Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 21
Margir telja að hagfræði og viðskipta- fræði snúist einungis um peninga, en það er langt í frá að svo sé. Jú, þessi fræði fjalla að hluta til um peninga, en stór hluti þeirra snýst um mann- legt eðli. Fjármálakerfi heimsins byggir á því að viðskiptavinir treysti því að ef þeir leggja peninga inn í banka geti þeir tekið þá út aftur. Í fróðlegu erindi sem Gylfi Magnús- son hélt nýlega um traust í viðskipt- um kom fram að þótt manni finnist augljóst að traust skipti miklu máli í viðskiptum var það ekki fyrr en á sjö- unda áratug síðustu aldar að hag- fræðingar fóru að taka tillit til þess í líkönum sínum. Fremstur í flokki fór þar Nóbelsverðlaunahafinn Reinhard Selten. Gylfi ræddi meðal annars um mag- hrib-kaupmennina. Þetta var hópur gyðinga sem á miðöldum stunduðu verslun við Miðjarðarhaf og náðu ótrúlegum árangri í að koma á við- skiptum milli fjarlægra landa, þar á meðal Vesturlanda og landa í Araba- heiminum. Í stuttu máli komu gyð- ingarnir sér upp lokuðum félagsskap kaupmanna og umboðsmanna. Þeir áttu síðan viðskipti hver við annan og réðu almennt ekki umboðsmenn utan félagsskaparins. Þar sem við- skiptin gengu vel var hagnaður af því að vera í þessum félagsskap. Það er fyrirtækjum mikilvægt að orð- spor þeirra sé gott. Mörg fyrirtæki leggja mikið upp úr viðskiptavild til að tryggja að viðskiptavinurinn komi aftur og aftur. Í Íslensku ánægjuvog- inni er metin ánægja viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnu- greinum, en sterkt samband er á milli ánægju viðskiptavinar og tryggð hans við fyrirtækið. Í Íslensku ánægjuvog- inni kom Ölgerðin Egill Skallagríms- son best út við síðustu mælingu. Meðal fjármálafyrirtækja fengu Spari- sjóðirnir bestu einkunn og meðal smásölufyrirtækja kom Olís best út. Ég átti nýlega viðskipti við þjónustu- fyrirtæki hér í bæ. Fyrirtækið, sem auglýsir hraða þjónustu, reyndist ekki standa undir nafni. Þegar ég reyndi að ræða við starfsmenn fyrirtækisins í tilraun til að leysa málið fór lítið fyrir þjónustulund. Þjónustufyrirtæki lifir ekki lengi án trausts, en eftir þessi viðskipti var mitt traust horfið. Við búum hins vegar í markaðshagkerfi þar sem samkeppnin er til staðar og næst vel ég annað fyrirtæki. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Traust í viðskiptum 21LAUGARDAGUR 19. mars 2005 Það er fyrirtækjum mikilvægt að orðspor þeirra sé gott. Mörg fyrirtæki leggja mikið upp úr viðskiptavild til að tryggja að viðskiptavinurinn komi aftur og aftur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Össur Kristinsson, frumkvöðullinn á bak við hátæknifyrirtækið Össur hf., seldi í gær um helming hluta sinna í fyrirtækinu. Hann á nú 9,3 prósent í félaginu. Össur seldi alls þrjátíu milljón hluti í Össuri og fóru viðskiptin fram á genginu 80. Það þýðir að hann fær 2,4 milljarða króna í sinn hlut. William Demant Invest, sem er einn stærsti hluthafinn í Össuri, keypti þrettán milljón hluti af Öss- uri. Fjárfestingarfélagið Eyrir, sem Þórður Magnússon á, keypti tvær milljónir hluta og Mycenaean Hold- ing, í eigu Hilmars Janussonar, keypti einnig tvær milljónir hluta. Eftir þessi viðskipti á William Dement Invest 20,2 prósent í Össuri hf. og Eyrir á 10,5 prósent. Össur Kristinsson átti um 18,7 prósent í fyrirtækinu áður en við- skiptin í gær áttu sér stað. - þk Slæm afkoma af tryggingarekstrinum Rekstur tryggingafélaganna af vá- tryggingastarfsemi var óviðunandi í fyrra og skýrist gríðarlegur hagn- aður þeirra fyrst og fremst af hag- stæðri tíð á fjármálamörkuðum. Tryggingafélög hagnast annars vegar af því að selja tryggingar og hins vegar af því að kaupa og selja hlutabréf og önnur verðbréf. Hagnaður Vátryggingafélags Íslands af vátryggingum var þó mun betri en hjá samkeppnisaðil- unum, Sjóvá og Tryggingamiðstöð- inni. Vátryggingastarfsemi VÍS skilaði 1.077 milljóna króna hagn- aði á móti 202 milljónum hjá TM og 77 milljóna tapi hjá Sjóvá. Tjónaþunginn var mikill og á síðasta fjórðungi 2004 var tap á vátryggingastarfsemi allra félag- anna. Að mati Davíðs Rúdólfssonar, hjá greiningardeild KB banka, skýrist þessi slæma afkoma fyrst og fremst af mikilli samkeppni á tryggingamarkaðnum og hárri tíðni tjóna en auk þess hefur reynslan sýnt að tjónahlutfall tryggingafélaganna er jafnan hátt á þenslutímum sem þessum. „Það er ljóst að afkoma af sjálf- um vátryggingarekstri félaganna er óviðunandi á síðasta ári og fátt sem bendir til þess að veruleg breyting verði í þeim efnum á þessu ári,“ segir hann. - eþa TAP Á TRYGGINGASTARFSEMI Tæplega 3,6 milljarða hagnaður Sjóvá í fyrra segir ekki alla söguna því afkoman af vátryggingastarfsemi var óviðunandi. AFKOMA TRYGGINGA- FÉLAGANNA 2004 Afkoma af trygginga- Hagnaður starfsemi alls Sjóvá – 77 3.590 TM + 202 1.980 VÍS + 1.077 2.525 * Tölur í milljónum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Össur selur í Össuri hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.