Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.04.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,52 60,80 114,19 114,75 78,40 78,84 10,52 10,58 9,57 9,63 8,55 8,60 0,56 0,57 91,37 91,91 GENGI GJALDMIÐLA 1.4.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 108,00 -0,07% 4 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR STÓRIÐJA Ríflega helmingur Ey- firðinga vill að álver rísi í ná- grenni Akureyrar samkvæmt við- horfskönnun sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, kynnti á fjöl- mennum opnum fundi um stór- iðjumál á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Rúmlega þriðjungur íbúa Eyjafjarðarsvæðisins var andvígur álversframkvæmdum en rúm 12 prósent tóku ekki af- stöðu. „Þetta kom mér dálítið á óvart. Ég taldi að viðhorf til ál- vers í Eyjafirði væri jákvæðara heldur en þessar tölur sýna,“ sagði Valgerður. Samkvæmt könnuninni jókst áhugi Eyfirðinga á álveri á Norð- urlandi ef það yrði ekki reist í ná- grenni Akureyrar en 65,7 prósent sögðust því fylgjandi, 21,9 pró- sent voru á móti en 12,4 prósent tóku ekki afstöðu. Valgerður lagði áherslu á að Norðlendingar þyrftu að vera samstiga í undirbúningsvinnu vegna álvers en sagði tilraunir ráðuneytisins í þá veruna hafa skilað litlum árangri. IMG Gallup framkvæmdi könnunina í febrúar og var úrtak- ið 2.400 manns í Eyjafirði, Þing- eyjarsýslum og Skagafirði á aldr- inum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 71,7 prósent. -kk Reyna að draga úr árásum með þjálfun Líkamsárásir á kennara eru daglegt brauð í sumum grunnskólum í Reykjavík. Þroskaþjálfi segir að með þjálfun og reynslu læri starfsmenn skólanna að finna út hvaða kennsluaðferðir henti hverju barni. SKÓLAMÁL Líkamsárásir á kennara eru daglegt brauð í sumum grunn- skólum í Reykjavík. Huldís Franksdóttir, þroskaþjálfi í Öskjuhlíðarskóla, segir að með þjálfun og reynslu læri starfs- menn skólanna að draga úr þess- um árásum. „Maður kynnist barninu, áttar sig á því hvert þanþolið er og hvar þanmörkin eru og reynir að gæta þess að fara ekki yfir þau. Síðan beitir maður þeim aðferðum sem henta hverju barni. Sum börn eiga erfitt með að taka á móti munn- legum fyrirmælum. Það veldur óöryggi í samskiptum og þau geta misst stjórn á sér. Þá verður mað- ur að finna leiðir til að börnin skilji það sem ætlast er til og of- bjóða þeim ekki í kröfum. Þannig fækkar þessum atvikum,“ segir hún. Kennarar og aðrir starfsmenn í 37 grunnskólum í Reykjavík hafa orðið fyrir 85 líkamsárásum á síð- ustu tveimur árum. Vandinn er mestur í sérskólunum, Brúar- skóla og Öskjuhlíðarskóla. Lík- amsárásir eru gerðar þar daglega. Einnig eru líkamsárásir oft eða mjög oft í tveimur öðrum skólum í Reykjavík. Þetta kemur fram í svari Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur við fyrirspurn sjálfstæðis- manna um líkamsárásir nemenda á kennara. Tæplega 100 börn eru í Öskju- hlíðarskóla og eru þau öll þroska- heft. Sum þeirra eiga við mjög al- varleg hegðunarvandamál að stríða. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, seg- ir að oft geti nemendur ekki stjórnað atferli sínu en það sé mikill minnihluti nemenda. Þetta sé samt sá veruleiki sem starfs- menn skólans búi við. Oftast séu nemendurnir dagfarsprúðir og hamingjusamir einstaklingar. „Þessi börn eru í skóla og það er ekkert langtíma innlagnar- úrræði í heilbrigðiskerfinu fyrir geðveil börn á grunnskólaaldri. Barna- og unglingageðdeild grein- ir þau og er með göngudeildar- þjónustu en ekki innlögn til langs tíma og þau verða að vera í skóla. Það er skólaskylda og það vantar úrræði fyrir þessi börn í heil- brigðiskerfinu, börn með geð- vanda eru þar út undan,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur. ghs@frettabladid.is BÍLVELTA Í NORÐURÁRDAL Bíl var ekið útaf í Norðurárdal í gærmorgun með þeim afleiðing- um að ökumaður hans skarst lít- illega á höfði. