Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 66
Þegar Skógræktarfélag Íslands var stofnað fyrir 75 árum setti það sér þúsund ára markmið. Megintilgangurinn við stofnun félagsins árið 1930 var að endur- heimta gróður sem hafði verið í landinu við landnám. Þá var sett það markmið að á tvö þúsund ára Alþingishátíð yrði landið vaxið skógi milli fjalls og fjöru á ný. Magnús Jóhannesson, for- maður Skógræktarfélags Íslands, segir að fyrir 1930 hafi verið mjög lítið að gerast í skógrækt. Upphafið sé þó rakið til alda- mótanna þar síðustu þegar furu- lundur var gróðursettur á Þing- völlum. Við það hafi um tíma aukist áhugi á skógrækt og fólk gróðursetti í garðinum heima hjá sér. Skógrækt ríkisins var síðan stofnuð árið 1907 en fram undir 1930 var aðaláherslan lögð á að vernda þann skóg sem fyrir var og ekki fyrr en eftir þann tíma að skógrækt færðist í aukana. „Fólk hafði almennt ekki neina trú á því að skógur gæti vaxið á Íslandi og tók um fimmtíu ár að sannfæra Íslendinga um það,“ segir Magnús og telur það eitt helsta afrek félagsins að sann- færa íslensku þjóðina um að hægt væri að rækta skóg á Ís- landi og einnig nýta skóginn. „Mikill skilningur er meðal þjóðarinnar um skógrækt,“ segir Magnús og bendir á sér til stuðnings könnun sem gerð var nýlega þar sem níutíu prósent töldu skógrækt vera góða fyrir land og þjóð. Í tilefni afmælisins voru átta félög um allt land með sérstaka skógardaga um helgina. Á laugar- dag var haldinn hátíðarfundur á Þingvöllum þar sem gróðursett voru 75 tré. Var þetta gert í til- efni afmælis félagsins en einnig til heiðurs Frú Vigdísi Finnboga- dóttur sem er mikill stuðnings- maður félagsins og varð einnig 75 ára á árinu. „Hún er bara tveimur mánuðum eldri en félagið,“ segir Magnús, sem gerir sér vonir um að markmið upphafsmanna Skóg- ræktarfélagsins náist. ■ 18 27. júní 2005 MÁNUDAGUR JACK LEMMON (1925-2001) - lést þennan dag. Þúsund ára markmið SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS: 75 ÁRA timamot@frettabladid.is MAGNÚS JÓHANNESSON Formaður Skógræktarfélags Íslands telur mesta afrek félags- ins verið að sannfæra íslensku þjóðina um að skógrækt sé möguleg. Þennan dag árið 1991 réðst júgóslavneskt herlið inn í Sló- veníu aðeins 48 tímum eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði sínu. Reynt var að ná stjórn á landamærastöðvum landsins við Ítalíu, Austurríki og Ungverjaland auk þess sem ráðist var á flug- völlinn við höfuðborgina Ljúblí- ana. Nokkur viðbúnaður var í ná- grannalandinu Króatíu, sem einnig hafði sóst eftir sjálfstæði. Strax á fyrsta degi höfðu nokkrir látist og enn fleiri slasast en yfir- völd Slóveníu neituðu að sættast á þriggja mánaða vopnahléssam- komulag sem forsætisráðherra Júgóslavíu bauð. Kröfðust slóven- ar þess að herlið yrði dregið til baka áður en kæmi til samninga- viðræðna. Kommúnistaríkið Júgóslavía var myndað af Marshall Tito árið 1945. Hann skipti ríkinu í sex sambandslýðveldi, Króatíu, Svart- fjallaland, Serbíu, Slóveníu, Bosn- íu-Hersegóvínu og Makedóníu, en aldrei var langt í spennu milli þjóðflokka. Þó að sambandið héldi í tíu ár eftir dauða Tito árið 1980 féll það fljótt saman eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Slóveníu. Króatía og Bosnía fylgdu fljótlega í kjölfarið en við það urðu miklar stríðsdeilur við Serba sem vildu byggja upp stærri og betri Serbíu. Bitur átök þróuðust sem ein- kenndust af miklum fjölda flótta- manna, þjóðernishatri og ódæðis- verkum af hendi allra hliða. Óstöðugur friður komst ekki á fyrr en í desember árið 1995. 27. JÚNÍ 1991 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1855 Gufuskip kemur til Íslands í fyrsta sinn. Þetta var danska skrúfuskipið Thor. 1885 Öxar við ánna, ljóð Stein- gríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti við upp- haf Þingvallafundar. 