorgsem felst í því að missa barn í móðurkviði.Hildur Gísladóttir er ein þessara kvenna.Hún fæddi andvana barn og hefur baristötullega fyrir opinni umræðu um málefnisem hingað til hefur verið þaggað niður. Sameinast í sorginniog gegn fordómum LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Oprah á íslandi ÓLAFUR DARRIÁSTFANGINN Mæður andvanafæddra barna Íhugar að hætta að leika Bls. 52-53 Bls. 38 Bls. 27-31 Bls. 34 Baksíða Kærastinn var drepinn af glæpaklíku í Los Angeles HILMIR SNÆR Megrunarátak DV HELGA (113 KÍLÓ) ER FIMM BARNA MÓÐIR Í ÁTAKI Bls. 24 Opinskátt viðtal við nýju íslensku konuna– með framtíðarsýn Bls. 20-21 Ásdís Halla Vakti svefnbæinn Emilíana Torrini vinnur sig út úr sorginni Perla var alvöru barn þó að hún hafi fæðst andvana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.