Fréttablaðið - 02.05.2005, Page 32

Fréttablaðið - 02.05.2005, Page 32
14 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Byggingar sem risastórir skúlptúrar Frank Gehry er einn sérstakasti og merkilegasti arkitekt okkar tíma. Arkitektinn Frank Gehry er af mörgum talinn sá merkasti okkar tíma. Byggingar hans eru algerlega einstakar og eru jafn- vel líkari risastórum skúlptúrum en bygg- ingum enda hefur hann nefnt myndhöggv- arann Brancusi sem sinn helsta áhrifa- vald. Efnisval hans þykir oft sérstakt en formið sem hann skapar þykir enn magn- aðra enda formið mjög lífrænt og eins fjarri hefðbundnu byggingarformi og hugsast getur. Gehry fæddist í Kanada árið 1929 en fluttist ungur til Bandaríkjanna og settist að í Kaliforníu þar sem hann menntaði sig í arkitektúr. Margir greina áhrif frá Kali- forníu í verkum hans, en þar er ríkjandi frumlegur og tilraunakenndur stíll í arki- tektúr. Nokkrar af byggingum hans standa í heimbæ hans, Los Angeles, og sú nýjasta þykir sú glæsilegasta en það er Disney-tónleikasalurinn í miðbæ borgar- innar. Hann er þó sennilega einna þekkt- astur fyrir Guggenheim-safnið í Bilbao á Spáni, en það vakti gríðarlega athygli um heim allan þegar það leit fyrst dagsins ljós og gerir enn í dag þar sem safnið er talið vera hans stærsta meistaraverk. Lengi vel átti hann ekki upp á pallborð- ið hjá kollegum sínum og sótti því félags- kap í listamenn en hann hefur heldur bet- ur hlotið uppreisn æru því árið 1989 hlaut hann Pritzker-verðlaunin sem gjarnan eru nefn Nóbelsverðlaunin í arkitektúr. ■ DG bankinn í Berlín er látlaus að innan en hér sést miðja bankans að innan. Risastór skúlptúr og skrifstofurnar allt í kring. Bankinn er vinsæll af ferðamönnum sem heimsækja Pariser Platz. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N D ÍS Þessi bygging hefur verið kölluð Ginger og Fred þar sem hún er eins og par sem dansar fram hjá götuhorninu. Frank Gehry við Guggen- heim-safnið í Bilbao. Disney tónleikasalurinn í miðbæ Los Angeles. Heimili Franks Gehry sem hann hannaði sjálfur. Guggenheim-safnið í Bilbao á Spáni er talið vera eitt helsta meistaraverk Franks Gehry.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.