Fréttablaðið - 02.05.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 02.05.2005, Síða 14
14 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Auðhringir, Íbúðalánasjóður og félagsleg undirboð Alþjóðlegur frídagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur í gær í blíð- skaparveðri. Helstu mál dagsins voru vald auð- hringa, sterkur Íbúða- lánasjóður og átakið Einn réttur – ekkert svindl! gegn félagslegum undir- boðum á vinnumarkaði. 1. MAÍ Dagurinn í miðbænum hófst með hinni árlegu 1. maí göngu klukkan hálf tvö þar sem jafnt ungir sem aldnir gengu frá Skóla- vörðuholti niður á Ingólfstorg með spjöld og fána á lofti til að krefjast betra kaups og kjara.. Stéttarfélög hafa sjaldan eða aldrei haft mikilvægara hlutverki að gegna, eins og kom fram í 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. „Vax- andi áhrif auðhringa og stórfyrir- tækja, sem styðjast við markaðs- sinnaða stjórnmálamenn, sækja að réttindum og kjörum launa- fólks um allan heim,“ segir í ávarpinu og vill fulltrúaráðið koma reglu á kjör og aðstæður er- lends vinnuafls hér á landi. „Stöndum vörð um Íbúðalána- sjóð“ sagði jafnframt í ávarpinu, þar sem fulltrúaráðið gagnrýndi harða atlögu bankanna að sjóðn- um. „Íbúðalánasjóður er í raun eina tryggingin fyrir því að vextir af íbúðalánum hækki ekki, því hann tryggir samkeppni á þessum markaði,“ en annað sem brann á vörum ráðsins var starfsöryggi eldra fólks, fjölmiðlar, réttur langveikra barna og ástandið í Írak og Palestínu. Í kjölfar ávarpsins var kynnt átakið Einn réttur – ekkert svindl! á vegum Alþýðusambands Íslands og aðildarsamtaka þess. Með átakinu er barist gegn félagsleg- um undirboðum á vinnumarkaði og ólöglegri atvinnustarfsemi með erlendu vinnuafli í skjóli brota á lögum og kjarasamning- um, en átakið hefst formlega í dag. Þó Femínistafélagið sé ekki stéttarfélag sem slíkt hafa femínistar tekið virkan þátt í skipulagningu hátíðarhalda 1. maí frá stofnun félagsins. Á því varð engin breyting í gær en 35 ár voru síðan Rauðsokkurnar gengu niður Laugaveginn með borða sem á var letrað: „Manneskja ekki mark- aðsvara“. Í gær voru þessi ein- kunnarorð endurvakin og femínistar fjölmenntu í kröfu- gönguna með bleik spjöld í stað- inn fyrir hinn hefðbundna rauða lit sem flaggað hefur verið á 1. maí til að tákna blóð sem píslar- vottar verkalýðsins úthelltu fyrir réttindi verkamanna. Þegar niður á Ingólfstorg var komið hófst útifundur verkalýðs- ins. Ávarp fluttu Þórunn Svein- björnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hulda Katrín Stefánsdóttir, formaður Iðnnema- sambands Íslands. Ögmundur líkti auðmönnum landsins við Bogensen, kaupmann frá Óseyri í Axlarfirði úr hug- myndasmiðju Halldórs Laxness heitins, sem öllum og öllu réði í sinni sveit í krafti auðs og einok- unarvalda. „Þeir líkna og lækna, hinir miklu velgjörðarmenn sam- félagsins, alls staðar koma þeir fram sem veitendur. En þeim sem verðmætin skópu, almenningi, launafólki, er ætlað að sitja áhrifalausum á áhorfendabekkj- um að klappa kapítalismanum lof í lófa,“ sagði Ögmundur í ræðu sinni. Hann endaði ávarpið á því að hvetja verkalýðinn til að snúa vörn í sókn. lilja@frettabladid.is Alþjóðlegu stórfyrirtækin Alcoa-Fjarðaál og Bechtel eru komin til að sinna fram- kvæmdum og rekstri álvers á Austur- landi. Allt öðruvísi er staðið að aðbún- aði starfsmanna og innkomu fyrirtækj- anna í samfélagið á Reyðarfirði en á Kárahnjúkum þar sem alþjóðlega stór- fyrirtækið Impregilo starfar. Hver er munurinn? Impregilo kom hingað til lands með skömmum fyrirvara og hafði lítinn tíma til undirbúnings. Íslendingar voru sjálfir illa undirbúnir og vissu ekki á hverju þeir áttu von. Impregilo kom með nýja stefnu og strauma, vildi nota alþjóð- legar starfsmannaleigur og nýta sér þjónustusamninga. Alcoa-Fjarðaál og Bechtel vinna hlutina öðruvísi. Þeir hafa nýtt sér tímann til að undirbúa verkið, byggja álver frá grunni og virð- ast vanda sig við verkið. Þeir vilja nýta sér beint ráðningarsamband. Leiða má líkum að því að Alcoa-Fjarða- ál og Bechtel hafi líka lært af reynslu Impregilo. Stjórnendur þessara fyrir- tækja hafa vafalítið fylgst vel með fjöl- miðlaumfjölluninni og forðast þau mistök sem Impregilo hefur gert. Hver er munurinn í starfsmannastefnu og viðmóti þess- ara fyrirtækja? Starfsaðstaða hefur breyst til batnaðar á Kárahnjúkum. Alcoa-Fjarðaál og Bechtel hafa látið vinna skýrslur um samfélagið og reyna að koma inn í það með lagni og vinna í takt við það samfélag sem fyrir er. Starfsmannaaðstaða er öll til fyrir- myndar á Reyðarfirði. Stjórnendur fyrir- tækjanna setja stífar reglur, til dæmis um öryggismál og öryggisbúnað, og ganga eftir að það sé virt. Það er jú starfsmönnum í hag. Húsakosturinn er traustur og snyrtilegur og maturinn virðist lofa góðu. Mikið er gert fyrir starfsmennina. Ráðnir hafa verið fræðslustjóri og afþreyingastjóri. Sá síðarnefndi á að sjá til þess að eitt- hvað sé gert til afþreyingar fyrir starfs- menn. Þessi fyrirtæki, Impregilo á Kárahnjúk- um og Alcoa-Fjarðaál og Bechtel á Reyðarfirði, eru eins og svart og hvítt hvað varðar aðkomu að verkefninu og innkomu í samfélagið sem fyrir er. Eins og svart og hvítt FBL-GREINING: IMPREGILO, ALCOA-FJARÐAÁL OG BECHTEL PÚTÍN BRENNDUR Í MOSKVU Fylgis- menn rússneska kommúnistaflokksins brenna myndir af Vladimír Pútín Rúss- landsforseta í fyrsta maí göngu í miðborg Moskvu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI „MANNESKJA EKKI MARKAÐSVARA“ Femínistar nútímans vöktu 35 ára gömul einkunnarorð Rauðsokkanna. MÚGUR OG MARGMENNI Jafnt ungir sem aldnir fjölmenntu í miðbæinn og börðust fyrir betri kjörum. VALDAMENN GAGNRÝNDIR Ungur maður heldur á skilti með áletruninni „Þegar sagan endurtekur sig“ og meðfylgj- andi eru myndir af George W. Bush Banda- ríkjaforseta með yfirvararskegg í anda Hitlers, Davíð Oddsyni með hendur fyrir augun og Halldóri Ásgrímssyni með hend- ur fyrir eyrun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.