Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 59
FRÉTTIR AF FÓLKI The Interpreter er afarvel gerð og skemmtileg spennumynd. Nicole Kidman leikur túlk sem hlerar af tilviljun samtal tveggja manna sem leggja á ráðin um að myrða einræðisherra Afríkurík- isins Matóbó (sem reyndar er uppskáldað ríki). Sean Penn leik- ur leynilögreglumann sem rann- sakar málið. Þrátt fyrir að mýgrútur kvik- mynda hafi verið gerður um fólk sem reynir að afstýra hryðju- verki er handritið að Interpreter býsna frumlegt. Efni myndarinn- ar snertir pólitísk málefni á borð við harðræði einræðisstjórna, barnahernað, valdagræðgi og hryðjuverk. Persónusköpunin er líka góð, aðalpersónurnar þurfa bæði að glíma við yfirvofandi hættu og eigin fortíð og Penn og Kidman skila hlutverkum sínum af alkunnri snilld. Sú staðreynd að The Inter- preter var opnunarmynd hinnar ungu en virtu Tribeca-kvik- myndahátíðar segir meira en mörg orð. Hinn margreyndi leik- stjóri Sydney Pollack (Out of Af- rica, The Firm) stígur hvergi feilspor og hefur gríðarlegt vald á myndmiðlinum. Margt varð- andi kvikmyndatökuna er sér- staklega áhugavert, mikið af myndinni er tekið í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna en aldrei áður hafa kvikmyndatök- ur verið leyfðar þar innan dyra. Aðalfundasalur Sameinuðu þjóð- anna sem áhorfendur hafa séð endurskapaðan í stúdíói margoft í kvikmyndasögunni er óneitan- lega forvitnileg sjón og gefur myndinni mjög raunverulegt yf- irbragð. New York-borg er líka afarvel fest á filmu og Kvik- myndatökumaðurinn Darius Khondji bætir enn einni rós í hnappagat sitt en hann á að baki myndir á borð við Seven og Delicatessen. Hér er á ferð fáguð spennumynd sem bæði skemmt- ir áhorfendum og fær þá til að brjóta heilann. Einar Árnason Fágaður heilabrjótur THE INTERPRETER LEIKSTJÓRI: SYDNEY POLLACK AÐALHLUTVERK: NICOLE KIDMAN, SEAN PENN NIÐURSTAÐA: Hér er á ferð fáguð spennu- mynd sem bæði skemmtir áhorfendum og fær þá til að brjóta heilann. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN 3 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA opnunarmynd iiff 2005 Margverðlaunuð stórkostleg kvikmynd sem hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur um allan heim. 9 Songs kl. 10.15 b.i. 16 Garden State kl. 5.45 og 8 b.i. 16 A Hole in my Heart kl. 10.30 b.i. 16 Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14 The Motorcycle Diaries kl. 5.30, 8 og 10.30 Napoleon Dynamite kl. 8 og 10 Vera Drake kl. 5.30 og 8 The Jacket kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 Framlengt til 2. maí 3 dagar eftir! Al lra sí ðu stu sý nin ga r á Í sla nd i Al lra sí ðu stu sý nin ga r á Í sla nd i Það er ekki tekið út með sældinniað vera frægur. Því fékk Usher heldur betur að kynnast nýlega. Söngvarinn þurfti, eins og aðrar manneskjur, að létta af sér og skellti sér á klósettið. Þegar hann sat þar í ró og næði heyrði hann símtal ungs manns og systur hans. Var unga stúlkan aug- ljóslega að biðja bróður sinn um að fá eiginhandaráritun hjá Usher en bróðurinn var eitthvað tregur til eins og gefur að skilja. Lét hann þó undan og laumaði bréfs- efni og penna undir skilrúmið og bað Usher um að árita það. Lét Us- her hafa eftir sér að honum fyndist þetta vera of langt gengið því ef hann fengi ekki einu sinni að tefla við páfann í friði hvað væri þá næst. Þrátt fyrir að vera erfingi Hilton-keðjunnar segist Paris Hilton vera þrældugleg og hún leggi hart að sér. Segir Hilton að hún sé langt því frá að vera ofdekruð og eftir- nafnið gefi ranga mynd af henni. „Ég fer á fætur klukkan sex á morgnana og fer ýmist á fund eða í myndatöku. Ræði um viðskipti eða ferðast til Tókýó og kynni ilmvatnið,“ lét Hilton hafa eftir sér í viðtali. Hún hefur þegar gefið út tvær bækur, Játningar erfingjans og Tinkerbell Hilton dagbækurnar. Hún er með sína eigin skartgripalínu, ilmvatn og á skemmti- stað í Orlando. Auk þess er hún að leika í þremur kvikmyndum og það styttist í útgáfu á hennar fyrstu plötu. Hilton segist vera ástfangin upp fyrir haus, ekki að það sé samt í fyrsta skipti. Nýja ástin í lífi hennar er líka erf- ingi, Paris Latsis, en faðir hans er skipakóngur í Grikklandi. Hjartaknúsarinn Tom Cruise er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Katie Holmes sem leikur á móti Christian Bale í Batman Begins. Lee Anne De- Vette, systir leikarans og fjöl- miðlafulltrúi hans, hefur stað- fest þetta og segir þau hafa verið hittast í nokkrar vikur. Talsmað- ur Holmes hefur einnig staðfest þetta. Tom Cruise hefur lengi verið talinn einn allra eftirsóttasti karl- peningur kvikmyndaborgarinnar og var hann giftur Mimi Rogers í þrjú ár. Hann gekk síðan að eiga áströlsku leikkonuna Nicole Kid- man og var hjónabandið talið eitt traustasta hjónaband Hollywood. Þau skildu hins vegar fyrir fjór- um árum eftir ellefu ára hjóna- band en hafa haldið góðu sam- bandi vegna barnanna sinna tveggja. Leikarinn hefur síðan þá verið með Penelope Cruz og kól- umbísku leikkon- unni Sofiu Verg- ara. ■ Cruise með nýja Ricky Gervais, einnfyndnasti maður heims, er búinn að gera samning við HBO-sjón- varpsframleiðslufyrirtæk- ið um að þeir framleiði nýja þáttinn hans, Extras in America. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kann- ast við kauða en hann lék hinn óþolandi skrifstofustjóra David Brent í þáttunum Office. Þættirnir nutu mjög mikilla vinsælda og eru af mörgum taldir vera bestu gamanmynda- þættir sem gerðir hafa verið. Gervais sagði HBO hafa gert honum tilboð sem hann hefði ekki get- að hafnað. Fjöldi þekktra gesta mun birtast í þátt- unum og meðal þeirra eru Samuel L. Jackson, Kate Winslet, Ben Stiller og Patrick Stewart. FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FÓLK KATIE HOLMES var trúlofuð Chris Klein í fimm ár en sleit trúlofuninni nýlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.