Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 56
40 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Í svarbláu íslensku vetrarlands-lagi lýsa upp himinn skamm-degis heitgljóandi gróðurhús á víð og dreif um sveitir landsins. Inni í þeim skilur þunnt gler á milli veðurfars mörsugs og sólmánaðar. Fæstir veita þeim mikla athygli, aðra en að sjá hið augljósa: ljósið, auk þess að njóta afurða gróður- húsanna árið um kring. Gróðurhús eru einmitt viðfangsefni ljósmynd- arans Báru K. Kristinsdóttur, sem nú sýnir afrakstur gróðurhúsa- ferða um Suðvesturland í haust og vetur. „Það má segja að sýningin hafi komið á undan efninu, en ég hafði lengi hugsað um gróðurhúsin,“ segir Bára, sem nú heldur sjöttu einkasýningu sína í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. „Ég vildi búa til fallegar myndir sem vektu með fólki tilfinningar. Gróðurhús eru heillandi heimur. Nálægt okkur en samt svo fjarlæg. Íslendingar gera sér sjaldan ferð í gróðurhús en eiga þó flestir glaðværar minn- ingar um gróðurhúsið í Eden. Í gróðurhúsum er annar heimur, hlýr og rakur. Notalegur og leynd- ardómsfullur í senn. Hulin veröld.“ Sýning Báru kallast Heitir reit- ir, sem vísar til jarðfræðilegs til- stillis þess að hérlendis eru gróð- urhús fjölmörg. Myndirnar eru 26 talsins, hver annarri dulúðlegri, forvitnilegar og dreymandi. „Ég valdi árstíma þegar gróð- urhús eru ekki í háblóma heldur dvala og hvíld. Mér fannst meiri dulúð yfir húsunum, mikil rotnun í beðunum, sérstakir litir, grafar- þögn og algjör hvíld. Ég mundi þó ekki kalla andrúmsloftið drauga- eða dauðalegt, því þar var alltaf eitthvert líf líka. Ég tók bæði myndir að utan og inn, og svo að innan og út. Andstæðurnar eru miklar. Úti geysar vetrarhríð en inni er maður staddur í hitabeltis- loftslagi. Mér fannst framandi að sjá bananatré og hitabeltisplöntur teygja sig mót takmarkaðri birtu vetrarins.“ Bára þvældist með myndavél- ina gróðurhúsa á milli, allt frá Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði til Flúða í Árnessýslu. Hún fékk í veganesti strangar umgengnis- reglur sem þurfti að virða með til- liti til lífveranna í gróðurhúsun- um. „Með tilkomu mikillar græn- metisræktunar er viss hætta á sýklafaraldri, svo ég gætti þess að fara ekki úr einu gróðurhúsi í ann- að. Þannig er bannað að fara beint úr rósahúsi yfir í agúrkuhús, því sú ræktun er viðkvæm. Maður varð að skipta um skófatnað og annað til að gera allt sem réttast,“ segir Bára, sem tók myndirnar á 4x5 tommu myndavél, sem er gamaldags og stór, rétt eins og menn notuðu í gamla daga. „Myndirnar eru allar teknar á filmu og kóperaðar beint á pappír, svo þetta var mikil handavinna. Þær eru alfarið unnar eftir gam- alli tækni og hafa aldrei farið inn í tölvu, sem er sérstakt á tímum stafrænnar tækni. Þá voru þær allar stækkaðar og sendar til New York á eitt fárra framköllunar- verkstæða í heiminum sem enn vinna eftir þessari aðferð. Þetta var því frekar þunglamalegt í vinnslu en fyrir vikið hefur út- koman meiri vigt.