1921 Rafstöðin við Elliðaár er vígð að dönsku konungs- hjónunum viðstöddum. 1940 Þjóðverjar byrja að nota Enigma-dulkóðunarvélina. 1950 Truman Bandaríkjaforseti gefur fyrirskipun að senda eigi hermenn til Kóreu. 1957 Sýnt er fram á bein orsaka- tengsl milli reykinga og lungnakrabbameins. Júgóslavía ræ›st inn í Slóveníu                  !!!   "   #!! $  %  &'  ( $  $  (    )$ *   + !    , !" +   ( $  $ !!  -! *   $ ! "  ) +   . ! / +  $ ,!(  ,   %'  "    #"  ,  $    +   0     # !   !"  #   +'!! $     " ' ! #  1 )! !   +'$ '$  +  ( 2   (-$ $ 1  !" 3 1  -$  $" 3  $   -$   ( ! 3  $ ,-$ $ .+-$ &'  $    "   # + $+  4  !! $ '  ! "  '  - # "  #  !'        -$  2 5  '  ,   , 6" 3 ,  1 (   - " 3  (+' 1    '6 3  ( $     -  & 16 7  89  +   $   5! ,- 5      #                            &'  # +  -## $  : )$ ' !  $ ; /' ;;8" #   <   5  #     '   &  //   '  ! #- )  ' )#'$" '$   )$ . ! %  (     ' ,! = + (' - ! > ?9@ A:77  +   '   #   B :. " '    #   ! # Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi okkar, Ketill Högnason tannlæknir, Melgerði 12, Kópavogi, sem lést á Líknardeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní kl. 15. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Hjúkrunarþjónustuna Karítas eða aðrar líknarstofnanir. Hildigunnur Davíðsdóttir Kristín Halldórsdóttir Helgi Ketilsson Guðrún Jóhanna Sveinsdóttir Davíð Ketilsson Drífa Lind Gunnarsdóttir Guðbjörg Ketilsdóttir Mikael Svend Sigursteinsson Hildur Högnadóttir Haukur Högnason og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Ytri Veðrará, sem lézt þriðjudaginn 14. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni þann 28. júní kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sunnuhlíðar. Viðar Sigurjónsson Ólöf Jónsdóttir Gunnhildur Sigurjónsdóttir Þórður M. Adólfsson Anna Ásgeirsdóttir Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. „Mistök ná sjaldnast að stöðva mann. Það sem stöðvar mann er óttinn við að gera mistök.“ - Jack Lemmon var ástsæll bandarískur gamanleikari. Hann er þekktur fyrir myndir eins og Some Like It Hot og Grumpy Old Men. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ANDLÁT Júlíana Bender, lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 12. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Þórey Kristjánsdóttir, Fljótaseli 13, Reykjavík, lést á líknardeild Land- spítalans Landakoti aðfaranótt sunnu- dags 19. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Þorgeir Haraldsson, Bjarkagrund 39, Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. júní. Jórunn Axelsdóttir, Tunguseli 1, Reykja- vík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, þriðjudaginn 21. júní. Knútur G.F. Kristjánsson, húsasmíða- meistari, Arnarhrauni 23, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, miðviku- daginn 22. júní. www.steinsmidjan.is JAR‹ARFARIR 13.00 Aðalbjörg Ásgeirsdóttir (Lalla), Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Margrét Þórdís Egilsdóttir gler- listakona, Kambaseli 21, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju. 13.30 Anton Ófeigur Antonsson, út- skurðarmeistari (Tony trélist), Munkaþverárstræti 11, Akureyri, verður jarðsunginn frá Hvíta- sunnukirkjunni á Akureyri. Tilkynningar um merkis- atbur›i, stórafmæli, and- lát og jar›arfarir í smá- letursdálkinn hér a› ofan má senda á net- fangi› timamot@frettabladid.is Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladi d.is e›a hringja í síma 550 5000. MEÐ FULLT FANG Ekki væsti um litlu stúlkuna í fanginu á þessari konu á sýningu Smithsonian-safnsins á lifnaðar- háttum hirðingja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.