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Talsverður krapi var á veginum þegar atvikið átti sér stað og er talið að það hafi átt sinn þátt í slysinu. FÍKNIEFNATÓL Á VÍÐAVANGI Lögregla á Sauðárkróki fann um daginn mikið magn tóla til hassneyslu skammt fyrir utan bæinn. Tækin voru tekin til rannsóknar en ekki fundust neinar leifar efna. Nokkrir ung- lingar voru teknir til skýrslu- töku í framhaldinu. Hvalfjarðargöng: Lækka helstu gangagjöld SAMGÖNGUR „Við höfum vissulega barist fyrir þessari lækkun um langa hríð enda um kjarabót að ræða fyrir alla þá sem um göngin fara,“ segir Gísli G í s l a s o n , stjórnarfor- maður Spalar sem rekur Hvalfjarðar- göngin. Gjald- skrá ganganna lækkaði í gær um 38 prósent fyrir áskrif- endur en sama gjald er þó áfram fyrir stakar ferð- ir, þúsund krónur. Gísli segir að ræddar hafi verið ýmsar útfærslur á gjaldskrárlækk- uninni en sýnt þætti að flestir not- endur nytu góðs af þeim lækkunum sem nú taka gildi. Gjald áskrifenda í öllum flokkum lækkar úr 440 krón- um á ferð í 270 krónur og notendur afsláttarkorta greiða 600 krónur í stað 700 áður. - aöe Sjálfstæðismenn: Metnaðar- laus R-listi BORGARRÁÐ Sjálfstæðismenn telja að Reykjavíkurlistinn hafi brot- ið sveitarstjórnarlög með því að leggja fram þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar svo seint á árinu. Óskað hafði verið eftir fresti vegna stjórnkerfisbreytinga og breytinga á fjárhagsrömmum stofnana. Sjálfstæðismenn telja ástæð- una seinkun hjá öðrum sveitar- félögum. „Það lýsir metnaðarleysi meirihlutans vel að dráttur ann- arra sveitarfélaga sé notuð sem afsökun fyrir þessum töfum,“ segja þeir í bókun í borgarráði. -ghs ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUMÁL VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Ráðherra vildi ekki upplýsa á fundinum viðhorf Þingeyinga og Skagfirðinga til ál- vers á Norðurlandi en sagði þó að Þingey- ingar væru jákvæðari en Eyfirðingar. Álver á Norðurlandi: Helmingur Eyfirðinga vill álver FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Íslendingur í Noregi: Í fangelsi fyr- ir nauðgun DÓMSMÁL Dómstóll í Ósló dæmdi í gær fjörutíu og tveggja ára gamlan íslenskan karlmann í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað tveimur vinnufélögum. Maðurinn var starfsmaður á dönsku ferjunni „Color Festi- val“. Brotin sem hann var dæmdur fyrir áttu sér stað með viku millibili um borð í ferjunni er hún lá við festar í Ósló í janúar í fyrra. Hálft ár af fangelsidóminum er skilorðsbundinn. Dæmda var gert að greiða konunum tveimur 100.000 norskar krónur í miska- bætur, andvirði um einnar millj- ónar íslenskra króna. ■ MÓNAKÓFURSTA HRAKAR Bata- horfur Rainiers III Mónakófursta eru mjög litlar. Þetta tilkynntu læknar hans í gær, en furstinn hef- ur verið á gjörgæslu í meira en viku vegna veikinda í öndunarfær- um, nýrum og hjarta. Albert prins tók við starfsskyldum fursta á fimmtudag. NOREGSKONUNGUR UNDAN HNÍFNUM Haraldur V Noregskon- ungur gekkst í gær undir vel heppnaða hjartaskurðaðgerð. Opn- að var fyrir stíflaða hjartaloku. Reiknað er með því að konungur- inn verði í endurhæfingu í alla vega tvo mánuði en á meðan gegnir krónprinsinn Hákon skyldustörfum þjóðhöfðingjans. LOKSINS LÆKKUN Áskrifendur greiða hér eftir aðeins 270 krónur fyrir hverja ferð um göngin en sama gjald verður áfram fyrir stakar ferðir. ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI Líkamsárásir á kennara koma oft eða mjög oft fyrir í fjórum grunnskólum í Reykjavík. 85 líkamsárásir áttu sér stað í 37 grunnskólum í Reykjavík á síðustu tveimur árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.