“ Á myndunum leitast Bára við að sýna mun á vetri og sumri, inni og úti, í heimi gróðurhúsanna. Hún segir verkefnið hafa vaxið í höndum sínum. „En það er ekki sama hvert maður fer. Til eru ný og fín gróð- urhús sem ekki hafa eins mikinn sjarma og þau eldri og slitnari. Ég tók fullt af myndum í þeim nýj- ustu en gat ekki notað eina einustu því þær skorti sjarma, eins og mosa í glerjum og fúnar spýtur. Sums staðar leið manni eins og á annarri plánetu og víða gekk mað- ur á laufum og rómantískum rósa- blöðum. Ég held það sé eftirsókn- arvert að vinna í gróðurhúsum, það er svo gott að koma þar inn og finna kyrrðina sem fylgir jurtun- um. Held líka að fólkið sem dund- ar við að næra lífið sé notalegt og gott,“ segir Bára sem viðurkennir að hafa blómstrað með myndavél- ina að vopni innan um rósir, paprikur, tómata og fíkjutré. „Ég held það sé mannbætandi fyrir hinn venjulega Íslending að ylja sér í gróðurhúsi. Gróðurhúsa- áhrifin eru bara pósitíf þar inni,“ segir hún hlæjandi og ber ljóst þess vitni. Sýning Báru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur til 22. maí. Opnunartími er frá 12 til 19, og 13 til 17 um helgar. Hjá ESSO getur flú nú spara› tíma og borga› vi› dæluna flegar flú velur sjálfsafgrei›slu. Láttu okkur um a› dæla á bílinn og n‡ttu flér um lei› flá fljónustu sem vi› erum flekkt fyrir. fiegar flú dælir sjálfur á ESSO stö›vunum getur flú treyst flví a› fá eldsneyti á hagstæ›u ver›i. Enn lægra ver› me› Safnkortinu!* á næstu ESSO stö›* Lægra ver› í sjálfsafgrei›slu! *Á höfu›borgarsvæ›inu, Akureyri, Keflavík, Hverager›i og Selfossi. Safnkortsafsláttur er í formi punkta. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 1 0 6 Heitir reitir Báru Bára K. Kristinsdóttir ljósmyndari er heilluð af gróðurhúsum. Í vetur hefur hún flakkað með myndavélina milli gróðurhúsa og séð hvernig birta, hiti og kuldi endurspegla fegurð og framandleika, auk þess að minna á drauminn um Edensgarðinn. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti Báru á heitum reit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B ÁR A KR IS TI N SD Ó TT IR HEITIR REITIR Þessar myndir eru hluti af sýningu Báru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Franski grímu- og trúðakennarinn minn, Philippe Gaulier, reyndist mikill áhrifavaldur þegar ég nam af honum töfra leikgleðinnar í leiklist- arskóla hans í Lundúnum upp úr 1990. Þá lærði ég hversu nauðsyn- legt er að við segjum hvort öðru sögur, munum eftir áhorfendum og snertum við þeim á sviði. Þessi lexía hefur verið mér veganesti síð- ustu fimmtán ár í starfi; nú síðast í verkinu Klaufar og kóngsdætur, úr ævintýrum H.C. Andersen, í Þjóð- leikhúsinu. Ekki var nóg með að leikhópurinn skemmti sér konung- lega við að æfa sýninguna, skapa og setja saman, heldur var gleðin alls ráðandi þegar hún skilaði sér til áhorfenda á öllum aldri, því fyrr lifnar leiksýningin ekki við. Philippe Gaulier er ótrúlegur lista- maður og stóðu dyr hans alltaf opnar. Allir gátu gengið inn til hans, jafnt reyndir og óreyndir, frægar kvikmyndastjörnur, virðu- legir Shakespeare-leikarar sem og ungur leiklistarnemi frá Íslandi. Philippe er opinskár og einlægur, og maður gat treyst á að hann segði heiðarlega til um hvenær hlutirnir voru að virka og hvenær ekki. Uppskrift að góðri útkomu var leikgleði og léttleiki, jafnvel þótt maður færi með Shakespeare eða grískan harmleik. Philippe gaf mér dýrmætt vega- nesti, töfra í poka sem ég hef borið með mér í töfraskjóðu sem alltaf má nota til að finna tæki og tól sem hrein opinberun er að vinna að. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum í gegnum árin og hann er alltaf jafn dásamlega upp- örvandi og mikill innblástur. PHILIPPE GAULIER Er mestur áhrifavalda í lífi Ágústu þegar kemur að leiklist og sköpun. ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR Fékk töfra í töfraskjóðu í haldgott veganesti frá trúðnum Gaulier. Gaulier gaf töfra í poka ÁHRIFAVALDUR ... ÁGÚSTU SKÚLADÓTTUR LEIKSTJÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.