Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 63
19MÁNUDAGUR 2. maí 2005 Innifali› í 3 ára ábyrg› eru 3 fríar fljónustusko›anir, me› síum og olíuskiptum 3 ára ábyrg› Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is Sterkur leikur KRAFTVÉLAR EHF. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3509 · www.kraftvelar.is Gjá milli réttarvit- undar fólks og dóma Það er merki um djúpa gjá á milli réttarvitundar almennings og meðferðar kynferðisbrota- mála að 14.000 undirskriftir skuli hafa safnast fyrir því að fyrningar verði afnumdar í kyn- ferðisbrotamálum gegn börnum. Það voru þær systur Svava og Sigríður Björnsdætur hjá Blátt áfram sem stóðu að söfnuninni til stuðnings frumvarpi Ágústs Ólafs þess efnis. Þessa gjá er nauðsynlegt að brúa og það ætti að vera auðvelt. Enginn vill kannast við að við eigum ekki að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að taka á slíkum brot- um og það skemmtilega við það verk er að það er ekki spurning um peninga heldur aðeins for- gangsröðun og vilja. Þess vegna er óskiljanlegt að slík vinna hafi ekki þegar farið fram. Seinast í morgun fengum við skeyti frá systursamtökum okkar í Danmörku þar sem þau voru að kynna okkur nýja aðgerðaáætlun danskra stjórn- valda til þess að fylgja eftir eldri áætlunum. Slík endurnýjuð áætl- un var kynnt í Noregi sl. haust. Í Svíþjóð var birt opinber skýrsla í des. sl. þar sem tekið var saman hvernig til hefði tekist eftir tíu ár frá því kynferðisbrotakafli sænsku laganna var endurnýjað- ur. Allir okkar nágrannar hafa sýnt í verki skilning sinn á alvar- leika kynferðisbrotamála og lagt sig fram um að bregðast við af alvöru. Allir nema við. Hjá Stígamótum höfum við lagt á það megináherslu gagn- vart ráðherrum dóms- og jafn- réttismála að á Íslandi verði ráð- ist í metnaðarfulla þverfaglega vinnu til þess að semja nýjan kynferðisbrotakafla og að samin verði aðgerðaáætlun ríkisstjórn- arinnar í kynferðisbrotamálum. Félagsmálaráðherra lofaði lið- sinni, dómsmálaráðherra hafði færri orð um sinn skilning, en þolinmæði okkar er á þrotum. Bjarni Benediktsson formað- ur allsherjarnefndar sem tók við undirskrifalistunum f.h. þings- ins hefði átt að taka alvarlega þau skilaboð sem í undirskriftun- um fólust. Við afhendinguna sagði hann bæði góðar fréttir og slæmar. Hann sagði að frum- varpið nyti ekki stuðnings og yrði væntanlega ekki samþykkt óbreytt, en hins vegar má fagna því að hann sagði að væntanlega yrði undirskriftunum beint til dómsmálaráðuneytisins þar sem vinna ætti að aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi. Hjá Stígamótum höfðum við samband við dómsmálaráðuneyt- ið til þess að leita fregna af þeirri vinnu sem Bjarni vitnaði í. Þar fengust þær fréttir að þegar aðgerðahópur nokkurra félaga- samtaka samdi drög að aðgerða- áætlun og afhenti stjórnvöldum, var drögunum komið til vinnu- hóps nokkurra ráðuneyta um kynferðisofbeldi. Sá hópur mun skrifa minnisblað til ráðuneyt- anna sem gæti leitt til formlegr- ar vinnu með þessi mál. Við fögn- um þessum fréttum og skorum á íslensk stjórnvöld að láta vinna þá vinnu sem þarf til þess að við getum kinnroðalaust borið okkur saman við nágranna okkar og sagt með sanni að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna gegn ofbeldi. Hver vill það ekki? ■ Hjá Stígamótum höfum við lagt á það megináherslu gagnvart ráð- herrum dóms- og jafnréttis- mála að á Íslandi verði ráð- ist í metnaðarfulla þverfag- lega vinnu til þess að semja nýjan kynferðisbrotakafla og að samin verði aðgerða- áætlun ríkisstjórnarinnar í kynferðisbrotamálum. Félagsmálaráðherra lofaði liðsinni, dómsmálaráðherra hafði færri orð um sinn skilning, en þolinmæði okk- ar er á þrotum. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA UMRÆÐAN FYRNING KYNFERÐISBROTA GEGN BÖRNUM ,, - b j ö r t o g b r o s a n d i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.