Fréttablaðið - 02.05.2005, Page 78

Fréttablaðið - 02.05.2005, Page 78
34 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 2 hljóð nautpenings, 6 málmur, 8 herma eftir, 9 biblíunafn, 11 tveir eins, 12 fim, 14 krydd, 16 íþróttafélag, 17 teymdi, 18 fugl, 20 tveir eins, 21 uppspretta. Lóðrétt: 1 sleipur, 3 félagsskapur, 4 látalæti, 5 þunnur vökvi, 7 listamaður, 10 skel, 13 sár, 15 sjóða saman úr málmi, 16 frost- skemmd, 19 á nótu. Lausn: 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 – hefur þú séð DV í dag? Faðir fórnarlambs rannsakaði sjálfur alvarlega árás - Vildi hjálpa undirmannaðri lögreglunni á Akureyri - Lögreglan bjartsýn eftir mótmæli ungs fólks Mikil leynd hefur hvílt yfir fyrirhuguðum tónleikum hljóm- sveitarinnar Duran Duran í Egilshöll þann 30. júní næst- komandi. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að sveitin væri á leið til landsins en tón- leikahaldarar hafa ekki viljað tjá sig um málið. Nú hefur það hins vegar verið staðfest á heimasíðu sveitarinnar, www.duranduran.com, að sveit- in mun koma hingað til lands og verða tónleikarnir í Egilshöll hluti af tónleikaferðalaginu Summer Sonic Festival. Áður en Duran Duran spilar hér á landi spilar hún í Stokk- hólmi 28. júní en eftir tónleikana er ferðinni heitið til Danmerkur á Hróarskelduhátíðina þar sem hún mun spila 2. júlí. Tónleikarn- ir í Egilshöll verða því væntan- lega prýðileg upphitun fyrir tón- leika Duran Duran á einni stærstu tónleikahátíð heims. ■ Tónleikarnir staðfestir DURAN DURAN Hljómsveitin Duran Duran, sem sló í gegn á níunda áratugnum, er á leiðinni hingað til lands með söngvarann Simon Le Bon í fararbroddi. Brúðugerðarmaðurinn Guðmundur Þór Kára- son, sem ljær Sigga sæta úr Latabæ rödd sína og stjórnar brúðunni að auki, segir það draumi líkast að fá að vinna í Latabæjarverkefninu. „Ég hef unnið með Magga í 6 til 7 ár í þessu verkefni. Það er frábært að þetta skyldi kom- ast á koppinn,“ segir Guðmundur, sem hefur verið að smíða og leika með brúður í tólf ár. Guðmundur, sem er sjálflærður í faginu, hefur unnið við ýmis verkefni í gegnum tíð- ina. Hann starfaði fyrir Stundina okkar þegar Gunni og Felix stjórnuðu þættinum og bjó til eftirmyndir af stjórnmálamönnum fyrir kosningasjónvarp Ríkissjónvarpsins, auk þess sem hann hefur unnið fyrir Stöð 2. Guðmundur fór fyrir nokkrum árum í pruf- ur hjá fyrirtæki Jim Henson, höfundar Prúðu- leikaranna, í New York. Í framhaldinu var hon- um boðið í svokallað „workshop“ í London þar sem hann var á endanum á meðal 10 til 15 þátt- takenda sem komust áfram úr 200 til 300 manna úrtaki. „Þeir fá menn á lista hjá sér en undanfarið hefur ekki verið mikið að gerast hjá fyrirtækinu,“ segir Guðmundur. „Ég hef ekki unnið nein verkefni fyrir þá ennþá en Disney var að kaupa þá, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“ Guðmundur er lærður grafískur hönnuður auk þess sem hann var í tvö ár í heimspeki í háskóla. „Heimspekin hefur nýst mér við að þróa konseptið Latabæ og vörumerkið. Svo hef ég verið að hanna mikið fyrir Latabæ, fyrri- partinn sérstaklega, meðal annars peningana.“ Hann segir það hafa gengið vel að leika Sigga sæta á ensku og hann hafi fengið fínar umsagnir fyrir persónuna. Hann hafi ekkert verið gagnrýndur fyrir framburðinn eða neitt slíkt, nema fyrir eitt atriði. „Ég sagði alltaf vei í staðinn fyrir jey og Bandaríkjamennirnir gagnrýndu það. Það tók mig svona þrjá mánuði að venjast því,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is GUÐMUNDUR OG SIGGI SÆTI Guðmundur Þór Kárason byrjaði að vinna við brúðugerð fyrir tólf árum síðan. Hann og Siggi sæti hafa átt gott samstarf undanfarið. Guðmundur Þór: Ljær Sigga sæta rödd sína Sagði vei í staðinn fyrir jey Í gær var 1. maí, alþjóðlegur dagur verkalýðshreyf- ingarinnar. Í hugum landsmanna er dagurinn kær- komið frí frá hefðbundnum vinnudegi og margir ósáttir að fórna hvíldardegi í kröfugöngur og baráttu- strit. Að sögn Svavars Gestssonar, sendiherra Íslands í Svíþjóð, er horft til þess að hinn stritandi almúgi sé að missa sjálfsagðan frídag, beri hann upp á helgidegi. „Þá er stundum gefið frí hálfan eða heilan dag á undan eða eftir. Fyrsti maí á sér meira en aldargamla hefð og að mínum dómi ættum við ekki að færa hann til,“ segir Svavar, sem bætir við að vandinn við íslenskan verkalýð sé í þessu samhengi sá að hann vilji helst vera sívinnandi. „Íslendingar vinna enn meira en allir aðrir og at- vinnuþátttaka hér er meiri en alls staðar annars stað- ar hjá báðum kynjum. Það skrifast á þá þróun þegar við þurftum að byggja upp þjóðfélagið mjög hratt á mjög stuttum tíma, því enn er stutt síðan við kom- um úr moldarkofunum. Þá fylgdi því mikil gleði að fá að vinna sem allra mest og enn er hamingjan fólgin í mikilli vinnu fyrir svo marga,“ segir Svavar, sem telur þessa þróun eiga eftir að breytast með auknu jafnrétti. „Þessi gífurlegi vinnuþrældómur helgaðist af gamal- dags verkaskiptingu þegar karlar unnu sjötíu tíma á viku og allt innanstokks lenti á konum, en þær eru reyndar enn í tvöfaldri vinnu, flestar í fullu starfi utan heimilisins. Með vaxandi áherslu á að karlar taki þátt í heimilisstörfum mun myndast þrýstingur á að vinnustundum fækki.“ Svavar segir yfirvinnuálag hérlendis hærra en í nágrannalönd- unum, þótt æ fleiri semji af sér sjálfsögð réttindi með sérsamningum utan við lög- boðna kjarasamninga. „Það sýnir hvað stéttarfélögin eru að mörgu leyti veik. Fyrsti maí er dýrmætur dagur sem skiptir miklu fyrir verkalýðshreyfinguna, ekki síst þegar sótt er að réttindum starfsfólks. Þá er hægt að sækja saman til varnar og sóknar, sem vill gleymast þegar allt virðist leika í lyndi. Þessu getur þó enginn breytt nema aðilar vinnumarkaðarins, sem þurfa að semja um að feta sig úr þessum mikla vinnuþrældómi með sam- spili nýrrar tegunda kjarasamninga.“ Svavar Gestsson er sendiherra í Svíþjóð, sem gefur aukafrídag ef 1. maí ber upp á helgidag. SÉRFRÆÐINGURINN SVAVAR GESTSSON SENDIHERRA Hamingjan enn fólgin í vinnuþrældómi ...fær Grindavík, sem var nýlega valinn fjórði mest spennandi staður sem keppendur Amazing Race hafa heimsótt. Það voru gestir síðunnar www.ask- men.com sem tóku þátt í valinu og eflaust hefur það verið Bláa lónið sem vakti athygli þeirra. HRÓSIÐ Lárétt: 2baul,6ál,8apa,9lea,11pp, 12liðug,14kanel,16ka,17dró,18 ara,20ðð,21lind. Lóðrétt: 1háll,3aa,4uppgerð,5lap, 7leikari,10aða,13und,15lóða,16 kal,19an. © PR ES SE N B IL D / F R ED R IK P ER S Gefðu öllum börnum sumargjöf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.